Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986
fclk í
fréttum
I
I
!
Stephanie prinsessa
af Mónakó
50 milljónum ríkari
„Sjóskíðin halda
mér í formi,"
segir Stephanie
sem hér er borin
upp af tveim ung
mönnum.
Stephanie er
sögð elska börn
og dýr. Hundur-
inn sem hún er
með er þó ekki
aðeins gæludýr,
heldur einnig líf-
vörður hennar.
c
tephanie prinsessa af Mónakó
varð 21 árs hinn 1. febrúar sl. og
þar með fullveðja samkvæmt lögum
þar í landi. Hún er ekki á flæðiskeri
stödd fjárhagslega því á afmælinu
fékk hún í viðbót við afmælisgjaf-
imar jafnvirði um 50 milljóna ís-
lenskra króna, sem var hennar
hlutur af líftryggingu Graces Kelly
furstaynju. Þetta var að sögn mikill
léttir fyrir Stephanie sem oft hefur
kvartað yfír hversu nauma vasapen-
inga hún hefur haft.
FUUGANDIFURÐUHLUTIR:
%
i
*
i
!
i
(
i
ff
g
Verur utan úr
geimnum
Mynd þessi er
teiknuð eftir lýs-
ingu Gary Wilcox
á geimverunum
og geimfari
þeirra.
— frásögn
amerísks
bónda
af heimsókn
geimvera
Fljúgandi furðuhlutir, eða fljúg-
andi diskar, vekja umræðu
öðru hvoru - til er aragrúi af sögu-
sögnum um þá og eru þeir vitnis-
burðir bæði gamlir og nýir. Hér
birtist ein slík frásögn ásamt nokkr-
um teikningum af geimverum, en
ljósmyndir af þeim höfum við ekki
við hendina.
Gary Wilcox, bóndi í Newarkdal
skammt frá New York í Bandaríkj-
unum hefur undarlega sögu að
segja. Að áliðnum morgni í apríl
1964 var hann að dreifa áburði á
akur sinn - það var glaða sólskin
og jarðvegurinn þurr. Akurinn lá
að hæðardragi og efst á hæðinni
var gamall ónýtur ísskápur, að
mestu huiinn tijágróðri. Allt í einu
kom Gary auga á skínandi hlut
uppá hæðinni.
I fyrstu hélt Gary að það væri
ísskápurinn gamli sem glampaði í
sólinni, en gerði sér fljótt ljóst að
þessi hlutur var mikið nær honum.
Forvitni hans vaknaði og Gaty ók
Þessa
óhuggulegu
geimveru sá
franskur
verkamaður
læðupokast
kring um
sveitabæ
þar sem
verkamaður-
inn var við
dráttarvélinni upp hæðina, um 800
metra eftir að hann kom fyrst auga
á hlutinn.
Þegar hann átti um 100 metra
ófarna að hlutnum virtist honum
að þarna væri olíutankur eða flug-
vélarvængur - hann stöðvaði drátt-
arvélina og gekk að hlutnum. Þá
sá hann að fyrirbrigði þetta var
fyrir ofan jörðina, svífandi að því
er virtist, því hvergi var undirstöðu
að sjá undir þessum furðuhlut. Er
hann gekk nær sá hann að hluturinn
var „lengri en einkabíll. . . í laginu
eins og egg. . . og á honum sáust
engin samskeyti". Síðar áætlaði
hann að hluturinn hefði verið 6
metra langur, 1,2 metrar á hæð og
4,5 metrar á breidd, úr einhvetju
málmkenndu efni.
Þegar Gary var að virða hlutinn
fyrir sér komu tvær smávaxnar
verur (1,2 metrar á hæð) út úr
hlutnum og héldu báðir á litlum
bökkum, en á þeim voru ýmis grös
og rætur.
Gary segir að fyrst hefði hann
haldið að þetta væri einhvers konar
gabb - verið væri að kvikmynda
geimferðamynd eða eitthvað svo-
leiðis, og hann fór að hlæja. En
kátína hans breyttist í undrun þegar
önnur veran ávarpaði hann: „Vertu
óhræddur, við höfum áður talað við
fólk.“
Röddin var ólík öllu sem Gary
hafði áður heyrt - hann skildi vel
hvað sagt var en gat ekki áttað sig
á hvort töluð var enska eða annað
tungumál. Mennina tvo sagði hann
klædda hvítum samfestingum án
sauma eða samskeyta. Ekki mótaði
heldur fyrir andliti og röddin sem
Þessi geimvera sást í
Argentínu, í Córdoba-
héraði 1964, eftir að
fólk í smábæ hafði orð-
ið vart við fljúgandi
furðuhlut þar í grennd-
inni.