Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986' Tómas R. Jónsson Blönduósi—Minning Fæddur 8. júli 1903 Dáinn 10. mai 1986 Fáir eru viðbúnir dauðans kalli, eða svo fór fyrir mér, þegar mér barst andlátsfregn tengdaföður míns, Tómasar R. Jónssonar á Biönduósi. — Sjálfur mælti Tómas svo, er hann í ljóði kvaddi föður sinni, Jón Benedikt Tómasson, árið 1933. Að óvörom koma oss atvikin þrátt, sem ævin hin jarðneska er háð. Og dauðinn svo óvænt á dyrnar knýr að daprast öll bjargarráð. —Við lútum þein dómi með (ppri lotning— Drottinn er vald og náð. Tómas Ragnar Jónsson fæddist í Karlsminni á Skagaströnd 8. júlí 1903. Jón faðir hans var sjómaður framan af ævi. Hann var Hún- vetningur í báðar ættir, af svo- nefndri Smyrlabergsætt. Móðir Tómasar hét Guðný Guðmunds- dóttir, ættuð úr Austur-Skaftafells- sýslu. — Haft er fyrir satt að hún hafi verið fyrsta konan, er leitaði sér menntunar utan sýslu sinnar. Hún dvaldi við nám á Kvennaskóia Húnvetninga á Ytri-Ey nokkru fyrir síðustu aldamót. Þar urðu kynni þeirra Jóns og hennar. Guðný leit aldrei aftur sína skaftfellsku heima- haga. Þau Jón og Guðný þjuggu fyrstu árin á Skagaströnd en fluttu svo út undir Brekku, eins og málvenja var að segja, en undir Brekkunni hét bæjarhverfí fyrir utan Skagaströnd. Þrettán ára gamall flyst Tómas svo með foreldrum sínum til Blönduóss þar sem hann átti heim- ili æ síðan. A þessum árum, fyrir og um 1920, voru viðhorf í atvinnu- og félagsmálum býsna ólík því, sem fólk almennt þekkir í dag. Fólk varð að búa að sínu, varð að treysta á sig sjálft að fléstu leyti. Fátæktin var almenn og miklar kröfur gerðar um nægjusemi á öllum sviðum. Þrátt fyrir þetta var á hinn bóginn engu minni lífsfylling og lífsgleði meðal fólksins. Það er við þessar aðstæður, sem Húnvetningurinn ungi, Tómas R. Jónsson, vex upp. Hann kynntist erfíðisvinnu til sjós og lands. Farið var í róður á opnum smáfleytum frá bæjunum undir Brekkunni, sleg- ið með orfí og ljá á túni og engjum og staðið yfír fé í haga. Fyrir mörgum árum orti Tómas þannig um bemskuár sín: Finnégandannuna ennviðfomahaga. Mérerljúftaðmuna mina bemskudaga. Yiur ungdómstíða ennísálmérlífir. Lætéghugannlíða liðnatimayfir. Á áttræðisafmæli hans áttum við þess kost, nokkrir vinir og ættingj- ar, að heyra hann lýsa æsku sinni þama á strönd Húnaflóans og seinna við ósa Blöndu. Undirrituð- um verða með öllu ógleymanlegar þær fjölmörgu mannlífsmyndir, er hann seiddi þá fram frá æsku sinni. Þá kom glöggt fram sá reginmunur, það mikla djúp, sem nú aðskilur líf okkar frá lífsmunstri fyrri tíma. Um tvítugsaldurinn fór Tómas til náms á bændaskólann á Hólum. — auk þess að sækja þangað §öl- þætta fræðslu og félagsþroska, þá kynntist hann þar sínum lífsföm- t Faðir okkar, BÖÐVAR BJARNASON byggingamoistari, Sandholti 34, Ólafsvfk, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 15. maí. Fyrir hönd ættingja hins látna, Auður Böðvarsdóttir, Sturla Böðvarsson, Snorri Böðvarsson. