Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 29

Morgunblaðið - 06.05.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 29 kum ri vopnum llorðnum og börnum, skjól í eitur- li vegna þess hefur ekki dregið úr reynd, að með öllu er rangt að líta á Svía sem tvíátta, þegar vamarþátt öryggismálastefnu þeirra ber á góma. Þeir vilja, að viðbúnaðurinn sé mikill og em fúsir til að leggja sitt af mörkum, ef á þarf að halda. 1984 töldu 16% Svía, að Bandaríkin væm ógn við heimsfriðinn, en 41%, að Sovétríkin ógnuðu heimsfriði. Stutt ferð um Stokkhólm til að kynnast viðbúnaði almannavarna þar staðfestir, að allshetjarvarnirn- ar snerta daglegt Iíf fólks. í skólum em börnum kynntar almannavarna- reglur eins og umferðarreglur. Það vakti sérstaka athygli mína, að áhersla er ekki lögð á það, sem kynni að gerast, ef til kjarnorkuá- taka kæmi, heldur byggist allt skipulagið á því, að barist yrði með venjulegum vopnum. Öryggisbyrgi eða skýli em skipulögð þannig, að þau séu sem næst íbúðarhverfum, t.d. í barnaheimilum. Var mér sýnt eitt slíkt skammt frá miðborg Stokkhólms. Að óathuguðu máli hefði enginn getað séð, að hluti heimilisins er öryggisbyrgi, en með nokkmm handtökum er unnt að gera það sprengjuhelt. Almannavarnastjórnin fær teikn- ingar af öllum nýjum húsum til umsagnar og getur krafist þess af eigendum, að þeir hagi gerð hús- anna þannig að hluti þeirra verði almannavama-byrgi og greiðir hið opinbera aukakostnað vegna þeirra framkvæmda. Þegar einstaklingur kaupir nýjan bíl, kann almanna- vamastjórnin að senda honum orð- sendingu og tilkynna, að bílinn eigi hann að afhenda almannavörnum í heimabyggð sinni á hættutímum gegn því að fá matsverð hans þá endurgreitt. Skammt utan við Stokkhólm á leiðinni til Arlanda-flugvallar er mikil stjórnstöð inni í kletti. Þaðan yrði almannavörnum í Stokkhólmi stjómað. Svipaðar stjórnstöðvar em um landið allt. Ekki brottf lutningur í áliti nefndar, sem var falið að endurskoða íslenskar almannavarn- ir, er ekki tekin afstaða til þess, að finna stjórnstöð almannavarna í Stokkhólmi. Ellilífeyrisþegar leggja fram krafta sína í þágu sænsku almannavarn- anna með því að taka þátt í vikulegum æfingum í sérstökum þjálfun- arbúðum, þar sem fólks er meðal annars leitað í logandi húsarústum. hvort heldur beri að leggja áhei-slu á brottflutning fólks á hættutímum eða smíði öryggisbyrgja í þéttbýli. Leggur nefndin til, að heildaráætl- un um almannavarnir gegn hugsan- legri kjarnorkuvá og mögulegri beitingu eiturefna verði endurskoð- uð. Þá hafa einstaklingar hér á landi hreyft því, að lagðir verði almannavarnavegir og reist skýli fyrir þorra þjóðarinnar undir Eyja- fjöllum á kostnað samaðila okkar að Atlantshafsbandalaginu. Vegna ótta við kjarnorkuátök var það lengi gmnnforsenda í skipulagi sænskra almannavarna, að flytja bæri þorra þéttbýlisbúa á brott frá heimilurn sínum á hættu- og átaka- tímum. Árið 1980 var ákveðið að hverfa frá þessari stefnu. 