Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAl 1986
2
skýringa
ÞJÓNUSTA rakara- og hár-
snyrtistofa á höfuðborgarsvæð-
inu hefur hækkað um allt að 60%
að meðaltali síðan í lok janúar á
síðasta ári. A sama tima hafa
kauptaxtar hækkað um 32%,
framfærsluvisitalan um 34% og
byggingavísitalan um 37%. Þessi
mikla hækkun hefur komið verð-
lagssijóra á óvart, að þvi er hann
sagði i samtali við blm. Morgun-
blaðsins í gær. „Við munum leita
skýringa á þessu og gera viðeig-
andi ráðstafanir ef við fáum ekki
fullnægjandi svör,“ sagði hann.
„Við höfum ýmis ráð til að gripa
inní í svona tilfellum."
Verðlagsstofnun birtir þessar
upplýsingar í 8. tölublaði Verðkönn-
unar Verðlagsstofnunar. Helstu
niðurstöður úr könnun stofnunar-
innar, sem tók til 50 hársnyrtistofa,
eru þessar:
Formklipping bama reyndist
kosta 300-480 krónur. Hæsta verð
er 60% hærra en lægsta verð.
Formklipping karla kostar 350-595
krónur og er mismunurinn 70%.
Hárþvottur kostar frá 70-220 krón-
um og er munurinn þar 214%.
í lok janúar í fyrra var gerð
verðkönnun á hársnyrtistofum á
höfuðborgarsvæðinu. Samanburður
nú sýnir, að formklipping bama
hefur hækkað að meðaltali um 57%
og formklipping karla að meðaltali
um 60%.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði í gær að auk þess að leita
skýringa á þessari miklu hækkun
myndi stofnunin nú kanna hver
verðþróun í þessari þjónustugrein
hefði orðið síðan verðlagning í
greininni hefði verið gefin frjáls
fyrir tveimur ámm.
Sjá verðkönnun Verðlags-
stofnunar S heild á bls. 35.
Tími endurfunda
VORIÐ er timi skólaslita. Hver skólinn á fætur öðrum mun á
næstunni útskrifa nemendur, sem halda út í lífið. En vorið er
einnig tími endurfunda kátra skólafélaga. í gærkvöldi hittist í
Þingholti hópur kvenna, sem útskrifaðist úr Húsmæðraskóla
Reykjavíkur fyrir 40 árum. Varð að vonum mikill fagnaðarfund-
ur, enda höfðu sumar kvennanna ekki hist í 40 ár.
28% fj ölgnn sænskra
ferðamanna tíl landsins
INNLENT
UMTALSVERÐ aukning hefur
orðið á sænskum ferðamönnum
hingað til lands fyrstu fjóra mán-
uði þessa árs og allt útlit er fyrir
að svo verði einnig yfir sumar-
mánuðina, eftir því sem Sæ-
mundur Guðvinsson fréttafull-
trúi Flugleiða upplýsti blaða-
mann Morgunblaðsins í gær.
Sæmundur sagði að aukning
sænskra ferðamanna hingað
fyrstu fjóra mánuði ársins hefði
verið 28,7% miðað við árið í
fyrra. Þessa fyrstu fjóra mánuði
komu 2.104 sænskir ferðamenn,
en á sama tíma i fyrra 1.635.
„Það má segja að flestar áætl-
anaferðir frá Stokkhólmi á fimmtu-
dögum og til baka á sunnudögum
hafí verið fullsetnar þessa mánuði,"
sagði Sæmundur. Hann sagði
ástæður þessa vera þær að það
færðist nú mjög í vöxt að Svíar
kæmu hingað í helgarferðir, jafn-
framt því sem mörg sænsk fyrir-
tæki héldu hér á landi styttri ráð-
stefnur, kannski frá föstudegi til
laugardags eða sunnudags. Þá
kæmu makar gjaman með og not-
uðu tímann til þess að skoða borg-
ina, versla og annað slíkt.
Sæmundur sagði að aukning
erlendra ferðamanna hingað til
lands væri einna mest frá Svíþjóð,
þessa fyrstu fjóra mánuði, en aukn-
ingin frá Vestur-Þýskalandi væri
einnig mjög mikil, eða 56,5%. Hann
sagði að búið væri að bóka mikið
fyrir næstu mánuði. T.d. væru um
1.600 farþegar frá Stokkhólmi til
Islands bókaðir í júní, og segja
mætti að hagstæðustu fargjöldin
frá Svíþjóð til Islands í sumar væru
að mestu leyti uppseld.
Flugleiðir fluttu frá áramótum
til 10. maí 83.500 farþega innan-
lands, en á sama tíma í fyrra
77.500, og er þar um 7,4% aukn-
ingu að ræða. Á milli Evrópu og
íslands flutti félagið 52.000 far-
þega, en á sama tíma í fyrra 46.600
farþega, sem er 11% aukning.
