Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 plurjgMiNÍrl&fotfo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Undir okkur sjálfum komið Skammgóður vermir eða var- anlegar umbætur? var yfir- skriftin á grein Jóns Sigurðsson- ar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, hér í blaðinu í gær, en þar er rætt um efnahagsbatann á árinu 1986. Öll hljótum við að vona, að batinn verði varanlegur; okkur takist að gera þær umbætur, sem leiða til þess. Jón Sigurðsson minnir á þá staðreynd, að verð- bólguþróun og jafnvægisleysi undanfarins áratugar eigi sér „að verulegu leyti innlendar ástæður, þótt óhagstæð ytri skilyrði eigi hér einnig stóran hlut að máli.“ Síðar segir forstjóri Þjóðhags- stofnunar: „Nú stefnir alþjóðleg efnahagsþróun hins vegar í átt til meiri stöðugleika, jafnari hagvaxtar og minni verðbólgu. Þetta lag þarf að nota til að koma á viðunandi jafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap." Og Jón segir enn: „ . . . en jafn mikilvægt er, að menn geri sér grein fyrir því, að það sem þarf til þess að ná varan- legu jafiivægi er langvarandi þolinmæðisverk. Við þurfum þrautseigju en ekki skyndilausn- ir. Árið 1986 gæti verið góð byijun." Þótt ytri skilyrði eigi að sjálf- sögðu stóran hlut í framvindu íslenskra efnahagsmála, skiptir hitt að sjálfsögðu meginmáli, að brugðist sé rétt við þessum að- stæðum með innlendum ákvörð- unum. Engir aðrir en við sjálf taka ákvarðanir, sem leiða til 130% verðbólgu, svo að nærtækt dæmi sé nefnt. Það er undir okkur sjálfum komið að halda þannig á stjóm eigin mála, að laun séu mannsæmandi og lífs- kjör standist samanburð við þær þjóðir, þar sem veimegun er mest. I því efni ráðumst við ekki á garðinn, þar sem hann er lægst- ur, og þurfum því að sýna mikið þrek. Til marks um það, að nú stefnir í rétta átt, er sú staðreynd, sem Jón Sigurðsson nefnir, að allt bendir til þess að kaupmáttur launa aukist verulega á þessu ári. Þetta gerist, þótt ekki hafi verið samið á hinum gamalkunna grunni um háar prósentuhækk- anir; þetta gerist einmitt af því, að það var ekki samið á þessum grunni. Standist þessar spár um þróun kaupmáttar telur Jón Sig- urðsson, að kaupmáttarrýmunin frá ámnum 1982/83 hafi að mestu unnist upp á mælikvarða ráðstöfunartekna. Og forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir: „Þetta verður þó ekki merkasti ávöxtur- inn af febrúarsamningunum, þótt hann sé mikils verður, heldur hitt, að verðbólgan hjaðni svo, að hún verði skrifuð með einum staf í árslok. Þá gætu Islendingar losn- að úr álögum verðbólgunnar, sem á þeim hafa hvílt í meira en ára- tug.“ í þessum orðum felst bjartsýni, sem við höfum ekki átt að venjast um langt árabil. Vegna efnahags- legs umróts liðinna ára og margra marklausra loforða um leiðir út úr því emm við tortrygg- in, þegar talað er til okkar með þessum hætti. Raunar þurfum við lengri tíma en nokkrar vikur eða mánuði til að sannfærast um að umskipti hafi orðið, að fjár- hagslegur gmndvöllur þjóðar- búsins sé traustari en áður. Við megum hins vegar ekki gleyma því, að árangurinn verður ekki varanlegur nema við öðlumst þessa sannfæringu. Undir lok máls síns segir Jón Sigurðsson: „Eins og á stendur er án efa affarasælast að sigla eins og stefnan sé rétt sem horfir, þótt menn gmni að framundan sé erfið siglingaleið.