Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986
3
AIOBIRk
TALKMAN
bílasíminn er...
STÆRSTUR
OG STERKASTUR
A NORÐURLÖNDUM
Samkvæmt opinberum sölutölum og sölutölum Mobira yfir selda bílasíma innan NMT í Noregi, Svíþjóö, Danmörk^i og Finnlandi
-og stefnir jafnhátt á Islandi
Mobira Talkman, finnski bílasíminn er ekki ódýrasti
bílasíminn á markaðnum. En hann hefur komist langt á
gæðunum. Mobira Talkman ersöluhæsti bílasíminn á
Norðurlöndum. Með traustri þjónustu, vandaðri
ísetningu og samstarfi við marga af reyndustu
kunnáttumönnum landsins í bílasímum, hefur Mobira
Talkman nú sett stefnuna jafnhátt á (slandi.
Mobira Talkman bílasíminn er ekki að ástæðulausu í
fararbroddi. Tæknilegiryfirburðir, öryggi, fjölbreyttir
notkunarmöguleikar, smekklegt útlit, einstök þægindi
hvað snertir sjálfvirka hleðslu á rafhlöðum og ótal margt
fleira, hefur aflað Mobira Talkman fjölda viðurkenninga
og afdráttarlausrarforystu í sölu.
Mobira Talkman bílasíminn er hannaður með öryggi
og endingu að leiðarljósi. Honum er ætlað að duga í
langan tíma, þola kulda og bleytu betur en allir aðrir og
vera í fremstu röð tæknilega, (t.d. IS-hnappur o.fl.) um
langaframtfð.
Mobira þekking Mobira tækni IS-hnappur Mobira Talkman til viðmiðunar Mobira þekking á Islandí Mobira ísetning á íslandi
Velgengni MobiraTalkman bílasímans erengin tilviljun. Finnsku rafeinda- verksmiðjurnar Mobira hafa um árabil verið í fararbroddi í hönnun hátæknibúnaðar fyrir bílasímakerfi og m.a. átt stóran þátt í þróun norræna bílasímakerfis- ins, NMT. Það er nú viðurkennt sem hið full- komnasta í helminum í dag (Við Islendingarerum taka NMT í notkun í vor). • IS-hnappur. • Sjálfvirk hleðsla á rafhlöðum þannig að Mobira Talkman má taka úr bílnum fyrirvara- laust. • Handfrjáls notkun. • Léttur, meðfærilegur, þægilegur. • Heildarþyngd með hlöðnum rafhlöðum og sendi: 4.4 kg. Mobira T alkman er einn örfárra bílasíma sem nú þegar er útbúinn með IS-hnapp, en hann veitir þér beint samband við sjálfvirka símakerfið hvar sem þú ert á Norðurlönd- um. Þegar þú velur þér bíla- síma ráðleggjum við þér að hafa Mobira Talkman ávallt til viðmiðunar. Kynnntu þér Mobira Talkman annars vegar, aðra bílasíma hins vegar, gerðu samanburð á verði og gæðum og veldu síðan það sem best hontar. Þórður Guðmundsson umboðsmaður Mobira Talkman á íslandi hefur margra ára reynslu af sölu áfjarskiptabúnaði og bílasímum á íslandi. Hann er þinn maður í öllum upplýsingum og þjónustu - alvöru kunnáttumaður á sínusviði. Það skiptir miklu máli þegar fram [ sækir. Við erum þegar farnir að afgreiða Mobira Talkman og koma þeim fyrir í bílunum. ísetningu og eftirlit annast Kjartan Blöndahl í Rafeindatækni. Hann hefur um árabil verið kunnur að því að gera hlutina af einstakri kost- gæfni og á íslenskum vegum og á íslenskum öræfum skiptir örugg ísetning óendanlega miklu máli.
It
rkUcraCni rlT.
Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700
108 Reykjavík