Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Hvítasunnumessur Jóh. 14: Hver sem elskar mig. DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudag: Kl. 11 hátíðarmessa. Sr. Þórir Stephensen. Kl. 14 hátíðar- messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. 2. hvítasunnudag: Kl. 11 hátíðar- messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur í öllum mess- unum. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa á hvítasunnudag kl. 11. Organleik- ari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ÁSKIRKJA: Hvítasunnudag: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 14. Kristinn Sigmundsson syngur einsöng. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Hvítasunnudag: Hátíðarguös- þjónusta I Breiöholtsskóla kl. 14. Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- húsprestur messar. Organisti Daníel Jónasson. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnu- dag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Einsöngvari Ingibjörg Marteins- dóttir. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Sr. Ólafur Skúlason. 2. hvítasunnudag: Hátíöarguös- þjónusta kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar og kveður söfnuðinn. Einsöngvari Einar Örn Einarsson. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Félags- starf aldraðra miðvikudagseftir- miðdag. DIGRANESPRESTAKALL: Hvítasunnudag: Hátíðarguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. 2. hvítasunnudag: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. HAFNARBUÐIR: Messa á hvíta- sunnudag kl. 14. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þór- irStephensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Hvíta- sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Eiríkur J. Eiríksson fyrrv. pró- fastur messar. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA-OG HÓLAKIRKJA: Hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þor- steinssonar verða sungnir. Org- anisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnu- dag: Hátíðarmessa kl. 11. Matt- hildur Matthíasdóttir syngur ein- söng. Organisti Árni Arinbjarnar- son. 2. hvítasunnudag: Messa kl. 18 í Furugerði 1. Þriðjudag 20. maí: Biblílulestur kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Hvíta- sunnudag: Hátíðarmessa kl. 11. Rúnar Vilbergsson leikur á fagott við undirleik Ingu Rósar Ingólfs- dóttur á selló og Harðar Áskels- sonar á orgel. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Karl Sigurbjörnsson. 2. hvíta- sunnudag: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag 20. maí: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnu- dag: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. 2. hvítasunnudag: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveins- son. Organleikari Orthulf Prunn- er. KÁRSNESPRESTAKALL: Hvíta- sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Arni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAKALL: Hvítasunnudag: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Prestursr. Pjétur Maack. Organisti Jón Stefáns- son. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar fluttir. Sóknar- nefndin. LAUGARNESKIRKJA: Hvíta- sunnudag: Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjukórinn ásamt einsöngvur- um og hljóðfæraleikurum flytja Gloriu eftir Vivaldi. 2. hvítasunnu- dag: Orgeltónleikar kl. 17. Anna Toril Lindstad leikur á orgel kirkj- unnar verk eftir ýmsa höfunda. Þriðjudag 20. maí: Bænaguðs- þjónusta kl. 18.00. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Hvítasunnudag: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. 2. hvítasunnu- dag: Messa kl. 11. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 11. Svala Nielsen syngur einsöng. Fyrirbænasamvera á þriðjudagskvöld í Tindaseli kl. 18.30. Sóknarprestur. SELTJ ARN ARN ESKIRKJ A: Hvitasunnudag: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Aðalsafnaðarfund- ur þriöjudaginn 20. maí kl. 20.30 íkirkjunni. Sóknarnefndin. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Hvíta- sunnudag: Guðsþjónusta og alt- arisganga kl. 14. Ræðuefni: Himneskur gustur í duftinu. Frí- kirkjukórinn syngur. Organisti og söngstjóri Pavel Smid. 2. hvítasunnudag: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhaldssaga. Við píanóið Davíð Oddsson borgarstjóri svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboöslista sjálfstæðisfólks i borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom- andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins i síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svaraö um borgarmál. Einnig má senda spurningar í bréfi til blaðsins. Utan á