Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 41
Afmæliskveðja: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17.MAÍ 1986 41 Ævar Kvaran leíkari Í dag er Ævar R. Kvaran, leik- ari, sjötugur. Foreldrar hans voru Ragnar E. Kvaran prestur, síðar landkynnir, en jafnframt leikari, sonur Einars H. Kvaran, skálds og Sigrún Gísladóttir, sem einnig var föðursystir mín. Ævar ólst upp á Bergstaðastrætinu í húsi afa okkar, en jafnframt sótti hann mikið til afa síns Einars skálds, sem bjó á Bessastöðum og hefur vinátta þeirra vafalítið markað djúp spor í æviferil og persónuleika Ævars. Ævar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, vorið 1936 og heldur hann því einnig upp á 50 ára stúdentsafmæli um þessar mundir. Hann lagði stund á lög- fræði við Háskóla íslands og lauk þaðan lögfræðiprófi vorið 1941. En listhneigð hans varð öllu yfirsterk- ari og um leið og stríðinu lauk fór hann til Englands þar sem hann lagði stund á leiklist og söng í The Royal Academy of Music og The Royal Academy of dramatic Art, en var jafnframt við leikstjómar- nám hjá BBC, árin 1945 til 1947. Árið 1952 var Ævar vainn úr hópi ungra íslenskra listamanna til að hljóta styrk til þriggja mánaða ferðalaga um þver og endilöng Bandaríkin til þess að kynna sér leikhúsmál á vegum Intemational Institute of Education í New York. Hann flutti þá jafnframt fyrirlestra um ísienskt leikhús, kynnti Iand og þjóð, við fjölda bandarískra háskóla og einnig á vegum The New Play Society í Toronto í Kanada. Það er af nógu að taka þegar skrífa á um listamanninn og persón- una Ævar R. Kvaran, því svo mikið liggur eftir hann að engu líkara er að hér hafi heill flokkur manna verið að verki. Ævar sinnti lög- fræðistörfum aðeins í þijú ár hjá Viðtækja- og bifreiðaeinkasölu rík- isins, en þó svo hann hafi ekki hagnýtt sér lögfræðinám sitt lengur tel ég að það hafí engu að síður verið honum gott vegamesti, því hann er með eindæmum rökvís og réttlætiskennd hans stendur á traustum gmnni, enda kom það vissulega í góðar þarfir fyrir leik- arastéttina alla með afskiptum hans af félagsmálum, en hann hefur setið í stjóm Leikfélags Reykjavíkur, var formaður Félags íslenskra leikara, stofnaði Leikarafélag Þjóðleikhúss- ins og var jafnframt fyrsti formaður þess og oft síðar. Þá var hann aðalhvatamaður að stofnun Banda- lags íslenskra leikfélaga og fyrsti formaður þess. Að baki þessum störfum hans að félagsmálum ligg- ur gífurleg vinna, sem seint verður fullmetin. Ævar kom fyrst fram á leiksviði á menntaskólaárunum árið 1935 og var formaður leiknefndar skól- ans í eitt ár, en leikferill hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur hófst árið 1938 og starfaði hann þar óslitið þar til hann hélt til leiklistamáms að lokinni heimsstyijöldinni 1945 og síðan aftur frá 1947 til 1950, þar til Þjóðleikhúsið tók til starfa, en hjá Þjóðleikhúsinu hefur hann verið fastráðinn allt frá stofnun þess til ársins 1981 er hann kaus að fara á eftirlaun og helga sig öðrum viðfangsefnum, sem jafnan höfðu átt dijúgan þátt í lífí hans. Ævar lék um 25 hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nær 150 hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, svo að sjá má að hér liggur ekki lítið starf að baki. Ævar var jafnvígur á gamanleik og alvarlegan og nýttist hann því leikhúsinu afskaplega vel eins og sjá má af hlutverkafjölda hans. Hann var löngu orðinn þjóð- kunnur leikari þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa og eru mörg þeirra hlutverka sem hann hefur leikið eftirminnileg. Má þar nefna von Úffelen í íslandsklukkunni, Georg í Flekkuðum höndum (Sartre), Jean Lemaitre í Heilagri Jóhönnu (Shaw), Lénharð fógeta í sam- nefhdu