Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 22

Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 22
22 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Landsþing Slysavarnafélags íslands: Uppbygging á slysa- varnaskóla sjómanna og rekstur Þórs aðal- umræðuefni þingsins LANDSÞING Slysavarnaf élags Islands var haldið dagana 2.-4. maí sl. í félagsheimilinu á Sel- tjarnarnesi, en þingið er haldið annað hvert ár. Um 220 manns tóku þátt í þinginu. Að sögn Haralds Henrýssonar, forseta félagsins, var aðalumræðu- efni þingsins uppbygging slysa- vamaskóla sjómanna og rekstur varðskipsins Þórs, sem félagið fékk sem framlag frá ríkinu. Ætlunin er að nota skipið til námskeiðahalda um öryggismál fyrir sjómenn. Fé- lagið hefur að undanfömu haldið nokkur slík námskeið um landið, en nú með tilkomu Þórs hefur skip- inu verið breytt þannig að hægt verði að halda námskeiðin um borð. Búið er að innrétta kennslusal í skipinu og er ætlunin að sigla hafna á milli til námskeiðahalds. Fyrstu námskeiðin verða væntanlega nú f maímánuði, að sögn Haralds. „Rekstur Þórs er ekki komin í fastar skorður fjárhagslega. Við þurfum væntanlega að leita til út- gerða og sjómannasamtaka, ríkisins Forseti Slysavamafélags íslands, og almennings varðandi Qármögn- Haraldur Henrýsson, og Hannes un á öryggisnámskeiðunum svo Hafstein, forstjóri félagsins. Fulltrúar á landsþingi slysavarnafélagsins skoðuðu varðskipið Þór, sem nú er í eigu félagsins. hægt sé að byggja þau upp á sóma- samlegan hátt," sagði Haraldur. Á þinginu var rætt um breytta skipulagshætti í höfuðstöðvum fé- lagsins vegna aukins umfangs þess. Þá var m.a. ályktað að setja þyrfti ákveðnari reglur um öryggiskröfur í höfnum landsins, auka þyrfti fjár- framlög til umferðarslysavama og koma þyrfti upp æfíngasvæði fyrir verðandi ökumenn við erfið skilyrði svo sem í möl og hálku. Tveir heiðursfélagar voru kosnir í tengslum við þingið, Ásgrímur Bjömsson fyrrverandi erindreki Slysavamafélags Islands og for- maður sjóbjörgunarsveitarinnar Ingólfs um langa hríð og Ingólfur Stefánsson fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, en hann var lengi vel fulltrúi þess í Rann- sóknanefnd sjóslysa. Þeim vom afhent heiðursskjöl sl. sunnudag um borð í Þór og Albert Guðmundsson var sæmdur þjónustumerki úr gulli, en hann beitti sér sem fjármálaráð- herra fyrir því að slysavamafélagið fengi varðskipið Þór til eignar. Ný landstjóm félagsins var kosin. Auk Haralds eiga sæti í stjóminni: Ester Kláusdóttir varaforseti Hafn- arfirði, Örlygur Halfdánarson Reykjavík, Eggert Vigfússon Sel- tjamamesi, Einar Siguijónsson Hafnarfírði, Sigurður Guðjónsson Sandgerði og Gunnar Tómasson Grindavík. Þá voru kosnir fulltrúar landshluta í stjómina. Fulltrúi Vesturlands er Jón Þórisson Reyk- holti, fulltrúi Vestfjarða er Halldór Magnússon Hnífsdal, fulltrúi Norð- urlands er Þóranna Hansen Dalvík, fulltrúi Austfjarða er Gunnar Hjaltason Reyðarfirði og fulltrúi Suðurlands er Ólafur íshólm Jóns- son Selfossi. í varastjóm eiga sæti: Gréta María Sigurðardóttir Reykjavík, Snæbjöm Ásgeirsson Seltjamar- nesi, Jóhannes Briem Reykjavík, Engelhart Bjömsson Reykjavík, Ragnar Bjömsson Mosfellssveit, Erlingur Olafsson Mosfellssveit, Reynir Gústafsson Grundarfírði varafulltrúi Vesturlands, Öm Gísla- son Bfldudal varafulltrúi Vest- fjarða, Gunnar Sigurðsson Blöndu- ósi varafulltrúi Norðurlands, Ellen Þórarinsdóttir Höfn varafulltrúi Austurlands og Viktoría Andersen Vestmannaeyjum varafulltrúi Suð- urlands. Morgu nblaðið/Ami Sœberg Davíð Oddsson, borgarstjóri, spjallar við starfsfólk Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu í gær. Kosningabaráttan í Reykjavík að hefjast Kosningabaráttan í Reykja- vík er nú að hefjast af fullum krafti, en kosið verður til borg- arstjórnar, sem og flestra sveit- arstjórna á landinu, eftir þijár og hálfa viku. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins fóru á sjö vinnustaði í Reykjavík í gær og í dag sækja þeir m.a. heim starfsfólk Kassa- gerðar Reykjavíkur, Sanitas, Lýs- is, Skattstofunnar og Tollstofunn- ar, Sjóvá og Skeljungs og einnig koma þeir á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra. Alþýðuflokkurinn byijaði vinnustaðafundi einnig í gær og í kvöld verður almennur kjósenda- fundur á veitingahúsinu Gauki á Stöng. Þá fara frambjóðendur flokksins í Kassagerðina í dag og í Granda á morgun. Að sögn Steinars Harðarsonar, kosningastjóra Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, hófust vinnu- staðafundir flokksins fyrir um það bil mánuði og verður framhaldið næstu daga. Gefin hafa verið út dreifirit og frekari útgáfa er fyrir- huguð. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hyggur einnig á vinnu- staðafundi á næstunni, en flokk- urinn hefur þegar haldið almenn- an kjósendafund. Það var 1. maí sl. og tókst hann vel og var fjöl- sóttur að sögn Sigrúnar Sturlu- dóttur á kosningaskrifstofu flokksins. Kvennalistinn er einnig að leggja síðustu hönd á skipulagn- ingu vinnustaðafunda í Reykjavík. Að sögn Sigrúnar Ámadóttur, kosningastjóra listans, hefur tals- vert verið unnið að undirbúningi kosningastarfsins, s.s. að útgáfu stefnuskrár o.fl. Þá hefur vegg- spjald með myndum af frambjóð- endum verið gefið út. Stefnt er að því að kosningahátið Kvenna- listans verði í Laugardalshöll sunnudaginn fyrir kjördag. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, og Guðmundur Hallvarðsson, frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins, ræða við starfsfólk Flugleiða í gær. Um 1.500 manns komu f afmæliskafi sem bæjarstjórn Garðabæjar bauð til sl. sunnudag. Morgunblaðid/Ámi Sæberg Garðabær 10 ára: Fimmtán hundruð 1 afmæliskaffi Á sunnudaginn var öllum bæjarbúum Garðabæjar boðið í kaffi í Garðalundi í tilefni 10 ára afmælis bæjarins. Um 1500 manns komu í kaffíð, en á boðstólum var meðal annars 8 metra löng kaka, auk fjölmargra annarra kræsinga. Kvenfélagið sá um vöfflubakstur og skemmtiatriði voru flutt. Nemendur Tónlistaskól- ans fluttu nokkur lög, Blásarakvint- ett Reykjavíkur lék, skólakór Garðabæjar söng og Ingibjörg Guðjónsdóttir söng nokkur lög. Kaffiboðið í Garðalundi var síð- asta atriði afmælisdagskrár Garða- bæjar, sem stóð yfir alla síðustu viku. Afmælishátíðin var vel sótt og þótti takast mjög vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.