“ Morgunblaðið tekur undir þessi orð en minnir á, að það er ekki aðeins undir veðri og vindum komið, hvemig til tekst með siglingu þjóðarskút- unnar. Framganga áhafnarinnar, dugnaður og þolgæði ræður meim en margir em tilbúnir til að viðurkenna. Deilt um bensín Um það ætti ekki að þurfa að deila, að fyrirkomulag á innflutningi og sölu á bensíni og olíu hér á landi er úrelt. Á það var minnt hér fyrir skömmu, að samkeppni olíufyrirtækjanna þriggja lýsir sér einkum í því, að þau keppast við að reisa sem glæsilegastar afgreiðslustöðvar. Þannig var samkeppni banka einnig háttað, þar til þeir fengu heimild ríkisvaldsins til að veita viðskiptavinum sínum þá þjón- ustu, að ávaxta fé þeirra með sem hagkvæmustum hætti og keppa um hylli þeirra á þeim forsendum. Þegar rætt er um nauðsyn nýrra viðskiptahátta með olíu, bregst ekki, að forráðamenn ríkis- einokunar láta til sín heyra og tala eins og þeir, sem einir vita. Er sama um hvaða þátt þessara mála er rætt. Islendingar hljóta að líta þannig á, taki þeir mark á orðum forráðamannanna, að hér hafi tekist í eitt skipti fyrir öll að koma á alfullkomnu olíusölukerfi. Nýjasta dæmið um þetta er deilan, sem risið hefur, eftir að Olís hóf sölu á því, sem fyrirtækið kallar gæðabensín. Strax sama dag lýstu keppinautamir því yfir, að þetta væri nú ekkert „super- bensín“ og gerðu sem minnst úr þessari nýju þjónustu. En spyija má: Hvers vegna hafa olíufélögin ekki öll fyrir löngu boðið við- skiptavinum sínum gæðabensín? Fróðlegt væri að fá svör forráða- mannanna við þeirri spumingu. ÉQaiEÍMináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 337. þáttur Fyrir nokkm birti ég hér vísu úr Svanasöng sr. Stefáns Ól- afssonar í Vallanesi, svohljóð- andi: Margtermannabölið, miq'afnt drukkið ölið lífsum tæpatíð. í dag byljir biða, bjarterloftiðfríða, á morgun hregg og hríð. Villturersá, semvæntirá stöðugt lengi gleðinnar gengi. Gjörvöll hverfur blíða. Bað ég lesendur að hjálpa mér til að skýra þær línur vísunnar sem hér em feitletraðar, ná- kvæmlega og orð fyrir orð. Eins og fyrri daginn hafa menn bmgðist vel við. Birti ég hér fyrst bréfkafla eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli: ★ „Heill og sæll. Gera mun ég tilraun að svara tilmælum þínum í 334. þætti. Ég hef lengi haldið að um- rædd orð sr. Stefáns Ólafssonar væm auðskilin. Sá, sem væntir á (vonast eftir, gerir ráð fyrir) að gengi gleðinnar verði lengi stöðugt, er villtur. Þetta er í samræmi við orð sr. Matthías- ar: Trú þú ei, maður, á hamingjuhjól, heiðríka daga né skínandi sól, þó leiki þér gjörvallt í lyndi. Það er ekki rökrétt — ekki raunsæi — að reikna með því að það, sem veldur gleði og vellíðan, sé varanlegt. Það mun líka flestum reynast að enginn ratar ævibraut öllum skuggum fjærri." Hér geymi ég síðara hluta bréfs Halldórs þar til síðar, en tel skýringar hans á vísu Stef- áns góðar. Ég myndi sjálfur taka saman: Sá, sem væntir á (að) gengi gleðinnar lengi stöð- ugt, er villtur. Væri þá lengi sögn, sbr. daginn lengir, og stöðugt væri eftir þessu atviks- orð, ekki lýsingarorð og ein- kunn með gengi, sem þama er náttúrlega nafnorð = vel- gengni, farsæld. En þetta breytir engu um heildamiður- stöðu. Hún er: Sá maður, sem gerir ráð fyrir að farsæld í lífínu framlengist stöðugt, hugsar ekki rétt. ★ Kristján Jónsson frá Snorra- stöðum (staddur í Borgamesi) skýrir þetta á svipaðan hátt. Hann skilur reyndar orðasam- bandið að vænta á = treysta á, og það er auðvitað meira en „að gera ráð fyrir“. Kristj- án lvkur bréfi sínu svo: „I mínum huga þýðir þetta að vænta á, eins og það birtist hér, að treysta. Ekki einungis að óska sér [að] stöðugt lengi gleðinnar gengi. Það er ekki hættuleg villa að óska þess, en að treysta eða trúa á það getur farið illa, ef misbrestur verður á efndunum. Annars finnst mér þetta orð að vænta geti haft töluvert breytilega merkingu. Vanfær kona væntir sín á ákveðnum tíma. Ástfanginn maður væntir þess að þrá hans sé svarað. En sé einhver að lýsa því með trúarhita að hamingja muni örugglega vera á næstu grös- um, getur kaldlyndur áheyrandi hreytt úr sér. Ég vænti þess, sem útleggst: Ég efast stórlega um það. Með bestu kveðjum." ★ í Veivakandabréfí hér í blað- inu var ekki fyrir löngu spurst fyrir um vísu er svo hljóðar: FallaHlésífaðminnút