leikriti afa hans, Möller kaupmaður í Pilti og stúlku, Ma í Krítarhringnum eftir Klabund, Mr. Peacock í Silfurtunglinu eftir Hall- dór Laxness, Kennari og ofursti í Góða dátanum Svæk, Vaan Daan í Dagbók Önnu Frank. Allar þessar persónugerðir Ævars eru mjög eftirminnilegar en ógleymanlegar og snilldarvel gerðar em persónur Alfred P. Doolittle í My Fair Lady, Ögmundur Úlfdal í Dimmuborgum eftir Sigurð Róbertsson, Rio Rita í Gísl eftir Brendan Behan, Dólgur- inn í Pijónastofunni Sólin eftir Laxness, Fjasta í Þrettándakvöldi, Sam (60 ára) í Endaspretti eftir Ustinov, Sir Mallaieu í Betur má ef duga skal, eftir sama höfund, Jafnvægismálaráðherrann í Deleri- um búbónis og loks ræningjann Kaspar í Kardemommubænum sem hann lék eitt hundrað sinnum. Ævar var sömuleiðis mjög afkasta- mikill og vinsæll útvarpsleikari, hann lék í sjónvarpi og kvikmynd- um. Fjölmargt fleira mætti segja um leikaraferil Ævars, en ég læt þetta nægja því af svo miklu öðru er að taka, þegar um hann er fjallað. Ævar hafði ákaflega fallega söngrödd og kom víða fram sem söngvari og naut leikhúsið sömu- leiðis góðs af þessum hæfíleikum hans. Varla var flutt sú ópera, óper- etta eða söngleikur að hann væri þar ekki í áberandi og oft eftir- minnilegum hlutverkum. Áður minntist ég á hlutverk hans í My Fair Lady, til viðbótar má nefna Montemo greifa í Rigoletto, Doup- hol í La Traviata, Mikro Zeta í Kátu ekkjunni, Giescke í Sumar í Tyrol, Cesare Angelotti í Tosca, Peter Homonay greifa í Sígaunabarónin- um, Ferdinand Salvator í Sardas- furstinnunni, Prins Yamadori í Madam Butterfly og Peachum { Túskildingsóperunni. Aðeins hefur verið talið upp brot af því, sem Ævar hefur leikið, sungið og líka stundum dansað á sviði. Ævar var afar ástsæll meðal leikstjóra og samleikara sinna og naut sérstakrar virðingar fyrir hina markvissu og hnitmiðuðu framsögn sína. Ævar hefur sérstaka hæfíleika til að miðla öðrum af þekkingu sinni og kunnáttu, enda víðlesinn og hefur aflað sér mikillar þekkingar á ýmsum sviðum. Hann stofnaði einkaleiklistarskóla, Leiklistarskóla Ævars Kvaran, árið 1947 og hefur rekið hann nær óslitið síðan. Margir þeir atvinnuleikarar, sem nú bera hitann og þungann af leiklistar- störfum í landinu stigu sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni í skóla hans og hafa fengið þar gott vegar- nesti sem þeir búa að enn þann dag í dag, einkum hvað varðar meðferð á íslensku máii og tel ég á engan hallað, þegar ég staðhæfi að hann sé forvígismaður í kennslu á flutn- ingi mælts máls. Hann kenndi einn- ig um árabil við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og hefur haldið ótal mörg framsagnamámskeið og gerir enn, meðal annars í Háskóla ís- lands. Fljótt eftir að Ævar kom heim frá námi í Bretlandi hóf hann að stunda leikstjóm, hann leikstýrði bæði hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, meðal þess sem hann leikstýrði hjá Þjóðleikhúsinu má nefna Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran, Brosið dularfulla eftir A. Huxley og Sá hlær best... eftir Teichmann og Kaufmann. Hann leikstýrði og fjölda leikrita víðsvegar út um land en þau tengsl hans við leiklistina á landsbyggðinni urðu áreiðanlega kveikjan að hug- myndinni um stofnun Bandalags íslenskra leikfélaga, sem áður er getið um. En afkastamestur á leik- stjórasviðinu var Ævar í útvarpinu. Hann leikstýrði þar fjölmörgum leikritum og einkum urðu fram- haldsleikritin sem hann leikstýrði vinsæl. En Ævar hafði fleiri afskipti af útvarpi en að leika og leikstýra. Hann hefur árum saman verið með fasta þætti í útvarpinu, þar sem hann flutti ýmist frumsamið efni, þýtt eða endursagt. Stíll hans í þessari þáttagerð er mjög persónu- legur og er þannig að