Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAI1986
Leiðtogafundurinn í Japan:
Baráttan gegn hryðjuverkum
yfirskyggði efnahagsmálin
stóð þar yfir.
Þátttakendur í fundinum. Talið frá vinstri: Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, Helmut
Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands (að mestu falinn bak við Lubbers), Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, Yasuhiro Nakasone, forsætisráðherra Japans, Francois Mitterrand, forseti Frakklands, Margar-
et Thatcher, forsætisráðherra Bretlands og Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada. A myndina
vantar Bettino Craxi, forsætisráðherra ítaliu. Lubbers sat fundinn af hálfu Evrópubandalagsins.
EFNAHAGSMÁL urðu að þoka
fyrir öðru á leiðtogafundinum
í Tókýó í síðustu viku. Umræð-
umar snerust fyrst og fremst
um baráttuna gegn hryðju-
verkamönnum og hvernig fyr-
irbyggja mætti kjamorkuslys
eins og það, sem átti sér stað
í Chemobyl í Sovétríkjunum.
Það var ekki fyrr en líða tók á
fundinn, að tekið var til við
efnahagsmál, sem þó áttu að
vera aðalverkefni fundarins.
„Gleymum þvi ekki, að þessum
fundi er ætlað að fjalla um
efnahagsmál," var haft eftir
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseta.
Leiðtogar aðildarríkjanna sjö,
það er Bandarikjanna, Bretlands,
Frakklands, Vestur-Þýzkalands,
Ítalíu, Kanada og Japans voru
ekki allir á sama máli um gagn-
semi fundarins. Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti og Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bret-
lands, lýstu yfír ánægju sinni með
árangurinn af honum, en því var
ekki þannig farið með alla hina
leiðtogana.
Sá þeirra, sem virtist hvað
óánægðastur, var Yasuhiro Naka-
sone, forsætisráðherra Japans.
Hann leggur mikið kapp á það
nú að verða áfram forsætisráð-
herra eftir þingkosningar þær,
sem jafnvel er talið, að fram fari
í Japan í júní. Af þeim sökum
hafði Nakasone gert sér vonir um
að fá aðstoð hinna þátttökuríkj-
anna til þess að stöðva áfram-
haldandi hækkun japanska jens-
ins, en þrátt fyrir fyrirheit verður
ekki séð, að fundurinn hafí leitt
af sér neinar skjótar aðgerðir í
þá átt. Jenið hefur haidið áfram
að hækka að undanfömu, en doll-
arinn hefur enn lækkað.
Á fundi leiðtoganna í fyrra
náðist samkomulag um sam-
ræmdar aðgerðir til þess að halda
gengi Bandaríkjadollars niðri.
Afleiðingin var sú, að dollarinn
hefur lækkað um meira en 30% á
þeim tíma, sem síðan er liðinn.
Það eru fyrst og fremst vestur-
þýzka markið og japanska jenið,
sem hafa hækkað gagnvart doll-
arnum og nú er þetta farið að
segja til sín. Japanskar og vestur-
þýzkar vömr em ekki nándar
nærri eins samkeppnishæfar og
þær vom áður og stjómir þessara
landa em nú þeirrar skoðunar,
að það sé kominn tími til þess að
snúa þessari þróun við. Stjómir
Bandaríkjanna og Bretlands hafa
hins vegar hug á því að láta bæði
jenið og markið hækka enn meira.
En þetta var ekki eina ágrein-
ingsefnið á fundinum í efnahags-
legu tiiliti. Bandaríkjamenn hafa
lengi lagt hart að Japönum og
Vestur-Þjóðverjum að slaka á í
ríkisfjármálum, en stjómir beggja
þessara þjóða hafa hingað til virt
þessa kröfu að vettugi. Alþjóða-
bankinn hefur snúizt æ meira á
sveif með Bandaríkjamönnum að
undanfömu og í síðustu skýrslu
hans um efnahagshorfur í heimin-
um var því haldið fram, að til
þess að Bandaríkjamenn gætu
minnkað fjárlagahalla sinn, þá
yrðu önnur lönd að auka útgjöld
sín í staðinn. Að öðmm kosti
mætti búast við miklum sam-
drætti í efnahagslífí heimsins.
Yfirburðir Japana
Þrátt fyrir hækkandi gengi
jensins, þá em horfur á að
greiðslujöfnuður Japans við út-
lönd verði 22 milljörðum dollumm
hagstæðari á þessa ári en í fyrra
eða alls um 72 milljarða dollara.
Svipaða sögu má segja um Vest-
ur-Þýzkaland. Þar verður
greiðslujöfnuðurinn sennilega
hagstæður um 25 milljarða doll-
ara á þessu ári, sem er tvisvar
sinnum meira en í fyrra.
