Morgunblaðið - 06.05.1986, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986
25
Eurovision-söngvakeppnin:
Svissneska söng-
konan óhress yfir
úrslitunum
ZUrích. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
SVISSNESKA söngkonan Daniela Simons, sem varð önnur i
söngvakeppni sjónvarpsstöðva i Evrópu á laugardag, er hund-
óánægð með úrslit keppninnar, samkvæmt fréttum i svissn-
eskum blöðum i dag. Hún taldi sitt lag, “Pas pour moi“, bera
af „J’aime la vie“, belgiska laginu, sem sigraði í keppninni.
Simons sagði að belgiska lagið væri „ferlegt", að keppninni
lokinni, og kvað úrskurð dómnefndamia „óskiljanlegan“.
Simon er sögð hafa staðið úti í
homi í fýlu á meðan Sandra Kim
fagnaði sigrinum og ljósmyndarar
börðust um að ná myndum af
henni. Sá orðrómur komst á kreik
í Bergen, að Kim væri ails ekki
14 og V2 árs, heldur aðeins 13 ára
gömul. Svissneski þátttakandinn
var sár yfir þessu og sagði að
söngvakeppnin væri fyrir fullorðið
fólk en ekki bamasamkoma fyrir
unga og óreynda söngvara.
Þulurinn sem sagði frá söngva-
keppninni í svissneska sjónvarpinu
var ánægður með úrslitin og sagði,
að það væri ágætt að Svisslending-
ar þyrftu ekki að sjá um næstu
keppni.
Þegar kom að íslenska laginu
benti hann á að íslendingar hefðu
sigrað í keppninni um fegurstu
konu heims á síðasta ári og kvað
þvi óþarfa að þeir sigmðu í söngva-
keppninni. Hann sagði, að Gunnar
Þórðarson væri „afi“ popptónlistar
á íslandi. Þulurinn virtist ekki yfir
sig hrifínn af „Gleðibankanum“ og
sagði í lokin, að íslenskir söngvarar
litu út eins og vikingar.
m
AP/Símamynd
Reykur stígur upp af flaki Lockheed Tristar-þotu Airlanka-flugfélagsins á Colombo-flugvelli á Sri
Lanka eftir sprenginguna á laugardag.
Sprengingin í Airlanka-þotunni:
15 manns létu lífið en ekki
22 eins og talið var í fyrstu
Aðskilnaðarhreyf ing tamila lýsir ábyrgð á hendur sér
Colombo, Sri Lanka. AP.
SPRENGINGIN um borð í Air-
lanka-þotunni á Colombo-flug-
velli á laugardag varð 15 manns
að bana, en ekki 22 eins og
talið var í fyrstu, að því er
22 hermenn biðu
bana í þyrluslysi
Taipei. AP.
TVÆR herþyrlur skullu saman
á flugi skammt frá Taipei á
Taiwan á sunnudag með þeim
afleiðingum að 22 hermenn biðu
bana.
forstjóri flugfélagsins sagði í
viðtali sjónvarpið á Sri Lanka
á sunnudag. Um fjórir tugir
manna særðust.
Forstjórinn, Rakhitha Wickra-
manayake, sagði enn fremur hugs-
anlegt, að sprengjunni hefði verið
komið fyrir í ávaxtasendingu, sem
fara átti með flugvélinni frá
Colombo til Male, höfuðborgar
Maldíveyja.
Hann sagði, að ruglingurinn og
fátið fyrst eftir sprenginguna hefði
valdið því, að tala látinna hefði
verið ofáætluð.
Málgagn Sri Lanka-stjómar,
Dinamina, sagði í gær, að tamílska
skæruliðahreyfíngin, sem berst
fyrir sjálfstæði norður- og norð-
austurhluta landsins, hefði lýst
yfír að hreyfíngin bæri ábyrgð á
sprengingunni.
Blaðið sagði, að plaköt með
yfirlýsingu þar að lútandi hefðu
verið sett upp í Jaffna á Norður-Sri
Lanka.
Sprengingin varð í farangurs-
geymslu flugvélarinnar þegar verið
var að hleypa farþegunum um
borð á Colombo-flugvelli. Ferðinni
var heitið til Maldíveyja. Strax eftir
sprenginguna lýstu stjómvöld yfír,
að tamílska aðskilnaðarhreyfingin
lægi undir gmn um að vera völd
að þessu skemmdarverki.