1. júlí 1984 tók ný meginstefna gildi, en samkvæmt henni á almenningur að leita skjóls sem næst heimili sínu. Þessi nýja stefna á meðal annars rætur að rekja til endurmats á því, hvers konar árás yrði gerð á Sví- þjóð; hættan á kjarnorkuárás er talin minni en áður. í kynningar- bæklingum almannavarnanna er athygli beint að loftárásum sprengjuflugvéla með hefðbundin vopn. Þá hafa þessi rök verið færð fyrir fráhvarfí frá brottflutnings- stefnunni: • Með fjölgun íbúa í bæjum og borgum er erfiðara en áður að finna skjól fyrir þá í dreifbýli. • Nú em gerðar meiri kröfur en áður til þess að unnt sé að halda áfram að framleiða það, sem þjóðin þarfnast, á stríðstímum. Þessi framleiðsla er að mestu í þéttbýli. Hverfi allir á brott lamast fram- leiðslan. • Öryggisbyrgi hafa verið reist jafnt og þétt hin síðari ár og em nú 55.000 talsins með rými fyrir 6 milljónir manna, enn á eftir að gera 3,5 milljónir skýla. • Reynsla annarra þjóða sýnir, að fólk vill geta dvalist sem næst heim- ilum sínum, þótt þar sé barist. Má í því efni benda á alla þá, sem enn búa í Beirút þrátt fyrir að barist hafi verið í borginni í 10 ár. • Geta árásaraðila til að fara hratt yfir hefur margfaldast og þess vegna er ekki lengur unnt að tala um „ömggt skjól" úti á lands- byggðinni. A þessum meginforsendum kynna sænsku almannavarnimar núverandi stefnu sína, en benda jafnframt á, að brottflutningur sé ekki útilokaður, ef nauðsyn krefst. Vegna þeirrar áherslu, sem áður var lagður á brottflutning, skortir nú öryggisbyrgi til dæmis í sumum borgarhverfum í Stokkhólmi, sem vom reist á þeim tíma, þegar alla átti að flytja á brott. Er markvisst unnið að því að bæta úr vanköntum á þessu sviði. Sá er munur á sænsk- um öryggisbyrgjum og svissn- eskum, að í hinum síðamefndu em vistir og búnaður, svo að fólk getur dvalist þar langtímum saman. Sænsku byrgin em án vista. Áætl- anir Svía byggjast á því, að aðeins þurfi að dveljast í byrgjunum tiltölu- lega skamman tima í senn og síðan geti fólk farið heim til sín að nýju. Varnir gegn efnavopnum 1983 gáfu sænsku almannavam- irnar út bækling, sem heitir „Det váxande c-hotet“ eða Aukin hætta vegna efnavopna. í þessum bækl- ingi er fólki kennt, hvernig á að haga sér, ef efnavopnum yrði beitt í hernaði. Er það nú fastur liður í fræðslustarfí almannavarnanna, að skýra fólki frá þessari hættu. Þegar litið er á bæklinga stofnunarinnar, sem dreift er til almennings, vekur strax athygli að meiri áhersla er lögð á hættuna af efnavopnum en kjamorkuvopnum. í þessum bæklingum er rækilega bent á, að til séu grímur og sér- hannaðir búningar fyrir börn, sem vetji þau í senn gegn efnavopnum og einnig en minna gegn sýklavopn- um og geislavirku úrfalli. 1982 var ákveðið, að innan 10 ára skyldu sænsku almannavamimar hafa séð til þess. að allir íbúar landsins gætu fengið grímur eða búninga gegn efnavopnum. Síðar var ákveðið, að þessu marki skyldi náð fyrir 1995. Almannavarnirnar telja, að útvega þurfi 7 milljón grímur, í árslok 1984 voru 4,2 milljónir til, og 600 þúsund búninga fyrir börn, 70.000 vom til í árslok 1984. Kjarnorkuslysið í Sovétríkjunum verður vafalaust til þess að reynt verður að flýta fram- kvæmd áætlunarinnar um grímur og hlífðarföt fyrir alla Svía. Á vegum almannavarnanna er dreift almennum upplýsingum um viðbrögð við hættum af völdum