fyrstu setn- \ ingamar hertaka hlustandann al- veg, þannig að ekki verður hjá því komist að hlusta á þáttinn til enda, honum tekst s.s. ævinlega að skapa þá spennu sem til þarf og er það ekki heiglum hent, því þættir hans skipta hundruðum, enda hlustenda- hópur hans mjög stór og flutningur allur slíkur að ég skipa honum hiklaust á bekk með okkar allra bestu útvarpsmönnum eins og t.d. Helga Hjörvar. Þegar hér er komið í frásögn af störfum Ævars Kvaran mætti ætla að hann hefði nú ekki haft tfma til að sinna öllu meiru, en öðru nær. Ritstörf hans eru enn ótalin, en þau eru mikil að vöxtum. Hann hefur þýtt ótal margt.bæði leikrit fyrir leiksvið og útvarp, þætti ýmiskonar, bækur og greinar, meðal þýðinga má nefna: Danskur ættjarðarvinur eftir Ole Juul, Kvendáðir eftir Etta Shiber, Hringurinn eftir Somerset Maugham, Brosið dularfulla eftir Aldous Huxley, Asía heillar eftir Chapman Andrews, Júpíter hlær eftir A.J. Cronin og Klerkar í klípu eftir Philip King og er þetta ekki nema brot af því sem eftir hann liggur af þýðingum. Þá hefur hann fært margar sögur afa síns, Einars H. Kvaran, í leikritsform, bæði fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. Hann hefur skrífað fjöida greina um ýmis- leg efni, en einkum um íslenskt mál og dulræn efni. Hann hefur verið ritdómari Morgunblaðsins síð- an 1973 um bækur dulræns efnis og ritstjóri tímaritsins Morguns í fjölda mörg ár. Gefnar hafa verið út eftir hann margar bækur m.a. íslensk örlög í Munnmælum og sögnum, Ókunn afrek, Fólk og forlög, Kynlegir kvistir, Gildi góð- leikans, Á leiksviði og Leiksviðs- handbókin og nú mun hann hafa í undirbúningi bókina Mælt mál, sem kemur út á þessu ári. Ævar er mikill trúmaður og hafa honum sálarrannsóknir verið af- skaplega hugleiknar, enda skrifað mikið um þær. Eftir því sem árin hafa liðið hefur hann snúið sér æ meira að dulrænum rannsóknum og hafa kona hans, Jóna Rúna, og hann náð miklum árangri á þessu sviði og hin siðustu ár hefur Ævar uppgötvað hjá sér hæfíleika til dulrænna lækninga. Ég segi í upphafí greinar minnar. Ævar R. Kvaran, leikari, en eins og sjá má af orðum mínum er hann miklu meira en það og þekking hans á hinum ýmsum sviðum mannlífsins hafa gert það að verk- um að margir hafa átt við hann erindi. Ævar hefur alla tíð verið mjög vinnjargur og margir til hans leitað. Ekki er því að neita að frændsemi okkar Ævars varð til þess að ég lagði leiklistina fyrir mig. Ekki svo að hann hafi beinlínis hvatt mig inn á þá braut, þvert á móti gerði hann mér fyllilega grein fyrir því'hvað í því fælist að vera leikari. En eftir að ákvörðun mín lá fyrir, studdi hann mig eftir mætti og leiðbeindi mér og kenndi. Sem bam kom ég fyrst fram í bamaleikritum í útvarpi, sem hann leikstýrði, síðar settist ég í leiklist- arskóla hans og ég tel að allur sá undirbúningur sem hann veitti mér, sé sú kjölfesta sem ég hef byggt starf mitt á og er ég honum ævin- lega skuldbundinn fyrir. Þegar ég hóf störf við Þjóðleik- húsið átti ég því láni að fagna að deila búningsherbergi með Ævari og höfum við auk frændseminnar alltaf verið góðir vinir og félagar. Það er ómetanlegt að hafa átt og eiga slíkan mann að frænda, félaga og vini alla sína ævi og hefur hann leiðbeint mér og ég sótti til hans aðstoð sem ég hefði hvergi getað fengið annars staðar, eiris og um bróður væri að ræða. Ævar er einkar skemmtilegur maður, orð- heppinn og ósvikinn húmoristi og ætíð hrókur alls fagnaðar þar sem fólk kemur saman og aldrei skortir umræðuefni þegar hann er nálæg- ur. Ævar hefur alltaf verið frænd- rækinn og fylgst vel með skyld- mennum sínum, má þar nefna stuðning hans við kvikmyndagerð Óskar Gíslasonar frænda okkar, en fyrir hann leikstýrði hann