Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.05.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 IttjwgtnililfiMfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Kosningabarátta að hefjast Öflugar almannavarnir Svía: Veita skjól í átö með venjulegun Svíar hafa lagt mikla áherslu á að afla búnaðar, sem veitir fólki, fu og- efnahernaði. Kjarnorkuslysið í Sovétríkjunum og geislavirkt úrfel kröfum um búnað af þessu tagi. Nú eru tæpar Qórar vikur til kjördags, 31. maí, þegar kosið verður um það, hveijir eiga að skipa sveitarstjómir næstu fjögur ár. Framboðslistar hafa verið að birtast undanfama daga og vikur, en frestur til að skila þeim rennur út á morgun, miðvikudaginn 7. maí. Stjórn- málaflokkamir em að hefjast handa um skipulegar aðgerðir til að hafa áhrif á kjósendur. Ungam kjósendum hefur fjölg- að mikið, þar sem nú er í fyrsta sinn kosið samkvæmt lögum um 18 ára kosningaaldur. Skoðanakannanir sýna, að sá hópur fólks er stór, sem segist ekki hafa gert upp við sig, hveijum skuli ljáð fylgi í kosn- ingunum. Síðustu vikumar fyrir kjördag hljóta því að verulegu leyti að snúast um það hjá fram- bjóðendum að ná til þessa fólks, vekja áhuga þess á málefnun- um, sem um er deilt, og fá það til fylgis við sig. Kosningamar í Reykjavík vekja jafnan mesta athygli. Þar em línur skýrar. Annars vegar er Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur farið með meirihlutastjóm í borginni í áratugi, og hins vegar andstæðingar hans. Vinstri flokkamir fóm með stjóm höfuðborgarinnar frá 1978 til 1982. Þá ákváðu þeir, að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 21. Fyrir kosningamar 1982 hétu sjálfstæðismenn því að fækka fulltrúunum aftur í 15 og var ákvörðun um það tekin skömmu eftir að þeir endur- heimtu meirihlutann, þannig að nú er kosið um 15 fulltrúa í borgarstjóm. Fyrir síðustu kosningar var hart deilt um stefnuna í skipu- lagsmálum höfuðborgarinnar. Þá höfðu vinstri flokkarnir uppi áform um, að byggðin í borginni færðist upp að Rauðavatni. Sjálfstæðismenn lögðust gegn því og töldu heppilegra, að ný byggð yrði skipulögð við Graf- arvog. Þar hefur nú risið nýtt borgarhverfi. Jafnframt hétu sjálfstæðismenn því að afnema skömmtunarkerfið, sem gilt hafði um úthlutun á íbúðarlóð- um í Reykjavík. Við það loforð hefur verið staðið og á kjörtíma- bilinu hafa orðið þau þáttaskil, að ávallt em fyrir hendi bygg- ingarlóðir. Er ekki lengur deilt um meginstefnuna í skipulags- eða lóðamálum. Raunar bendir flest til þess, að ekki verði hart barist um einstök málefni í höfuðborginni. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins hafa ekki fest hendur á neinu stórmáli, ef þannig má að orði komast, í gagnrýni sinni á stjóm Reykjavíkur undir for- ystu Davíðs Oddssonar. Að sjálfsögðu hafa menn mismun- andi skoðanir á mikilvægum ákvörðunum eins og þeirri að sameina Bæjarútgerð Reykja- víkur og ísbjöminn í Granda hf. Að þeirri framkvæmd hefur hins vegar verið staðið með þeim hætti, að meirihluti borg- arbúa sættir sig við hana, eins og komið hefur fram í skoðana- könnun, sem Hagvangur gerði fyrir Morgunblaðið fyrir fáein- um mánuðum. Þá hefur verið fundið að því, að borgarsjóður keypti land á Nesjavöllum, við