Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986
^Minning:
Bárður ÓliPáls-
son — Minningarorð
*
Fæddur 27. október 1910
Dáinn 26. apríl 1986
Þótt staðreyndin að ekkert líf só
án dauða og enginn dauði án lífs,
sé öllum sem komnir eru til vits og
ára kunn, þá er það jafnan svo að
þegar þessi staðreynd snertir mann
sjálfan, er hún sár og verður til
þess að maður finnur til smæðar
sinnar gagnvart almættinu. Það er
undarleg tilfinning að kveðja vini
sína og vita að aldrei framar verði
skipst á hlýjum handtökum, orðum
^og brosum, fundin nálægð þeirra
f og skynjuð vináttan. Og þó. Hefur
okkur ekki verið gefið fyrirheit um
að mannssálin lifi að eilífu og að
endurfundunum komi? Slíkt er
huggun í harmi þegar staðið er
yfir moldum náins vinar eins og
j Óla Pálssonar sem kvaddur er í
; dag. Það er huggun að eiga þá trú
að hann sé nú við fótskör meistar-
ans í austrinu eilífa.
Það eru margir sem harma Óla
Pálsson genginn. Fáum eða engum
mönnum hef ég kynnst sem eiga
eins auðvelt að afla sér vina sem
hann. Fas hans og hlýleg framkoma
við hvern sem var var þannig að
. menn löðuðust að honum og nutu
' nærveru hans. Og Óli Pálsson var
einlægur í vináttu sinni og þess
vegna varð hún endingarbetri en
hjá mörgum öðrum.
Bárður Óli Pálsson fæddist 27.
ágúst 1910 á Ytri-Skógum undir
Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru
Margrét Oddsdóttir og Páll Bárðar-
son sem bjuggu þar myndarbúi. Páll
var annálaður þrekmaður og
hraustmenni sem m.a. má sjá af
þolgæði hans er hann bjargaðist
einn manna úr sjóslysi er varð við
Vestamannaeyjar árið 1901. Þar
fórust nær þrír tugir manna er bát
hvolfdi við innsiglinguna í höfnina.
Tókst Páli að halda sér á kili uns
björgun barst.
Mannmargt mun oft hafa verið
á Skógum á æskudögum Óla og
minntist hann oft þeirra daga með
gleði og hlýju. ðli fór síðan í
Bændaskólann á Hvanneyri og lauk
þar búfræðiprófi árið 1930. Þar var
hann skólafélagi föður míns sem
minntist Óla sem fyrirmyndarfélaga
og atgervismanns, ekki síst í iþrótt-
um. Næstu tvö árin starfaði Óli við
ýmis störf en 9. nóvember árið
1932 urðu þau þáttaskil í lífi hans
að hann gekk í lögregluna í Reykja-
• vík, þar sem hann starfaði síðan í
röskan áratug. Fyrsti starfsdagur
Óla í lögreglunni var honum eftir-
minnilegur að vonum þar sem það
var dagur hins fræga Gúttóslags
þar sem lögreglan hafði ærinn
starfa og var hart leikin. Hefði sjálf-
sagt mörgum nýliðanum þótt nóg
um en víst er að það var Öla Páls-
syni íjarri að gefast upp. Mannkost-
ir Óla hafa örugglega nýst vel í
lögreglunni en hann var allra
manna lagnastur við að setja niður
deilur og jafna ágreiningsmál
manna á milli og beitti við það
bæði hógværð og kímni. Starf lög-
reglumanna er vandasamt og var
það ekki síst á þeim tíma sem Óli
'var í lögreglunni en um helming
þess tíma bjuggu Íslendingar í
sambýli við fjölmennt erlent herlið
og ýmis erfið mál komu upp sem
lögreglan þurfti að greiða úr. Um
einstök atvik eða atburði var Óli
fámáll en lofaði hins vegar þá sem
með honum störfuðu og þá ekki síst
Agnar Kofoed Hansen lögreglu-
stjóra, en hans minntist Óli jafnan
þegar rætt var um fyrirmyndar
stjómanda.
