Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 20

Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 BETRI ÁRANGUR MEÐ ATLAS COPCO Öruggur búnaöur fyrir: 1. Mannvirkjagerð 2. Verktakastarfsemi 3. Þungaöiönaö 4. Léttan iðnað ATLAS COPCO er stærsti framleiðandi í heimi á loftþjöppum og tækjabúnaöi fyrir þrýstiloft. Fyrirtækiö þekkir hvernig minnka má framleiðslukostnað meö notkun á loft- og gas- þjöppum, þurrkurum, síum, kælum, iönaöarverkfærum og tækjum til yfirborðsmeðhöndlunar. ■■■■■■■ Fyrirtæki með framleiðslu er ■■■■■■■ JltlasCopcc trygg'r Þér bæt,a arðsemi og JUlasCopco góða þjónustu. DIESELDRIFNAR LOFTPRESSUR Afköst 30-565 l/s Vinnuþrýstingur 6-20 bar Allar nánari upplýsingar gefur LANDSSMIÐJAN HF. “PSÖLVHÓLSGÖTU 13-101 REYKJAVÍK ' SÍMI (91) 20680 VERSLUN: ÁRMÚLA 23. Vovka Ashkenazy Tónlist Egill Friðleifsson Austurbæjarbíó 3.5. '86. Flytjandi: Vovka Ashkenazy, píanó. Efnisskrá: Sónötur eftir Beet- hoven, Mozart og Schubert. Vovka Ashkenazy píanóleikari efndi til tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins í Austurbæjarbíói sl. laugardag. Svo sem flestum er kunnugt er Vovka sonur Vladi- mirs Ashkenazy og konu hans, Þórunnar Jóhannsdóttur, svo ekki hefur eplið fallið langt frá eikinni í það sinn. Vovka ólst upp hérlend- is að mestu frá sjö ára aldri og hóf hér tónlistamám, þar sem Rögnvaldur Siguijónsson var kennari hans. Það hefui- verið ánægjulegt að fylgjast með ferli Vovka. Hann lauk framhaldsnámi við Konunglega Tónlistarskólann í Manchester fyrir fáum árum, og er nú óðum að hasla sér völl á hálli braut listarinnar og hefur þegar haldið tónleika víða um lönd. Það hefur sjálfsagt tvær hliðar að vera sonur heimsfrægs lista- manns. Nafnið eitt vekur strax athygli, en kallar um leið gjaman á samanburð sem getur verið annað en þægilegt, þar sem faðir- inn er óumdeilanlega í hópi hinna útvöldu. Hér í blaðinu verður ekki gerð tilraun til að bera þá feðga saman (þó freistandi sé). Vovka stendur og fellur með sínum eigin leik burt séð frá afrekum föðurins. Annað gildir ekki í harðri sam- keppni á hinum alþjóðlega lista- markaði. Margir muna er Vovka kom hér fram á listahátíð 1984 og lék þá Tsjækofsky-konsertinn undir stjóm föður síns. í dag er leikur hans ömggari og yfirveg- aðri. Hann býr yfir ágætri tækni. Stíll hans er tær og skýr. Hann ætlar sér hvergi um of í tempói og hefur allt sitt á þurru. Tónleikamir hófust á Beet- hoven-sónötu í e-moll op. 90, sem er ein af átakaminni sónötum meistarans. Hún er í tveimur þátt- um, sem báðir hafa yfir sér ljóð- rænan blæ, þó ólíkir séu, og gerði Vovka henni allgóð skil. Á eftir fylgdi hin stórkostlega sónata í Ás-dúr op. 110 eftir Beethoven, sem er sú næst síðasta af þeim 32 er hann samdi, og eitt af hans allra bestu verkum. Þessi sónata býr yfir slíkri fegurð og göfgi að ekki verður með orðum lýst. Það er mál sumra, að varla sé á færi nema reyndra og þrosk- aðra listamanna að skila þessu verki svo vel sé. Og þó Vovka hafí gert margt vel, ekki síst í lokaþættinum, skortir hann enn þá dýpt i túlkun, sem þarf til að skila öllu því sem í þessu stór- brotna verki býr. Eftir hlé lék hann svo sónötu í F-dúr K.332 mjög frísklega og létt, og sömu- leiðis hljómaði Schubert-sónatan í A-dúr op. 120 vel í höndum hans. Tónleikarnir voru vel sóttir og hinum unga listamanni hlýlega tekið. Vovka Ashkenazy ásamt konu sinni Bodil. JTRÖNNING SSffiSSc, Flúorsöfnun í gróðri frá álveri við Eyjafjörð: Skaðleg búfénaði á innra mengunarsvæði Akureyri. LÍKIJR eru á því að flúorsöfn- un í gróðri á innra mengunar- svæði frá 130 þúsund tonna álveri við Dysnes við Eyja- fjörð verði skaðleg búfénaði. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins sem Iögð hefur verið fram. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að næst verksmiðju, innan markalínu sem miðast við 0,4 míkrógrömm af flúor í rúmmetra lofts að meðaltali (svokallað innra mengunarsvæði) sé ekki útilokað að fram komi einkenni flúoreitrun- ar á gróðri, einkum næmustu teg- undum, og jafnframt geti dregið úr vexti sumra plöntutegunda. Þar geta einnig orðið gróðurfarsbreyt- ingar vegna breyttra samkeppnis- skilyrða einstakra tegunda. Síðan segir: „Búast má við að lægstu þolmörkum búfjár, 30 hlut- um flúors af milljón í gróðri, sé náð þar sem mengun fer yfir umrædd míkrógrammamörk. Því eru líkur á að flúorsöfnun í gróðri á innra mengunarsvæði verði skað- leg búfénaði. Hugsanlegt er að búið sé við nautgripi og sauðfé þar sem flú- ormengunar gætir í einhveijum mæli, t.d. á því landi þar sem flúor í lofti er 0,2—0,4 míkrógrömm í rúmmetra lofts að meðaltali (ytra mengunarsvæði). Sjálfsagt er að fylgjast þar með flúor í gróðri. Auk þess kæmi þar til álita að grípa til tiltækra ráða til þess að draga úr áhrifum flúormengunar." í tilkynningu frá iðnaðarráðu- neytinu segir síðan: „Þessar niður- stöður ásamt öðrum athugunum á umfangi og dreifingu mengunar- efna frá álveri geta orðið til þess að hægt er að taka ákvarðanir með minni óvissu um afleiðingar en áðurvar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.