Þessi tvö ásteytingsefni - geng-
isskráning og ríkisútgjöld - em
tengd hvort öðm. Lækkun dollar-
ans ein saman mun ekki leiða til
þess, að greiðsluhalli Bandaríkja-
manna hverfí. Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn reiknar með því, að
haldist gengi dollarans nokkum
veginn það sama og það var í
marz sl., þá verði þessi halli rúm-
lega 100 milljarðar dollarar á
þessu ári. Til þess að minnka
þennan halla, þá verði dollarinn
annað hvort að lækka enn frekar,
svo að dragi úr innflutningi
Bandaríkjamanna eða þá að eftir-
spumin innanlands í Japan eða
Vestur-Evrópu eftir vömm og
þjónustu aukist mun hraðar en
nú til þess að Bandaríkjamenn nái
að auka útflutning sinn þangað.
Engin breyting hefur orðið í
þessu efni enn sem komið er.
Þrátt fyrir mikla hækkun jensins
og samsvarandi lækkun dollarans
að undanfömu virðist lítil breyting
vera orðin á afar hagstæðum
viðskiptajöfnuði Japana en að
sama skapi óhagstæðum við-
skiptajöfnuði Bandaríkjamanna.
Þannig var viðskiptajöfnuður
Japana hagstæður um tæpa 7
milljarða dollara í heild í apríl og
hefur aldrei verið hagstæðari.
Gagnvart Bandaríkjamönnum var
viðskiptajöfnuðurinn hagstæður
um tæpa 5 milljarða dollara, sem
var einnig meira en nokkm sinni
áður á einum mánuði.
Hækkun jensins hefur þannig
alls ekki haft þau áhrif í för með
sér enn, sem ætlazt var til. Út-
flutningur japanskra bíla hefur
t.d. aldrei verið meiri. Þannig
hefur hann aukizt um tæp 25%
til Bandaríkjanna frá því á sama
tíma fyrir ári. Sömu sögu er að
segja frá Vestur-Evrópu. Þar
hefur sala á japönskum bílum
farið enn vaxandi. Þar vom þeir
11,3% heildarsölunnar á fyretu
þremur mánuðum þessa árs, en
vom á sama tíma í fyrra 9,8%.
Sú skýring, sem gefín hefur
verið á því, hve áhrifin af lækkun
japanska jensins hafa reynzt lítil
enn, er aðallega sú, að all langur
tími þurfí að líða, áður en hún
fari að segja til sin að nokkm
marki. Þannig hafí áhrifa lækkun-
arinnar enn ekki verið farið að
gæta á fyreta árefjórðungi þessa
áre. Onnur ástæða er þó alveg
eins tiltæk. Tækniforskot Japana
á svo mörgum sviðum fram yfír
aðrar iðnaðarþjóðir er slíkt, að
lækkun jensins ein saman nægir
ekki til þess að snúa þeim yfír-
burðum við, sem Japanir hafa
haft á efnahagssviðinu. Þar verð-
ur annað og meira að koma til.
Þá er á það bent, að Japanir halda
sjálfír uppi ýmsum innflutnings-
hömlum gagnvart erlendum iðn-
aðarvörum og þykir það því skjóta
skökku við, að þeir skuli umfram
aðrar þjóðir hafa hag af sem
mestu viðskiptafrelsi í heiminum
en leggja þó lítið af mörkum til
þess sjálfír.
Tilkömumikil
yfirlýsing
Yfírlýsingu þá, sem gefín var
út í lok fundarins, skorti hvorki
fögur fyrirheit né góðan ásetning.
í yfirlýsingunni, sem fékk hið til-
komumikla heiti „Efnahagsyfir-
lýsingin í Tókýó", var því heitið
að grípa til nýrra ráðstafana til
þess að draga úr gengissveiflum
í heiminum, en jafnframt skuli
hið fyreta teknar upp nýjar við-
ræður um endurskoðun heims-
verzlunarinnar og alþjóða pen-
ingakerfísins. Jafnframt var lögð
mikil áherzla á nauðsyn þess að
minnka verðbólgu, draga úr §ár-
lagahalla hjá aðildarríkjunum og
lækkavexti.
Tekið var fram, að framtíðar-
horfur í efnahagsmálum heimsins
væru bjartari nú en áður og voru
lægra olíuverð og lækkandi vextir
tilgreind sem aðalástæðurnar.
Margar erfiðar hindranir væru þó
enn eftir, sem yrði að yfiretíga,
þeirra á meðal væru mikið at-
vinnuleysi, geysimikill fjárlaga-
og viðskiptahalli sums staðar,
óvissa í gengismálum, viðskipta-
hindranir og skuldir þriðja heims-
ins.
