Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 6. MAÍ1986 Flytjum verslun- ina inn í landið eftir Jóhann J. Olafsson Hans Djurhuus, sendiherra Dana hér á landi, ritaði athyglisverða grein í danska blaðið Börsen í síð- asta mánuði. í grein sinni bendir sendiherrann réttilega á, að ísland sé mikilvægur markaður fyrir Dani, sem þeir verði að hlúa að, vilji þeir halda honum. Skrif sendiherrans hafa vakið til umhugsunar þá miklu vaxtarmöguleika, sem eru í ís- lenskri verslun, ef rétt væri á mál- um haldið. í þessu efni getum við lært margt af Dönum um það, hvemig hlúa skuli að versluninni sem atvinnugrein. A síðasta ári keyptum við fjómm sinnum meira af Dönum en þeir af okkur, eða vörur fyrir 3.412 m. króna. Af öðrum þjóðum keyptum við einungis meira af Þjóðveijum og Bretum, en til þessa hefur Danmörk verið í öðru sæti þeirra landa sem við kaupum frá, næst á eftir Þýskalandi. Ymsum kemur þessi staða á óvart, en skýringin er að sjálfsögðu sú, að Danir eru að selja okkur fleira en eigin fram- leiðsluvörur. Þeir hafa verið dugleg- ir að ná sér í umboðssamninga fyrir öll Norðurlöndin, eða Danmörku og ísland, við fyrirtæki t.d. í Banda- rikjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi, Sviss og Japan og hafa af því góðar tekjur að selja ná- grönnum sínum framleiðsluvörur annarra. Það er ekki að ástæðu- lausu, að höfuðborg landsins heitir Kaupmannahöfn. Það er staðreynd að verslun landsmanna, að frátaldri útflutn- ingsversluninni, leggur til 11,5% af þjóðartekjum okkar. Afkoma versl- unar skiptir okkur því verulegu máli. Við íslendingar höfum samt sem áður stuðlað að því að verslun okkar færðist aftur úr landi til Danmerkur og annarra landa. Með verðlagsákvæðum, gjaldeyrishöft- um og sérstakri skattlagningu á eigin verslun, höfum við gert okkur „íslensk stjórnvöld ætlast til þess, að ís- lensk verslun greiði hærri skatta en aðrar atvinnugreinar. Þetta á ekki bara við um skatta til ríkisins heldur einn- ig til sveitarfélaga sem yfirleitt haga inn- heimtu aðstöðugjalda þannig, að verslunin er hæst í skattstiganum. Þannig hefur okkur tekist, án þess að það hafi verið ætlunin, að færa verslunina að tölu- verðu leyti úr landi og einkum í hendur ná- granna okkar, sem skilja betur en íslensk stjórnvöld, að verslunin er jafn verðmætaskap- andi atvinnugrein og aðrir.“ erfíðara um vik að keppa við útlend- inga í þessum efnum og rétt þeim hagsmuni okkar upp í hendumar. Þegar aðrar greiða fyrir verslun sinni, leggjum við steina í götu okkar. Undanfarin misseri höfum við dregið úr verðmyndunarhöftum og er það vel. Staða neytenda hefur því batnað, þótt enn sé nokkuð í land að fijáls verðmyndun sé ríkj- andi regla í viðskiptum. Losað hefur verið um gjaldeyrishöftin, en enn vantar mikið á að gjaldeyrisvið- skipti okkar séu eins fijáls og t.d. Dana. A þessum sviðum er nauð- synlegt að halda uppi því merka starfi sem hófst með samstarfi nú- verandi stjórnarflokka. í skattamál- unum hefur hins vegar lítið miðað. í nýafstöðnum kjarasamningum var samið um lækkun á launaskatti. Sú lækknun náði þó ekki til verslun- ar og þjónustu. Þessar greinar greiða enn 3,5% launaskatt, þegar atvinnugreinar eins og landbúnað- ur, iðnaður og sjávarútvegur eru undanþegnar greiðslu hans. Sér- stakur 1,1% skattur er greiddur af fasteignamati skrifstofu- og versl- unarhúsnæðis. Sem dæmi þarf að greiða 3,3 milljónir króna í þennan sérstaka skatt í ár af því húsnæði sem Mikligarður nýtir undir starf- semi