Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 42
42______
Hólmavík
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
Ahugasamir unglingar
Hólmavík.
BÖRN í Barnaskólanurn á
> Dranganesi hafa á nýliðnum
vetri, kappkostað að safna í
ferðasjóð. Þau voru með allar
klær úti og beyttu ýmsum brögð-
um til að létta á pyngju foreldra
og nágranna.
Fyrir áramótin héldu þau hluta-
veltu og gengu í hús til að selja
merki Rauða kross íslands. Síðan
hugkvæmdist krökkunum að halda
uppboð á kökum. Til að bjóða upp
kökumar var fenginn kennari sem
þar kenndi í forföllum. Honum tókst
með dyggri aðstoð bamanna að
, hleypa miklu kappi í fólk. Þar seld-
ust m.a. pönnukökur fyrir Jjallháar
upphæðir og var ekki laust við að
menn svitnuðu þegar heim var
komið og tekið til við að sporðrenna
vamingnum dýra.
Þegar ákveðið var að veiða gjafa-
rækju óskuðu krakkamir eftir því
að fá að taka þátt í vinnslu hennar.
Við þeirri ósk var orðið og stofnuðu
þau þá gjafarækjunefnd. Hún
samþykkti síðan að af þeim 15000
krónum sem þau fengju fyrir sína
vinnu skildu 8000 krónur renna til
Hjálparstofnunar kirkjunnar en það
sem eftir yrði skildi renna í ferða-
sjóðinn þeirra.
Baldur Rafn.
Morgunblaðið/Baldur Rafh Sigurðsson.
Gjafarækjunefnd: Efri röð frá vinstri, Ingibjörg Anna og Sigur-
munda. Neðri röð frá vinstri, Magnús og Svava.
Stórkostlegir og vandaðir
p———- jogging-, trimm- og æf-
'ri Rpi ingagallar frá Golden
(jr J Cup.
Stærðir: XS - XL
Útsölustaðir: Reykjavík: Sportval. Utilíf. Mikligarð-
ur. Bikarinn. Garðabær: Vöruval. Keflavík: Sport-
búðÓskars. ísafjörður: Sporthlaðan. Bolungarvík:
Versl. Einars Guðfinnssonar.
Frá Golden Cup færðu einnig fallegan og vandað-
an sundfatnað á börn og fullorðna, leikfimifatnað
og skíðagöngufatnaö.
flguoAsoopt
Borgartúni 36, R.vík., sími: 688085.
Kröfuganga á Austurvegi. Morgunblaðið/Magnús Reynir Jónaaon
Seyðisfjörður:
Hátíðahöld 1. maí í blíðskaparveðri
Seyðisfjörður.
HALDINN VAR útifundur hér á
Seyðisfirði 1. maí, hátíðisdegi
verkafólks. Ræðumaður var Sig-
urður Guðmundsson formaður
féiags starfsfólks á veitingahús-
um. Aður hafði verið farin kröfu-
ganga um Austurveg, aðalgötu
bæjarins.
Veður var einstaklega gott og
gerðu menn sér ýmislegt til
skemmtunar. Meðal annars var
víðavangshlaup fyrir böm og ungl-
inga, og gaf útgerðarfyrirtækið
Gullberg hf. verðlaunagripi fyrir
alla aldurshópa. Verkakonur sáu
um kaffíveitingar í félagsheimilinu
Herðubreið af miklum myndarskap
og böm af leikskólanum sungu. Um
kvöldið var Leikfélag Seyðisfjarðar
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna
til danslagakeppni á Hótel Borg
nú í sumar. Fer keppnin fram á
Hótel Borg á sunnudagskvöldum
og verða leikin 5 lög hvert kvöld,
en alls verða valin 25 lög til
flutnings og er skilafrestur til
10. júli næstkomandi.
í fréttatilkynningu frá Hótel
Borg kemur meðal annars fram,
að allt frá því danslagakeppni SKT
lagðist niður hafi höfundar, sem
samið hafí lög við gömlu dansana,
haft lítil tækifæri til að koma lögum
sínum á framfæri og sé tilgangur
keppninnar að ráða bót á því. Þrenn
verðlaun verða veitt, 50 þúsund
krónur í fyrstu verðlaun, 25 þúsund
krónur í önnur verðlaun og 10 þús-
und krónur í þriðju verðlaun. Stefnt
er að því að 10 efstu lögin verði
gefin út á hljómplötu.
Þátttakendur senda lögin til
keppninnar á nótum, útsett fyrir
eitt hljóðfæri eða laglínu með bók-
stafahljómum. Einnig er gott að
VERSLUNIN Vatnsvirkinn, Ár-
múla 21, sem undanfarin ár
hefur séð Reykvíkingum og ná-
grönnum fyrir pípulagnavörum
og hreinlætistækjum, hefur nú
breytt húsnæði sínu og bætt þjón-
ustuna.