Óli hætti störfum í lögreglunni
árið 1945 og hóf þá störf hjá
Almenna byggingafélaginu og var
m.a. verkstjóri við byggingu síldar-
verksmiðjunnar á Skagaströnd.
Kunnugir hafa sagt mér að þar
hafi kraftur og dugnaður Óla nýst
vel enda gekk bygging verksmiðj-
unnar með miklum ágætum. Hann
starfaði síðan um hríð hjá Póst- og
símamálastofnuninni og Olíufélag-
inu hf., en hóf síðan rekstur eigin
fyrirtækis, verktakafyrirtækisins
Jarðýtunnar sf. sem var síðan
starfsvettvangur hans allt fram til
ársins 1980 að hann seldi fyrirtæk-
ið. Þróunarsaga fyrirtækis Óla var
með svipuðu sniði og margra ann-
arra íslenskra fyrirtækja. Það var
byrjað smátt og unnið hörðum
höndum og reksturinn byggður
upp. Um tíma var Jarðýtan sf. eitt
stærsta vélaleigufyrirtæki Reykja-
víkur með á þriðja tug starfsmanna.
Atti það hlut að mörgum stórfram-
kvæmdum á Reykjavíkursvæðinu
og víðar. Þegar reksturinn var
umfangsmestur var í mörg hom að
líta og oft langur vinnudagur og
ónæðissamur hjá Óla. En hann naut
sín jafnan best og var hamingju-
samastur þegar mest var að gera
og geislaði þá af lífsgleði og þrótti.
Kynni okkar Óla Pálssonar hóf-
ust fyrir rúmum tveimur áratugum
þegar ég kom til starfa hjá verk-
takafyrirtæki hans. Sennilega hafa
ekki liðið nema nokkrir dagar þegar
ég var hættur að líta á Óla sem
atvinnuveitanda minn og farinn að
skoða hann fyrst og fremst sem vin
minn. Og þannig voru einnig viðhorf
þeirra fjölmörgu sem störfuðu hjá
Óla gegnum árin. Hann var öllum
góður húsbóndi. Hann gerði kröfur
til starfsmanna sinna, vildi að þeir
leystu verk sín vel af hendi og hafði
mikinn metnað fyrir hönd fyrirtæk-
is síns. En alltaf var Óli líka boðinn
og búinn að aðstoða starfsmenn
sína og taldi ekki eftir sér spor né
fyrirhöfn í þeim efnum.
Það er kannski ekki algengt að
svo djúpstæð vinátta skapist milli
manna sem tilheyra hvor sinni
kynslóð eins og gerðist milli okkar
Óla Pálssonar. Það var ekki bara í
vinnunni sem félagsskapur okkar
stóð heidur ekki síður utan hennar.
Og jafnan var Óli Pálsson veitand-
inn og óþreytandi að opna augu
manns fyrir nýjum verkefnum og
nýjum ævintýrum. Hann dreif mig
með sér í laxveiðar sem síðan urðu
helsta tómstundagaman sumarsins
og jafnan mikið tilhlökkunarefni að
fara í veiðitúra með Óla. Áttum við
margar ógleymanlegar stundir
saman á þeim vettvangi, hvort
heldur var norður í Aðaldal, uppi í
Borgarfírði eða við Laugabrekku
Ölfusár. Oft var glaðst yfir góðum
feng og skemmtilegum ævintyrum
þegar fengist var við lónbúann og
utan veiðitímans var endalaust
hægt að gleðjast með því að rifja
upp ævintýri sumarsins jafnframt
því sem nýjar ferðir voru undir-
búnar og til þeirra hlakkað. Leiðir
okkar lágu einnig saman í starfi
Frímúrarareglunnar, en sá félags-
skapur var okkur báðum mjög kær.
Vann Óli þar mikið starf af áhuga,
dugnaði og samviskusemi og naut
mikils trausts og ómældra vin-
sælda. Þótti jafnan sjálfsagt að leita
til hans þegar leysa þurfti úr ein-
hverjum málum og tæki Óli þau að
sér þurfti ekki að hafa af þeim
frekari áhyggjur.