sína. ítrekað hefur verið lofað að skatturinn yrði afnuminn, en stjómmálamenn hafa ekki staðið við loforð sín. íslensk stjómvöld ætlast til þess, að íslensk verslun greiði hærri skatta en aðrar atvinnugreinar. Þetta á ekki bara við um skatta til ríkisins heldur einnig til sveitarfé- laga sem yfirleitt haga innheimtu aðstöðugjalda þannig, að verslunin er hæst í skattstiganum. Þannig hefur okkur tekist, án þess að það hafi verið ætlunin, að færa verslun- ina að töluverðu leyti úr landi og einkum í hendur nágranna okkar, sem skilja betur en íslensk stjóm- völd, að verslunin er jafn verðmæta- skapandi atvinnugrein og aðrar. Danir geta því t.d. ályktað sem svo: íslensk stjómvöld ætlast ekki til þess, að íslendingar skipti við eigin verslun. Það er okkar tæki- færi. En það er ekki aðeins innflutn- ingsverslunin, sem er í samkeppni við sams konar starfsemi í ná- grannalöndum okkar. Smásölu- verslunin á einnig í harðri sam- keppni við smásöluverslun annarra landa. Árlega fara íslendingar um 90 þúsund ferðir til útlanda, eða sem samsvarar rúmlega einum þriðja af íbúafjölda landsins. Áætluð útgjöld þeirra erlendis á sl. ári voru um 3.000 m. kr. og þar af e.t.v. allt að ’/a sem fer til kaupa á vörum tíl gjafa og eigin nota. Stór hluti úra, myndavéla, hljóm- platna, segulsnælda og fleiri fyrir- ferðarlítilla smáhluta er keyptur erlendis. Hvaða tilgangi þjónar þá hár tollur á þessum varningi, ef verslun með þessar vörur er það með ýtt út úr landinu? Hér dugar ekki hert tolleftirlit. Fólk er vant að fara hindrunarlaust á milli Evr- ópulanda og þykir nóg um leit að vopnum og eiturlyfjum. íslensk verslun verður einfaldlega sjálf að geta mætt þessari samkeppni og haft betur. Tollastefnan hér á landi skiptir því miklu máli. Háir tollar beina smásöluversluninni úr landi, eins og dæmiu sanna. í samkeppninni við verslun ann- arra þjóða má verslunin að hluta til líta í eigin barm. Við verðum að gæta þess að haga afgreiðslutíma verslana þannig, að landsmenn eigi jafn auðvelt með að versla hér og erlendis. Hér á ég ekki endilega við lengri afgreiðslutíma, heldur miklu frekar afgreiðslutíma, sem hentar neytendum betur. Reynsla frá öðr- um löndum, þar sem reglugerðum og lögum hefur verið breytt til að auðvelda sveigjanlegri afgreiðslu- tíma, hefur leitt í ljós að heildarvið- skipti hafa aukist. Skotlana og Massachusetts-ríki í Bandaríkjun- um eru góð dæmi um þetta. Við mættum því gjaman huga að breyttum reglum hér. Ég vil í þessu sambandi benda mönnum á að rugla ekki saman vinnutíma alls starfs- fólks og afgreiðslutíma verslana. Þetta þarf alls ekki að fara saman. Það hefur sýnt sig, þegar tollar eru felldir niður á vörum til lands- ins, að verð þeirra er lægra hér en erlendis, þrátt fyrir háan söluskatt. Skíðavörur, sem mikið voru keyptar erlendis, eru nú eingöngu keyptar hér í góðum verslunum með miklu úrvali. Flugleiðir hf. hafa efnt til innkaupaferða til íslands, bæði frá Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þannig gætum við snúið þróuninni við og gert hluta innflutningsins auk sölu á innlendri framleiðslu að útflutn- ingsatvinnuvegi. Erlendir ferða- menn gætu t.d. hugsanlega verslað hér fyrir hátt í 1 milljarð króna fyrir utan ferðir og uppihald, ef rétt væri á málum haldið. Vegna þessa er smásöluverslunin ekki einungis að tapa af viðskiptum við þá sem hér búa, heldur einnig í mörgum tilvikum viðskiptum við þá tæplega 90 þúsund útlendinga, sem sækja okkur heim á