rætur Hengilsins, í því skyni að tryggja Hitaveitunni orkugjafa til langrar framtíðar. Sú gagn- rýni styðst við fátækleg rök. Fátt er blómstrandi bæjarfélagi mikilvægara en að hugað sé að framtíðinni með það fyrir aug- um, að það geti verið sjálfu sér nógt um þau gæði, sem heita vatnið er. Nú í upphafí kosningabarátt- unnar er erfitt að greina þau málefni, sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í Reylgavík gera að ágreiningsefni. Eins og oft áður ráðast þeir gjaman á borgarstjórann og nú saka þeir Davíð Oddsson um einræði eins og fyrirrennara hans fyrr á árum. Ekki er því ólíklegt, að kosningabaráttan snúist að lok- um um það í höfuðborginni, hvort menn kjósa styrka stjóm eins flokks, Sjálfstæðisflokks- ins, eða máttlausa stjóm í glundroða vinstri flokkanna. Söngva- keppnin Gleðibankinn náði ekki eins langt í söngvakeppninni í Björgvin og margir höfðu von- að. Að sjálfsögðu einkenndist þessi frumraun okkar í keppn- inni af bjartsýni og von um góðan árangur. Hitt var þó ekki annað en raunsæi að vera við því búinn, að hinar björtustu vonir rættust ekki. Belgíumenn sigmðu nú í fyrsta sinn eftir að hafa sent þátttakendur til keppni um áratuga skeið. í þessu efni verða þjóðir að sýna þolinmæði og þrautseigju og bíða þess með bros á vör, að þær detti í lukkupottinn. Dægurlög eru einskonar al- þjóðamál sjónvarpsins. Fyrir tilstilli Gleðibankans höfum við komið því á framfæri við stærri hóp fólks, að við erum hluti Evrópu, en með nokkru öðru tiltæku ráði. Það eitt er góður árangur. eftir Björn Bjarnason Almannavarnakerfið í Svíþjóð er eitt hið fuilkomnasta í veröld- inni. Raunar er það einkenni hlutlausra ríkja eins og Sviss og Svíþjóðar að ieggja mikla áherslu á öflugar almannavarnir. í Svíþjóð byggjast svokallaðar allsheijarvarnir, totalforsvar, á því, að náð sé til allrar þjóðarinn- ar, ef til hemaðarátaka kæmi. Samhliða því sem um 800 þúsund manns, tæplega 10% þjóðarinnar, yrðu kallaðir til vopna í hernum, yrði almannavarnakerfið virkjað til að auðvelda hernum að sinna skyldum sínum. Almannavarna- kerfið byggist á þremur sjálf- stæðum stofnunum, almanna- vömum, eins og við þekkjum þær, hagvörnum og sálrænum vömum. Hlutverk almannavama, sem lúta stjóm vamarmálaráðuneytis- ins, er að vernda fólk og bjarga mannslífum á hættu- og stríðstím- um. Ekki er gripið til almanna- vamakerfisins vegna náttúmham- fara. Hagvarnimar eru ekki skipu- lagðar á sama hátt og herinn eða almannavamirnar með sérstakri yfirstjórn og stjórnstöðvum. Með hagvömum er stefnt að því, að unnt sé að halda uppi bráðnauðsyn- legri atvinnustarfsemi og sjá lands- mönnum fyrir Iífsnauðsynjum á átakatímum. Hlutverk þeirra, sem bera ábyrgð á hagvörnunum, er að sjá til þess, að víðsvegar í landinu séu birgðir af eldsneyti, matvælum, málmum og öðmm hráefnum. Em þær geymdar á ömggum stöðum svo sem í klettabyrgjum neðanjarð- ar. Hlutverk sálrænna vama er að sjá til þess, að þjóðin tapi ekki vilja til að verjast á stríðstímum, og þeir, sem sinna sálrænum vörnum eiga einnig að svara áróðri andstæðings- ins. I þessu skyni er ætlunin að virkja fjölmiðla, útvarp, sjónvarp og blöð eftir því sem frekast er kostur. Hafa blaðamenn og starfs- menn fjölmiðla hlotið