Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
Hvítasunnumessur
Jóh. 14: Hver sem elskar
mig.
DÓMKIRKJAN: Hvítasunnudag:
Kl. 11 hátíðarmessa. Sr. Þórir
Stephensen. Kl. 14 hátíðar-
messa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
2. hvítasunnudag: Kl. 11 hátíðar-
messa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur í öllum mess-
unum. Organleikari Marteinn H.
Friðriksson.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa á
hvítasunnudag kl. 11. Organleik-
ari Birgir Ás Guðmundsson. Sr.
Hjalti Guðmundsson.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta
í safnaðarheimili Árbæjarsóknar
kl. 11. Organisti Jón Mýrdal. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
ÁSKIRKJA: Hvítasunnudag: Há-
tíðarguðsþjónusta kl. 14. Kristinn
Sigmundsson syngur einsöng.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Hvítasunnudag: Hátíðarguös-
þjónusta I Breiöholtsskóla kl. 14.
Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra-
húsprestur messar. Organisti
Daníel Jónasson. Sóknarprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnu-
dag: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Einsöngvari Ingibjörg Marteins-
dóttir. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Sr. Ólafur Skúlason.
2. hvítasunnudag: Hátíöarguös-
þjónusta kl. 14. Sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir prédikar og
kveður söfnuðinn. Einsöngvari
Einar Örn Einarsson. Organisti
Guðni Þ. Guðmundsson. Félags-
starf aldraðra miðvikudagseftir-
miðdag.
DIGRANESPRESTAKALL:
Hvítasunnudag: Hátíðarguðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Sr. Þorbergur Kristjánsson. 2.
hvítasunnudag: Guösþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor-
bergur Kristjánsson.
HAFNARBUÐIR: Messa á hvíta-
sunnudag kl. 14. Organleikari
Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Þór-
irStephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Hvíta-
sunnudag: Guðsþjónusta kl. 14.
Sr. Eiríkur J. Eiríksson fyrrv. pró-
fastur messar. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
FELLA-OG HÓLAKIRKJA: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta
kl. 11. Ath. breyttan messutíma.
Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þor-
steinssonar verða sungnir. Org-
anisti Guðný Margrét Magnús-
dóttir. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnu-
dag: Hátíðarmessa kl. 11. Matt-
hildur Matthíasdóttir syngur ein-
söng. Organisti Árni Arinbjarnar-
son. 2. hvítasunnudag: Messa
kl. 18 í Furugerði 1. Þriðjudag
20. maí: Biblílulestur kl. 20.30.
Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarmessa kl. 11.
Rúnar Vilbergsson leikur á fagott
við undirleik Ingu Rósar Ingólfs-
dóttur á selló og Harðar Áskels-
sonar á orgel. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Hátíðarmessa kl. 14.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. 2. hvíta-
sunnudag: Messa kl. 11. Altaris-
ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudag 20. maí: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30.
HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnu-
dag: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur
Jónsson. 2. hvítasunnudag:
Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveins-
son. Organleikari Orthulf Prunn-
er.
KÁRSNESPRESTAKALL: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarguðsþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis.
Sr. Arni Pálsson.
LANGHOLTSPRESTAKALL:
Hvítasunnudag: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Prestursr. Pjétur
Maack. Organisti Jón Stefáns-
son. Hátíðarsöngvar sr. Bjarna
Þorsteinssonar fluttir. Sóknar-
nefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Hvíta-
sunnudag: Hátíðarmessa kl. 11.
Kirkjukórinn ásamt einsöngvur-
um og hljóðfæraleikurum flytja
Gloriu eftir Vivaldi. 2. hvítasunnu-
dag: Orgeltónleikar kl. 17. Anna
Toril Lindstad leikur á orgel kirkj-
unnar verk eftir ýmsa höfunda.
Þriðjudag 20. maí: Bænaguðs-
þjónusta kl. 18.00. Sóknarprest-
ur.
NESKIRKJA: Hvítasunnudag:
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank
M. Halldórsson. 2. hvítasunnu-
dag: Messa kl. 11. Orgel- og
kórstjórn Reynir Jónasson. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Þriðjudag og fimmtudag: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13—17.
Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN: Hvítasunnudag:
Hátíðarguðsþjónusta í Öldusels-
skóla kl. 11. Svala Nielsen syngur
einsöng. Fyrirbænasamvera á
þriðjudagskvöld í Tindaseli kl.
18.30. Sóknarprestur.
SELTJ ARN ARN ESKIRKJ A:
Hvitasunnudag: Hátíðarguðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Frank M.
Halldórsson. Aðalsafnaðarfund-
ur þriöjudaginn 20. maí kl. 20.30
íkirkjunni. Sóknarnefndin.
FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Hvíta-
sunnudag: Guðsþjónusta og alt-
arisganga kl. 14. Ræðuefni:
Himneskur gustur í duftinu. Frí-
kirkjukórinn syngur. Organisti og
söngstjóri Pavel Smid.
2. hvítasunnudag: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðspjallið í
myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boðin sérstaklega velkomin.
Framhaldssaga. Við píanóið
Davíð
Oddsson
borgarstjóri
svarar
spurningum
lesenda
Spurt og svarað
um borgarmál
LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS
Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík og efsti maður á framboöslista
sjálfstæðisfólks i borgarstjórnarkosningum, sem fram fara 31. maí næstkom-
andi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í tilefni kosninganna.
Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til ritstjórnar blaðsins i síma 10100 á
milli kl. 11 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og lagt spurningar
fyrir borgarstjóra, sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan
í þættinum Spurt og svaraö um borgarmál. Einnig má senda spurningar í
bréfi til blaðsins. Utan á bróf skal rita: Spurt og svarað um borgarmál, rit-
stjórn Morgunblaðsins, pósthólf 1555, 121 Reykjavík. Nauðsynlegt er, að
nafn og heimilisfang spyrjenda komi fram.
Umferð um
Hamrahlíð
Magnús Þorsteinsson,
Hamrahlíð 13, spyr:
íbúar við Hamrahlíð hafa mikl-
ar áhyggjur af sívaxandi umferð-
arþunga um götuna, en við hana
og í næsta nágrenni eru tveir
fjölmennir skólar, tvö dagheimili
og Blindraheimilið. Íbúamir hafa
áhuga á því, að vinstri beygja inn
götuna frá Kringlumýrarbraut
verði bönnuð eða hraðahindranir
settar. Em uppi einhver áform í
þessa átt eða aðrar áætlanir til
að koma til móts við óskir íbú-
anna?
Svar: Umferð um Hamrahlíð
hefur lengi verið áhyggjuefni.
Með gerð brúar yfír Kringlumýr-
arbraut á Bústaðavegi og gerð
Bústaðavegar niður á Miklatorg,
sem unnið er að á þessu ári og
því næsta, ásamt því að Reykja-
nesbraut tengist frá Breiðholti
suður til Hafnarfjarðar nú í sum-
ar, mun umferð um Hamrahlíð
minnka. Ennfremur munu undir-
göng undir Miklubraut flytja
umferð úr Kringlubæ út á Miklu-
braut til vesturs og minnka eitt-
hvað umferð um Hamrahlíð. Allt
em þetta hlutaaðgerðir sem leiða
til stofnbrautarkerfís framtíðar,
en í því kerfí á Hamrahlíð ein-
vörðungu að þjóna sem safngata
fyrir aðliggjandi hverfí. Umferð
mun því síðar minnka á þessum
stað og hraðaminnkandi aðgerðir
geta þá komið til álita ef þörf
krefur.
Leiksvæðum lokið á
þremur árum
Stefán Karlsson, Reyðarkvísl,
Ártúnsholti, spyr
„Á svæðinu milli Laxakvíslar
og Reyðarkvíslar er fyrirhugaður
leikvöllur, að ég hygg. Þama er
sannkallað dmllusvað í rigning-
um. Ég spyr, hvort ekki megi
þekja það möl til bráðabirgða í
sumar, ef ekki stendur til að
ganga endanlega frá leikvellin-
um?“
Svar: Ofangreindur leikvöllur
er á áætlun ársins 1988. Pram
að þessu hefur svæðið verið notað
sem athafnasvæði vegna bygg-
ingarframkvæmda í nágrenninu.