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda t samúð við fráfall móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. HANSÍNU Þ. STRANGE Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Elsa S. Melsted, Vilborg Strange, Páll Melsted, Árni Sigurðsson, Egill Strange, Anna S. Sigurðardóttir, Grétar Strange, Edda S. Sigurðardóttir, Ruth Vanderpool, John B. Vanderpool, Victor Strange, Eiríkur Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU GUÐNADÓTTUR, Geitastekk 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til séra Ólafs Skúlasonar fyrir einstaka hjálpsemi og hlýhug. Pálmi Jónsson, börn, tengdabörn og barnabarn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkar hlýhug og vinsemd við andlát og útför móður okkar og tengdamóöur, GUÐMUNDÍNU ODDNÝJAR MARTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til stúkufélaga hennar í Daníelsher. Marteinn Friðjónsson, Jóhann Fríðjónsson, Sigrún Þoríeifsdóttir, Gisli Fríðjónsson, Ester Bára Gústafsdóttir. naut — Ingibjörgu Vilhjálmsdóttur frá Bakka í Svarfaðardal. Þau Tóm- as voru mjög jafnaldra, hún var fædd 23. október 1903. Eftir 43ja ára sambúð andaðist Ingibjörg 24. nóvember 1969. Hún var gáfuð mannkostakona. Eftir að skóladvöi lauk á Hólum hafði Tómas mestan áhuga á að hefja búskap. Honum bauðst þá Bakki í Svarfaðardal tii ábúðar. Allir kunnugir vissu að tengdafaðir hans, Vilhjálmur á Bakka, sem þá hafði gert jörð sína að stórbýli, hafði mikla trú á því að tengdason- urinn myndi síður en svo láta merkið falla, en af þessu varð ekki. Foreldrar Tómasar, þá öldruð nokk- uð og þreytt, viidu ógjaman flytjast svo langt frá sinni byggð. — Þá var teningunum kastað. Heimahagar Tómasar fengu hann nú heim að fullu og öllu, ásamt ungri og glæsi- legri brúði. Nú hófst langur og farsæll starfstími í vaxandi þorpi, Blöndu- ósi. Lengst vann hann hjá sam- vinnufélögum bænda, eða í 50 ár. Ifyrst vann hann við afgreiðslu og almenn skrifstofustörf, en síðar við aðalbókhald, gjalkera- og fulltrúa- starf. Alls mun hann hafa unnið með fjórum kaupfélagsstjórum. Hér verður ekki gerð frekari grein fyrir aðallífsstarfi Tómasar. Æskudraumurinn, bóndastarfíð, rættist að vísu ekki í sinni upp- haflegu mynd. Hins vegar fékk hann að fylgjast vel með allri þeirri stórkostlegu byltingu í búháttum og mannlífí, sem hann og aðrir Hólasveinar sáu í hyllingum á fyrri hluta aldarinnar. í félagsstarfi á Blönduósi gekk Tómas sín fyrstu spor á vegum ungmennafélagsins Hvatar, er stofnað var 1923. Þar eins og víðar rejmdist sá félagsskapur vera góður skóli ungu fólki, og raunar varð það mörgum eini skólinn. Enginn vafí leikur á því að margir samtímamanna Tómasar muna hann best sem leikara á sviði eða sem leikstjóra. Leikferil sinn hóf hann hjá ungmennafélaginu. Síðar, þegar Leikfélag Blönduóss var stofnað, var hann lengi leikari og leikstjóri á þess vegum. Tómas mun hafa kvatt sviðið að loknum 44 ára leikferli. Ótaldar eru þær stundir, áður fyrr, þegar hann í góðra vina hópi flutti ljóð og stökur. Flugu þá stund- um með léttir gamanbragir sem lyftu huganum jrfír eril dagsins. Böm og bamaböm Ingibjargar og Tómasar em: Kristín Bergmann, gift Einari Kristjánssjmi fyrrv. skólastjóra. Böm þeirra em Tómas Ragnar og Ingibjörg Kristrún. Nanna, gift Skúla Pálssyni síma- verkstjóra. Böm þeirra em Ingi- björg Dúna og Páli. Ásta Heiður. Hún var