firðirnesja-grænir. Náttklædd Esjan, ofanlút, eraðlesabænir. Nú má vera að svar hafi komið fram í blaðinu, þegar þessi þáttur birtist, en listaverk þetta er eftir Stephan G. Step- hansson og birtist með þeirri stafsetningu, sem að ofan sést, og undir fyrirsögninni Að kveldlagi í Andvökum III, bls. 282, útg. Menningarsjóðs 1956. Þess má geta að Hlér er annað nafn Ægis, sjávarguðs- ins; í sama blaði spurði I.A. um eftirfarandi vísu: Þaðerfeiláþinnimey, þundurálabála, aðhúnheilahefiirei hurð fyrir mála skála. Ekki verður að svo stöddu full- yrt um höfund. Þundur er Óðins- heiti, bál álanna (eldur sævardjú- panna) er gull. Gulls Óðinn er karlmannskenning. Að konan hafi ekki heila hurð fyrir mála skála (munni) gæti merkt að hún væri ekki þagmælsk. ★ í útvarpi fyrir skemmstu mátti heyra þá speki, bæði I fréttum og auglýsingum, að sumar gengi í hönd. Kom þó fyrir að þulur leið- rétti. Þarna hafa menn illilega ruglast á orðasamböndunum að ganga í garð og fara f hönd. Það er svona eins og þegar kerlingin sagði: Mér brá í stúf, þegar hann lagði árar í skaut. Aðalfundur Almenna bókafélagsins: Félagar í klúbbum AB eru 27 þúsund ALMENNA bókafélagið hélt aðalfund sinn á Hótel Sögu, miðvikudaginn 14. maí sl. í skýrslum formanns útgáfu- félagsins, Baldvins Tryggvason- ar og forstjóra þess, Kristjáns Jóhannssonar, kom fram að síð- astliðið starfsár, 1985, var all- gott. Hagnaður varð af heildar- rekstri félagsins, kr. 2,6 milljón- ir. Heildarveltuaukning var 58% frá árinu á undan. Samtals voru gefnar út 59 bækur á árinu. Tveir nýir klúbbar voru stofn- aðir á árinu, Ljóðaklúbbur AB og Plötuklúbbur AB. Er hinn fyrri eingöngu helgaður ljóðlist, útgáfu ljóðabóka, eldri og yngri, og bóka um ljóðlist. Plötuklúbb- urinn einbeitir sér eingöngu að sögu rokksins á hljómplötum og voru 7 fyrstu plötumar sendar út til félagsmanna klúbbsins árið 1985. Fyrir voru Bókaklúbbur AB sem gaf út 11 bókatitla á árinu og Matreiðslubókaklúbbur AB, sem sendi út 10 mat- reiðslubækur. Félagafjöldi þessara ljögurra klúbba samanlagt er samanlagt 27 þúsund. AF nýjum bókum vom samtals gefriar út árið 1985 42 bókatitlar, þar af vom 23 í bókaklúbbunum fyrir fé- lagsmenn eingöngu, og 19 fyrir almennan markað. Endurút- gefnar vom 17 bækur. Bækur á almennum markaði seldust betur en árið áður, en best seld- ust af þeim bókum Stríð fyrir ströndum eftir Þór Whitehead, Jóhannes Sveinsson Kjarval eft- ir Indriða G. Þorsteinsson og Gerður ævisaga myndhöggvara eftir Elínu Pálmadóttur. Af bamabókum var söluhæst Kasp- ían Konungsson eftir C.S. Lew- is, og ein af bamabókum félags- ins, Gabríella í Portúgal, hlaut bamabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur. I bókaklúbbnum var sl. ár hafín útgáfa á nýrri ritröð, Sögu mannkyns og komu út af henni 3 bindi á árinu. Hefur sala hennar gengið mjög vel og fer kaupendum fjölgandi. í stjóm Almenna bókafélags- ins vom kjömir: Baldvin Tiyggvason, sparisjóðsstjóri, formaður og meðstjómendur þeir Davíð Oddsson, borgar- stjóri, Davíð Ólafsson, seðla- bankastjóri, Erlendur Einars- son, forstjóri, Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, Halldór Halldórsson, prófessor, og Jón Skaftason, yfírborgarfógeti. Varastjóm skipa þau Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, Sólrún B. Jensdóttir, skrifstofu- stjóri og Þráinn Eggertsson, prófessor. Útgáfuráð Almenna bókafé- lagsins skipá: Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, formaður, Bjöm Bjamason, aðstoðarrit- stjóri, Haraldur Ólafsson, al- þingismaður, Hjörtur Pálsson, skáld, Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Kristján Alberts- son, rithöfundur, Matthías Jo- hannesen, skáld, Sturla Frið- riksson, forstjóri. Forstjóri Almenna bókafé- lagsins er Kristján Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.