Formleg opnun verður laugar-
Sigurður Guðmundsson ræðu-
maður dagsins.
láta hljómsnældu með upptöku
lagsins fylgja, til þess að útsetjarar
fái betri hugmynd um hvemig höf-
undamir hugsa sér flutning lag-
anna (hraða, áherslu o.fl.).
Lögum þeim sem í er söngur
þarf að fylgja sönghæfur texti á
góðu máli. Senda má tii keppninnar
lög sem hæfa við alla hefðbundna
dansa, vals, tangó, ræl, polka, vien-
arkms, skottís o.s.frv.
Lögin skulu merkt með dulnefni
tónskálds og textahöfundar, en
fylgja skal rétt nafn og heimilisfang
í lokuðu umslagi.
Sérstök dómnefnd skipuð þremur
tónlistarmönnum velur lögin til
keppninnar. Valin verða allt að 25
lög til flutnings. Keppnin fer fram
á Hótel Borg á sunnudagskvöldum
og verða leikin 5 lög hvert kvöld.
Af þeim komast 2 lög í undanúrslit
þar sem valin verða 5 bestu lögin
sem keppa síðar til úrslita.
Gestir greiða atkvæði um lögin
og þeirra atkvæði ræður algjörlega
vali laganna, sem fá verðlaun.
daginn 17. maí og verður verslunin
opin frá 9—16. Ýmislegt verður
gert til hátíðarbrigða í tilefni dags-
ins. Viðskiptavinum verður boðið
upp á kaffí, svala og ávexti, einnig
kemur Tóti trúður og skemmtir
viðstöddum.
(Fréttatilkynning)
með sýningu á Týndu teskeiðinni
eftir Kjartan Ragnarsson.
— GarðarRúnar
Aðalfundur Kaup-
félags Árnesinga:
13milljónkr.
halli vegna
aukins fjár-
magnskostn-
aðar
AÐALFUNDUR Kaupfélags Ár-
nesinga var haldinn 6. maí sl. á
Selfossi. Fundinn sóttu um 120
manns víðs vegar úr Árnessýslu.
í ræðum formanns kaupfélags-
ins, Þórarins Siguijónssonar og
Sigurðar Kristjánssonar kaupfélag-
stjóra, kom fram að reksturinn
hafði gengið all vel á árinu 1985
en fjármagnskostnaður þó aukist
umfram verðlagsþróun og valdið
um 13 milljóna króna halla.
Afskriftir námu 19,8 milljónum.
Fjárfestingar voru á árinu að upp-
hæð 18,4 milljónir og tekin voru
ný lán vegna þeirra, samtals um
13 milljónir. Eigin ljármagnsmynd-
un frá rekstri var um 11,4 millj.
Heildarvelta með söluskatti nam
820,2 milljónum og hafði aukist um
tæp 37% frá árinu áður. Heildar-
vörusalan var 640,9 millj. og var
aukningin um 36% en sala fyrir-
tækja 161,9 milljónir og hafði
aukist um 41,5%. Mest var sala í
Vöruhúsi KÁ, 391,8 milljónir og
hagnaður Vöruhússins fyrir sam-
eiginlegan kostnað og vexti 11,6
millj. Heildarlaunagreiðslur Kaup-
félags Ámesinga voru á árinu 1985
um 95,6 millj.
Fjöldi tillagna kom fram á fund-
inum. Samþykktar voru m.a. tiilög-
ur um launamál, vaxtamál, málefni
Sambandsins og Laugardælajörð-
ina. Á fundinum skilaði laganefnd
tillögum að breytingum á sam-
þykktum félagsins og var breyting-
unum vel tekið og þær staðfestar
á fundinum. Var þama um að ræða
nýjar reglur um deildafundi, um
seturétt varamanns og starfs-
mannafulltrúa á stjómarfundum
ásamt fleiru.
Við stjómarkjör átti Þórarinn
Sigurjónsson alþm. að ganga úr
stjóm en var endurkjörinn. Jóhann-
es Helgason aðalendurskoðandi
baðst undan endurkosningu og var
kjörinn Garðar Hannesson í Hvera-
gerði í hans stað.
Þá var varaendurskoðandi kosinn
Amór Karlsson, Amarholti, í stað
Stefáns Guðmundssonar, Túni, sem
ekki gaf kost á sér til endurkjörs.
Danslagakeppni
á Hótel Borg
Uppákomur hjá Vatns-
virkjanum vegna breytinga