Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 „ ég IxJt ekki bjóha. mér pctta lengar i huert 5inn íon þú í-koKkoj-!1' áster... j ... að hrósa henni fyrir samlokurnar TM Reg. U.S. Pat. Ott.—all rights reserved ° 1979 Los Angeies Times Syndicate Þetta ætti að duga vinur minn! Með morgunkaffinu Nú er ég kominn til botns í þessum gömlu landa- bréfum, en það er búið að taka mig 20 ár. Leið vermanna forðum! HÖGNI HREKKVÍSI l 1 'tú'Hf 4.* I I Sukk í Bláa lóninu Ágæti velvakandi Ég vil byrja þetta greinarkom mitt á þakklæti til þín Velvakandi góður. Þakklæti fyrir að gefa fólki kost á að drepa á ýmis mál sem svo sannarlega er þarft að vekja máls á. Ástæða þess að ég sting niður penna er vorferð um Suðumes með góðum félögum þann 11. maí. Haldið var af stað úr Hafnarfirði í yndislegu veðri og stefnan tekin suður með sjó. Ekið var um Hafnir og Sjóefnavinnslan skoðuð og nut- um við þar ágætrar leiðsögu starfs- manna. Förinni var síðan haldið áfram um Reykjanes, vitinn skoðað- ur, fjölskrúðugt fuglalíf og sæbarðir klettar urðu á vegi okkar ungum og öldnum til yndisauka. Síðan var farið í Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi og hin myndarlegu mannvirki skoðuð. Ennfremur sáum við kynningarmynd af starfseminni og uppbyggingu orkukerfis þeirra Suðumesjamanna. Að endingu ákvað hópurinn að ljúka þessari ánægjulegu fer um Suðumes með viðkomu í Bláa lóninu. En þessi endapunktur ferðarinnar er einmitt ástæða þessara skrifa. Þar sem við nú gengum áleiðis að lóninu varð á vegi okkar ungur maður sem greinilega naut ekki veðurblíðunnar á sama hátt og aðrir þennan fagra vordag heldur hékk Ágæti Velvakandi Mig langar að koma á framfæri þakklæti til sjómannablaðsins Vík- ings. Mér finnst blaðið hafa batnað mjög í seinni tíð og er hið þarfasta málgagn fyrir sjómannastéttina. Það veitir ekki af því að benda á þátt sjómanna í allri verðmæta- sköpun þjóðarinar. Of mikið tóm- læti er um mál sjómanna og reyndar um fiskvinnslufólk yfirleitt. Sjómannablaðið Víkingur á er- ilia til reika undir húsvegg, hland- blautur með kísilfiekki um sig allan. Þetta var þó aðeins forsmekkurinn að allri dýrðinni. Niður við lónið, en þar liggur trébekkur á að giska 10-12 metra langur út í lónið, sátu nokkur ungmenni. Einn berrassað- ur með brennivínsflösku sér við hlið, annar ofurölvi, studdur af „vinun- um“ sennilega til að halda honum á lífi í orðsins fyllstu merkingu og svo til að kóróna allt sukkið, ældi sá þriðji út í lónið. Þeir sem lesa þetta greinarkom álíta sennilega að hér sé enn einn siðapostulinn að mála skrattann á vegginn. En lesandi góður, því er ekki fyrir að fara. Við sem í þessa vorferð fórum erum lífsglatt og hresst fólk á bezta aldri. En að verða vitni að slíku kl. 15.30 á heiðríkum sunnudegi með bömin okkar við hlið, gátum ekki annað en undrast hvemig slíkt megi við- gangast. í kynningarbæklingi Hitaveitu Suðumesja má m.a. lesa eftirfar- andi: Árið 1981 gerðu menn með psoriasis nokkrar tilraunir með böðun í „Bláa lóninu". Tilraunir þessar virtust gefa góða raun, enda er það í samræmi við það sem þekkt er frá öðrum stöðum, að brenni- steinsríkt vatn hentar vel til lækn- inga á psoriasis, gigt, íschias, exem ofl. indi til allra landsmanna. Það er vettvangur kjaramála og sérstak- lega finnst mér góð skelegg um- íjöllun blaðsins um öryggismál sjó- manna og nú nýlega ver fíkniefna- smygl og neysla sjómanna tekin þar fyrir á einarðan hátt. Og blaðið er hið snyrtilegasta í útliti, skreytt góðum myndum og læsilegt. Kærar þakkir, S.K. (einn á vakt) Þessi árangur sem náðst hefur í lækningu psoriasis gefur tilefni til þess að rannsaka betur lækninga- mátt „Bláa lónsins". Menn telja líklegt að hentugt sé að reisa heilsuhæli við Svartsengi, sem gæti orðið vinsælt út fyrir Is- land, ef lækningamáttur lónsins er sá sem fyrstu tilraunir benda til. Þá erum við komnir að kjama málsins. Nýtísku heilsuhæli í sérstæðu umhverfi, þar sem gestir geta notið hinnar sérstæðu fegurðar Suður- nesja og jafnframt fengið bót meina sinna er fögur framtíðarsýn og þá munu líka svo sjálfsagðar dyggðir sem hreinlæti, siðgæði og slysa- vemd, verða