Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORG UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1986 Sovétríkin: Sovézku geim- fararnir í Mir flylja búferlum Halda til Salyut-7-stöðvarinnar með „fyrstu geimleigubifreiðinni“ unum tveimur, hvenær Mir yrði mönnuð á ný. Izvestira sagði þá Kizim og Solovev hafa tekið ýmsan rann- sóknarbúnað með í ferðina, svo og vistir og einnig plöntur, sem rækt- aðar hafa verið í geimnum. I hvorugri fréttinni var þess getið, hversu lengi geimfararnir yrðu um borð í Salyut-7-geimstöð- inni. Salyut-7 var skotið á loft 1982 og er sögð fýrirrennari Mir- stöðvarinnar. Izvestia kvað T-15 mundu með þessari ferð hljóta sess í sögunni sem „fyrsta geimleigubifreiðin". Austurríki: Kurt Waldheim og Kurt Steyrer fengu mest fy'.gi í forsetakosningunum í Austurríki á sunnudag. Þar sem hvorugur þeirra naut fylgps meirihluta kjósenda verður að kjósa aftur. Hér sjást keppinautarnir takast í hendur eftir að úrslit voru kunngerð. Ásakanir í garð Waldheims urðu til að auka fylgi hans Moskvu. AP. GEIMFARARNIR tveir um borð í sovésku geimstöðinni Mir hafa látið sjálfvirknibúnað taka við stjórninni um borð og héldu í gær til Salyut-7 geimstöðvarinn- ar. Ferðast þeir á milli stöðv- anna með „fyrstu geimleigubif- reiðinni“, eins og kvöldblaðið Iz- vestía, málgagn Sovétsljórnar- innar, orðaði það og átti þar við geimfarið Soyuz T-15, sem geimfararnir fóru með frá jörðu fyrir sjö vikum. Sovéska fréttastofan Tass sagði, að geimfaramir, Leonid Kizim og Vladimir Solovev, kæmu til Saly- ut-7 í dag. í frétt Izvestia sagði, að nýja geimstöðin, sem skotið var á loft 20. febrúar og ætlað að vera varan- legur vinnu- og íverustaður, hefði verið skilin eftir mannlaus um sinn. Þess var ekki getið í fréttafrásögn- Lokaumferðin í forsetakosningunum á að fara fram 8. júní ERLENT Vínarborg. AP. ÁSAKANIR erlendis frá á hend- ur Kurt Waldheim um tengsl Boris Gulko mót- mælti í Moskvu Moskvu. AP. BORIS Gulko, fyrrum skák- meistari Sovétríkjanna, efndi til aðgerða í miðborg Moskvu á sunnudag. Gulko vildi með þeim mótmæla því að fá ekki leyfi til að flytjast til Israel. Gulko, sem er 38 ára, og eigin- kona hans, voru handtekin marg- sinnis í fyrra mánuði er þau reyndu að vekja athygli á málstað sínum með mótmælaaðgerðum við minnis- merki um rithöfundinn Nikolai Gogol á Gogolevsky Boulevard. A sunnudag stóðu þau hjónin í hálfa klukkustund í miðborginni og héldu á lofti stóru kröfuspjaldi, sem á var letrað: „Leyfið okkur að fara til ísraels." Gulko sagði lögreglumann hafa komið þar að og beðið þau hjónin að fylgja sér á næstu lögreglustöð. Þau hafí neitað og hélt hann þá á braut án þess að handtaka þau. Gulko varð sovézkur skákmeist- ari árið 1977, en hefur verið meinuð þátttaka í sterkum skákmótum frá 1979, en það ár sóttu þau hjónin fyrst um leyfí til að fá að flytjast til Israels. í byijun apríl reyndu þau að vekja athygli á málstað sínum með mótmælaaðgerðum á almanna- færi en voru handtekinn í öll skiptin. hans við nazista urðu honum til fylgisauka í forsetakosningunum í Austurríki á sunnudag. Kom þetta fram hjá mörgum stjórn- málafréttariturum í Vín í gær, sem töldu, að margt fólk áliti þessar ásakanir tilhæfulausar og ósanngjarnar. Waldheim hlaut 49,64% atkvæða í kosningunum og var því rétt fyrir neðan þau 50% atkvæða, sem nauð- synleg voru til þess að sigra í kosn- ingunum í fyrstu umferð. Af þess- um sökum verða að fara fram aðrar kosningar milli hans og jafnaðar- mannsins Kurt Steyrers, sem hlaut næst mest fylgi eða 43,7%. Eiga þessar kosningar að fara fram 8. júní nk. Freda Meissner-Blau, frambjóð- andi umhverfísvemdarflokks græn- ingja, fékk 5,5% atkvæða í kosning- unum nú og er talið, að stuðnings- menn hennar kunni að hallast að Steyrer í úrslitakosningunum í júní. Otto Scrinzi, frambjóðandi þeirra, sem standa yzt til hægri, fékk ekki nema 1,2% atkvæða. Líklegt þykir, að stuðningsmenn Scrinzis muni fremur styðja Waldheim en Steyrer í lokakosningunum. Simon Wiesenthal, sem um árabil hefur unnið að því að hafa upp á stríðsgæpamönnum nazista, hélt því fram í viðtali í gær, að ásakan- imar í garð Waldheims hefðu orðið til þess að afla honum samúðar og um leið aukins fylgis. Wiesenthal, sem er einn þekktasti gyðingur sem nú er búsettur í Austurríki, kvaðst vona að „það, sem gerzt hefur undanfamar fímm vikur, eigi ekki eftir að endurtaka sig“. Átti hann þar við herferðina gegn Waldheim og sagði, að án hennar hefði Wald- heim ekki fengið jafn mörg atkvæði og raun varð á. Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, hefur fyrirskipað nýja rann- sókn á ásökunum um tengzl Wald- heims við nazista. Gaf Peres í skyn, að Israel kynni að draga úr stjóm- málasamskiptum sínum við Austur- ríki, ef sannanir reyndust vera fyrir Bréf Wallis Warfield Simpson: Reyndi að slíta sam- bandinu við konunginn London. AP. WALLIS Warfield Simpson, hástéttarkonan frá Baltimore, átti tvö hjónabönd að baki er hún giftist Játvarði konungi VIII ókrýnd- um. Samkvæmt bréfi, sem birt var í dag, sárbændi hún hann um að halda krúnunni. „Mér er mikið í mun, að þú segir ekki af þér, og ég held, að heimurinn fengi ranga mynd af mér, ef þú gerðir það, af því að sagt yrði, að ég hefði getað komið í veg fyrir það,“ skrifar hún 6. desember 1936, daginn sem hún flúði frá Englandi — þegar krepp- an vegna yfírvofandi afsagnar stóð sem hæst. Þáverandi forsætisráðherra, Staniey Baldwin, veitti konungin- um aigert afsvar, þegar hann fór þess á leit að fá að giftast frú Simpson gegn þeim skilyrðum, að hún yrði hvorki drottning né þægi konunglega tign. Konungurinn afsalaði sér kon- ungdómi 11. desember. Elskend- umir giftust í Frakklandi og hlutu nafnbætumar hertoginn og her- togaynjan af Windsor. Lundúnablaðið Daily Mail birtir nú daglega bréf hertogaynjunnar, sem lést 24. apríl á heimili sínu í París, 89 ára að aldri. Hertoginn léstárið 1972. Blaðið segir, að bréfín sýni, að frú Simpson hafí reynt að slíta félagsskapnum við konunginn „þegar henni varð ljóst, hvaða afleiðingar samband þeirra kynni að hafa í för með sér“. Daily Mail segist munu kanna skoðanir lesenda sinna á frú Simpson þegar birtingu bréfanna sé lokið. „Reyndi hún í alvöru að losna við konunginn? Eða var hún með ráðabmgg um að festa hann í netinu, giftast honum og jafnvel gerast drottning hans?“ spyr blað- ið. Lundúnablaðið Daily Express kallaði hertogann og hertogaynj- una „utangarðsfólk aldarinnar". Blaðið kvað dóm sálfræðings og geðlæknis, sem beðnir voru að rannsaka bréfín, vera þann, Wallis Warfield Simpson að Játvarður hefði verið „veik- geðja, miðaldra maður, tilfínn- ingalega hreinn sveinn, gagntek- inn af táningsást sinni á veraldar- vanri konu . . . veiklundaður, bamalegur og óþroskaður maður, sem lét sig aðeins varða sjálfan sig og miður háleita þráhyggju sína“. ásökununum. Moshe Arens, sem nú gegnir embætti utanríkisráð- herra ísraels, lýsti í gær niðurstöð- um forsetakosninganna í Austurríki sem „skelfílegum". Yitzhak Shamir utanríkisráðherra gekk jafnvel enn lengra á laugardag, er hann lýsti því yfir, að sigur Waldheims yrði „virkilegur harmleikur", sem myndi „spilla" samskiptum Austurríkis og Israels. Vill kaupa hlut Líbýu ÍFIAT Tórínó. Frá Brynju Tómer, fréttaritara Morgunblaðsins. AGNELLI, aðaleigandi og for- stjóri FÍAT-verksmiðjanna í Tór- inó á Ítalíu, hefur lýst sig reiðu- búinn að kaupa hlut Líbýu í verksmiðjunum. Talið er að þessi yfirlýsing hans sé í beinu fram- haldi af spennuástandi því, sem myndast hefur undanfarið, milli Bandaríkjanna og Evrópu ann- ars vegar og Líbýu hins vegar. Líbýumenn keyptu árið 1976 hlut í FIAT-verksmiðjunum með þeim skilyrðum að þeir legðu einvörð- ungu fjármagn í starfsemi verk- smiðjanna en kæmu hvergi nálægt stjóm og rekstri þeirra. Giovanni Agnelli, aðaleigandi og forstjóri FLAT, sagðist í sjónvarpsviðtali á fímmtudag vera reiðubúinn að endurkaupa hlut Líbýumanna í fyrirtækinu og er talið fullvíst að sú ákvörðun hans komi í beinu framhaldi af óviðunandi spennu- ástandi í kjölfar hryðjuverka, sem talin eru eiga rætur að rekja til Lfbýu. Yfirlýsing Agnellis hefur mælst vel fyrir meðal hægrisinnaðra ítala og hafa sumir hveijir haft á orði að þetta sé fyrsta alvarlega ákvörð- unin, sem ítalir taka í garð Líbýu. ítalir eru almennt mjög áhyggju- fullir vegna endurtekinna hótana Líbýumanna í garð Vesturlanda. Þeim fínnast stjómvöld lítið hafa aðhafst og verið heizt tii lin í bar- áttunni gegn hryðjuverkum Líbýu- manna. Tíu ítalir hafa beðið bana í hryðjuverkum undanfarin misseri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.