Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
Lengdarmet í svifdrekaflugi:
Sveif rúma 60 km á
þriggja stunda flugi
Sveinbjöm Sveinbjömsson ásamt syni sínum. Morgunbia*s/t>orke!l Þorkeiason
Sveinbjöra svífur í metfluginu.
Hafnarfjörður:
Áhugi á
fiskmarkaði
NÝTT met í yfirlandsflugi á
svifdreka var sett hér á landi
laugardag fyrir viku. Sveinbjöra
Sveinbjörasson, þritugur bygg-
ingarmeistari, sveif á „Typhoon"
dreka sfnum 61,5 kílómetra.
Fyrra metið var rúmir 38 kíló-
metrar. Sveinbjöm var tvœr
klukkustundir og 50 mínútur á
lofti og fór hæst i 1600 metra
hæð. Hann lagði upp frá Úlfars-
felli i Mosfellssveit en lenti á
hlaðinu hjá Reykjanesvita.
„Mér var orðið kalt og þreytan
var farin að segja til sín þegar ég
loksins lenti," sagði Sveinbjöm, en
hann sveif lengst af í 1.200 metra
hæð í fjögurra stiga frosti. Hann
hefur nokkrum sinnum svifið dreka
erlendis og náði meðal annars að
komast í 2.150 metra hæð á flugi
á írlandi. Hæðarmetið hérlendis er
rúmlega 2.000 metrar.
Sveinbjöm hefur stundað svif-
drekaflug í 9 ár og er einn af 20
virkum félögum í Svifdrekafélagi
Reykjavíkur. „Margir telja að svif-
drekaflug sé hættuleg og heimsku-
leg íþrótt. Það er ekki rétt. Vissu-
lega verða óhöpp, eins og í öllum
íþróttum, en ef menn fara eftir
„Kenningin um „óhreina snjó-
boltann" eins og hún hefur stundum
verið kölluð hefur þar með fengist
staðfest," sagði Þorsteinn. Hann
sagði að nýjar mælingar staðfestu
það sem reyndar mikill meirihluti
stjömufræðinga hefði talið, að hala-
stjömur hefðu fastan kjama en til
hefði verið kenning um að kjaminn
væri missýning vegna þess hversu
lítill hann er og erfitt að ganga úr
skugga um hann með mælingum
frá jörðu niðri. Geimflaugamar sem
könnuðu halastjömu Halleys sýndu
að kjami hennar er um það bil
settum reglum er hættan sáralítil.
Drekamir verða fullkomnari ár frá
ári, enda hefur slysatíðni lækkað
gffurlega á síðustu árurn," sagði
hann og bætti því við að íþróttin
8x15 km. „Eitt er merkilegt við
kjamann og það er að hann er
afskaplega dökkur," sagði Þor-
steinn. „Hann er kol svartur. Þann-
ig að kjaminn hefur ekki ís á yfir-
borðinu heldur eitthvað annað efni.
Hann endurvarpar afskaplega litlu
sólarljósi og er því heitari en búist
var við eða um 50 til 60 gráður C
á yfirborðinu." Þá er óljóst úr hvaða
efni yfirborð kjamans er en verið
er að vinna úr niðurstöðum mælinga
sem sýna all flókin efnasambönd,
sem vísindamenrt eru að reyna að
átta sig á.
væri nánast alltof skemmtileg. „í
engri íþrótt komast menn nær þeim
draumi að geta flogið eins og fugl-
inn fijáls," sagði Sveinbjöm Svein-
bjömsson.
Þorsteinn sagði að búist hefði
verið við að efnið sem kjaminn
gefur frá sér og breiðist út og
myndar halann, sem gerir hala-
stjömuna sýnilega, kæmi jafnt frá
öllum kjamanum en í ljós hefði
komið að efnið kemur frá afmörk-
uðum svæðum á yfirborðinu.
„Þama er um að ræða bæði gas
og ryk frá ýmsum svæðum, en í
heild var ryk í nánd við stjömuna
„VIÐ hjá Hvaleyri teljum að það
sé til bóta að koma upp fiskmark-
aði hér í Hafnarfirði sérstaklega
með tilliti til þess, að sjóðakerfið
hefur verið einfaldað. Þess
vegna höfum við skrifað bæjar-
yfirvöldum bréf og leitað eftir
húsnæði, sem er í eigu bæjarins,
fyrir ferskfiskmarkað," sagði
Jón Friðjónsson, framkvæmda-
stjóri Hvaleyrar, í samtali við
Morgunblaðið.
minna en búist var við. Það var
búist við að flaugin sem komst
næst kjamanum í rúmlega 500 km
fjarðlægð mundi skemmast miklu
meira en hún gerði,“ sagði Þor-
steinn. Hér hefur aðeins verið
minnst á það helsta sem þegar hefur
komið fram en eftir er að vinna úr
stórum hluta upplýsinga sem feng-
ust.
Erindi Hvaleyrar var tekið fyrir
á fundi bæjarráðs á fímmtudag og
því vísað til hafnarstjómar. Einar
Ingi Halldórsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hugmynd um
fiskmarkað hefði áður verið til
umræðu hjá bæjaryfirvöldum.
Áhugi væri á því að koma upp fisk-
markaði í einhverri mynd.
