Morgunblaðið - 17.05.1986, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 63
1.DEIID 1906
KR - ÍBV
á KR-velli í dag kl. 14.30
LADYIUX
adidas
GROHE
COLANI
Víðisvöllur kl. 14.30:
Víðir - FH
GUÐJÓN Guðmundsson, fyrirliði Víðis f Garði, og Viðar Halldórs-
son, fyrirliði FH, muna eflaust eftir viðureignum liðanna f fyrrasum-
ar, en báðar voru hörkuspennandi. FH-ingar hafa sett sér það
markmið að ná öruggu sæti um miðja deild, og Víðismenn munu
verða ánægðir ef þeir halda fyrstudeildarsæti sfnu. Bæði lið hafa
breyst nokkuð frá fyrra ári, en væntanlega hafa þau haldið einkenn-
um sfnum — FH-ingar hafa löngum verið léttleikandi lið, en Vfðis-
menn annálaðir baráttujaxlar.
Kópavogsvöllur kl. 14.30:
UBK-ÍBK
1»EIR ERU fbyggnir, Benedikt Guðmundsson, fyrirliði Breiðabliks
og Valþór Sigþórsson, fyrirliði ÍBK, enda þekktir fyrir allt annað
®n linkind á leikvelli. Llð þeirra eru bsaði mikil spurningarmerki
fyrir mótið. Keflvfkingar hafa misst menn og fengið, hafa reyndar
staðið sig ágætlega í æfingamótum f vor. Breiðablik kemur úr
annarri deild, með að mestu óreynda, en nokkra mjög efnilega
knattspyrnumenn innanborðs. Leikur sem getur farið á hvom
veginn sem er.
Fyrsta verk Sigi Held hér á landi:
„Sé leikinn á
Akranesi í dag“
Morgunblaðiö/RAX
• Sigi Held, hinn nýi landsliðsþjálfari f knattspyrnu, og hans hægri
hönd hér á landi, Guðni Kjartansson, hittust á fundi sem KSÍ gekkst
fyrir í gærkvöldi f tilefni af Reykjavfkurleikunum — þriggja landa móti,
sem hefst í Reykjavfk eftir rúma viku. Þeirra Sigi Held og Guðna bíða
fjölmörg verkefni f sumar.
„Mitt fyrsta verk f embættinu
hér á fslandi verður að sjá leikinn
milli Akraness og Fram á Akra-
nesi í 1. deild knattspyrnunnar,"
sagði Sigi Held, landsliðsþjálfari
f knattspyrnu, í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. Sigi Held
kom til landsins í fyrradag og
notaði gærdaginn til að koma sér
fyrir í „alveg Ijómandi góðri fbúðu,
sem KSÍ útvegar honum á meðan
hann dvelur hér.
„Ég á ekki von á að velja endan-
lega íslenskan landsliðshóp fyrir
landsleikina við íra og Tékka fyrr
en rétt fyrir þá leiki, einum eða
Afsláttarkjör
með Akraborg
í tilefni af leik Akraness og Fram
f 1. deild íslandsmótsins f knatt-
spyrnu á Akranesi f dag verða f
boði sérstök afsláttarfargjöld
með Akraborg. Akraborgin fer
frá Reykjavík kl. 13 og til Reykja-
vfkur að leik loknum kl. 17.30.
tveimur dögum áður en þeir verða
leiknir. Ég mun nota tímann til að
sjá alla þá leiki sem ég mögulega
get, og samstarfsmaður minn,
Guöni Kjartansson, mun sömuleið-
is fylgjast mjög vel með öllum þeim
leikmönnum sem koma til greina,
og við munum síðan ræða saman
um þá,“ sagði Held.
„Jú, ég er bjartsýnn á leikina um
aðra helgi,“ sagði Held. „En ég er
líka raunsær. Við erum að fara að
leika gegn mjög sterkum liðum,
og við getum ekki stillt upp okkar
allra sterkasta liði vegna skuld-
bindinga nokkurra atvinnumanna.
En ég vona að viö náum góðum
leikjum."
Landsleikirnir hafa hlotið nafnið
„Reykjavíkurleikar", í tilefni 200
ára afmælis Reykjavíkur, og borgin
gefur sigurvegurunum veglegan
bikar sem áætlað er að Davíð
Oddsson afhendi að móti loknu.
Leikarnir hefjast sunnudaginn 25.
maí kl. 17.00 með leik íslands og
írlands, síðan leika írland og
Tékkóslóvakía á þriðjudag 27.
maí kl. 19.00. Síöasta leikinn eiga
ísiendingar og Tékkar og hefst
hann á fimmtudaginn 29. maí kl.
19.00.
Sigi Held og Guðni Kjartansson
munu stýra landsliöinu í sex leikj-
um á árinu. Fyrst í leikjunum gegn
írum og Tékkum, þá í leik gegn
Noregi hér heima um mitt sumar
og að lokum í þremur leikjum í
Evrópukeppni landsliða í haust
gegn Frökkum og Sovétmönnum
hér heima og Austur-Þjóðverjum
úti. Þeir munu einnig velja landslið
okkar fyrir undankeppni Ólympíu-
leikanna, en sem kunnugt er ieika
í því landsliði þeir leikmenn sem
ekki hafa leikið með landsliðinu í
Heimsmeistara- eða Evrópu-
keppni.
Forsala aðgöngumiða fyrir leik-
ina í Reykjavíkurleikunum hefst
strax á þriðjudaginn.