Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Leiðtogafundurinn í Tókýó Öfgasinnaðir vinstri menn bera ábyrgð á flugskeytaárás Tókýó, Japan. AP. ÞEKKTUSTU öfgasamtök vinstri manna í Japan hafa lýst á hendur sér ábyrgð vegna flugskeytaárásar sem gerð var við opnunarathöfn leiðtoga- fundarins í Tókýó á sunnudag. Þremur flugskeytum var þá skotið að hóteli þar sem sendi- nefndirnar áttu að sitja að kvöldverði og lentu þær allar í nánd við kanadíska sendiráðið, án þess að valda nokkrum skaða, utan þess að valda hræðslu meðal gangandi veg- farenda í nágrenninu. Samtökin nefna sig Chukaku- Ha og hafa hótað að endurtaka árásirnar. Innan vébanda samtak- anna eru taldir sex þúsund félagar og eru þau talin þau öfgasinnuð- ustu í Japan. Samtökin hafa áður gert árásir sem þessar. Flugskeyt- unum sem eru heimatilbúin var skotið úr 3,2 kílómetra fjarlægð frá staðnum sem þau lentu á. Lögregla hefur gert gífurlegar öryggisráðstafanir vegna leið- togafundarins í Japan. Lögreglumenn fjarlægja flugskeytin. AP/Simamynd Fjölþættar aðgerðir til að hindra hryðiuverk LEIÐTOGAR iðnríkjanna 7 sendu í dag frá sér yfirlýsingu um hryðjuverk og kjamorku- slysið í Sovétríkjunum. Algjör samstaða var um báðar yfirlýs- ingarnar og það atriði að nafn- greina Líbýu sérstaklega í yfir- lýsingu um hryðjuverk. Leiðtogamir urðu sammála um aðgerðir, sem ætlað er að gera hryðjuverkamönnum örðugara fyrir, og að einangra ríki, sem stuðla að eða kynda undir hryðju- verk. Yfirlýsingin þykir beinskeytt og er talin sigur fyrir Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, sem kom til Tókýó ákveðinn í að fá menn til fylgis við þá afstöðu Bandaríkjamanna að Líbýa sé vagga allrar hryðjuverkastarf- semi og griðland hryðjuverka- manna. Ráðgjafar leiðtoganna höfðu gert uppkast að yfirlýsingu, sem lá fyrir í morgun, en því var breytt og orðalagið gert ítarlegra og hvassara. Margaraet Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafði forgöngu um breytingar á upp- kastinu. í yfirlýsingunni segir að leið- togamir sjö hafi viðbjóð á hryðju- verkum, sem færst hefðu í aukana frá síðasta fundi þeirra. Þeir sögðu það og hrollvekjandi þegar óskammfeilin og blygðunarlaus hryðjuverk væru orðin stjórnar- stefna eða jafnvel stjómtæki. Af þessum sökum hafi verið ákveðið að grípa til ráðstafana, sem séu í samræmi við ákvæði alþjóðalaga og landslaga í ríkjunum sjö, gagn- vart ríkjum, sem uppvís verða að því að stuðla að eða styðja hryðju- verkamenn, eins og t.d. Líbýu. Verði aðgerðum beitt þar til við- komandi ríki sjái að sér og láti af hryðjuverkastefnu sinni. Akveðið var að banna vopna- sölu til ríkja eða fylkinga, sem stuðla að eða styðja hryðjuverk; takmarka stærð sendinefnda slíkra ríkja, eða loka sendiráðum þeirra þegar hæfa þykir; setja menn, sem meinuð er landvist í einu ríkjanna 7, sjálfkrafa í land- göngubann í hinum ríkjunum; auðvelda framsal til að tryggja að sakamenn sæti refsingu; efla útlendingaeftirlit og setja strang- ari reglur um útgáfu vegabréfs- áritunar; og að auka samvinnu og samstarf lögreglu og annarra viðkomandi stofnana, sem hafa því hlutverki að gegna að hindra hryðjuverk. Þá voru ríki, sem svipaðrar afstöðu eru, hvött til samstarfs við ríkin 7 á alþjóðavettvangi, t.a.m. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaflug- málastoöiunarinnar. Shintaro Abe, utanríkisráð- herra Japan, skýrði frá yfirlýsing- unni á blaðamannafundi. Hann sagði að ekki hefði verið rætt um sameiginlegar refsiaðgerðir gegn Líbýu á leiðtogafundinum, heldur myndu ríkin sjö grípa hvert fyrir sig til aðgerða. Japanir hafa ætíð firrt sig við því að gagnrýna Arabaríki vegna þess hversu þeir eru háðir olíu frá Miðausturlönd- um. Abe sagði Japani standa fylli- lega að samþykktinni um hryðju- verk og þeir „hefðu öðlast betri skilning" á hlutdeild Líbýu í hryðjuverkum í ljósi sönnunar- gagna, sem lögð hefðu verið fram þar að lútandi. Frakkar, ítalir og önnur Evr- ópuríki gagrýndu loftárás Banda- ríkjamanna á Líbýu 15. apríl sl., en nánasti ráðgjafi Francois Mitt- errand, Frakklandsforseta, sagði að samstaða væri um afstöðuna til Líbýu og öll spenna milli Frakka og Bandaríkjamanna vegna Líbýu væri úr sögunni. I ályktun um kjamorkuslysið í Chemobyl voru Sovétmenn atyrtir fyrir tilraunir til að hylma yfír hvað þar átti sér stað og hvattir til að veita allar upplýsingar um hvað fór úrskeiðis. Voru Sovét- menn hvattir til að leyfa fulltrúum Alþjóðakjamorkustofnunarinnar að kynna sér málavöxtu í Chem- obyl. Leiðtogarnir á fundinum i Japan skála í hádegisverðarhléi i gærdag. Þeir eru talið frá vinstri: Bettino Craxi, forsætisráðherra ítaliu, Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti; Yasuhiro