Óli Pálsson var félagsvera sem
naut sín í fjölmenni. Oftast var
hann miðpunkturinn, geislandi af
gleði og þrótti. Frímúrarareglan var
ekki eini félagsskapurinn sem hann
var virkur í og starfaði mikið fyrir
heldur voru mörg félög sem leituðu
eftir starfskröftum Óla og sóttust
eftir honum í trúnaðarstörf. Hann
átti sæti í stjóm Félags vinnuvéla-
eigenda frá stofnun þess árið 1953
til ársins 1980. Þegar Óli hætti þar
störfum var hann gerður að heið-
ursfélaga og þótti honum vænt um
þá viðurkenningu sem í því fólst.
Hann starfaði mikið í Rangæingafé-
laginu í Reykjavík og var gerður
að heiðursfélaga þess, hann var
heiðursfélagi í Golfklúbbi Reykja-
víkur sem hann veitti mikinn stuðn-
ing þegar félagið var að koma upp
velli sínum í Grafarholti. ÓIi veitti
skátahreyfingunni mikinn stuðning
en allir þrír synir hans voru mjög
virkir í hreyfingunni. Var Óli
sæmdur æðsta heiðursmerki sem
skátahreyfingin veitir manni sem
ekki er starfandi í henni. Um árabil
átti Óli sæti í stjóm Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra og bar hag
þess mjög fyrir bijósti og vann
því mikið og óeigingjamt starf. Óli
átti einnig lengi sæti í stjóm Frí-
kirkjunnar í Reykjavík. Mörg önnur
félög nutu einnig starfskrafta Óla
og það hversu eftirsóttur hann var
til félagsstarfa segir kannski meira
úm persónu hans og hæfileika en
mörg orð og langar útlistanir.
Óli kvæntist 20. maí árið 1933
Önnu Tómasdóttur frá Barkarstöð-
um í Fljótshlíð. Að Önnu stóðu
einnig sterkir stofnar — dugmikið
fólk og jafnframt listelskt. Um
Önnu Tómasdóttur má segja ná-
kvæmlega hið sama og um Óla
Pálsson. Hún auðgaði tilvem allra
þeirra er kynntust henni. Hjóna-
band Óla og Önnu var einstakleg
gott. Anna tók af lífi og sál þátt í
starfi Óla og áhugamálum hans.
Það leyndi sér ekki að þeim leið vel
í návist hvors annars og hver sem
steig yfir þröskuld heimilis þeirra
varð ekki ósnortinn af þeim anda
sem þar ríkti. Þar var höfðingsskap-
ur og einlæg gestrisni höfð í háveg-
um og aldrei spurt um tíma né
fyrirhöfn þegar tekið var á móti
fólki.
Óli og Anna eignuðust þijá syni,
Tómas Grétar sem rekur eigið fyrir-
tæki í Reykjavík, Pálmar arkitekt
og Smára tónlistarmann. Tómas
Grétar er kvæntur Guðlaugu
Gísladóttur og eiga þau fjórar
dætur. Pálmar er kvæntur Sigur-
veigu Sveinsdóttur og eiga þau eina
dóttur og tvo syni. Smári er kvænt-
ur Ingibjörgu Haraldsdóttur og eiga
þau tvo syni og eina dóttur. Afaböm
Óla vom því tíu talsins og langafa-
bömin orðin þijú. Var fjölskylda
Óla einstaklega samhent og lét sér
hagi hvers annars miklu varða.
Anna Tómasdóttir lést 13. febrú-
ar árið 1974. Veikindi hennar og
andlát var Óla Pálssyni erfiður tími
og það duldist engum er hann
þekkti að honum leið þá oft illa og
var einmana, jafnvel í margmenni.
Allir sem þekktu Óla og Önnu skildu
tilfínningar hans. Það var því bæði
fjölskyldu Óla og öllum vinum hans
mikið fagnaðarefni þegar hann
kynntist Hallfríði Bjamadóttur og
gekk í hjónaband með henni
skömmu fyrir jól árið 1975. Líf Óla
Pálssonar öðlaðist þar með nýja
fyllingu. Hann tók gleði sína aftur
og naut lífsins að nýju. Halla og
Óli vom einstaklega samrýnd. Nutu
þess að ferðast saman bæði hér-
lendis og erlendis og í erfiðum veik-
indum Öla reyndist Halla sem og
öll fjölskylda hans honum einstök
stoð og var óþreytandi í að reyna
að gera honum erfiða daga léttari.
