Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Leiðtogafundurinn í Tókýó Öfgasinnaðir vinstri menn bera ábyrgð á flugskeytaárás Tókýó, Japan. AP. ÞEKKTUSTU öfgasamtök vinstri manna í Japan hafa lýst á hendur sér ábyrgð vegna flugskeytaárásar sem gerð var við opnunarathöfn leiðtoga- fundarins í Tókýó á sunnudag. Þremur flugskeytum var þá skotið að hóteli þar sem sendi- nefndirnar áttu að sitja að kvöldverði og lentu þær allar í nánd við kanadíska sendiráðið, án þess að valda nokkrum skaða, utan þess að valda hræðslu meðal gangandi veg- farenda í nágrenninu. Samtökin nefna sig Chukaku- Ha og hafa hótað að endurtaka árásirnar. Innan vébanda samtak- anna eru taldir sex þúsund félagar og eru þau talin þau öfgasinnuð- ustu í Japan. Samtökin hafa áður gert árásir sem þessar. Flugskeyt- unum sem eru heimatilbúin var skotið úr 3,2 kílómetra fjarlægð frá staðnum sem þau lentu á. Lögregla hefur gert gífurlegar öryggisráðstafanir vegna leið- togafundarins í Japan. Lögreglumenn fjarlægja flugskeytin. AP/Simamynd Fjölþættar aðgerðir til að hindra hryðiuverk LEIÐTOGAR iðnríkjanna 7 sendu í dag frá sér yfirlýsingu um hryðjuverk og kjamorku- slysið í Sovétríkjunum. Algjör samstaða var um báðar yfirlýs- ingarnar og það atriði að nafn- greina Líbýu sérstaklega í yfir- lýsingu um hryðjuverk. Leiðtogamir urðu sammála um aðgerðir, sem ætlað er að gera hryðjuverkamönnum örðugara fyrir, og að einangra ríki, sem stuðla að eða kynda undir hryðju- verk. Yfirlýsingin þykir beinskeytt og er talin sigur fyrir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, sem kom til Tókýó ákveðinn í að fá menn til fylgis við þá afstöðu Bandaríkjamanna að Líbýa sé vagga allrar hryðjuverkastarf- semi og griðland hryðjuverka- manna. Ráðgjafar leiðtoganna höfðu gert uppkast að yfirlýsingu, sem lá fyrir í morgun, en því var breytt og orðalagið gert ítarlegra og hvassara. Margaraet Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafði forgöngu um breytingar á upp- kastinu. í yfirlýsingunni segir að leið- togamir sjö hafi viðbjóð á hryðju- verkum, sem færst hefðu í aukana frá síðasta fundi þeirra. Þeir sögðu það og hrollvekjandi þegar óskammfeilin og blygðunarlaus hryðjuverk væru orðin stjórnar- stefna eða jafnvel stjómtæki. Af þessum sökum hafi verið ákveðið að grípa til ráðstafana, sem séu í samræmi við ákvæði alþjóðalaga og landslaga í ríkjunum sjö, gagn- vart ríkjum, sem uppvís verða að því að stuðla að eða styðja hryðju- verkamenn, eins og t.d. Líbýu. Verði aðgerðum beitt þar til við- komandi ríki sjái að sér og láti af hryðjuverkastefnu sinni. Akveðið var að banna vopna- sölu til ríkja eða fylkinga, sem stuðla að eða styðja hryðjuverk; takmarka stærð sendinefnda slíkra ríkja, eða loka sendiráðum þeirra þegar hæfa þykir; setja menn, sem meinuð er landvist í einu ríkjanna 7, sjálfkrafa í land- göngubann í hinum ríkjunum; auðvelda framsal til að tryggja að sakamenn sæti refsingu; efla útlendingaeftirlit og setja strang- ari reglur um útgáfu vegabréfs- áritunar; og að auka samvinnu og samstarf lögreglu og annarra viðkomandi stofnana, sem hafa því hlutverki að gegna að hindra hryðjuverk. Þá voru ríki, sem svipaðrar afstöðu eru, hvött til samstarfs við ríkin 7 á alþjóðavettvangi, t.a.m. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaflug- málastoöiunarinnar. Shintaro Abe, utanríkisráð- herra Japan, skýrði frá yfirlýsing- unni á blaðamannafundi. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um sameiginlegar refsiaðgerðir gegn Líbýu á leiðtogafundinum, heldur myndu ríkin sjö grípa hvert fyrir sig til aðgerða. Japanir hafa ætíð firrt sig við því að gagnrýna Arabaríki vegna þess hversu þeir eru háðir olíu frá Miðausturlönd- um. Abe sagði Japani standa fylli- lega að samþykktinni um hryðju- verk og þeir „hefðu öðlast betri skilning" á hlutdeild Líbýu í hryðjuverkum í ljósi sönnunar- gagna, sem lögð hefðu verið fram þar að lútandi. Frakkar, ítalir og önnur Evr- ópuríki gagrýndu loftárás Banda- ríkjamanna á Líbýu 15. apríl sl., en nánasti ráðgjafi Francois Mitt- errand, Frakklandsforseta, sagði að samstaða væri um afstöðuna til Líbýu og öll spenna milli Frakka og Bandaríkjamanna vegna Líbýu væri úr sögunni. I ályktun um kjamorkuslysið í Chemobyl voru Sovétmenn atyrtir fyrir tilraunir til að hylma yfír hvað þar átti sér stað og hvattir til að veita allar upplýsingar um hvað fór úrskeiðis. Voru Sovét- menn hvattir til að leyfa fulltrúum Alþjóðakjamorkustofnunarinnar að kynna sér málavöxtu í Chem- obyl. Leiðtogarnir á fundinum i Japan skála í hádegisverðarhléi i gærdag. Þeir eru talið frá vinstri: Bettino Craxi, forsætisráðherra ítaliu, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti; Yasuhiro Nakasone, forsæstisráðherra Japans, Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkaalnds, Jacques Delors, Brian Mulro- ney, forsætisráðherra Kanada, Francois Mitterand, forseti Frakklands, Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, og Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Stefnt að meiri samræmingu á alþjóðlega peningakerfinu Tókýó. AP. Bandarikjamönnum tókst að fá stuðning annarra helztu iðnríkja heims fyrir áætlun um nákvæmari samræmingu á al- þjóða peningakerfinu til þess að koma í veg fyrir þann mikla óstöðugleika, sem þar hefur komið upp öðru hvoru undan- farin ár og spillt fyrir heims- verzluninni. Skýrði James A. Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, frá þessu í gær. Samkomulag um þessa áætlun náðist á fundi fímm helztu iðnríkja heims, sem nú stendur yfir í Japan. Þar var jafnframt sam- þykkt að veita Kanada og ítaliu aðgang að þessum samtökum ríkj- anna fímm, sem gengið hafa undir heitinu G-5 og verið við lýði frá árinu 1982. Hafa þau falizt í því, að ijármálaráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Japans hafa haldið með sér reglulega fundi til að ræða sameiginlegar aðgerðir á sviði gengis- og vaxta- mála. Mikilvægasti fundur samtak- anna til þessa var haldinn í sept- ember I fyrra, er ákvörðun var tekin um samræmdar aðgerðir til þess að halda niðri gengi Banda- ríkjadollars. Afleiðingin var sú, að dollarinn hefur lækkað um meira en 30% á þeim tíma, sem síðan er liðinn. James A. Baker gerði ekki grein fyrir einstökum atriðum í þeim sameiginlegu ráðstöfunum, sem áformaðar eru í framtíðinni, en sagði, að frá þeim yrði væntan- Iega skýrt opinberlega í dag, þriðjudag. Talið er, að ýmsir aðrir efnahagsþættir en vextir eigi að verða tilefni til sameiginlegra aðgerða á sviði efnahags- og fjár- mála og koma þar helzt til verð- bólga og atvinnuleysi. Breytingar í skattamálum Verður fyrsta mál nýju stjórnarinnar í Noregi Osló, frá fréttaritara Morgunblaðsins, J. E. Laure. FRÚ Gro Harlem Brundtland, sem væntanlega tekur við emb- ætti forsætisráðherra Noregs á föstudag, átti um helgina fund með nánustu samstarfsmönnum sinum. Eftir fundinn sagði hún, að breytingar i skattamálum yrðu væntanlega fyrsta mál stjórnarinnar, eftir að hún væri tekin við völdum og lögð yrði áherzla á að fækka möguleikum hinna efnameiri til þess að draga útgjöld sín frá skattskyldum tekjum. I gær, mánudag, var enn ekki orðið ljóst um skipan ráðherraemb- ætta nema á fáum sviðum. Knut Frydenlund verður utanríkisráð- herra, en hann hefur áður gegnt því embætti. Finn Kristiansen verð- ur væntanlega atvinnumálaráð- herra, en hann hefur áður verið talsmaður norska verkamanna- flokksins á vettvangi iðnaðarmála. Gert er ráð fyrir nýskipan við- skiptaráðuneytisins á þann veg, að það fjalli eingöngu um utanríkis- verzlun og viðskipti, þar á meðal skipasiglingar, skipulagningu ferðamannaþjónustu og ráðgjafar- starfsemi erlendis. Þá er ætlunin að stofna nýtt ráð- herraembætti, sem á að fara með yfírstjóm iðnvæðingar og þróunar í atvinnumálum í landinu. Hug- myndir um slíkt embætti komu fram hjá Verkamannaflokknum fyrir einu ári, er fiokkurinn kom fram með svonefnda langtíma- stefnuskrá sína. Vestur-Þýzkaland: Sprenging í birgðastöð Kirchheimbolanden, Vestur-Þýskalandi. AP. BANDARÍSKUR herbíll sprakk í loft upp ásamt þremur nær- liggjandi eldsneytistönkum í fyrrinótt. Sprengju hafði verið komið fyrir ii bílnum og rsprakk hún án þess að skaða nokkurn mann. Sprengingin sér stað í Hines herbirgðastöðinni í nágranni bæjar- ins Kirchheimbolanden. Er um litla birgðastöð að ræða, einkum fyrir eldsneyti og flutningatæki hersins. Ekki er hafður hervörður þar á nóttunni. Birgðatjón er metið til jafnvirðis um tveggja milljóna ís- lenskra króna. Engin hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna spreng- ingarinnar. Sikhar hefna innrásarinnar í Gullna musterið Nýju Dehlí, Indlandi. AP. Hryðjuverkamenn sikha skutu til bana sjö manns og særðu tvo aðra í árásum i Punjab, að því er fréttir herma. Hafa þá 27 manns látist í slíkum árásum frá því lögregla og þjóðvarðliðar gerðu innrás í Gullna musterið um miðja síðustu viku. Öfgamenn sikha hétu því að hefna innrásarinnar grimmilega og þrír ráðherrar í stjóm hófsamra sikha í Punjab-ríki sögðu af sér embættum, sem og margir embætt- ismenn. Bamala, forsætisráðherra fylkisstjómarinnar, segir að hann hafí stuðning 55 af 73 þingmönnum stjómarinnar á fylkisþinginu. Sagði hann fréttamönnum að andstæð- ingar hans í stjómmálum reyndu með afsögnum sínum að breyta úrslitum kosninganna, sem veittu honum brautargengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.