Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 33

Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 33 r/MFLUGLEIDJR Morgunblaðið/Olafur Bragason Sveit frá Fokker-verksmiðjunum hefur rifið hann sundur svo hægt sé að setja hann um borð í flutningaflugvél sem kemur til Reykjavíkur í næstu viku. Stél, vængur, hreyflar og hjólabúnaður er allt tekið af skrokknum. Flutningaflugvél sækir Arfara í næstu viku UNDANFARINN hálfan mánuð hefur 6 manna sveit frá Fokk- er-verksmiðjunum unnið sleitu- laust við að taka Flugleiðavél- ina Arfara í sundur og búa til flutnings til Hollands þar sem fullnaðarviðgerð fer fram. Risastór flutningaflugvél mun lenda á Reykjavíkurflugvelli 12.—15. maí nk. til að sækja Árfara. Flutningavélin sem hingað kemur er frá breska flugfélaginu Heavy Lift sem, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í þungaflutningum. Vélin er af gerðinni Short Belfast C 5/10, fjögurra hreyfla. Af þessari flug- vélagerð voru einungis smíðaðar 10 vélar fyrir breska flugherinn og flaug sú fyrsta árið 1964. Af vélunum 10 á Heavy Lift 5, 1 er á flugminjasafni breska flughers- ins og 4 fékk Rolls Royce hreyfla- framleiðandinn til niðurrifs. Heavy Lift er með 3 vélar í notkun en 2 eru í geymslu. Verkefni fyrir þessar flugvélar virðast næg, því hver vél flýgur að meðaltali 1800 stundir á ári og eru 40% af verk- efnunum fyrir fyrirtæki er tengj- ast flugvélaviðgerðum eða -fram- leiðslu. Fyrir þá sem hafa gaman að tölum birtast hér smá upplýsingar um Belfast-vélina og innan svig- anna eru sambærilegar tölur fyrir Arfara svona til að gefa saman- burð. Hreyflar 4x5730 hestöfl (2x2030) — Vænghaf 48,4 m (29) — Lengd 41,6 m (23,6) — Hæð 14,3 m (8,5) — Tómaþyngd 57 tonn (11,8) — Hámarksþyngd 104 tonn (19,7) — Burðargeta 35 tonn (5,7) - Flugþol 8500 km (2000). Árfari jafn góð vél eftir viðgerðina Að sögn Kristins Halldórsson- ar, forstöðumanns viðhalds- og verkfræðideildar Flugleiða, þótti hagkvæmast að taka viðgerðatil- boði Fokker ekki síst vegna reynslu þeirra í stórviðgerðum og eins vegna þess að verksmiðjumar ráða yfír sérstökum framleiðslu- mótum sem þarf að setja Árfara í svo burðargrindin verði rétt. Tilboð Fokker nemur tæpum tveimur milljónum dollara eða sem svarar um 82 milljónum íslenskra króna. Um þessar mundir er markaðs- verð notaðra Fokker F-27 flugvéla nálaegt því sem viðgerðin kostar. „Árfari er burðarmesta F-27- 200 vél Flugleiða,“ sagði Kristinn Halldórsson í samtali við Morgun- blaðið. „Vélin er nýkomin úr stór- skoðun, henni hefur verið flogið minnst af okkar Fokkerum og síð- ast en ekki síst ber hún um einu tonni meira en aðrar vélar okkar af sömu stærð. Eftir meðhöndlun Fokker-verksmiðjanna verður Ár- fari jafn góð flugvél og fyrir óhappið." Kristinn sagði að aðal- viðgerðin fælist í að skipta um miðvænginn, þ.e. vænghlutann milli hreyflanna, en hann verður fenginn úr annarri lítið notaðri vél. Þá verður skipt um nefið fyrir framan stjómklefann og margt annað smávægilegra. Fokker-menn vanir að „hressa“ flug'vélar við Starfsemi Fokker í Hollandi er ífimm verksmiðjum og fer viðgerð Árfara fram í Ypenburg, rétt fyrir utan Haag, þar sem aðal viðgerða- og viðhaldsdeild fyrirtækisins er til húsa í stærsta Fokker-flugskýli í heimi. Á viku hverri er að meðal- tali ein F-27 vél um hendur starfs- liðsins í Ypenburg. Flestar koma þær til reglubundins viðhalds en stundum koma þó vélar sem eins er ástatt fyrir og Árfara, og þarfn- ast „hressingar" við. Sérstök sveit annast viðgerð hverrar vélar frá upphafí til enda og þannig mun Fokker-sveitin sem hefur verið að rífa Árfara í sundur halda verkinu áfram þegar heim er komið. Þessi sama sveit hefur sex sinnum áður sótt óflughæfar Fokker-vélar út í heim, tekið í sundur, og flutt heim í verksmiðjur. Viðgerðin á Árfara tekur átta mánuði. „Það verður ánægjulegt að fá vélina jafngóða til baka eftir þessa umfangsmiklu viðgerð. Fokker-verksmiðjumar ábyrgjast verkið og segjast ætla að afhenda okkur vélina 6. desember nk. svo hún verður komin í tæka tíð fyrir jólaannimar í innanlandsfluginu," sagði Kristinn Halldórsson að lokum. Morgunblaðið/Gunnar Þoreteinsson Short Belfast-flutningaflugvélin sem lendir á Reykjavíkurflugvelli og tekur Árfara f sinn belgviða skrokk. Fullhlaðin vegur hún 104 tonn. Skemmtikvöld Félags" eldri borgara í Sigtúni FÉLAG eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni' heldur skemmti- kvöld í Sigtúni fimmtudaginn 8. maí og hefst það klukkan 20. Hljómsveitin Danssporið leikur fyrir dansi. Hljómsveitin Danssporið leggur áherslu á að leika eldri danslög. _ Þá leika Aðalheiður og Ámi saman á gítar og munnhörpu og^ gamanmál verða höfð í frammi. Miðasala hefst klukkan 19.30 á fímmtudag og á sama tíma verður húsið opnað. Morgunbladið/Bjonu Frá sumarfagnaði Félags eldri borgara, sem haldinn var að kvöldi sumardagsins fyrsta. Skeljungsbúðin < ÍSSKÁPAR FYRIR 12V, 220V, OG GAS ERU FYRIRLIGGJAIMDi SíÖumúla33 Símar 681722 og 38125 Kaffipokinn ódúri oq sterki P&Ó/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.