nokkrum kvikmyndum. Móður sinni var hann alla tíð sérstaklega góður og um- hyggjusamur sonur meðan hún lifði svo eftir var tekið og um var talað í bænum, enda var hún ein sú besta kona sem ég hef kynnst. Ævar er þrfkvæntur og hefur orðið sex mannvænlegra barna auðið. Ég vil óska honum og fjöl- skyldu hans allri innilega til ham- ingju með þennan aftnælisdag og er ég þess fullviss að við eigum eftir að njóta elju hans, visku og afkasta enn um langa hríð og frændur hans og vinir samvista við hann svo hann geti miðlað okkur af þekkingu sinni, mannviti og kærleika. Gísli Alfreðsson Orðin „Hratt flýgur stund" komu fyrst upp í huga minn þegar ég hugieiði þá staðreynd, að Ævar R. Kvaran, starfsbróðir minn og vinur, fyllir í dag sjöunda áratuginn, því örskots stund virðist mér liðin frá því við sátum á skólabekk saman. Kynni okkar Ævars hófust fyrir nær 44 árum, en þá var ég að stíga mín fyrstu spor á fjölunum í gömlu Iðnó, kvíðandi og hræddur eins og byijenda er vandi. Ævar hafði þá leikið í nokkur ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur og talinn efnilegasti ungi leikarinn er þar starfaði um þær mundir. Ég minnist þess nú hversu vel Ævar tók mér strax á fyrstu æfíngunum, hughreysti mig og studdi á alian hátt og gaf okkur byijendum góð ráð. Ævar var þá orðinn lífsreyndur og vel menntað- ur, ungur maður. Hafði m.a. lokið lögfræðiprófi frá Háskóla íslands og þegar hafíð störf í þeirri starfs- grein. Við nýgræðingamir í leiklist- inni litum að sjálfsögðu upp til hans og strax í byijun mynduðust milli okkar Ævars vináttubönd, sem enn hafa ekki brostið. Árin liðu og atvikin höguðu því á þann veg, að í stríðslok 1945 héldum við báðir til leiklistamáms í Englandi. Við innrituðumst í Royal Academy of Dramatic Art í London og stunduðum þar nám, en auk þess stundaði Ævar söngnám við einn virtasta tónlistarskóla borgar- innar. Við héldum áfram okkar góða sambandi á námsárum okkar í London og áttum þar margar ógleymanlegar stundir. Ævar fór heim frá London nokkru á undan mér og gerðist brátt umsvifamikill í listgrein sinni. Stofnaði m.a. leiklistarskóla, skrif- aði bækur, greinar í blöð og tíma- rit, lék og leikstýrði. Þegar ég kom heim að námi loknu árið 1948 réð hann mig sem kennara við leiklistarskóla sinn, sem var þá allfjölmennur. Við skóla hans kenndi ég í alls 10 ár og var samvinna okkar þar jafnan n\jög ánægjuleg. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 réðumst við báðir til starfa hjá þeirri stofriun og störfuð- um þar saman í tuttugu og fimm ár. Þar sem ég veit að fleiri munu skrifa afmælisgreinar um Ævar ( þetta blað og ræða um hin marg- þættu störf, sem hann hefur unnið á langri og eljusamri starfsævi, tel ég ekki ástæðu til að vera með langa upptalningu. En það er stað- reynd að hann hefur víða komið við og má þar helst nefna: ritstörf, leik, leikstjóm, kennslustörf, vemdun íslenskrar tungu og önnur hugðar- efni, sem em honum hugstæð. Þá mun ég heldur ekki þylja nöfn þeirra mörgu hlutverka, sem Ævar hefur túlkað með miklum ágætum bæði á leiksvið og við hljóðnemann. Ævar hefur á löngum starfsferli unnið mikið fyrir útvarpið og ég veit að honum er sá fjölmiðill mjög kær. Auk þess að hafa leikið, sungið og leikstýrt þar, hefur hann samið fjölda erinda um margvísleg mál- efni, sem hann hefur flutt og hann hefur gert leikgerðir af þekktum skáldverkum og þýtt önnur. Ég tel að á engan sé hallað, þó sagt sé, að Ævar hafí um árabil verið einn -* af vinsælustu útvarpsmönnum okkar. Á þessum merkisdegi Ævars sendi ég honum hugheilar afmælis- kveðjur. Þakka honum gömul og góð kynni og óska honum velfam- aðar um alla framtíð. Klemenz Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.