Viðbrögðin við Tókýófundinum
hafa verið mismunandi. Víða kom
fram, að yfírlýsing fundarins um
efnahagsmál væri jákvæð, en
hefði hins vegar ekki að geyma
ákvarðanir um neinar raunhæfar
aðgerðir um að draga úr vanda-
málum heimsverzlunarinnar.
Talsverða athygli vakti þó, að
leiðtogamir viðurkenndu nú í
fyreta sinn opinskátt, að útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðaraf-
urðir væru famar að valda veru-
legum vanda í heimsverzluninni.
Hétu þeir umbótum í þessu efni,
en tilgreindu þó ekki, sem var
býsna einkennandi fyrir fundinn,
til hvaða ráða skyldi gripið til
þess að ná þessu markmiði.
Innantóm fyrirheit?
Harðastur í gagnrýni sinni á
árangur fundarins var A.W.
Clausen, fráfarandi foreeti Al-
þjóðabankans. Hann gagnrýndi
iðnríkin fyrir að hafa ekki staðið
við gefín loforð um aukið við-
skiptafrelsi í heiminum. Tilgreindi
hann sérstaklega hömlur við inn-
flutningi á landbúnaðarvöram og
iðnaðarvöram og sagði, að heit-
strengingar um að draga úr
vemdaretefnu og styðja ftjálsari
heimsverzlun hefðu margoft
komið fram áður. Kvaðst hann
ekki í vafa um, að það sem gert
hefði verið á Tókýófundinum,
væri spor í rétta átt en samt
hvergi nærri nóg. Sú hætta væri
eftir sem áður fyrir hendi, að
heimsverzlunin færi hnignandi.
Bandaríkjastjóm fagnaði þeim
árangri, sem hún sagði að náðst
hefði á Tókýófundinum. Mestan
þátt í þvi átti vafalaust, að sam-
þykkt var séretök yfírlsing, þar
sem þátttökuríkin hétu því að
vinna í sameiningu gegn hryðju-
verkum og jafnframt slegið föstu,
að Líbýumenn styddu hiyðju-
verkamenn. Þótt Bandaríkjastjóm
fengi það ekki samþykkt, að beita
mætti valdi gegn Líbýumönnum,
þá var hún mjög ánægð með, að
tekin var afstaða gegn hryðju-
verkum á fundinum. Samþykkt
vár að refsa þeim ríkjum, sem
styddu hryðjuverkamenn með því
að banna vopnasölu til þeirra og
fækka starfsmönnum í sendiráð-
um þeirra. Þá var samþykkt að
setja þá menn, sem meinuð er
landvist í einu af ríkjunum sjö
sjálfkrafa í dvalarleyfisbann f
hinum ríkjunum og að auðvelda
framsal á sakamönnum tii að
tryggja það að þeir sæti refsingu
Það vora þannig pólitískar yfír-
lýsingar, sem skyggðu á efna-
hagsmálin á leiðtogafundinum í
Tókýó, ef þau yfírgnæfðu þau
ekki alveg. Það var þó ekki upp-
haflegur tilgangur þessa fundar.
Líkt og allir aðrir fundir af þessu
tagi, en þeir hafa yfírleitt verið
haldnir árlega að undanfömu, þá
var honum fyret og fremst ætlað
að fást við efnahagsmál.
Enn er óvíst, hvort nokkur
áþreifanlegur árangur hafí náðst
á þessum fundi á sviði efnahags-
mála. Það er þá helzt, að þar
náðist samkomulag um áætlun
um nákvæmari samræmingu á
alþjóða peningakerfínu til þess að
koma í veg fyrir þann mikla óstöð-
ugleika, sem þar hefur komið upp
öðra hvora undanfarin ár og spillt
fyrir heimsverzluninni.
Oft fer minna fyrir efnahags-
málum en því sem gerist annare
staðar á vettvangi heimsmálanna.
Því veldur, að efnahagsmál era
oft á tíðum flókin og stundum
tekur nokkum tíma, unz ákvarð-
anir á því sviði fara að segja til
sín. Það kann því að líða nokkur
tími, þangað til áhrifa þess sem
gerðist á leiðtogafundinum í
Tókýó fari að gæta á efnahags-
sviðinu, ef þau verða þá einhver
að marki.EP Enn er erfitt ef
ekki ókleift að gera sér grein fyrir
því, hver þessi áhrif verða. Samt
skyldi enginn vanmeta þau fyrir-
fram. Þar er gott að hafa í huga
næsta óljósa yfírlýsingu sams
konar fundar í Bonn í september
í fyrra um að stefna skuli að því
að lækka gengi dollarans. Sú
staðreynd blasir nú við, að hann
hefur lækkað um 30% síðan. Hver
hefði trúað því fyrirfram?
(Heimildir: Die Zeit, Economiat o.fl.)