þjálfun til að geta gegnt störfum í þágu alls- heijarvarnanna. Afstaða Svía Meðal þess, sem þeir, er starfa að sálrænum vömum, sinna á frið- artímum, er að fylgjast með afstöðu Svía til umheimsins og eigin lands, mat á stríðsótta þeirra og öðm, sem til álita kemur, þegar hugað er að baráttuþreki þjóðar. Síðasta könn- unin af þessu tagi er frá haustinu 1985 og verður hér stiklað á stóm í niðurstöðum hennar: 58% Svía finnst land sitt ágætt til búsetu og 39% býsna gott. Er þetta svipað hlutfall og undanfarin ár. 82% hafa mikla trú á framtíð Svíþjóðar. 70% em mjög eða talsvert óróleg- ir vegna pólitískrar spennu í heimin- um (65% 1984). 39% (51% 1984) telja hættuna á stórátökum, sem Evrópa gæti dregist inn í, mikla, en meirihlutinn, 52% (44% 1984), telur hættuna Iitla. Sé litið yfir tölur undanfarinna ára hefur hræðsla Svía við að Evrópa dragist inn í stórátök minnkað, hún var mest haustið 1981 68%. Á það er bent í skýringum á þessum tölum, að ós- amræmi virðist milli þess, að órói Svía vegna heimsástandsins eykst en hræðs|an við átök í Evrópu minnkar. Á það er bent, að kannski stuðli fundur þeirra Gorbachevs og Reagans í nóvember 1985 að því, að óttinn við stríð í Evrópu minnk- ar. Þá séu stríð og átök nú í öðmm heimshlutum: Afganistan, íran- írak, Líbanon, Eþíópíu, Suður- Afríku ogMið-Ameríku. Aðspurðir em minntir á, að ör- yggismálastefna Svía byggist á þeirri kenningu, að þjóðin sé utan bandalaga á friðartímum en ætli að gæta hlutleysis á stríðstímum og komast þannig hjá því að tengj- ast hemaðarátökum. Leitað er álits á þessari kenningu og því meginvið- horfi, að Svíþjóð geti staðið utan stórátaka. 25% (17% 1984) telja miklar líkur á því, að Svíar geti staðið utan stórátaka í Evrópu, 70% (80% 1984) telja, að þeir dragist inn í átökin. 52% (50% 1984) telja, að sænska hernum takist að halda landinu utan hernaðarátaka, en 44% (46% 1984) telja, að honum takist það ekki. Aðeins 28% telja hins vegar, að hernum takist að veija landið, verði á það ráðist en 66% efast um, að honum takist það. 91% telja hins vegar nauðsyn- legt að halda uppi hervörnum í Svíþjóð og aðeins 7% eru á móti því. Hefur 90% þjóðarinnar og þar yfir verið þessarar skoðunar síðan vorið 1981. 88% em fylgjandi her- skyldu. 78% Svía telja, að snúast eigi til varnar með vopnum, þótt óvíst sé til hvers átökin kunni að leiða, aðeins 10% em andvígir því, að landið sé varið með vopnum. Varn- arvilji Svía hefur verið álíka mikill og þetta síðan vorið 1981, þegar hann óx töluvert, líklega vegna spennunnar í Póllandi. Haustið 1981 strandaði sovéski kafbáturinn U 137 í skeijagarðinum við Karls- krona, ekki dró sá atburður úr vilja sænsku þjóðarinnar til að veija ættland sitt með hervaldi. 32% telja herinn of lítinn en 49% að hann sé hæfilegur. 29% telja, að auka beri útgjöld til varnarmála en 50% að þau eigi að vera óbreytt. 64% telja, að Svíar eigi ekki að fækka í herafla sínum nema fækk- unin sé iiður í gagnkvæmri af- vopnun. Mikill viðbúnaður Líklegt er, að þessar tölur kunni að fara fyrir ofan garð og neðan hjá lesendum. Ég kýs þó að birta þær til að leggja áherslu á þá stað- Inngangur í klettabyrgi, þar sem er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.