hveiju ári. Eins og að ofan getur eru vaxtar- möguleikar íslenskrar verslunar mjög miklir. Bæði má auka þátt heildverslunar í innflutningi til landsins, en einnig þátt smásölu- verslunar. Ekki er ólíklegt, að þau viðskipti, sem hér um ræðir, geti numið allt að 4 milljörðum króna eða nálægt 5—10% af innflutningi til landsins. Það munar um minna. Hér að framan hef ég rakið hvernig íslensk heildverslun og smásöluverslun á í beinni erlendri samkeppni og hvemig íslensk smá- söluverslun er öðrum þræði útflutn- ingsverslun. Þetta eru staðreyndir, sem við hyggjum ekki að dags daglega. Slíkar yfirsjónir hafa þó því miður verið ógæfa islenskrar atvinnuuppbyggingar. Sumar avinnugreinar köllum við sam- keppnisgreinar og greiðum götu þeirra, þegar öðrum er ekki búin eðlileg starfsskilyrði. Mergur máls- ins er þó sá, að engin atvinnugrein er annarri mikilvægari heldur styðja þær hver aðra og eru allar í meiri ojg minni samkeppni út á við. Við Islendingar verðum því að læra, að það er mikilvægast að búa atvinnulífinu öllu góð starfsskilyrði og mun mikilvægara en að ákveða ofanfrá, hvaða atvinnurekstur okk- ar sé hagkvæmast að stunda. Til- teknum atvinnugreinum á ekki að gera hærra undir höfði með opin- berri fyrirgreiðslu eða sérréttind- um. Það kemur í ljós, hvaða at- vinnurekstur er hagkvæmast að stunda, ef skilyrði til fyrirtækja- rekstrar eru jöfn og hagstæð í landinu. Höfundur er formaður Verzlunar■ ráðs íslands. Akranes: Baldur Eiríksson kjör- inn Paul Harris-félagi Á FUNDI í Rotaryklúbbi Akra- ness fyrir nokkru var Baldur Eiríksson félagi í klúbbnum ein- róma kjörinn Paul Harris-félagi en það er ein mesta viðurkenning sem Rotary-félaga getur hlotn- ast. Baldur hefur starfað mjög mikið að málefnum Rotary allt frá því hann gekk í Rotaryklúbb Siglu- fjarðar 1959. Hann var ritari þess klúbbs 1961-1963 og síðan forseti 1964-1965. Hann fluttist til Akra- nes og gekk í Rotaryklúbb Akra- ness 1969 og var gjaldkeri hans 1972-1973 og síðan forseti 1974- 1975. Hann var umdæmisstjóri umdæmis nr. 136 1979-1980. Fulltrúi Rotary-klúbbanna á Norð- urlöndum á umdæmisþinginu í Finspáng í Svíþjóð 1980. Baldur hefur verið í húsnefnd Rotary-umdæmisins frá 1982 og varamaður í fulltrúaráði Rotary Norden frá 1983 til tveggja ára og síðan aðalmaður einnig til tveggja ára. Hann samdi drög að starfsregl- um fyrir umdæmisráð íslenska umdæmisins sem samþykktar voru á umdæmisþinginu 1984. í um- dæmisráði íslenska umdæmisins 1970-1984. Vinnur nú að endur- skoðun og nýrri útgáfu af Handbók íslensku Rotary-klúbbana ásamt fleirum. Eins og hér að framan greinir hefur starf Baldurs verið mikið og fjölbeytt þó enn sé margt ótalið og fullyrða má að Baldur sé vel þess mikla heiðurs verður. Stað- festing Rotary Intemational um þessa viðurkenningu liggur nú fyrir og hefur Baldur veitt henni mót- töku. JG Morgunblaðið/JG Garðar Óskarsson forseti Rot- ary-klúbbs Akraness afhendir Baldri Eiríkssyni Paul Harris- viðurkenninguna. Morgunblaðið/Bjami Varhugaverð gatnamót Árekstur varð á Horni Njarðargötu og Laufásvegar um hádegisbilið á föstudag. Þar rákust saman tvser fólksbifreiðir með þeim afleiðingum að ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild. Önnur bifreiðin lenti á húsvegg en hin á steinsteyptri girðingu og skemmdust báðar talsvert. Að sögn lögreglu er horn þetta varhugavert og full ástæða til að brýna fyrir ökumönn- um að sýna þar fyllstú aðgætni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.