Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
Svo fór ...
Það getur stundum verið erfítt
að vera íslendingur, við eigum
jú duglegustu sjómenn heimsins,
fegurstu stúlku veraldar, sterkasta
mann heims, dýrmætasta bók-
menntaarfinn, elsta þjóðþingið,
heimsmet í verðbólguhjöðnun og
erum að sjálfsögðu hamingjusam-
asta þjóð veraldar og svo verðum
við ekki númer eitt þegar okkur
dettur í hug að taka þátt í Söngva-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Hvílíkt áfall fyrir hina 240 þúsund
afkomendur ættgöfugustu aðals-
manna Noregs. Þessa dagana eru
íslendingar ekki hamingjusömustu
menn veraldar, þeir eru hnípnir og
leita með logandi ljósi að örsök
ófara Icy-hópsins. Þar verður allt
tínt til. í fyrsta lagi eru sumir á
því að Norska útvarpshljómsveitin
hafi ekki náð hljómfalli Gleðibank-
ans. Og minnast þá margir tónanna
er bárust frá lokaæfingunni þar sem
hljómsveitin hreinlega níddist á
laginu. í öðru lagi eru ýmsir þeirrar
skoðumar að þau Helga, Eiríkur
og Pálmi hafi ekki náð að stilla
saman raddimar og þar hafi Norska
útvarpshljómsveitin leikið stórt
hlutverk, þannig endaði lagið nán-
ast jafn skyndilega ogþað hljómaði.
Synd og skömm því Gleðibanki
Magnúsar Eiríkssonar í útsetningu
Gunnars Þórðarsonar er prýðislag.
í þriðja lagi eru sumir á því að
klæðnaður Icy-hópsins hafí ekki
verið við hæfí og sviðsframkoma
krakkanna fálmkennd.
Vinnum nœst
Nú en það sæmir ekki hamingju-
sömustu þjóð heims að leggjast í
vol og víl þótt hún hreppi ekki
verðlaun þá hún keppir í fyrsta sinn
á Eurovision. Auðvitað slgrum vlð
næst. Sem fjölmiðlagagmýnandi vil
ég nú freista þess að leggja eitt
fislétt lóð á vogarskálina, og upp-
hugsa mína eigin vinningsformúlu
er gæti leitt okkur á verðlaunapall
í Belgíu '87. Auðvitað er þessi form-
úla ekki hótinu merkilegri en þær
tvöhundruðþúsund vinningsformúl-
ur er fæðast þessa dagana í hug-
skoti hamingjusömustu þjóðar ver-
aldar. Þeir Eiríkur og Pálmi gátu
ekki gert að því þótt flensa legðist
á raddböndin rétt fyrir keppnina í
Björgvin, þeir stóðu sig frábærlega
miðað við aðstæður og Helga Möller
er vissulega skær stjama, röddin
falleg og stúlkan ekki síðri. Ég hef
sum sé ekkert út á söngfólkið að
setja en verður ekki að velja lag í
svona keppni þar sem laglínan er
endurtekin þannig að hún gripi
áheyrendur og að textinn er fylgir
þessari laglínu sé þess eðlis að allur
heimur skilji, til dæmis held ég að
texti lagsins: Mitt á milli Moskvu
og Washington hafi búið yfír slíkum
töfrum og hvað til dæmis um fræg-
asta Eurovision-lagið, Waterloo
meðABBA?
Hér skiptir auðvitað mestu máli
að rétt sé staðið að vali keppnislags-
ins. Æskilegast væri að hafa lokaða
keppni þar sem aðeins atvinnumenn
á sviði tónsmíða kæmu til álita og
að mikil áhersla yrði lögð á að
fullbúa lögin fyrir keppnina hér
heima. Klæðnaður keppenda skiptir
auðvitað miklu máli en persónulega
var ég bara ánægður með klæðnað
Icy-hópsins í Bergen þótt þar hefði
mátt leggja meiri áherslu á ljósa
liti. Flóknari er ekki þessi litla vinn-
ingsformúla mín. Ég held að svona
keppni verði nú bara að spila af
fingrum fram og láta tilfinningam-
ar ráða ferðinni, mestu skiptir að
syngja sig inní hjörtu hinna 300
milljóna Evrópubúa er þessa stund-
ina fagna litlu stúlkunni frá Belgíu.