Jón Friðjónsson sagði, að bærinn
ætti hús við höfnina, sem Eimskip
væri með á leigu. Hvaleyri hefði
áhuga á því að fá inni fyrir fersk-
fiskmarkaðinn í því, þegar leigu
Eimskips lyki. Fengist það ekki
hefði verið leitað eftir upplýsingum
um möguleika á byggingu húss
fyrir markaðinn. „Við höldum, að
byijum við á þessu, komi aðrir í
kjölfarið. Ég held að með þessu
geti frystihúsin náð ákveðinni sér-
hæfingu í vinnslu með því að kaupa
til dæmis ákveðnar tegundir fisks,
sem henta bezt til vinnslu og á
markaði hveiju sinni. Það jrrði þá
borgað hærra verð fyrir ákveðna
hluti. Ég efast ekki um það að þetta
myndi leiða til hærra fiskverðs, en
jafiiframt skila sér aftur til fisk-
vinnslunnar í aukinni hagræðingu
í rekstri. Ef menn geta sérhæft sig
og keypt fisk í samræmi við það,
getur það skilað mönnum mjög
miklu, bæði útgerð, sjómönnum og
vinnslu. Það má til dæmis nefna,
að sé fiskskortur fyrirsjáanlegur á
föstudegi, getur það borgað sig að
borga .meira en ella fyrir fiskinn,
til að komnast hjá þvi senda fólkið
heim,“ sagði Jón Friðjónsson.
Iðnaðarbankínn ábyrgist
tékka án framvísunar korts
Halastjarna Halleys:
Staðfest að kjarn-
inn sé fyrst og
fremst úr ís og ryki
— segir Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur
„f FYRSTA lagi hefur fengist staðfesting á kenningu Fred Whipple
stjöraufræðings frá því um 1950, að kjarai halastjörnu sé fyrst og
fremst úr ís og ryki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur
þegar hann var spurður um hvað honum þætti merkast af því. sem
þegar er komið fram í rannsóknum á halastjörau Halleys og gerðar
voru sl. vetur þegar stjaraan nálgaðist jörðu á sporbaug sínum.
Guðmundur Þ. Jónsson
Guðmundur
Þ. Jónsson
hættirí
borgarsijórn
GUÐMUNDUR Þ. Jónsson,
borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lagsins, hættir störfum í borg-
arstjóra Reykjavíkur í lok
þessa kjörtímabils. Fyrír mis-
tök var ekki frá þessu greint í
frétt Morgunblaðsins I gær um
þá borgarfulltrúa, sem hætta
nú afskiptum af borgarmálum.
Blaðið biðst velvirðingar á
þessu.
FRÁ og með 15. maí 1986 ábyrgist Iðnaðarbankinn alla tékka að
upphæð allt að 3.000 krónum sem útgefnir eru af reikningseigendum
á tékkareikninga í Iðnaðarbankanum. Ábyrgðin er gagnvart þeim
sem taka við tékkum frá reikningseigendum í góðrí trú og fram-
selja bönkum eða sparísjóðum.
íðnaðarbankinn fagnar þeirri
umræðu sem hefur orðið um tékka-
mál og telur ábyrgð banka á tékk-
um upp að vissu marki framfara-
spor. Iðnaðarbankinn telur hinsveg-
ar að sú aðferð að krefjast sérstaks
bankakorts og árita á hvem tékka
með 8—16 stafa númeri muni tefja
afgreiðslu og verða til óþæginda
fyrir afgreiðslufólk.
Iðnaðarbankinn kappkostar að
þeir einir hafi tékkareikninga hjá
Iðnaðarbankanum sem eru trausts
verðir í viðskiptum og treystir því
jafnframt að afgreiðslufólk sýni
eðlilega varkámi við móttöku
tékka. Með því að ábyrgjast alla
tékka upp að 3.000 kr. án þess að
framvísa þurfi lykilkorti eða banka-
korti vill Iðnaðarbankinn auka
þægindi í tékkaviðskiptum meðal
viðskiptavina og starfsfólks versl-
ana og hraða afgreiðslu.
Lykilkort Iðnaðarbankans mun
eftir sem áður opna viðskiptavinum
aðgang að tölvubönkum sem nú eru
á 9 stöðum.
Tölvubankar Iðnaðarbankans
vom teknir í notkun fyrir hálfu
öðm ári, f nóvember 1984. Tölvu-
bankamir em staðsettir á eftirtöld-
um afgreiðslustöðum Iðnaðarbank-
ans: Lækjargötuútibúi, Lækjargötu
12, Reykjvaík, Grensásútibúi, Háa-
leitisbraut 58—60, Reykjavík,
Laugamesútibúi, Dalbraut 3.
Reykjavík, Garðabæjarútibúi,
Hörgatúni, Garðabæ, Hafnarfjarð-
arútibúi, Strandgötu 1, Hafnarfirði,
Selfossútibúi, Austurvegi 38, Sel-
fossi, Akureyrarútibúi, Geislagötu
14, Akureyri.
Auk ofangreindra 7 tölvubanka
í útibúum bankans em þeir staðsett-
ir í Vömmarkaðnum, Eiðistorgi og
í Hagkaup, Skeifunni. í tölvubönk-
unum er hægt að taka út peninga,
leggja inn, greiða gíróreikninga,
millifæra og sjá stöðu á tékka- og
sparireikningum allan sólarhring-
inn. Reynslan sýnir að viðskiptavin-
ir kunna að meta þessa þjónustu,
jafnt á opnunartíma bankans sem
eftir lokun hans, en þá er færslu-
magnið hvað mest. Nú hafa á 7.
þúsund viðskiptavinir fengið lykil-
kort.
(Frétt frá Iðnaðarfoankanum)