Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 41

Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986 41 Stefanía Hansen Fædd 3. desember 1900 Dáin 27. apríl 1986 Í dag kl. 15.00 fer fram frá Dómkirkjunni útför ömmu minnar, frú Stefaníu Hansen. Þegar ég hugsa til þess að það eru aðeins 14 ár til næstu aldamóta finnst mér ennþá merkilegra að amma mín hafi fæðst um seinustu alda- mót, eða fyrir 86 árum. Hún var ein af þeim sem ekki eldast þótt líkaminn gefi sig. Hún fylgdist vel með öllu í kringum sig og hafi mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Orðaforði hennar og setningaskipan voru eins og hjá ungri konu. Stefanía Elín Guðmundsdóttir Hansen eins og amma hét fullu nafni fæddist á Sveinsstöðum í Nesþingaprestakalli á Snæfellsnesi 3. desember árið 1900. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jó- hannesson og Guðbjörg Sigríður Sigurðardóttir. Fram yfir fermingu ólst hún upp á Hellissandi en réð sig þá í vist til Dýrafjarðar. Þar dvaldist hún í nokkur ár viö hin ýmsu störf og líkaði vistin þar mjög vel. Um tví- tugt fór hún til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manni sínum, Ulrich Z. Hansen, skrifstofumanni og auglýsingastjóra á Vísi. Þau voru mjög hamingjusöm — ferðuðust saman til útlanda, sem þá þótti merkilegt og byggðu sér glæsilegt heimili að Ókrum á Seltjamarnesi. Bömin fæddust hvert á eftir öðm. Fyrstur fæddist Adolf, síðar bryti á varðskipinu Óðni, þá Ulrich, versl- unarmaður og sjómaður og systum- ar Ásta Guðbjörg og Guðbjörg Sigríður, síðar húsmæður í Reykja- vík. En meðan bömin vom enn ómyndug kom reiðarslagið. Heimil- isfaðirinn fékk ólæknandi sjúkdóm og eiginkonan varð að hjúkra hon- um á heimili þeirra seinustu 9 mán- uðina sem hann lifði. Hann dó aðeins 35 áragamall íjanúar 1938. Við þessi tímamót gat amma ekki hugsað sér að vinna úti frá bömunum sínum. Hún tók þá að sér ýmis verkefni í heimasaum fyrir saumaverkstæði hér í bænum. Er bömin komust á legg vann hún við hin ýmsu störf m.a. var hún lengi þema á m.s. Esju og verkstjóri hjá Hamilton á Keflavíkurflugvelli. Amma sat ekki auðum höndum eftir að hún hætti að vinna úti. Hún fór í nokkrar utanlandsferðir og tók gjaman að sér að gæta bamabarn- anna þegar foreldramir skmppu í lengri eða skemmri ferðalög. Sjálf var amma mikill dýravinur og náttúrunnandi. Mér er enn í fersku minni er hún bauð mér með sér í smáferðalag. Ferðinni var heitið upp í Breiðholt. Þá var þar ekki ein einasta blokk, aðeins við tvær lengst upp í holtum að tína hvítar fífur í poka. Hún vildi leyfa mér, nútímastelpunni, að kynnast aðeins lífinu í gamla daga. Þá var fífunum safnað saman og þær notaðar til fyllingar í kodda. Þama opnuðust augu mín í fyrsta sinn fyrir nýtingu auðlinda í náttúmnni. Árið 1972 varð amma fyrir þungu áfalli. Þá missti hún báða syni sína með fárra vikna millibili. Það var mörgum hulin ráðgáta hvemig hún gat staðið upp úr þeirri miklu sorg. Þótt amma bæri tilfinn- ingar sínar ekki á torg var hún fús að segja að hún væri trúuð. Trúar- styrkurinn gaf henni kraft. Árið sem í hönd fóm einkenndust af nokkmm sveiflum. Hún náði sér eftir erfið veikindi 1977 og fór í skemmtilegar utanlandsferðir eftir það — en hún var stöðugt tilbúin að víkka sjóndeildarhring sinn. Hún las mikið af ljóðum og var Davíð Stefánsson eitt af hennar uppá- haldsljóðskáldum. Ég veit að amma mun lifa í hugum flestra sem hreinskiptin og hress kona, orðhvöss