í hávegum hafðar. Umræða um ísland sem ferða- mannaland, með öllum þeim mögu- leikum sem okkar fagra land hefur að bjóða, er mögum hugstæð um þessar mundir. En slík aðkoma eins og var við „Bláa lónið" þennan sunnudag er ekki okkur til fram- dráttar. Ef til vil höfum við ferðalangamir „hitt illa á“. En farandi í skoðunar- ferð um Suðumes, ef til vill á margra ára fresti, er þetta einni of oft. Að endingu óska ég þess að sem fyrst verði hafíst handa um veruleg- ar úrbætur á svæðinu, hver svo sem þær annast, svo að fólk sem telur sig fá lækningu í lóninu geti baðað sig við aðstæður sem nútímafólki teljast boðlegar. Virðingarfy Ust M.G. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fostu- daga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Sjómannablaðið Vík- ingnr - þarft málgagn Víkverji skrifar Ung og nett kennslukona var að trítla yfír sebrabraut í fylgd með manninum sínum, sem fór fyrir, þegar gríðarstór durtur á feiknastóru mótorhjóli byrjaði að pípa á hana eins og hann hafði orku til. Honum þóknaðist að líta svo á að konan væri ekki nógu fljót að víkja úr vegi fyrir honum. Hún vatt sér að honum og húð- skammaði hann. Henni þóknaðist fyrir sitt leyti að fá upplyst hvort hann kynni enga mannaáiði og hverskonar gerpi hann væri eigin- lega og lauk ádrepunni með svo- felldri áminningu: „Þú skalt alveg láta það vera að gaula á mig, piltur minn. Og ef þú leggur þig fram geturðu kannski með tíð og tíma lært einhveija kurteisi." xxx Maðurinn konunnar (en hann er sögumaður) upplýsir að mótorhjólagarpurinn hafi bókstaf- lega fallið í stafí, steinþagað, orðið eins og læpa og hunskast burtu. „Ég hefði nú ekki talað svona í þínum sporum," umlaði eiginmað- urinn samt þegar þau voru orðin ein. „Nei, þú hefðir ekki þorað það,“ svaraði hún að bragði. Seinna segist hann hafa farið að velta þessu atviki fyrir sér: frekju og dólgshætti beljakans og við- brögðum þeirrar litlu og keiku sem náði ruminum þó naumlega í bijóst. Og komist að eftirfarandi niður- stöðu: Við erum langtum of mein- laus við þessa ósvífnu náunga, sýn- um þeim langtum of mikið lang- lundargeð, látum þá langtum of oft vaða yfir okkur á skítugum skónum. Það er tími til kominn að þessir hæversku og tillitssömu fari að svara dónunum fullum hálsi. Ofangreind frásögn er að vísu byggð á lesandabréfí í erlendu blaði. En Víkveija finnst lýsingin og boðskapurinn í lokin samt eiga er- indi til okkar. XXX Reykvíkingar voru að gera fínt hjá sér í blíðviðrinu um helgina og þar á méðal Breiðhyltingar, enda mátti nú sjá minna þegar ekið var þarna um síðastliðinn mánudag. Haugar af svörtum sekkjum sem voru belgfullir af rusli vörðuðu sumar göturnar ennþá og hvergi snyfsi af þessu bölvuðu plasti og öðrum ófögnuði sem gerir umhverf- ið okkar á stundum svo skelfilega óhijálegt. Én það er misjafn sauður í mörgu fé í Breiðholtinu sem annars staðar. Sem Víkveiji átti erindi þama uppí hæðimar snemma á mánudags- morgun og nálgaðist risablokkirnar við Æsufellið kom þar ljóshærð stúlkukind í tröllvöxnum fjallajeppa akandi útaf bílastæðinu og þó að útkeyrslurnar séu minnst fjórar talsins, ef ekki fleiri, þá þurfti hún auðvitað að hleypa ferlíkinu beint yfir grasflötina sem er einmitt þessa dagana að byija að brosa á móti sólinni. Og ekki nóg með það. Stúlkutetr- ið í tveggja tonna drekanum dengdi sér næst þvert yfír götuna í orðsins fyllstu merkingu og beint uppá grasgeirann handan hennar þar sem hún stansaði eins og ekkert væri sjáldsagðara við hliðina 'öðrum ökugarpi sem hafði líka fundist tilvalið að hafa þarna áningarstað. Blóðugt að þurfa að umbera svona varg. XXX Satt best að segja finnst Víkvetja ekki líklegt að mikið komi útúr rannsókninni sem nú er hafin á mannskap og vinnubrögðum Land- helgisgæslunnar. Þetta er járn í járn, fullyrðing gegn fullyrðingu. Maður hlýtur samt að vona að rannsóknarmennimir reynist snar- ari í snúningum en þingmennirnir okkar. Þingnefndin sem var skipuð ’81 og átti að skila tillögum sínum um úrbætur hjá gæslunni þá strax um haustið er enn ekki búin að því, blessunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.