Icy-hópurinn bræddi hjörtu ís-
lenskra áhorfenda og er ekki þar
með hálfur sigurinn unninn, nú og
svo áttum við langbesta mynd-
bandið. Mætti að ósekju verðlauna
besta myndbandið á keppni sem
þessari ekki satt?
ÓlafurM.
Jóhannesson
í helmildamyndinni Óaldarseggir er reynt að grafast fyrir um orsakir óspekta
á knattspyrnuleikjum.
Óaldarseggir:
Um óspektir
á knattspyrnuleikjum
■i Bresk heimilda-
30 mynd um óald-
arseggi sem
stofna til óspekta á knatt-
spymuleikjum er á dagskrá
sjónvarps í kvöld. í mynd-
inni er fylgst með óeirða-
seggjum frá East End í
London sem styðja West
Ham United og eru þekktir
af óspektum um allt Eng-
land. Þeir kalla sjálfa sig
„Inter-City Firm“ (ICF)
vegna þess að þeir ferðast
mikið á leiki með Inter-
City-lestum. í myndinni er
grafist fyrir um það hvers
vegna þessir menn reyna
að efna til slagsmála á
knattspymuleikjum og
hvað þeir telja sig hafa upp
úr því.
Gjaldið, þriðji þáttur, er á dagskrá sjónvarps í kvöld.
Gjaldið
— þriðji þáttur
■■■■ Þriðji þáttur
rt -í 35 bresk-írska
A “ framhalds-
myndaflokksins Gjaldið er
á dagskrá sjónvarps í
kvöld, en flokkurinn er alls
sex þættir. Hinn auðugi
eiginmaður þijóskast enn
við að greiða lausnargjaldið
og spennan fer vaxandi þar
til gripið er til örþrifaráða.
Með aðalhlutverk fara
Peter Barkworth, Harriet
Walter og Derek Thomp-
son.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
6. maí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morgunteygjur.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Fréttiráensku.
8.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Eyjan hans múmín-
pabba" eftir Tove Jansson.
Steinunn Briem þýddi. Kol-
brún Erna Pétursdóttir les
(15).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Örn Ólafsson flytur.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna.
10.40 „Ég man þá tíð." Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Úr söguskjóöunni -
„Konur, þaðvarþá"
Umsjón: Sigrún Valgeirs-
dóttir. Lesari með henni:
Sigríður Jóhannesdóttir.
11.40 Morguntónleikar.
Þjóðleg tónlist frá ýmsum
löndum.
12.00 Dagskrá.Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Heilsu-
vernd.
Umsjón: Jónína Benedikts-
dóttir.
14.00 Miðdegissagan:
„Hljómkviðan eilífa” eftir
Carmen Laforet
Sigurður Sigurmundsson
les þýðingu sfna (5).
14.30 Miödegistónleikar.
a. Svfta í e-moll eftir Johann
Sebastian Bach. Julian Byz-
antine leikur á gítar.
b. Tólf tilbrigði eftir Ludwig
van Beethoven um stef úr
„Brúökaupi Fígarós" eftir
Wolfgang Amadeus Moz-
art.
Gidon og Elena Kremer leik-
uráfiðlu og píanó.
c. Walter Gieseking leikur á
píanó „Fjögur Ijóð án orða"
eftir Felix Mendelssohn.
16.15 Barið að dyrum. Einar
Þórarinsson forstöðumaður
Náttúrugripasafnsins í Nes-
kaupstað ræðir um safnið.
Umsjón: Inga Rósa Þórðar-
dóttir.
15.45 Tilkynningar.Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaöu með mér -
Edvard Fredriksen. (Frá
Akureyri.)
19.00 Aftanstund. Endursýnd-
urþátturfrá 21. apríl.
19.20 Fjársjóösleitin.
19.50 Fréttaágripátáknmáli.
20.00 Fréttirog veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Daginn sem veröldin
breyttist
(The Day the Universe
Changed)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur
Breskur heimildamynda-
flokkur í tíu þáttum. Umsjón-
17.00 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Kristín Helgadóttir.