en sanngjöm. I augum okkar bamabarnanna var hún góð og óvenjulega „ung“ amma sem hristi stundum ærlega til í okkur en það gerði hana skemmti- legri og núna mun eftirminnilegri. Það sem hún gaf okkur verður ekki aftur tekið. Hún er kvödd með söknuði. Ásdís „Dagar mannsins eru sem grasið hann blómgast sem blómið á mörkinni: þegar vindurblæsáhann.erhann horfinn og staður hans þekkir hann ekki framar. En miskunn Drottins við þá er óttast hann, varir frá eilífið til eilífðar." (Sálm. 103:15-17). Á tímum stress og streitu þegar allir keppast sem mest við tímann og lífsgæðakapphlaupið hefur amma mín, Stefanía E. Hansen, kvatt þennan heim. Með örfáum orðum vil ég þakka henni fyrir samvistir við hana hér á jörð. Hún bar mikla umhyggju fyrir okkur barnabömunum, og vildi gera allt sem í hennar valdi stóð til að Iétta okkur lífíð. Einnig þótti henni sérstaklega vænt um smá- fuglana og alltaf var hún komin út í verstu veðrum til að moka snjóinn og dreifa brauðmolum til þeirra. Já, líf ömmu hér á jörð var ekki tilgangslaust. Hennar líf og yndi var að létta undir með öðrum. Algóði Guð, ég vil þakka þér fyrir þessi ár sem ég fékk að njóta samvista við ömmu. Hvíli hún í friði. Hólmfríður Björg Emilsdóttir Stefanía amma var í mínum augum ekki bara- amma heldur vorum við mjög góðir vinir og ég fann að ég var í töluverðu uppá- haldi hjá henni. Það var ef til vill vegna þeirra forréttinda að ég hét í höfuðið á henni. Þegar ég á mínum yngri árum var í ferðalögum með foreldrum mínum var amma yfir- leitt alltaf með. Hún var fengin til að passa mig þar sem ég var mjög fyrirferðarmikill. En foreldrar mínir vissu að ef amma passaði mig var ég alltaf rólegur þar sem hún gat stjómað svona óþekktar ormi eins og mér. Hún hafði nefnilega alltaf mjög gott lag á bömum. Seinna meir er ég fór í iðnskólann sem var við hliðina á húsi ömmu kom ég alltaf til hennar í hádeginu þar sem hún.gaf mér að borða. Við töluðum mikið saman og henni fannst mjög gaman að segja mér frá sínum yngri ámm. Ekki vantaði gamansemina hjá henni. T.d. var hún einu sinni að segja mér frá gasstöðinni og spurði mig hvort ég vissi hvar hún hefði verið. Auðvitað vissi ég það ekki, svo hún spurði stórhneyksluð: „Heyrðu vinur hvað lærið þið í þessum skólum nú til dag^s?" Hún komst yfirleitt alltaf svo að orði að manni gat orðið svarafátt. Hún var mjög orðheppin og lét engan vaða ofan í sig á nokkum hátt. Sumir þoldu ekki að láta hana segja hlutina óþvegið en það kaus hún frekar en baktal. Amma var óvenju pjöttuð miðað við aldur. Hún vildi a.lltaf klæða sig eftir nýjustu tísku enda var hún líka mjög ung í anda. Ekki vildi hún ganga í inniskóm með dúsk, það var bara fyrir gamla fólkið, sagði hún. Hún talaði mikið um utanlands- ferðir enda hafði hún víða komið. Hún skellti sér til Mallorka fyrir nokkrum árum og hafði mjög gaman af. Samt fór hún í fleiri ferðir eftir það. Það er t.d. henni ömmu að þakka að ég fór á ensku- skóla í Englandi þegar ég var fímmtán ára. Hún hvatti mig ein- dregið til þess að kynnast um- heiminum og sagðist treysta mér þó mállaus og ungur væri. Sl. 30 ár bjó amma ein á Bergþórugöt- unni. Hún sagðist aldrei mundu vilja fara á elliheimili. Elliheimili eru bara fyrir gamalt fólk, sagði hún. En örlögin láta ekki að sér hæða. Hún fékk heilablóðfall á heimili sínu og lá á spítölum í rúm tvö ár alveg lömuð og gat ekki sig hreyft. Það var heldur ekki skemmtileg sjón að sjá líf