Svæðið verður snyrt á næstunni,
en ekki er hægt að fara út í
kostnaðarsamar jarðvegsfram-
kvæmdir að sinni. í hverfínu verða
gerðir 3 leikvellir nú í sumar, en
ætlunin er að ljúka gerð allra
leiksvæða í Ártúnsholti á næstu
3 ámm. /
Umferð á Eiðsgranda
Magnús Erlendsson, Seltjam-
amesi, spyr:
Veg^na síaukinnar fbúðabyggð-
ar á Eiðsgrandasvæðinu, svo og
stöðugrar aukningar mannfjölda
í Seltjamameskaupstað, verða nú
æ oftar umferðartafír á Eiðs-
granda. Hveijar em áætlanir
borgaryfírvalda varðandi um-
ferðammbætur á Eiðsgranda, og
hvenær er ætlunin að þau verkefni
he§ist?
Með fyrirfram þakklæti um
greinargóð svör.
Svar: Eiðsgrandi er partur af
aðalgatnakerfí borgarinnar og
flokkast undir það sem löggjafinn
nefnir þjóðvegi í þéttbýli. Reykja-
víkurborg sér um framkvæmdir á
þessum vegum og fær til þess
framlag úr ríkissjóði, hluta
Reykjavíkur af bensfnfé sem renn-
ur til sveitarfélaga til þjóðvega í
þéttbýli. Þessir Qármunir sem
Reykjavíkurborg fær frá ríkissjóði
til þessarra framkvæmda er langt
undir því sem borgin ver til þeirra
á ári hveiju um þessar mundir.
Engu að síður er ætlunin á þessu
ári að lagfæra gatnamót Eiðsgr
anda og Hringbrautar og Ána-
nausta, til að greiða fyrir umferð
af Seltjamamesi og Eiðsgranda-
svæðinu. Samkvæmt áætlun sem
unnin hefur verið með Vegagerð
ríkisins er ætlunin að breikka
Eiðsgranda á næstu árum í fjórar
akreinar og verður þá umferð með
viðunandi hætti á Eiðsgranda.
Víðimelur
— Birkimelur
Sigrún L. Baldursdóttir, Víði-
mel 21, 101, Reykjavík spyr um
lagfæringu bflastæðis fyrir fram-
an fjölbýlishúsið Víðimel 19—23,
lagfæringu á gangstétt í Birkimel
og fleiri gangstétta og gatna í
Vesturbænum.
Svar: Áður fyrr opnaðist Víði-
melinn út á Birkimel fyrir framan
umrætt fjölbýlishús. Svo var einn-
ig með tengigötumar fyrir framan
fjölbýlsihúsin sunnar milli Espi-
mels og Birkimels. Lóðahafar
þeirra óskuðu eftir þeim fyrir bíla-
stæði fyrir húsin. Var orðið við
þeirri ósk og tengigötunum lokað
við Birkimel og aðkoman sett
eingöngu frá Espimel. Sami hátt-
ur var hafður á við fyölbýlishúsið
Víðimel 19—23. Borgarráð sam-
þykkti árið 1962 að heimila
stækkun lóðarinnar svo hægt
væri að nýta götustæðið sem bif-
reiðastæði fyrir íbúana.
Borgaiyfírvöld líta því þannig
á að það sé íbúanna að kosta
viðhald á bifreiðastæði hússins
þótt ekki hafí formlega verið
gengið frá lóðarstækkuninni.
Gangstéttin á Birkimel verður
endurlögð nú í sumar eins og áður
hefur komið fram í svari við fyrir-
spum. Miklar lagfæringar em
fyrirhugaðar á gangstéttum í
Vesturbænum nú í sumar en víða
hafa þær orðið að bíða vegna
endumýjunar á lögnum hitaveit-
unnar sem í þeim iiggja. Sama
gildir um götumar, en malbikun-
arviðgerðir em um það bil að fara
ígang.
ÞAR GNÆFIR HIN GOTNESKA KIRKJA
Táknræn mynd fyrir Vesturbæinn. Gróin byggð en ekki stöðnuð; alltaf eitthvað að gerast. Myndin
sýnir kaþólsku kirkjuna og Landakotsspítala, sem kirkjan rak um langt árabil.