efnavopna. Fólki er rækilega bent á nauðsyn þess, að þvo sér vel, áður en það fer inn í byrgi eða bústaði. Kynnt eru tæki til að hreinsa bíla, vopn og skriðdreka eða annað, sem er utan dyra. í öryggisbyrgjum eru ventlar, sem eiga að duga til að koma í veg fyrir, að citurloft berist inn í þau. Almennur stuðning'ur Björn Engström, skrifstofustjóri hjá sænsku almannavörnunum, sýndi mér hluta af viðbúnaði þeirra í Stokkhólmi og nágrenni. Hann sagði, að starfsemin nyti almenns stuðnings. Að vísu hefðu skoðana- myndandi samtök eins og lækna gegn kjarnorkuvá dregið gildi al- mannavarna í efa. Þessi samtök litu einungis til kjamorkustyijaldar og ræddu um almannavamir út frá henni. Annað lægi til grundvallar við skipulag sænsku almannavarn- anna og eftir viðræður fulltrúa þeirra við Samtök lækna gegn kjamorkuvá hefði skoðanamun verið rutt úr vegi og læknarnir styddu starf almannavarnanna. Hér á landi hafa áhrifamenn í Samtökum lækna gegn kjam- orkuvá dregið gildi almannavarna í efa og í tnínum huga hafa þær ekki mikið gildi, ef til kjarnorku- átaka kæmi. Hérlendis hafa tals- menn almannavarna ekki fylgt sömu stefnu og starfsbræður þeirra í Svíþjóð og lagt sig fram um að benda fólki á, að ekki er líklegt, að tekist verði á með kjarnorku- vopnum. Raunar er stefna íslenskra stjórnvalda í þessu efni sú, ef marka má bréf forsætisráðuneytisins til almannavamanefndarinnar, að mestar líkur væm á því, ef öryggis- kerfið brysti, að sprengjuárásir með venjulegum vopnum yrðu gerðar á landið og þá kynnu efnavopn að vera notuð. Talið er hugsanlegt, að kjamorkusprengju yrði varpað á Island. Virðist því ekki mikill munur á hemaðarlegu mati hér og í Sví- þjóð, þótt viðbrögðin séu ólík. Skammt frá Arlanda-flugvelli við Stokkhólm sýndi Björn Engström mér stórt æfíngasvæði almanna- varnanna. Þar em haldin vikulöng námskeið árið um kring og em þúsundir manna skyldaðar til að taka þátt í þeim. Kennd em fmm- atriði almannavarnastefnunnar, skýrt frá skipulagi og síðan em menn þjálfaðir í meðferð tækja. Hluti svæðisins minnir helst á kvikmyndaver. Þar liggur járn- brautarvagn á hliðinni, hús hafa aðeins framhlið og önnur em rústir. Eftirlíkan af borgarhverfí er þarna og fleira af þeim toga. Þá er tækja- búnaður til að kveikja olíuelda, svo að húsin og rústirnar verða eins og brennandi mannvirki. Inni í rústun- um em öryggisbyrgi og einnig í kjöllurum húsanna. Námskeiðum almannavamanna lýkur jafnan á því, að þeir, sem þau sækja eru látnir æfa sig á þessum svæðum, eftir að eldar hafa verið kveiktir. Ellilífeyrisþegar í nágrenninu leggja fram sinn skerf og leika slasaða og látna eða fólk, sem leitað hefur skjóls í byrgjum. Snýst æfmg- in um að bjarga þessu fólki. Á ári hveiju veija Svíar um 6 milljörðum ísl. króna til að treysta almannavamir sínar. Það er síður en svo á dagskrá hjá Svíum að slá slöku við í þessu efni. Þeir em stoltir af almannavörnum sínum og fagna því, að aðrar þjóðir leita til Sviþjóðar, hugi þær að endurskipu- lagningu á þessu sviði; líta þeir á það sem æskilegan verkefna- útflutning, svo að notað sé við- skiptamál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.