bróf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit- stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram. Umferð um Hamrahlíð Magnús Þorsteinsson, Hamrahlíð 13, spyr: íbúar við Hamrahlíð hafa mikl- ar áhyggjur af sívaxandi umferð- arþunga um götuna, en við hana og í næsta nágrenni eru tveir fjölmennir skólar, tvö dagheimili og Blindraheimilið. Íbúamir hafa áhuga á því, að vinstri beygja inn götuna frá Kringlumýrarbraut verði bönnuð eða hraðahindranir settar. Em uppi einhver áform í þessa átt eða aðrar áætlanir til að koma til móts við óskir íbú- anna? Svar: Umferð um Hamrahlíð hefur lengi verið áhyggjuefni. Með gerð brúar yfír Kringlumýr- arbraut á Bústaðavegi og gerð Bústaðavegar niður á Miklatorg, sem unnið er að á þessu ári og því næsta, ásamt því að Reykja- nesbraut tengist frá Breiðholti suður til Hafnarfjarðar nú í sum- ar, mun umferð um Hamrahlíð minnka. Ennfremur munu undir- göng undir Miklubraut flytja umferð úr Kringlubæ út á Miklu- braut til vesturs og minnka eitt- hvað umferð um Hamrahlíð. Allt em þetta hlutaaðgerðir sem leiða til stofnbrautarkerfís framtíðar, en í því kerfí á Hamrahlíð ein- vörðungu að þjóna sem safngata fyrir aðliggjandi hverfí. Umferð mun því síðar minnka á þessum stað og hraðaminnkandi aðgerðir geta þá komið til álita ef þörf krefur. Leiksvæðum lokið á þremur árum Stefán Karlsson, Reyðarkvísl, Ártúnsholti, spyr „Á svæðinu milli Laxakvíslar og Reyðarkvíslar er fyrirhugaður leikvöllur, að ég hygg. Þama er sannkallað dmllusvað í rigning- um. Ég spyr, hvort ekki megi þekja það möl til bráðabirgða í sumar, ef ekki stendur til að ganga endanlega frá leikvellin- um?“ Svar: Ofangreindur leikvöllur er á áætlun ársins 1988. Pram að þessu hefur svæðið verið notað sem athafnasvæði vegna bygg- ingarframkvæmda í nágrenninu. Svæðið verður snyrt á næstunni, en ekki er hægt að fara út í kostnaðarsamar jarðvegsfram- kvæmdir að sinni. í hverfínu verða gerðir 3 leikvellir nú í sumar, en ætlunin er að ljúka gerð allra leiksvæða í Ártúnsholti á næstu 3 ámm. / Umferð á Eiðsgranda Magnús Erlendsson, Seltjam- amesi, spyr: Veg^na síaukinnar fbúðabyggð- ar á Eiðsgrandasvæðinu, svo og stöðugrar aukningar mannfjölda í Seltjamameskaupstað, verða nú æ oftar umferðartafír á Eiðs- granda. Hveijar em áætlanir borgaryfírvalda varðandi um- ferðammbætur á Eiðsgranda, og hvenær er ætlunin að þau verkefni he§ist? Með fyrirfram þakklæti um greinargóð svör. Svar: Eiðsgrandi er partur af aðalgatnakerfí borgarinnar og flokkast undir það sem löggjafinn nefnir þjóðvegi í þéttbýli. Reykja- víkurborg sér um framkvæmdir á þessum vegum og fær til þess framlag úr ríkissjóði, hluta Reykjavíkur af bensfnfé sem renn- ur til sveitarfélaga til þjóðvega í þéttbýli. Þessir Qármunir sem Reykjavíkurborg fær frá ríkissjóði til þessarra framkvæmda er langt undir því sem borgin ver til þeirra á ári hveiju um þessar mundir. Engu að síður er ætlunin á þessu ári að lagfæra gatnamót Eiðsgr anda og Hringbrautar og Ána- nausta, til að greiða fyrir umferð af Seltjamamesi og Eiðsgranda- svæðinu. Samkvæmt áætlun sem unnin hefur verið með Vegagerð ríkisins er ætlunin að breikka Eiðsgranda á næstu árum í fjórar akreinar og verður þá umferð með viðunandi hætti á Eiðsgranda. Víðimelur — Birkimelur Sigrún L. Baldursdóttir, Víði- mel 21, 101, Reykjavík spyr um lagfæringu bflastæðis fyrir fram- an fjölbýlishúsið Víðimel 19—23, lagfæringu á gangstétt í Birkimel og fleiri gangstétta og gatna í Vesturbænum. Svar: Áður fyrr opnaðist Víði- melinn út á Birkimel fyrir framan umrætt fjölbýlishús. Svo var einn- ig með tengigötumar fyrir framan fjölbýlsihúsin sunnar milli Espi- mels og Birkimels. Lóðahafar þeirra óskuðu eftir þeim fyrir bíla- stæði fyrir húsin. Var orðið við þeirri ósk og tengigötunum lokað við Birkimel og aðkoman sett eingöngu frá Espimel. Sami hátt- ur var hafður á við fyölbýlishúsið Víðimel 19—23. Borgarráð sam- þykkti árið 1962 að heimila stækkun lóðarinnar svo hægt væri að nýta götustæðið sem bif- reiðastæði fyrir íbúana. Borgaiyfírvöld líta því þannig á að það sé íbúanna að kosta viðhald á bifreiðastæði hússins þótt ekki hafí formlega verið gengið frá lóðarstækkuninni. Gangstéttin á Birkimel verður endurlögð nú í sumar eins og áður hefur komið fram í svari við fyrir- spum. Miklar lagfæringar em fyrirhugaðar á gangstéttum í Vesturbænum nú í sumar en víða hafa þær orðið að bíða vegna endumýjunar á lögnum hitaveit- unnar sem í þeim iiggja. Sama gildir um götumar, en malbikun- arviðgerðir em um það bil að fara ígang. ÞAR GNÆFIR HIN GOTNESKA KIRKJA Táknræn mynd fyrir Vesturbæinn. Gróin byggð en ekki stöðnuð; alltaf eitthvað að gerast. Myndin sýnir kaþólsku kirkjuna og Landakotsspítala, sem kirkjan rak um langt árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.