Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 23 „Vímulaus æska“: Góð þátttaka á baráttudegi Lions- hreyfingarinnar Samnorrænn baráttudagnr Lionshreyfinga á Norðurlöndum gegn vímuefnum var sl. laugar- dag, 3. maí, og tók fjöldi manns þátt í skrúðgöngu og síðar skemmtun er fram fór á Lækj- artorgi í góða veðrinu, að sögn Þórhildar Gunnarsdóttur frá Lionshreyfingunni. Lionsfélagar og aðrir áhugamenn gengu fylktu liði frá Frakkastíg niður Laugaveg og dreyfðu kynn- ingarplöggum og túlípönum til vegfarenda, „en frískir og lifandi túlípanar eru tákn fyrir heilbrigt líferni - andstæða vímuefnaneyslu," sagði Þórhildur. Klukkan 14.00 safnaðist fjöldi manns fyrir framan skemmtipallinn á Lækjartorgi, þar sem m.a. komu fram unglingahljómsveitir, Eiríkur Fjalar, Emma og Óskar og Lobbi ásamt fleiri góðum gestum. Þá fengu gestir svala frá Sól hf. Þórhildur sagði að þetta væri fyrsta árið í skipulögðu fimm ára átaki Lionshreyfinga víðsvegar í heiminum gegn vímulausri æsku. „Norðurlöndin sameinuðust öll um þennan laugardag í ár, en á næsta ári er stefnt að þvi að öll Evrópulönd taki þátt í þessu mikilvæga átaki. Lionshreyfingin er fyrst og fremst að vinna að forvarnarstarfi. Öll fjáröflun Lionsklúbba hér hér á landi mun renna til þessa verkefnis næstu fímm árin. Undirtektir hafa verið góðar enda held ég að ekki sé til sá foreldri í landinu sem ekki vilji börnum sínum hið besta. Stofn- uð verða foreldrasamtök fyrir vímu- lausa æsku á miðvikudagskvöld í beinni útsendingu úr sjónvarpssal og geta þá þeir sem áhuga hafa á að ganga í samtökin hringt og til- kynnt þátttöku sína á meðan á þætt.inum stendur. Foreldrafélög grunnskóla Reykjavíkur og SÁA standa fyrir stofnun foreldrasam- takanna ásamt Lion. Lionsklúbbar víðsvegar á landinu Ping Golfsett Eigum fyrirliggjandi nokkur sett. Nýtt. Getum útvegað sérsmíðuð sett frá Englandi með mjög stuttum fyrirvara. i/Mtííí íslaxJkV//// Azneriska TUNGUHÁLS 11, SÍMI 82700 PÓSTHÓLF 10200 - REYKJAVÍK 110 Bladburóarfólk óskast! KÓPAVOGUR Álfhólsvegur 65-137 (staka talan) gengust einnig fyrir uppákomum fyrir æskufólk sl. laugardag, t.d. var haldið boðhlaup í Hafnarfirði, boðið upp á vélsleðaferðir fyrir grunnskólanema í Breiðdalsvík og skólaskemmtun á Suðureyri, sagði Þórhildur. Meðfylgjandi myndir tók Ólafur K. Magnússon á Lækjartorgi á laugardaginn og sýna þær hluta þess fjölda sem samkomu sótti. Ennfremur eru myndir af nokkrum bömum með túlípanann, tákn bar- áttunnar gegn fíkniefnum. FLUTNINGA- TÆKNI^- Loqistics - vörustvrinq „Logistics" er samheiti yfir verkefni viö stjórnun flutninga, birgðahalds og meöhöndlunar á vöru. Logistic sem fræöigrein bendir á aðferðir til hagræöingar og kostnað- aráætlunar við ofangreind verkefni. Þessar aðferðir fel- ast aðallega í samræmingu á áætlunum, stýringu og eftirliti með vöruflæði í fyrirtækjum allt frá innkaup- um yfir framleiðslu og til dreifingar á fullunni vöru. Til að geta unnið slík hagræðingarverkefni þarf að hafa til hliðsjónar ýmiss atriði úr logistic, kunnáttu og þekkingu á nýjustu tækni í þessari grein. Markmið: Markmið þessa námskeiðs er að gera þátttakendum grein fyrir grundvallaratriðum í logistic, að ná tökum á nýjustu flutningatækni. Að undir- búa þátttakendur við að setja í gang átaktil hagræðingar í logistic-málum í fyrir- tækjum þeirra, undirbúa verkefnið, gera tillögur að stjórnun slíks verkefnis, framkvæmd, áætlun, tímasetningu og einstökum verkþáttum. Efni. — Ágrip af flutningahagfræói, flutningakeója, logistics: uppruni og markmlð. — Heildarflutnlngskostnaður, grelnlng hans og möguleikar til kostnaðarlækkunar. — Flutnlngaþjónusta á íslandl, umfang hennar og þjónustuþættir. — Flutnlngatækni, þróun og nýjungar, flutnlngastaðlar og umbúðatækni. — Aðferðlr vlð sklpulagningu á vörumóttöku, Innanhúsflutningum og blrgöastýrlngu. — Sklpulag og tæknl I dreifingarkerfum. — Val á lyfturum, hlllukerfl og önnur flutnlngatæknl. — Blrgðastýring, nýjar aðferðlr. — Athugun á vöruflæðl I þelm fyrlrtækjum sem þátttakendur starfa I og gerð áætlunar um hagræðlngu I logistlc. Thomas Möller Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa að skipulagningu eða framkvæmd á innkaupum, birgðahaldi, vörudreifingu og vörumeðferð hjá fyrir- tækjum og stofnunum. Einnig ætlað öllum þeim, sem vilja tileinka sér þekkingu áfræðigrein sem skilararði; Flutningatækni-Logistic. Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur. Lauk prófi í hagverkfræði frá tækniskólanum í Vestur-Berlín. Er forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips í Sundahöfn. Tími: 12.-14. maí kl. 13.30-17.30. A Stiórnunarfélaa íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.