Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 33 r/MFLUGLEIDJR Morgunblaðið/Olafur Bragason Sveit frá Fokker-verksmiðjunum hefur rifið hann sundur svo hægt sé að setja hann um borð í flutningaflugvél sem kemur til Reykjavíkur í næstu viku. Stél, vængur, hreyflar og hjólabúnaður er allt tekið af skrokknum. Flutningaflugvél sækir Arfara í næstu viku UNDANFARINN hálfan mánuð hefur 6 manna sveit frá Fokk- er-verksmiðjunum unnið sleitu- laust við að taka Flugleiðavél- ina Arfara í sundur og búa til flutnings til Hollands þar sem fullnaðarviðgerð fer fram. Risastór flutningaflugvél mun lenda á Reykjavíkurflugvelli 12.—15. maí nk. til að sækja Árfara. Flutningavélin sem hingað kemur er frá breska flugfélaginu Heavy Lift sem, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í þungaflutningum. Vélin er af gerðinni Short Belfast C 5/10, fjögurra hreyfla. Af þessari flug- vélagerð voru einungis smíðaðar 10 vélar fyrir breska flugherinn og flaug sú fyrsta árið 1964. Af vélunum 10 á Heavy Lift 5, 1 er á flugminjasafni breska flughers- ins og 4 fékk Rolls Royce hreyfla- framleiðandinn til niðurrifs. Heavy Lift er með 3 vélar í notkun en 2 eru í geymslu. Verkefni fyrir þessar flugvélar virðast næg, því hver vél flýgur að meðaltali 1800 stundir á ári og eru 40% af verk- efnunum fyrir fyrirtæki er tengj- ast flugvélaviðgerðum eða -fram- leiðslu. Fyrir þá sem hafa gaman að tölum birtast hér smá upplýsingar um Belfast-vélina og innan svig- anna eru sambærilegar tölur fyrir Arfara svona til að gefa saman- burð. Hreyflar 4x5730 hestöfl (2x2030) — Vænghaf 48,4 m (29) — Lengd 41,6 m (23,6) — Hæð 14,3 m (8,5) — Tómaþyngd 57 tonn (11,8) — Hámarksþyngd 104 tonn (19,7) — Burðargeta 35 tonn (5,7) - Flugþol 8500 km (2000). Árfari jafn góð vél eftir viðgerðina Að sögn Kristins Halldórsson- ar, forstöðumanns viðhalds- og verkfræðideildar Flugleiða, þótti hagkvæmast að taka viðgerðatil- boði Fokker ekki síst vegna reynslu þeirra í stórviðgerðum og eins vegna þess að verksmiðjumar ráða yfír sérstökum framleiðslu- mótum sem þarf að setja Árfara í svo burðargrindin verði rétt. Tilboð Fokker nemur tæpum tveimur milljónum dollara eða sem svarar um 82 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir er markaðs- verð notaðra Fokker F-27 flugvéla nálaegt því sem viðgerðin kostar. „Árfari er burðarmesta F-27- 200 vél Flugleiða,“ sagði Kristinn Halldórsson í samtali við Morgun- blaðið. „Vélin er nýkomin úr stór- skoðun, henni hefur verið flogið minnst af okkar Fokkerum og síð- ast en ekki síst ber hún um einu tonni meira en aðrar vélar okkar af sömu stærð. Eftir meðhöndlun Fokker-verksmiðjanna verður Ár- fari jafn góð flugvél og fyrir óhappið." Kristinn sagði að aðal- viðgerðin fælist í að skipta um miðvænginn, þ.e. vænghlutann milli hreyflanna, en hann verður fenginn úr annarri lítið notaðri vél. Þá verður skipt um nefið fyrir framan stjómklefann og margt annað smávægilegra. Fokker-menn vanir að „hressa“ flug'vélar við Starfsemi Fokker í Hollandi er ífimm verksmiðjum og fer viðgerð Árfara fram í Ypenburg, rétt fyrir utan Haag, þar sem aðal viðgerða- og viðhaldsdeild fyrirtækisins er til húsa í stærsta Fokker-flugskýli í heimi. Á viku hverri er að meðal- tali ein F-27 vél um hendur starfs- liðsins í Ypenburg. Flestar koma þær til reglubundins viðhalds en stundum koma þó vélar sem eins er ástatt fyrir og Árfara, og þarfn- ast „hressingar" við. Sérstök sveit annast viðgerð hverrar vélar frá upphafí til enda og þannig mun Fokker-sveitin sem hefur verið að rífa Árfara í sundur halda verkinu áfram þegar heim er komið. Þessi sama sveit hefur sex sinnum áður sótt óflughæfar Fokker-vélar út í heim, tekið í sundur, og flutt heim í verksmiðjur. Viðgerðin á Árfara tekur átta mánuði. „Það verður ánægjulegt að fá vélina jafngóða til baka eftir þessa umfangsmiklu viðgerð. Fokker-verksmiðjumar ábyrgjast verkið og segjast ætla að afhenda okkur vélina 6. desember nk. svo hún verður komin í tæka tíð fyrir jólaannimar í innanlandsfluginu," sagði Kristinn Halldórsson að lokum. Morgunblaðið/Gunnar Þoreteinsson Short Belfast-flutningaflugvélin sem lendir á Reykjavíkurflugvelli og tekur Árfara f sinn belgviða skrokk. Fullhlaðin vegur hún 104 tonn. Skemmtikvöld Félags" eldri borgara í Sigtúni FÉLAG eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni' heldur skemmti- kvöld í Sigtúni fimmtudaginn 8. maí og hefst það klukkan 20. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi. Hljómsveitin Danssporið leggur áherslu á að leika eldri danslög. _ Þá leika Aðalheiður og Ámi saman á gítar og munnhörpu og^ gamanmál verða höfð í frammi. Miðasala hefst klukkan 19.30 á fímmtudag og á sama tíma verður húsið opnað. Morgunbladið/Bjonu Frá sumarfagnaði Félags eldri borgara, sem haldinn var að kvöldi sumardagsins fyrsta. Skeljungsbúðin < ÍSSKÁPAR FYRIR 12V, 220V, OG GAS ERU FYRIRLIGGJAIMDi SíÖumúla33 Símar 681722 og 38125 Kaffipokinn ódúri oq sterki P&Ó/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.