Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 53

Morgunblaðið - 06.05.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 53 Texti: Halldóra Rafnar Kona stekkur fram og’ hellir úr flösku yfir krónprinsessuna. veitt verðlaununum viðtöku, en þau voru eftirlíking sviðsmyndarinnar, gerð úr silfri og norskum berg- krystal, hófst móttaka í boði Berg- enborgar. Stuttur fréttamanna- fundur var haldinn og var atgangur Ijósmyndara slíkur að Sandra Kim sagði á eftir að hún hefði orðið dauðhraedd. Reyndar var það ekki í fyrsta skipti sem hún varð skelkuð í Bergen, því daginn áður hafði hún farið í skoðunarferð um bæinn og þ- á. m. farið upp á Flöyen-ijall með brautinni er þangað gengur. Merkjaljósaleiðsla sem hangir fyrir ofan brautina hafði þá fallið niður með miklu braki og vagnamir run- nið aftur á bak, þar til hemlamir náðu að stöðva þá. Hlíðin er snar- brött og sækja þurfti stiga svo farþegamir kæmust niður úr vögn- unum. Belgískir sjónvarpsmenn er fylgdu Söndm héldu síðan á henni niður á jafnsléttu. Viðgerð á leiðsl- unni stóð fram á nótt og var braut- in lokuð á meðan. Yfirvöld héldu því fram að engin hætta hefði verið á ferðum, því hemlamir væm það öflugir að vagnamir ættu ekki að geta mnnið niður brattann. Höfundar belgíska Iagsins, Jean-Paul Fumémont og Angelo Crisci, og textahöfundurinn Marino Atria sömdu lagið „J'aime la vie“, sérstaklega fyrir hina 14 ára gömlu Söndm Kim. Sandra, sem réttu nafni heitir Sandra Caldarone, býr í borginni Liege í Belgíu, faðir hennar er ítalskur en móðirin belg- ísk og vom þau bæði með henni í Bergen. Hún var valin úr 130 manna hópi til þess að verða full- trúi Belgíu. Hún gengur enn í skóla, en hefur lagt stund á tónlist í mörg ár og unnið til Qölda verðlauna. Sandra sagði að sér fyndist mest gaman að söng, teikningu og frönsku í skólanum, en stærðfræðin væri leiðinlegust. Hún hefði frá því hún myndi eftir sér ætlað að verða söngkona og væri nú vonandi komin vel á veg með það. Núna hlakkaði sig mest til þess að hitta litlu systur sína sem væri bara 5 ára. Hún hefði talað daglega við hana í síma og keypt handa henni margar gjafir. ís væri það besta sem hún fengi að borða og sér hefði fundist sviðsmyndin skemmtileg, því hún minnti sig á ís. Eftir verð- launaafhendinguna .fékk Sandra risastóran ís, sem hún borðaði af bestu lyst. Kampavín átti hún einn- ig að fá til að skála fyrir sigrinum. Á fréttamannafundi sem haldinn var morguninn eftir keppnina kom sterklega fram sú gagnrýni er heyrst hafði manna í millum í Bergen að ekki sé rétt að keppendur séu svona ungir. Sandra hefði feng- ið óvenjumikla athygli fjölmiðla vegna aldursins eins og hætt væri við að hún þyldi ekki það álag er sigrinum fylgdi. Belgimir svöruðu því til að ekkert aldurslágmark væri, Sandra hefði sterk bein og myndi þola velgengnina og einnig að hún hefði flutt sitt lag jafn fagmannlega og aðrir. Hún myndi halda áfram sinni skólagöngu en jafnframt því sinna tónlistinni, en auk sigurlagsins hefur lagið „Ami, ami“, er hún söng inn á plötu í janúar sl., orðið mjög vinsælt í heimalandi hennar. Hvað keppnis- hald næsta ár varðaði væri allt óráðið. Frönskumælandi Belgar og Flæmingjar hefðu sitt hvora sjón- varpsstöðina og ætti eftir að ræða þessi mál heima fyrir. ICY-hópurinn, Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson, ásamt Magnúsi Eiríkssyni höfundi Gleðibankans og Gunnari Þórðarsyni hljómsveitarstjóra. meðlimanna og annarra er störfuðu með íslendingunum hefðu verið já- kvæðar og samstarfið allt með ágætum. Hollenskur útvarpsfréttamaður, Hijlco Span, efndi til skoðanakönn- unar um ágæti texta laganna í keppninni, en þeir voru allir prent- aðir á ensku og frönsku auk móður- málsins í blaði sem út var gefíð. Fréttamenn frá 12 löndum tóku þátt í könnuninni og voru stig gefin á sama hátt og í keppninni sjálfri. Urslitin voru eftirfarandi: bestur þótti texti lagsins frá Austurríki, síðan komu V-Þýskaland, Sviss, Finnland, Spánn, Holland, Júgó- slavía, Belgía, ísland, Bretland, Ir- land, Kýpur, Noregur, Lúxemborg, Tyrkland, Frakkland, Svíþjóð, ísra- el, Danmörk ogPortúgal. Magnús Eiríksson, höfundur lags og texta Gleðibankans sagðist vera ánægður með að Gleðibankinn skyldi lenda í 9. sæti í þessari könnun. Hann sagði að úrslitin í söngvakeppninni hefðu valdið sér vissum vonbrigðum, því flestar spár hefðu bent til mun betri útkomu. En þetta væri að mörgu leyti dálítið gamaldags keppni og sér fyndist allt í lagi að fá þá gagnrýni helst að Gleðibankinn hafi verið of nútí- malegt dægurlag. Hann sagði að mjög gaman hefði verið að hlusta á eigið lag flut af sínum eftirlætis- söngvurum fyrir 600 miHjónir manna. Magnús sagðist hafa kom- ist í ákveðin sambönd við fagmenn á sínu sviði í Bergen og sama væri að segja um aðra í hópnum. Þegar hefði verið ákveðið að gefa út í Noregi plötu með einu laga sinna »Ég er á leiðinni". Hann sagði fagmannlegan undirbúning íslend- inganna fyrir keppnina vera til fyrirmyndar, þetta hefði verið við- amikið verkefni og vel af hendi leyst. Góðar kveðjur bárust til Bergen heiman af Fróni og var íslenski hópurinn mjög þakklátur fyrir þær. Blöð og útvarpsþulir í Noregi spáðu íslenska laginu velgengni og þegar blaðamaður Morgunblaðsins fletti nokkrum sænskum blöðum er út komu á sunnudeginum mátti þar lesa að ýmsir fleiri en íslendingar voru óánægðir með úrslitin og undrandi á því hvemig Gleðibank- anum gekk. Sjá ennfremur viðtöl á bls.32 Vorum aö fá nýja sendingu af þessum vinsælu arinofnum. Ath. pantanir óskast sóttar. GEísiP H Sumarbústaðaeigendur GOODYEAR á hagstœðu verði V Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfYEAR IHIHEKIAHF gj LaogBN/OQi 170-172 Sém, 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.