17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnað-
ur. Umsjón: Sverrir Alberts-
son og Vilborg Harðardóttir.
18.00 Neytendamál. Umsjón:
Sturla Sigurjónsson.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður
G. Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb
Margrét S. Björnsdóttir tal-
ar.
20.00 Millitektarogtvitugs
Þáttur fyrir unglinga í umsjá
Sólveigar Pálsdóttur.
20.30 Grúsk
Fjallað um efni símaskrár-
innar, bæði í gamni og al-
vöru.
Umsjón: Lárus Jón Guð-
mundsson. (Frá Akureyri.)
20.55 „Haust í Heiðmörk"
Hjörtur Pálsson les úr nýrri
Ijóöabók sinni.
armaður James Burke. I
myndaflokknum er rakin
saga mannsandans og vís-
indanna i Vesturheimi, allt
frá miðöldum til okkar daga.
Þýðandi Þorsteinn Helga-
son.
Þulur Sigurður Jónsson.
21.35 Gjaldið (The Price)
Þriðji þáttur
Bresk/írskur framhalds-
myndaflokkur í sex þáttum.
Aöalhlutvek Peter Bark-
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
6. maí
Daginn sem
veröldin breyttist
Daginn sem veröldin
breyttist, breskur heimilda-
flokkur í 10 þáttum, hefur
göngu sína í sjónvarpinu í
kvöld. Þátturinn byggir á
því meginþema að menning
og tækni sé afleiðing vits-
muna mannsins og taki sí-
felldum breytingum vegna
nýrra hugmynda og upp-
finninga, sem hafi svo aft-
ur áhrif á manninn sjálfan.
I myndaflokknum er rakin
saga mannsandans og vís-
indanna í Vesturheimi, allt
frá miðöldum til vorra
daga. Þýðandi er Þorsteinn
Helgason en þulur Sigurð-
ur Jónsson.
Umsjónarmaður þáttanna
um sögu mannsandans,
James Burke.
Atli Rafnsson, Kristín Helgadóttir og Þórdís Valdi-
marsdóttir.
Barnaútvarp:
Um reiðhjól
Bi Barnaútvarp er
00 að venju á rás
““ eitt síðdegis í
dag. Fjallað verður um
reiðhjólaþjófnaði og hversu
algengir þeir eru. Þá verð-
ur talað um hvernig á að
velja sér reiðhjól og hvað
hægt er að gera fyrir
gamla hjólið. Síðan verður
flutt efni frá Laugalands-
skóla í Dalasýslu og auk
þess létt grín og gaman á
milli.
21.05 islensk tónlist: Tónlist
eftir Karólinu Eiríksdóttur
a. Fimm lög fyrir kammer-
sveit. islenska hljómsveitin
leikur; Guðmundur Emils-
son stjórnar.
- b. „Sónans", hljómsveitar-
verk. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur; Jean-Pierre
Jacquillat stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Ævi-
saga Mikjáls K.“ eftir J.M.
Coetzee
Sigurlína Davíðsdóttir les
þýðingusfna(14).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
22.30 Viðkvæmurfarangur
Hugmyndalegur grundvöll-
ur íslenskrar myndlistar.
(Siðari hluti.)
Rætt við Hannes Lárusson
myndlistarmann. Umsjón:
Níels Hafstein.
23.00 Kvöldstund í dúr og
moll með Knúti R. Magnús-
syni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
worth, Harriet Walter og
Derek Thompson.
Þýðandi er Björn Baldurs-
son.
22.30 Óaldarseggir
(Hooligan)
Bresk heimildamynd um
flokk friðarspilla sem stofnar
til óspekta á knattspyrnu-
leikjum.
Þýðandi Jón O. Edwald.
23.20 Fréttir í dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
6. maí
10.00 ’Kátir krakkar
Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna í umsjá Guðríöar
Haraldsdóttur.
10.30 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
12.00 Hlé
14.00 Blöndun á staðnum
Stjórnandi: Sigurður Þór
Salvarsson.
16.00 Söguraf sviðinu
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr söngleikjum
og kvikmyndum.
17.00 Hringiðan
Þáttur í umsjá Ingibjargar
Ingadóttur.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár
mínútur kl. 11.00, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.