Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986
!
„Lcxtlu rriq-fix alla. pen'mgqna, eka.
harm byrjar cJ$ spiltx."
Með
morgunkaffmu
Nú er ég kominn á þann
aldur að geta dregið mig
í hlé og gert það sem mig
langar, en þá hef ég ekki
efni á því.
Nafna-
þulan
Þórður Kristleifsson, sonur
Kristleifs Þorsteinssonar fræði-
manns, sendi Morgunblaðinu naf-
nagátu föður síns sem birst hefur
hér í Velvakanda. Segir Þórður
hana hafa verið nokkuð úr lagi
færða og biður að hún sé birt eftir
handriti hans. Verður að telja, að
hér skrifi sá er gerst þekkir þuluna
og sé þetta því hin upprunalega
mynd hennar.
Einn kann vel á ísum heija. (Bjöm)
Annar byijar viku hveija. (Helgi)
Með þriðja, er venja að húsum hlúa. (Torfi)
Hét hinn Qórði á Guð að trúa. (Kristinn)
Fimmti hylur ásjón ýta. (Grimur)
Eimáskamásjöttalíta. (Hreinn)
Sjöundi við það sýnist dottinn. (Hallur)
Sá áttundi, það er meiri spottinn. (Eilífur)
Níunda, ei dauðinn nálgast hót. (Ofeigur)
Nauðatíundiþyrftiumsnót. (Meyvant)
Hjá ellefta stendur heimskan hátt. (Álfur)
Heiðra, égþann tólfta mest um slátt. (Sumar
!'ði)
Þrettánda fýsir fjöri að granda. (Vigfús)
Fjórtándi sýnir mér skipun landa. (Kort)
Fimmtándi á himni fæðist og deyr. (Dagur)
Fleygir sextándi hvössum geir. .(Bogi)
Seytjándi er afleiðing unaðstíða. (Ársæll)
Átjándi má í saumum skríða. (Ormur)
Eg þeim nitjánda á eldinn kasta. (Brandur)
Meðandanumfæégþanntuttugasta. (Loft)
Jón Ólafsson
er ómissandi
Kæri Velvakandi.
Við erum hér nokkur, sem viljum
koma því á framfæri, að Jón Ólafs-
son sé frábærlega skemmtilegur.
Maður kemst ætíð í gott skap af
því að hlusta á hann. Það má vel
vera, að hann sé bullari, en hvað
gerir það til ef maður getur hlegið
og haft gaman af þvf? Hann er
hreint og beint ómissandi!
Sem sagt: Lengi lifi Jón Ólafsson
þulur á rás 2! Aðdáendur
Leigubílstj órar hætti
að flauta í ótíma
Kæri Velvakandi.
Nýlega vekur „farþegi" athygli
á því í dálkum þínum að sumir leigu-
bílstjórar merki bíla sína með áber-
andi skilti á þakinu og sé kveikt á
því ef þeir eru lausir. Hann bendir
réttilega á að með þessu auðveldi
þeir vegfarendum að skipta við þá.
Af þessu tilefni langar mig að
biðja leigubílstjóra að gera breyt-
ingu í öðru atriði. Þar á ég við að
þeir hætti alveg að flauta fyrir utan
hús sem þeir hafa verið kallaðir til.
Undirritaður á heima í fjölbýlis-
húsi og eru nokkrar blokkir í hverf-
inu. Það er skemmst frá því að
segja að varla líður sá dagur að
ekki komi bílar að húsinu og flauti.
Þó búa hér gamalmenni, smáböm
sem þurfa að sofa næstum hvenær
sem er á sólarhringnum, lasburða
fólk og venjulegir borgarbúar sem
ýmist vinna heima eða koma þreytt-
ir af vinnustað og vilja iðulega fá
sér blund fyrir matinn — ef þeir fá
frið til þess. Oftast koma bílarnir
að dyrunum, en bílstjóramir nenna
ekki út — eða em ekki vanir því —
og þeyta því homin. Stundum er
flautað jafnvel snemma á morgnana
um helgar þegar flestir vilja sofa
eitthvað fram eftir.
Allir vita að með þessu er verið
að bijóta umferðarreglumar. Og
af þessu hlýst afar mikið ónæði.
Bílstjórar ættu aldrei að flauta
nema í hættu eða þegar sérstakir
erfiðleikar í umferðinni krefjast
þess. •
Nú skal tekið skýrt fram að hér
er ekki eingöngu um leigubílstjóra
að ræða. En vilja þeir nú ekki ganga
á undan og gefa fordæmi, setja sér
starfsreglu og lýsa yfir því að þeir
flauti ekki til að kalla á fólk út úr
húsum? Auðvitað getum við „kúnn-
amir“ sjálfir fylgst með því hvenær
bíllinn kemur — eða óskað eftir
því við bílastöðina að knúið verði
dyra hjá okkur. Bílstjórarnir myndu
gera það.
Eg þarf stundum á leigubíl að
halda vegna starfs míns. Eg heiti
því að skipta á þessu ári eingöngu
við þá stöð sem ríður á vaðið og
leggur niður þessa venju að flauta
á fólkið.
Jafnframt skora ég á alla bíl-
stjóra: Setjið ykkur einfaldlega þá
reglu að kalla aldrei á fólk í húsum
með því að flauta á það. Notið
flautuna í neyð, annars ekki.