Farþegaflutningar á milli Banda-
ríkjanna og Evrópu hafa hins vegar
dregist saman, því á þessu tímabili
hafa Flugleiðir flutt 57.300 farþega
á móti 66.900 í fyrra, en það jafn-
gildir 14,4% samdrætti. Flugleiðir
hafa hins vegar dregið allmikið úr
sætaframboði í Ameríkufluginu,
miðað við sama tíma í fyrra.
Morðatriði í „Fórninni“ tekið á sama stað og Palme var myrtur:
Framboðsfundur í sjónvarpssal:
Utvarpsráð synjaði
beiðni um breyttan
Stórhækkun
herraklippingar:
Verðlags-
stjóri
leitar
Tarkovskí virðist
sjá fram í tímann
— segir Guðrún Gísladóttir leikkona, sem leikur í myndinni
„MÉR fannst hann satt að segja
með ólíkindum naskur," sagði
Guðrún Gisladóttir leikkona
um Tarkovskí en hún fer með
stórt hlutverk í nýjustu kvik-
mynd hans, Fórnin, sem margir
spá að hljóti Gullna pálmann á
kvikmyndahátíðinni í Cannes,
sem nú stendur yf ir.
„Þetta er svona maður sem
manni finnst að sjái svolítið í
gegnum mann. Svona eftir á að
hyggja þegar kjamorkuslysið í
Sovétríkjunum og morðið á Palme
er haft í huga og reyndar í mörgu
öðru þá einhvemveginn finnst
manni að hann sjái meira en aðrir
og fram í tímann," sagði Guðrún.
í kvikmyndinni, en hún var kvik-
mynduð sl. sumar, verður alvar-
legt hemaðarlegt kjamorkuslys,
I
Guðrún Tarkovskí
sem leiðir til heimsendis. Sagan
gerist úti á landi á ótilteknum
stað en atriði sem sýna viðbrögð
borgarbúa er tekið í miðborg
Stokkhólms. „Þar koma mörg
hundmð manns æðandi niður
Tunnelgatan og á hominu þar sem
Palme var myrtur, liggur sonur
söguhetjunnar í blóði sínu," sagði
Guðrún. „Ég held að þetta atriði
hljóti að vera sláandi, alla vega
fyrir Svía.“
Guðrún sagði að vinnan með
Tarkovskí hefði verið sér mikil
reynsla. „Það er ekki hægt að
fara neitt á bak við hann, eða
sleppa auðveldlega frá hlutunum.
Þetta er fyrsta kvikmjmdin sem
ég leik í og mér fannst ekki erfið-
ara að leika fyrir framan mynda-
vélina en á sviði. Reyndar er
Tarkovskí öðmvísi en margir aðrir
kvikmyndagerðarmenn að því
leyti að hann er dálítið nær leik-
húsinu. Hann tekur langar senur
en bútar þær ekki niður í sekúnd-
ur. Lengsta senan var um 15
mínútur og þá er þetta orðið líkt
leikhúsvinnu," sagði Guðrún.
útsendingartíma
ÚTVARPSRÁÐ felldi á fundi sínum í gær erindi fjögurra stjóm-
málaflokka, þess efnis að útsendingartima á framboðsfundi og við-
tölum við frambjóðendur til borgarstjómarkosninga í sjónvarpi sem
er á dagskrá nú á mánudag, annan í hvítasunnu, yrði breytt.
sendingartími hefði verið löngu
ákveðinn í útvarpsráði og stjóm-
málaflokkunum hefði verið kunnugt
um hann. Engar kvartanir hefðu
borist þegar útsendingartíminn var
tilkynntur, og þetta erindi um „ann-
an og betri útsendingartíma" hefði
einfaldlega borist allt of seint til
þess að nokkuð væri hægt að gera
í málinu. Um það hefðu allir í út-
varpsráði verið sammála.
Húsavík:
Þeir flokkar sem báru upp erindi
þetta voru Alþýðubandalag, Al-
þýðuflokkur, Framsóknarflokkur
og Kvennalisti. Ástæður þessa er-
indis voru þær að þeir flokkar sem
að því stóðu töldu að margir myndu
missa af framboðsfundinum, sem
er á dagskrá á mánudag á milli kl.
16ogl8.
Markús Á. Einarsson útvarps-
ráðsmaður sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að þessi út-
Loks sást til sólar
Húsavík.
ER norðanáttinni að linna og er
vorið að koma spurði maður
mann á Húsavík þegar fyrsti
sólskinsdagurinn i þessum mán-
uði lét sjá sig.
Hér er þó enn kalt og búast má
við næturfrosti. Menn eru enn ekki
almennt famir að vinna í húsagörð-
um og ég veit ekki til að nokkur
sé búinn að setja niður kartöflur.
En menn vona að vorið sé að komá
og að menn geti farið að he§a
vorverkin eftir helgina.
Fréttaritari