Þegar leiðir skilja eins og leiðir
Óla Pálssonar og samferðamanna
hans em sorg og tregi eðlileg,
mannleg viðbrögð. En djúpt í vit-
undinni býr þó gleði. Bæði yfir því
að Óli Pálsson skuli nú laus úr
viðjum þjáningarinnar og geti end-
urlifað með Guði sínum með þeirri
reisn sem honum var eðlislæg. Og
það er okkur sem kynntumst honum
og kveðjum hann nú líka einlæg
gleði að eiga allar þær góðu minn-
ingar sem við hann em tengdar.
Hann auðgaði líf allra þeirra er
kynntust honum, var sá samferða-
maður sem alltaf var tilbúinn að
rétta hendi og styðja ef þess gerðist
þörf hvort sem vandamenn eða aðrir
áttu hlut að máli. Hann var einlæg-
ur vinur fjölmargra vina sinna og
þeir munu geyma minninguna um
hann sem dýrmætan fjársjóð sem
oftar en ekki verður gengið í. Það
er hveijum manni happ að fá að
kynnast manni sem Öla Pálssyni
og eiga hann að vini og fá að lokum
að geyma minningu hans. Guð fylgi
honum á leiðum hans og styrki
ástvini hans í sorginni.
Steinar J. Lúðvíksson
Óli afi er dáinn. Hann veiktist
snögglega fyrir hálfu ári og var á
sjúkrahúsi þar til hann lést, 26.
apríl ’86.
Afí var mikill fjölskyldumaður,
tryggur sínu fólki. Gestrisni ömmu
og afa var mikil. Hjá þeim kynnt-
umst við stórrí og samheldinni fjöl-
skyldu. Það var aldrei úr leið að
koma við á „Skeggjó" og síðar
Háteigsveginum hvar sem maður
var staddur í bænum. Gestum var
alltaf jafn vel tekið, á hátíðisdögum
jafnt sem vikum dögum.
Afí hafði mikið yndi af að ferðast
og vera úti í náttúrunni. Hann
stundaði laxveiðar af miklu kappi.
Okkur eru ógleymanlegar þær
veiðiferðir sem við fengum að fara
með í. Þegar heim var komið safn-
aðist fjölskyldan saman og gerði
veiðifengnum góð skil. „Laxaveisl-
ur“ voru tíðar.
Þegar amma Anna dó 1974 var
missir afa mikill. Þau höfðu verið
samhent í leik og starfí í rúm 40
ár. En hann var lánsamur að kynn-
ast góðri konu, henni Höllu. Með
henni átti hann ánægjuleg síðustu
10 ár ævinnar.
Fastur liður í jólahaldi okkar
voru jólaböllin hans afa. Hann var
stoltur af hópnum sínum og tók
virkan þátt í skemmtun okkar barn-
anna. Jafnan eftir jólaball safnaði
hann fjölskyldunni saman á heimili
sínu og þar var fögnuðinum haldið
áfram.
Minninguna um afa munum við
geyma með okkur um ókomin ár.
Við höfum gott veganesti til að
takast á við lífið þar sem áhugi og
trygglyndi hans við íjölskyldu og
vini eru okkar leiðarljós.
Barnabörn
Við starfsmenn hjá Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar munum
minnast Óla Páls með hlýhug og
þökkum fyrir samstarfið. Óli var
ávallt reiðubúinn og ekki taldi hann
eftir sér að keyra okkur samstarfs-
menn ef á þurfti að halda. Það var
augljóst að þarna var góður félagi
jafnt í starfí sem leik. Alltaf tóku
þau hjónin Halla og Óli virkan þátt
í vorferðalögum, sumarfögnuðum
og árshátíðum starfsfólksins. Á
heimili þeirra voru allir velkomnir
og fyrir árshátíð prentsmiðjunnar
sérstaklega boðnir. Þar var tekið á
móti öllum hópnum, starfsmönnum
og mökum, með mikilli rausn og
munum við ætíð minnast þess með
hlýhug hve gott er þar að koma.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Óla Páls og sendum
Höllu og ástvinum hans samúðar-
kveðjur.