Nakasone, forsæstisráðherra Japans, Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkaalnds, Jacques Delors, Brian Mulro- ney, forsætisráðherra Kanada, Francois Mitterand, forseti Frakklands, Margaret Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, og Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Stefnt að meiri samræmingu á alþjóðlega peningakerfinu Tókýó. AP. Bandarikjamönnum tókst að fá stuðning annarra helztu iðnríkja heims fyrir áætlun um nákvæmari samræmingu á al- þjóða peningakerfinu til þess að koma í veg fyrir þann mikla óstöðugleika, sem þar hefur komið upp öðru hvoru undan- farin ár og spillt fyrir heims- verzluninni. Skýrði James A. Baker, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, frá þessu í gær. Samkomulag um þessa áætlun náðist á fundi fímm helztu iðnríkja heims, sem nú stendur yfir í Japan. Þar var jafnframt sam- þykkt að veita Kanada og ítaliu aðgang að þessum samtökum ríkj- anna fímm, sem gengið hafa undir heitinu G-5 og verið við lýði frá árinu 1982. Hafa þau falizt í því, að ijármálaráðherrar Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Japans hafa haldið með sér reglulega fundi til að ræða sameiginlegar aðgerðir á sviði gengis- og vaxta- mála. Mikilvægasti fundur samtak- anna til þessa var haldinn í sept- ember I fyrra, er ákvörðun var tekin um samræmdar aðgerðir til þess að halda niðri gengi Banda- ríkjadollars. Afleiðingin var sú, að dollarinn hefur lækkað um meira en 30% á þeim tíma, sem síðan er liðinn. James A. Baker gerði ekki grein fyrir einstökum atriðum í þeim sameiginlegu ráðstöfunum, sem áformaðar eru í framtíðinni, en sagði, að frá þeim yrði væntan- Iega skýrt opinberlega í dag, þriðjudag. Talið er, að ýmsir aðrir efnahagsþættir en vextir eigi að verða tilefni til sameiginlegra aðgerða á sviði efnahags- og fjár- mála og koma þar helzt til verð- bólga og atvinnuleysi. Breytingar í skattamálum Verður fyrsta mál nýju stjórnarinnar í Noregi Osló, frá fréttaritara Morgunblaðsins, J. E. Laure. FRÚ Gro Harlem Brundtland, sem væntanlega tekur við emb- ætti forsætisráðherra Noregs á föstudag, átti um helgina fund með nánustu samstarfsmönnum sinum. Eftir fundinn sagði hún, að breytingar i skattamálum yrðu væntanlega fyrsta mál stjórnarinnar, eftir að hún væri tekin við völdum og lögð yrði áherzla á að fækka möguleikum hinna efnameiri til þess að draga útgjöld sín frá skattskyldum tekjum. I gær, mánudag, var enn ekki orðið ljóst um skipan ráðherraemb- ætta nema á fáum sviðum. Knut Frydenlund verður utanríkisráð- herra, en hann hefur áður gegnt því embætti. Finn Kristiansen verð- ur væntanlega atvinnumálaráð- herra, en hann hefur áður verið talsmaður norska verkamanna- flokksins á vettvangi iðnaðarmála. Gert er ráð fyrir nýskipan við- skiptaráðuneytisins á þann veg, að það fjalli eingöngu um utanríkis- verzlun og viðskipti, þar á meðal skipasiglingar, skipulagningu ferðamannaþjónustu og ráðgjafar- starfsemi erlendis. Þá er ætlunin að stofna nýtt ráð- herraembætti, sem á að fara með yfírstjóm iðnvæðingar og þróunar í atvinnumálum í landinu. Hug- myndir um slíkt embætti komu fram hjá Verkamannaflokknum fyrir einu ári, er fiokkurinn kom fram með svonefnda langtíma- stefnuskrá sína. Vestur-Þýzkaland: Sprenging í birgðastöð Kirchheimbolanden, Vestur-Þýskalandi. AP. BANDARÍSKUR herbíll sprakk í loft upp ásamt þremur nær- liggjandi eldsneytistönkum í fyrrinótt. Sprengju hafði verið komið fyrir ii bílnum og rsprakk hún án þess að skaða nokkurn mann. Sprengingin sér stað í Hines herbirgðastöðinni í nágranni bæjar- ins Kirchheimbolanden. Er um litla birgðastöð að ræða, einkum fyrir eldsneyti og flutningatæki hersins. Ekki er hafður hervörður þar á nóttunni. Birgðatjón er metið til jafnvirðis um tveggja milljóna ís- lenskra króna. Engin hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna spreng- ingarinnar. Sikhar hefna innrásarinnar í Gullna musterið Nýju Dehlí, Indlandi. AP. Hryðjuverkamenn sikha skutu til bana sjö manns og særðu tvo aðra í árásum i Punjab, að því er fréttir herma. Hafa þá 27 manns látist í slíkum árásum frá því lögregla og þjóðvarðliðar gerðu innrás í Gullna musterið um miðja síðustu viku. Öfgamenn sikha hétu því að hefna innrásarinnar grimmilega og þrír ráðherrar í stjóm hófsamra sikha í Punjab-ríki sögðu af sér embættum, sem og margir embætt- ismenn. Bamala, forsætisráðherra fylkisstjómarinnar, segir að hann hafí stuðning 55 af 73 þingmönnum stjómarinnar á fylkisþinginu. Sagði hann fréttamönnum að andstæð- ingar hans í stjómmálum reyndu með afsögnum sínum að breyta úrslitum kosninganna, sem veittu honum brautargengi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.