Rannsóknarmenn sögðu, að
matvömr hefðu dreifst um alla
vélina við sprenginguna og benti
það til, að sprengjunni hefði verið
komið fyrir í flutningi, sem geymd-
ur var í farangurgeymslunni.
Þrír útlendingar vom með vél-
inni.
Á sunnudag kom svissnesk
sjúkraflugvél til Colombo til þess
að ná í suma af hinum særðu og
flytja þá til meðferðar á sjúkrahús-
um í Evrópu.
Veður
víða um heim
Lœgst Hœst
Akureyri 3 hálfskýjað
Amsterdam 11 21 skýjað
Aþena 14 26 skýjað
Barcelona 18 hálfskýjað
Berlin vantar
Briissel 4 17 heiðskírt
Chicago 8 24 skýjað
Dublln 12 28 heiðskfrt
Feneyjar vantar
Frankfurt 14 23 rigning
Qenf 9 20 heiðskfrt
Helsinki 10 20 heiðskfrt
Hong Kong 24 27 heiðskírt
Jerúsalem 11 19 skýjað
Kaupmannah. 10 20 heiðskfrt
Las Palmas 20 láttskýjað
Lissabon 9 16 rigning
London 11 13 skýjað
Los Angeles 12 22 heiðskfrt
Lúxemborg 18 skýjað
Malaga 21 skýjað
Mallorca 20 hálfskýjað
Miami 21 26 skýjað
Montreal +3 11 skýjað
Moskva 0 11 heiðskfrt
New York S 17 skýjað
Osló 8 22 heiðskfrt
Parfs 10 18 skýjað
Peking 14 30 heiðskfrt
Reykjavík 5 hálfskýjað
Rióde Janeiro 18 33 heiðskfrt
Rómaborg 10 23 heiðskfrt
Stokkhólmur 7 20 heiðskfrt
Sydney 1S 17 rigning
Tókýó 13 20 rigning
Vínarborg 12 25 heiðskfrt
Þórshöfn 7 alskýjað
Óhappið varð á heræfingu.
Fimm herþyrlur með rúmlega 50
hermenn innanborðs vom í sam-
flugi yfir Tai-Hsi, suðvestur af
Taipei, þegar eldur kviknaði
skyndilega í einni þyrlunni. Nær
samstundis tók hún að sveigja og
skall á aðra með fyrrgreindum
afleiðingum. Þyrlumar hörpuðu
niður á hrísgijónaakur. Það fylgdi
ekki fréttinni hverrar tegundar
þyrlumar vom.
GENGI
GJALDMIÐLA
London. AP.
GENGI dollarans féll gagnvart
öðrum helstu gjaldmiðlum Evr-
ópu í gær og hefur ekki verið
lægra gagnvart japanska jeninu
frá stríðslokum. Er þetta rakið
til frétta frá leiðtogafundinum í
Tókýó. Gullverð var breytilegt.
Almennur frídagur var í London
og Tókýó, og vom gjaldeyrismark-
aðir því lokaðir þar. Gjaldeyrissalar
í Frankfurt sögðu, að gengismálin
væm mjög viðkvæm fyrir fréttum
frá leiðtogafundi iðnríkjanna sjö í
Tókýó.
Gengi dollarans gagnvart helstu
gjaldmiðlum heims var þannig, að
dollarinn kostaði 2,1852 vestur-
þýsk mörk (2,2022 á föstudag),
1,8272 svissneska franka (1,8437),
6,9625 franska franka (7,0050),
2,4575 hollensk gyllini (2,4805),
1.499,60 ítalskar lírar (1.509,50),
165,80 japönsk jen (170,70) og
1,37675 kanadíska dollara (sama).
í London kostaði pundið 1,5435
dollara (1,5257).
í Ziirich kostaði gullúnsan 343
dollara (342,50), en í Hong Kong
342,84 dollara (342,03 á laugar-
dag).
mc*
EíöR^
x i i.
Beykisófasettin frá VIÐJU eru stílhrein, vönduð
og með endingargóðum ullaráklæðum.
MEÐ
20200,- KRÓMA
NwCl II
F"*s “%á«*577!!*
ceo' / fjolbretftti ii, .
pAft/ - ^ taurvali.
^toSUJKJÖH
HUSGAGNAVERSLUNIN
VIÐJA
Smiöjuvegi 2 Kópavogi
simi 44444
Þar sem
góðu kaupin
gerast