Annar farþegi
Víkverji skrifar
á er Eurovision-sönglaga-
keppnin búin og sigurvissir
Islendingar urðu fyrir vonbrigðum
með niðurstöðuna. í fréttum fyrir
úrslitin á laugardagskvöld höfðu
menn talað um þriðja sætið eins
og það væri rétt bókað að Islending-
ar hlytu það. Það urðu því mörgum
sár vonbrigði, hve dræmt þátttöku-
þjóðirnar í þessari keppni tóku undir
með Gleðibankanum. En forráða-
menn keppninnar hér heima voru
þrátt fyrir allt hressir, töldu sig
hafa lært af reynslunni og kannski
tekst betur næst.
Höfundi íslenska lagsins vom
veitt 200.000 króna verðlaun fyrir
lagið. íslendingar eiga marga góða
lagahöfunda og tekið skal undir
með formanni Blaðamannafélags
íslands í útvaipinu á laugardag, að
bæði Magnús Eiríksson höfundur
Gleðibankans, og aðrir lagahöfund-
ar hafa oft samið betri og skemmti-
legri lög. Eins er ekki víst hvort
sami háttur verði hafður á við val
á næsta lagi. Því er íhugunarefni
hvort ekki eigi að velja einhvern
góðan lagahöfund, láta hann fá þá
fjárhæð sem veitt yrði í verðlaun
næst, gegn því að hann semji lag
sem frambærilegt yrði í Belgíu að
ári.
xxx
Svo að áfram sé rætt um Euro-
vision-keppnina, þá var athygli-
vert á hvern hátt Norðmenn notuðu
keppnina í landkynningarskyni.
Upphaf þáttarins fór allt í það að
sýna stórbrotna náttúru Noregs og
nálægð Edwards Grieg var mikil.
Einnig voru þátttakendur í keppn-
inni kynntir í norsku umhverfi, en
ef Víkvetji man rétt hafa aðrar
þjóðir, sem haldið hafa keppnina
yfírleitt sýnt keppendur í sínum
eigin heimkynnum. Þannig nýttu
Norðmenn hveija mínútu þáttarins
sem hægt var til þess að minna á
Noreg og miðað við það, að millj-
ónahundruð horfðu á þáttinn, má
telja víst að þeir eiga eftir að fá
þær 30 milljónir króna, sem fram-
kvæmd keppninnar kostaði til baka
og vel það.
xxx
Norskur líffræðingur, Hans
Nordeng, sem hér hélt fyrir-
lestur fyrir nokkrum dögum, heldur
því fram að hver laxafjölskylda
hafi sitt eigið arfgenga lyktarefni
sem ratvísi laxins byggist á. Þannig
telur hann, að laxinn merki slóðina
og geti síðan fikrað sig eftir henni
til baka — komist þess vegna heim
í ána sína og á hrygningarstað
ættar sinnar. A grundvelli kenninga
þessara hefur nú verið sett reglu-
gerð í Noregi, sem bannar seiða-
sleppinar á norskum ám, nema um
sé að ræða samstofna lax og nátt-
úrulaxinn í ánni. Brot á reglugerð
þessari varða sektum eða fangelsi
allt að þremur mánuðum.
Þessar kenningar vekja miklar
og margar spurningar um það sem
unnið hefur verið undanfarið á ís-
landi í laxaræktarmálum. Hérlendis
hafa menn sleppt milljónum seiða
af laxi, sem alinn er í eldisstöðvum
í ár og auðvitað hefur hann kyn-
blandazt árlaxinum, sem fyrir er.
Er kannski komin hér skýringin á
iítilli laxagengd í íslenzkar ár und-
anfarin sumur, þrátt fyrir alla
ræktunina? Hefur milljónum króna
verið kastað á glæ og tjón unnið á
þeim stofni sem náttúran sá hverri
á fyrir?
Hans Nordeng segir, að afkvæmi
blandaðra stofna eigi erfiðara með
að rata. Vilji menn hins vegar nota
til eldis kynbættan fisk, á hann
aðeins heima í lokuðum landkvíum,
honum má ekki sleppa.
XXX
Nýlega bárust fréttir af því að
líklegast færi framfærsluvísi-
talan yfir þau mörk, sem sett voru
í kjarasamningunum á dögunum,
svokölluð „rauð strik“. í fréttinni
var þess getið að m.a. væri hækkun-
in vegna árstíðabundinna hækkana
og voru þær tilgreindar hækkanir
á aðgöngumiðum að knattspyrnu-
leikjum, miðum : Happdrætti DAS,
hækkun á tjaldvögnum o.s.frv.
Samkvæmt þessu hlýtur að vera
gert ráð fyrir því að vísitölufjöl-
skyldan fari oft á knattspyrnuleiki
og eigi miða í Happdrætti DAS.
Víst er, að hún hlýtur að eiga tjald-
vagn. Hins vegar mun ekki gért ráð
fyrir að vísitölufjölskyldan vinni
nokkurn tíma í happdrætti — þar
sem hlutfall miðaverðs og vinninga
í téðu happdrætti hefur ekkert
breyzt frá í fyrra. Það er því ljóst
að vísitölufjölskyldan bara spilar í
DAS, en ekki er talið að hún eigi
neina vinningsvon.