Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 19

Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 19 Ms. Johan Petersen, skip Grænlandsverslunarinnar sem hefur reglubundnar siglingar milli Græn- lands og íslands í lok maí. Grænlandsverslunin hefur reglubundnar siglingar milli Grænlands og Islands GRÆNLANDSVERSLUNIN - KalaaUit Niuerf- iat, hefur ákveðið að hefja fyrstu reglubundnu siglingar milli Grænlands og Isiands. Siglt verð- ur frá Reykjavík til Maniitsoq frá og með 27. mai 1986. Að sögn Fjord Riisgaard framkvæmdastjóra flutn- ingadeildar Grænlandsverslunarinnar, hefur græn- lenska heimastjórnin tekið við stjóm Konunglegu dönsku Grænlandsverslunarinnar undir heitinu Grænlandsverslun. Ákvörðun um reglubundnar sigl- ingar milli landanna á 8 vikna fresti til reynslu var tekin í kjölfar aukinna samskipta milli landanna, sem ákveðin voru í mars sl. eftir viðræður stjómvalda. Með þessum siglingum er vonast til að hægt verði að koma til móts við þær fyrirspumir sem þegar hafa borist um flutning. Boðið er upp á að flytja vömr frá Reykjavík til allra hafna á Grænlandi á sama verði. Það sama gildir um vömr sem fluttar em frá Grænlandi til Islands. Hægt er að flytja kælivöm, frysta vöm og vöm í stykkjatali. Þorvaldur Jónsson skipamiðlari veitir vömm til Grænlands móttöku. Landhelgisgæslan: Skipulag Reykj avíkurflug- vallar hefur tafið úrbætur „ÞETTA ER eiginlega það sama og kom fram í ársskýrslu þeirra í fyrra,“ sagði Gunnar Berg- steinsson forstjóri Landhelgis- gæslunnar en í ársskýrslu Flug- slysanefndar kemur fram að endurskoða þurfi rækilega við- haldsmál loftfara Landhelgis- gæslunnar. Að sögn gunnars beinist gagn- rýnin aðallega að viðhaldsaðstöðu gæslunnar, sem var í lélegu og illa hituðu flugskýli. Síðustu ár hefur skýlið verið nánast óupphitað en unnið hefur verið að því eftir að íjárveiting fékkst, að einangra ský- lið að innan, klæða það og leggja þangað hita. „Það hafa verið tafir á þessari framkvæmd á undan- förnum ámm vegna þess að í skipu- lagi Reykjavíkurflugvallar var gert ráð fyrir að þetta skýli ætti að hverfa og þess vegna gekk erfíðlega að fá úr þessu leyst,“ sagði Gunnar. „Við réðum ekki einir við þessar tafír en þetta virðist vera að leysast og þá vonast ég til að við fáum það fé sem til þarf." Þá vildi Gunnar gera athuga- semd, vegna formála í frétt Morg- unblaðins sl. laugardag um árs- skýrslu flugslysanefndar, þar sem sagt er að gera þurfi meira af því að kanna og viðhalda hæfni kenn- ara. Sagði Gunnar að hér væri ekki átt við flugmenn Landhelgisgæsl- unnar, þótt svo megi skilja af frétt- inni. Þörungavinnslan á Reykhólum: Starfsmenn fordæma seinagang stjórnvalda — „A misskilningi byggt“ segja stjórnvöld STARFSMENN Þörungavinnslunnar hf. á Reykhólum hafa sent ríkis- stjórninni skeyti, þar sem skorað er á hlutaðeigandi að taka höndum saman um að leysa vandamál fyrirtækisins, svo ekki komi til „byggðaröskunar og fólksflótta frá byggðarlögum við innanverðan Breiðafjörð“, eins og það er orðað í ályktun starfsmannanna. Þá fordæma þeir þann seinagang sem þessi mál hafa hlotið í umfjöllun stjórnvalda. Iðnaðarráðuneytið og fjármála- ráðuneytið hafa sent frá sér sam- eiginlega fréttatilkynningu vegna málefna Þörungavinnslunnar svo- hljóðandi: „Vegna fréttaflutnings að und- anfömu um málefni Þörungavinnsl- unar hf. skal eftirfarandi tekið fram: 1. Ríkisábyrgðasjóður keypti á uppboði nú nýlega verksmiðju- hús Þörungavinnslunnar hf., ásamt ýmsum fylgihlutum. Eðli- legt framhald þess er að bú Þörungavinnslunnar hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta sam- kvæmt ákvæðum gjaldþrota- skiptalaga. 2. Á fundi forsvarsmanna heima- manna, þeirra Inga Garðars Sigurðssonar og Kristjáns Þórs Kristjánssonar, með ráðuneytis- stjóra og skrifstofustjóra Fjár- málaráðuneytisins fyrir réttri viku voru eignir þær sem ríkis- ábyrgðasjóður keypti á uppboð- inu boðnar heimamönnum til leigu. Var þetta gert skv. ákvörðun fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra til að koma til móts við fram komnar óskir heimanna um að kaupa eða leigja verksmiðjuna. Rétt þótti að bjóða verksmiðjuna til leigu þar eða sýnt þótti að kaup á henni yrðu heimamönnum of- viða. Á fundi þessum tóku full- trúar heimamanna að sér að leggja fram leigutilboð og frek- ari hugmyndir um áframhald- andi rekstur. 3. Ákvörðun um áframhaldandi rekstur þörungavinnslu á Reyk- hólum er því í höndum heima- manna sjálfra. Fréttaflutningur og yfírlýsingar ýmissa aðila um málefni Þörunga- vinnslunnar hf. er því skv. ofan- sögðu á misskilningi byggður. Aðgerðir stjórnvalda eru til þess fallnar að greiða úr málum verk- smiðjunnar í þágu heimamanna. Er þetta bezt gert með því að gera núverandi hlutafélag upp með skiptameðferð og leigja heima- mönnum eignirnar til áframhald- andi reksturs." Collonil vatnsverja á skinn og skó i i t * i Allur rjómaís fráEmmess hefur nú lækkað í verðí. Fáðu þér Emmess rjómaís á lækkuðu verði með AUKhl. 3.153/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.