þessarar hressu konu sem var alltaf með gamansemina í lagi íjara út. Hinar ýmsu stundir með ömmu munu verða mér ógleyman- legar og gamansemi hennar lengi í minnum höfð. Megi hún hvíla f friði. Stefán Emilsson Ástkæra amma mín er komin til skaparans. Vil ég því rita örfá orð í kveðjuskyni og þakka fyrir sam- veruna. Þær voru ekki ófáu stund- imar sem við sátum saman yfir kaffíbolla og ræddum málin. Ávallt var hún boðin og búin til þess að rétta mér hjálparhönd og gefa mér góð ráð. Minnisstætt er þegar ég var að eiga mitt fyrsta bam, þá vomm við einu sinni sem oftar í eldhúsinu á Bergþómgötunni og var ég með verki, en amma var á leið á spítal- ann í smá rannsókn vomm við svo uppteknar af því að hughreysta hvor aðra að við gleymdum okkar eigin vandræðum. Við fómm sam- dægurs á sjúkrahúsið, ég kom út með lítinn dreng sem fékk nafnið Stefán, í höfuðið á elskulegu ömmu minni, og hún kom út heilbrigð. Ég elskaði ömmu mína mjög mikið og ég veit að Guð almáttugur hefur tekið vel á móti henni. Blessuð sé minning hennar. Stephanie Scobie Bolzarii leretol fTrento GARDAVATN kBergamo Padova Til Verona Vicenza k um 'k klst. akstur. Mantova Til Padova um 1 klst. akstj Til Feneyja um 1 'k klst4 \ Til Florenz um 4 klstÆj Floren: mmmm/mm BEINT SUMARIBUÐIRNAR okkar viö hiö undurfagra GARDAVATN á ÍTALÍU eru i algjörum sérflokki og staðsetning þeirra í bænum DESENZANO á besta staö viö suðurenda vatns- ins skapa óteljandi skemmtilega möguleika. VERÐ FRA KR. 28.200.— 3 VIKUR Ef þú vilt mikla og stórkostlega náttúrufegurö í skjóli itölsku Alpanna og útsýni út yfir stærsta og fegursta stöðuvatn Ítalíu, kyrrð og ró og alveg örugga sólardaga, þá er þetta staðurinn fyrir þig. Boöiö er upp á skoðunarferðir, t.d. til VERONA, skoðun listaverka FLORENS- BORGAR og FENEYJA eða ferð til INNSBRUCK í AUSTURRÍKI og svo mætti lengi telja. Möguleikarnir eru of margir til þess að telja þá upp hér. Fyrir þá sem vilja Iff og fjör, er allt mögulegt til skemmtunar á næsta leiti svo sem CANEVA-vatnsleikvöllurinn og GARDALAND einn stærsti skemmtigaröur ÍTALÍU í sannkölluöum DISNEY-land TÍVOLÍ stíl, einnig SAFARI-garöur með villtum dýrum o.m.m.fl. Öll aðstaða til sunds, sólbaöa og seglbrettasiglinga er hin ákjósanlegasta. Góðir og ódýrir veitingastaöir eru ó hverju strái og aö sjálfsögðu diskótek. __________ GARDAVATNSFERÐIR OKKAR HEFJAST: 10. júní 1. júlí 22. júlí 12.ágúst vikur Milano DESENZANO Til Milano um Vk klst. akstur. Til Genova um 3 klst. m Af þeim mörgu fallegu stöðum sem ÍTALÍA hefur upp á að bjóöa er GARDAVATN í algjörum sérflokki. Þetta stærsta og fegursta vatn ÍTALÍU, 370 km 2 er meira en fjórum sinnum stærra en Þingvallavatn. Öllum verður ógleymanleg skemmtisigling meö viö- komu á fjölda staða meðfram ströndinni eða stórkostleg bílferð eftir hinni víð- frægu GARDESANA útsýnishring- braut sem opnuð var 1931 umhverfis vatnið. Þess má geta að GARDAVATN hefur oröiö íslenskum skáldum yrkis- efni, eins og Jóhanni Sigurjónssyni og Gísla Ásmundssyni. STAÐFESTINGARGJALD MA^AÐ SJALFSOGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO. 3 vikur vikur 3 vikur I sumar bjóðum við dvöl á nýjum stað i bænum DESENZANO í ennþá skemmti- legri íbúðum en áður. Unnendur sumar- húsa norðar í Evrópu kunna sannarlega að meta aðstöðuna hér í þessum íbúðum sem við höfum valið. FEROASKRIFSTOFAN LAUGAVEGI 28 101 SIMI 29740 OG 62 17 40

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.