gift Róbert Kristjónssyni framreiðslumanni. Hann lést árið 1973. Böm þeirra em Linda Guðný og Tómas Kristjón. Ragnar Ingi, fulltrúi hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga, kvæntur Onnu Guð- mundsdóttur frá Hofsósi. Böm þeirra em Guðmundur Stefán, Tóm- as Ingi og Sunna. í blaðaviðtali fyrir fímm ámm mælti Tómas á þessa leið þegar hann var spurður um æsku sína: „Faðir minn var mjög góður verk- maður í bemsku minni og unnum við mikið saman. Hann gaf mér þá mjög gott heilræði, en það var svona: Þegar þú vinnur fyrir aðra, þá skaltu gera það eins vel og samviskusamlega og þú mjmdir best gera fyrir sjálfan þig.“ Frá fyrstu kynnum af tengdaföð- ur mínum hefí ég fundið að honum hlýtur að hafa verið bæði ljúft og skylt að fylgja þessum heilræðum. Efast ég ekki um að einmitt í þeim er að fínna rætur þeirrar farsældar, sem fylgdi honum í löngu ævistarfi. Um leið og ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þökk skulu orð hans sjálfs verða síðustu orð minnar fátæklegu kveðju. „Þú markaðir hvarvetna manndáðasporin, þitt merki var trúmennska og ást.“ Einar Kristjánsson Alfaðir kallaði „komin er stundin", svo kvaddir þú vora jörð. Öllum fannst okkur, ástvinum þínum, örlögin bitur og hörð. , Það var svo torvelt að trúa og skilja hve tómt var allt, dapurt og snautt. Að þú værir horfin af sjónarsviði, ogsætiþittstæðiautt. (Húnavaka) Erindið hér að ofan er upphaf af ljóði sem Tómas R. Jónsson orti í minningu konu sinnar, og er riíjað hér upp við andlát hans (birtist það f Húnavöku). Hugsanir ættingja og vina eru örugglega þær sömu nú, þegar hann er allur. Tómas R. Jónsson fæddist á Skagaströnd 8. júlí 1903. Foreldrar hans voru þau Jón Tómasson sjó- maður, húnvetningur í báðar ættir, og Guðný Guðmundsdóttir ættuð úr Austur-Skaftafellssýslu. Tómas var í miðið af þremur systkinum, en hin voru Guðmundur sem var elstur, en hann drukknaði ungur, og Jónína sem er látin. Tómas flutti til Blönduóss með foreldrum sínum árið 1916 og átti hér heima alla tíð. Hann fór í bændaskólann á Hólum árið 1923 og lauk þaðan prófí vorið 1925. Hugur hans hafði hneigst að bónda- starfí, en sá draumur rættist ekki af ýmsum ástæðum. I stað þess gerðist hann starfs- maður Samvinnufélaganna á Blönduósi árið 1930, og vann þar ýmis ábyrgðarstörf, á meðan heilsa Kristín Jóhannes- dóttir — Minning í dag 17. maí hefði amma mín, Kristín Jóhannesdóttir, orðið 95 ára hefði hún lifað. Hún lézt í Borgar- spítalanum annan í jólum 1984, 93 ára, eftir 9 daga legu þar. Hún fæddist í Tröð á Álftanesi 17. maí 1891. Foreldrar hennar voru Guðlaug B. Bjömsdóttir og Jóhannes V. H. Sveinsson. Lengst af ævinnar bjó amma að Freyjugötu 6 í Reykjavík. Síðustu 5 æviár sín bjó hún á Dalbraut 27. Þar líkaði henni vel, og allir voru góðir við hana. Hún eignaðist 5 böm, 4 dætur, sem lifa hana, og einn son, Bjöm, sem var hennar stoð og stytta og heimilis hennar. Hann lést 12. ágúst 1978, og syrgði hún hann mikið. Amina var trúrækin og þjóðræk- in. Við ræddum um margt, bæði trúmál og liðna tíð, sagði hún mér margt frá þeim tímum. Voru það skemmtilegar stundir. Það var allt- af gaman að heimsækja ömmu og þegar hún kom heim til okkar, stundum nokkra daga. Hún bar umhyggju fyrir afkom- endum sínum, sem eru mjög marg- ir. Hún hafði alltaf gaman af heim- sóknum ættingja sinna og vina, enda mjög gestrisin. