Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Morgunblaðið/Ólafur Verðandi stúdentar á Egilsstöðum „dimmiteruðu“ að fornum sið menntskælinga nú fyrir skemmstu. Hér lesa þeir skólameistara sínum pistilinn. Egilsstaðir: Menntaskólanum slitið á hvítasunnu Egilsstöðum. MENNTASKÓLANUM á Egils- stöðum verður slitið í Egils- staðakirkju á hvítasunnudag. Þá mun skólameistari, Vil- hjálmur Einarsson, væntanlega útskrifa 22 nýstúdenta og hafa þá liðlega 200 stúdentar út- skrifast frá skólanum frá upp- hafi. Menntaskólinn á Egilsstöðum tók til starfa haustið 1979 og útskrifuðust fyrstu stúdentamir þegar vorið 1981 þar sem sérstak- ar menntadeildir höfðu verið rekn- ar við Egilsstaðaskóla frá haust- inu 1977. í vetur hafa 240 nemendur stundað nám við ME, 208 í dag- skóla og 32 í öldungadeild skól- ans. Dagskólanemendur skiptust á 8 námsbrautir — en 42 nemend- ur á fyrsta ári stunduð óbrauta- skipt nám. Stúdentamir sem útskrifast frá ME á hvítasunnudag em allir frá Austurlandi utan einn Dalvíking- ur. — Ólafur Olíuverðlækkunin: Ekki tilefni til lækkunar gjaldskrár EKKERT tilefni er til lækkunar gjaldskrár leigubíla í kjölfar ol- íuverðslækkunarinnar, sem tók gildi sl. mánudag, að sögn Guð- mundar Sigurðssonar hjá Verð- lagsstofnun. Ræðst það af því að leigubílstjórar „áttu inni“ hækk- un, frá því í janúarmánuði, þegar taxti þeirra hækkaði aðeins um 6%, en þeir töldu sig þurfa 20% hækkun til að halda í við kostnað- arhækkanir. Gasolía á bíla lækkaði úr 11,70 krónum lítrinn í 9,50 krónur, eða um 2,20 krónur lítrinn. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Valdi- marssonar fráfarandi formanns Bifreiðastjórafélagsins Frama, er miðað við að leigubílstjórar noti að meðaltali sex þúsund lítra af gas- olíu á ári. Það þýðir 70.400 krónur á ári miðað við fyrra verð, en 57.000 krónur samkvæmt nýja verðinu. Spamaður á ársgrundvelli nemur því 13.400 krónum hjá hverjum bílstjóra. Gjaldskrá leigubílstjóra er nú 120 krónur í startgjald og siðan 15,10 krónur fyrir hvem ekinn kflómetra í dagvinnu en 22,65 í næturvinnu. Til dagvinnu telst tímabilið frá 8 á morgnana til 5 á daginn, frá mánu- degi til föstudags. Nýkjörinn formaður Bifreiða- stjórafélagsins Frama er Ingólfur Ingólfsson leigubflstjóri hjá BSR. Hann tekur til starfa í næstu viku. Hótelí Þelamerk- urskóla Draumur Okkar Allra FíÓRHTÓIADRIFINN ALFA ROMEO NY SENDING KOMIN TIL AFGREIÐSLU STRAX Alfa Romeo 33 4 x 4 er hlaöinn öllum hugsanlegum aukabúnaöi. Veröiö er hreint ótrúlegt: Kr. 504.400.- JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 í sumar Akureyri. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. mun í sumar reka hótel í Þela- merkurskóla frá 20. júní til 25. ágúst. Hótelið er staðsett 11 km norðan Akureyrar og em þar 22 tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi. Handlaug er á öllum herbergjum en hreinlætisaðstaða önnur frammi á göngum. Sundlaug er við hóteldymar og hafa hótel- gestir ókeypis afnot af henni. Svefnpokaaðstaða er fyrir hópa og einstaklinga og boðið verður upp á ódýra gistingu fyrir fjölskyldur. Morgunverður og kvöldverður er á boðstólum. Þá er sundlaugin opin almenningi og boðið verður upp á kaffíhlaðborð um helgar. Hótelið er staðsett við þjóðveginn við mynni Hörgárdals og því stutt að fara til Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Tekið er við bókunum hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar og eftir 20. júní á hótelinu sjálfu. Hótelstjóri verður Maríanna Traustadóttir. Verðskrá hótelsins í sumar verð- ur þessi: 2ja manna herbergi kostar kr. 1.500 nóttin, 1 manns herbergi kr. 1.150, svefnpokaaðstaða kr. 250 og morgunverður kr. 250. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.