Samstarfsmenn Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar hf.
Bárður Óli Pálsson, oftast kallað-
ur Óli Páls, er látinn sjötíu og fimm
ára að aldri.
Við, sem kalla mætti seinni fjöl-
skyldu Óla, setjum hér á blað örfá
kveðjuorð með þökk fyrir mjög góð
kynni.
Það var árið 1975 að móðir okkar
Hallfríður Bjamadóttir, sem hafði
verið ekkja í 6 ár, kynntist Óla
Páls, en hann hafði þá misst konu
sína nokkru áður.
Tókust með þeim það góð kynni
að leiddi til hjúskapar nokkru síðar,
báðum fjölskyldum þeirra til mikill-
ar ánægju. Varð hjónaband þeirra
farsælt alla tíð.
Óli var þá eigandi að einu stærsta
jarðvinnslufyrirtæki á íslandi, hét
það Jarðýtan og rak nokkrar jarðýt-
ur, gröfur og flutningabíla. Óli Páls
var traustur stjómandi sem bæði
starfsmenn og viðskiptavinir
treystu, enda var hann með áratuga
reynslu. Hann hafði staðið lengi í
eldlínu framkvæmda og við upp-
byggingii í íslenska þjóðfélaginu
eins og við þekkjum það í dag.
Síðar^ er árin fóru að færast yfír,
losaði Óli sig útúr atvinnurekstri
sínum til að geta eytt efri árum að
eigin vilja með eiginkonu sinni.
Það tókst vel, enda urðu ferða-
lögin mörg bæði hér innanlands og
þó miklu fremur á erlendri gmnd
þar sem þau áttu mjög góðar stund-
ir.
Óli var höfðingi heim að sækja,
sérstaklega fyrir okkur systkinin
og starfsmenn fyrirtækis okkar,
Prentsmiðju Áma Valdemarssonar
hf. Óli og Halla höfðu ætíð boðin
fyrir starfsmenn prentsmiðjunnar
og maka þeirra þegar halda átti
árshátíð. Eru það ógleymanlegar
stundir fyrir þá sem þar voru.
Þegar Óli hafði losað sig frá öll-
um skyldum gagnvart Jarðýtunni,
tók hann að sér innheimtustörf fyrir
Prentsmiðjuna til að hafa eitthvað
að starfa milli þess sem öðrum
áhugamálum var sinnt. Og rækti
hann það starf eins og við var að
búast af gömlum athafnamanni
með dugnaði og alúð.
Við kveðjum Óla Páls með þakk-
læti fyrir að fá að vera hluti af lífí
hans og kæru þakklæti fyrir það
indæla líf sem hann veitti móður
okkar árin sem þau nutu samvista.
Þorgeir L. Árnason,
Haraldur Árnason,
Ingibjörg Árnadóttir.
Kópavogsbúar
Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisfiokksins er í Hamraborg 1, 3. hæö,
símar 40708,641732 og 641733.
Borgarnes — Borgarnes
Kosningaskrlfstofa Sjálfstæöisflokksins að Brákabraut 1, Borgarnesi,
veröurfyrst um sinn opin daglega kl. 20.00-22.00.
Borgarnes — Mýrasýsla
Aðalfundur fulltrúaráös sjálfstæöisfélaganna í Mýrasýslu veröur
haldinn i Sjálfstæðishúsinu i Borgarnesi miövikudaginn 7. maí kl.
21.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnurmál. Stjórnin.
Keflavík
Fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Keflavik eru boöaöir til almenns
fundar í Sjáifstæöishúsinu þriöjudaginn 6. maí kl. 20.30.
Rætt veröur um kosningaundirbúning. Opinn fundur.
Stjórnin.
Kópavogsbúar
Kópavogsbúar
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi hafa opiö hús miövikudaginn 7. maí
kl. 21.00. Allir stuðningsmenn velkomnir.
rnwia