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu ömmu minnar. og aldur lejrfði, en lengst af var hann gjaldkeri Kaupfélags Hún- vetninga. Tómas kvæntist Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur frá Bakka í Svarfað- ardal, 13. júlí 1926. Hjónaband þeirra var mjög farsælt og er þeim er þessar lfnur ritar minnisstætt, hve þau hjón voru ávallt hlýleg og sýndu hvort öðru mikla virðingu. Ingibjörg var síðari ár oft heilsu- tæp, og lést fyrir aldur fram 24. nóvember 1969. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið, en þau eru, Kristín, kennari, gift Einari Kristjánssyni fyrrver- andi skólastjóra, Nanna, húsmóðir, gift Skúla Pálssyni símaverkstjóra, Ásta, ritari, ekkja Róberts Krist- jánssonar framreiðslumanns, og Ragnar Ingi, deildarstjóri hjá Sölu- félagi Austur-Húnvetninga, giftur Önnu Steinunni Guðmundsdóttur. Tómas og Ingibjörg bjuggu í næsta húsi við foreldra mína í ára- tugi og var alla tíð mikill samgang- ur og vinátta á milli heimilanna. Við bræðumir nutum oft þeirra forréttinda að fá að hlusta á Tómas segja okkur sögur eða fara með honum á æfíngar hjá Leikfélagi Blönduóss, en þar var hann um áratugi einn helsti forystumaður og leikari. Leikfélagið bjó lengst af við erfíðar aðstæður og reyndi þá mjög á þolinmæði og lagni stjómandans. Tómas tók þátt í uppfærslu á um það bil fjörutíu verkum hjá Leik- félaginu og eins og áður sagði, oftast sem leikstjóri, aðalleikari og framan af einnig sem leiktjalda- smiður. Óhætt er að fullyrða, að enginn einstaklingur hefur lagt jafn mikið að mörkum til fræðslu og uppljrft- ingar fyrir samborgara sína hér á Blönduósi, eins og Tómas R. Jóns- son, og hann gladdist mikið þegar Leikfélagið fékk aðstöðu og mögu- leika til að setja upp verk í Félags- heimilinu á Blönduósi, þegar það vartekið í notkun árið 1963. Þá leikstýrði Tómas og lék aðal- hlutverkið í „Manni og konu" eftir Jón Thoroddsen, og var það eitt af hans síðustu hlutverkum. Eftir að Ingibjörg lést bjó Tómas hjá Önnu og Ragnari sjmi sínum og undi hag sínum vel. Fengu þá sonarbömin ríkulega notið bam- gæsku Tómasar. Þrátt fyrir að hann væri ekki heilsuhraustur, var hann svo gæfu- samur að geta verið sinn eigin herra til síðustu stundar, en hann lést á Héraðshæli Austur-Húnvetninga 11. maí sl. eftir stutta legu. Fyrir hönd föður míns og fjöl- skyldu okkar, sendi ég flölskyldu Tómasar R. Jónssonar okkar bestu samúðarkveðjur og lýk þessum fáu minningarorðum með tilvitnun í ljóð Tómasar um vorið, en hann var mjög vel hagmæltur, þótt hann flík- aði því ekki. Þar sem kærleikans kraftur hlýr kynslóðum markar sporið blanda geðinu böm og dýr og bregða á leik út í vorið Og ellinni hlýnar við hjartarót þegar horft er á bamslega kæti sem friðartákn, ekki múgsefjað mót myndaðáborgarstræti. Hilmar Kristjánsson Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hand dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ólafur Þórisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.