Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17.MAÍ 1986 7 Kaffisamsæti fyrir þýðandann NOKKRAR skáldkonur héldu Norðmanninum Ivari Orgland kaffisamsæti á Hótel Sögu í fyrra- dag, en hann þýddi ljóð eftir 60 íslenskar skáld- konur yfir á norsku. Bókin kom út í fyrra undir nafninu „Ljóð eftir íslenskar konur frá 1700 til vorra daga“. Ivar er lektor í heimalandi sínu en er staddur hér á landi vegna útgáfu á verkum Stefáns frá Hvíta- dal. Konurnar gáfu Ivari veglega gjöf. Mun fieiri konur tóku þátt i því en sáu sér ekki fært að koma þar sem flestar þeirra áttu langt að sækja. Standandi frá vinstri eru: Guðrún P. Helgadóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Nína Björk Amadóttir, Ragnhildur Ófeigsdóttir, Magnea J. Matthíasdóttir og Þóra Jónsdóttir. Sitj- andi frá vinstri eru: Ólöf Jónsdóttir, Guðrún Guðjóns- dóttir, Þóra Elfa Bjömsson, Ivar Orgland, Gréta Sigfúsdóttir, Lilja S. Kristjánsdóttir, Þómnn Elfa Magnúsdóttir, Jenna Jensdóttir og Hugrún (Filippa Kristjánsdóttir). 1,5 milljóna króna aukafj árveiting til Talmeina- stöðvar Islands FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur samþykkt að veita Talmeinastöð íslands aukafjárveitingu upp á eina og hálfa milljón, en stöðinni var áður úthlutað 8,5 milljónum samkvæmt fjárlögum þessa árs. „Við fengum 7,6 milljóna Qár- veitingu árið 1985 og töldum að Talmeinastöðin þyrfti í ár 10 millj- ónir miðað við verðlagsþróun og til þess að ekki verði um afturför í rekstri stöðvarinnar að ræða,“ sagði Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, í samtali við blaðamann. „Það bíða um 300 manns eftir heymartækjum. Við leggjum vissu- lega áherslu á að sinna bömunum eftir bestu getu þannig að það eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem þurfa að bíða hvað lengst. Það hvíl- ir einnig sú skylda á stöðinni að fara árlega út á land og sinna þar fólki og em vor og haust aðallega til þess fallin." Ingimar sagði að ráðuneytið væri búið að vinna rökstudda Ijár- hagsáætlun fyrir Talmeinastöðina fyrir nk. ár — 1987 — og hljóðaði sú áætlun upp á 20 milljónir króna. Stöðin þarfnast þessara peninga til að geta sinnt biðlistanum og til að halda rekstri stöðvarinnar í sæmi- legu ásigkomulagi. Talmeinastöð ríkisins greiðir 7.000 krónur fyrir kaup á einu heymartæki og 16.000 krónur þurfi notandinn að hafa tvö tæki, en heymartæki kosta allt frá u.þ.b. 7.000 krónum og upp í 20.000 krón- ur, að sögn Ingimars. „Stöðin kaup- ir öll tækin í gegnum Heymarhjálp, og hefur hún mjög góða samninga við danska aðila þannig að ég er viss um að verðlagi er haldið í lág- marki,“ sagði Ingimar. Þremur tíma- bundnum útvarps- leyfum úthlutað ÚTVARPSRÉTTARNEFND úthlutaði í gær þremur tímabundnum útvarpsleyfum. Eitt leyfi var veitt Alþýðuflokknum í Reykjavík, öðru Sjálfstæðisfélaginu í Vestmannaeyjum og því þriðja Sjálfstæðis- félaginu á Höfn i Hornafirði. „Við úthlutuðum Alþýðuflokkn- um í Reykjavfk tímabundnu leyfi til rekstrar útvarpsstöðvar frá 20. til 31. maí,“ sagði Kjartan Gunnars- son formaður útvarpsréttamefndar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Auk þess úthlutuðum við Sjálf- stæðisfélaginu í Vestmannaeyjum tímabundnu útvarpsleyfi frá 10. til 31. mai, og loks fékk Sjálfstæðis- félagið á Höfn í Homafirði leyfi til útvarpsrekstrar í nokkra daga í endaðan maí,“ sagði Kjartan. Kjartan sagði að þessar úthlutan- ir hefðu verið samþykktar sam- hljóða að fengnum umsögnum Pósts og síma og nú eftir hvíta- sunnuhelgina yrði gengið frá leyf- um og samningum á milli þessara aðila og Útvarpsréttamefndar eins og lög gerðu ráð fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: Reykvíkingum boð- ið í skoðunar- ferð um borgina FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykja- vík hafa ákveðið að bjóða Reykvíkingum i skoðunarferð um höfuð- borgina næstkomandi mánudag, annan hvítasunnudag. Lagt verður af stað frá Valhöll, húsi Sjálfstæðisflokksins á Háaleit- isbraut 1, klukkan 13.00 og einnig klukkan 14.00. Frambjóðendur flokksins annast leiðsögn og að ferðalokum er þátttakendum boðið í kaffíveitingar í Valhöll. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í skoðunarferðinni eru beðnir að tilkynna skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins það milli klukkan 13—17 ídag. (Fréttatilkynning) Sérstök númer á sendiráðsbíla ÁKVEÐIÐ hefur verið að sendiráð erlendra ríkja í Reykjavík fái sérstaka númeraröð til ráðstöfunar á bifreiðir sínar. Upp- hafstölur allra númera sendiráðsbíla verða 75, en síðan fær hvert sendiráð ákveðna númeraröð til ráðstöfunar upp að 75699. Flestum sendiráðum er úthlut- regla væri smám saman að kom- að 50 númemm, en þau stærstu, ast til framkvæmda. Hann sagði sendiráð Bandaríkjanna og Sovét- að þetta fyrirkomulag væri til ríkjanna, fá 100 númer hvort. hagræðis fyrir lögregluna, því Bandarísku númerin eru á bilinu þótt margir sendiráðsbílar væru 75000-75099, en þau sovésku merktir CD, væri það ekki skylda 75500-75599. og margir bílar á vegum sendiráða William Th. Möller, aðalfulltrúi væru ekki svo auðkenndir. lögreglustjóra, sagði að þessi nýja 1986 Við höfum ákveðið að efna til danslagakeppni Hótels Borgar KEPPIMISFYRIRKOMULAG: Þátttakendur skulu senda lögin til keppninnar á nótum, útsett fyrir eitt hljóðfæri eða laglínu með bókstafahljómum, einnig er gott að láta hljómsnældu með upptöku lagsins fylgja, til þess að útsetjari fái betri hugmynd um hvernig höfundarnir hugsa sér flutning laganna (hraða, áherslu o.fl.). Lögum þeim sem syngja skal þarf að fylgja sönghæfur texti á góðu máli. Senda má til keppninnar lög sem hæfa við alla hefð- bundna gamla dansa, vals, tangó, ræl, polka, vienarkrus, skottis o.s.frv. Lögin skulu merkt með dulnefni tónskálds og textahöfundar, en fylgja skal rétt nafn og heimilisfang i lokuðu umslagi. Sérstök dómnefnd skipuð þremur tónlistarmönnum velur lögin til keppninnar. Valin verða allt að 25 lög til flutnings. Keppnin fer fram á Hótel Borg á sunnudagskvöldum og verða leikin 5 lög hvert kvöld. Af þeim komast 2 lög i undanúrslit þar sem valin verða 5 bestu lögin sem keppa siðartil úrslita. Gestir greiða atkvæöi um lögin og þeirra atkvæði ráða algjörlega vali laganna, sem fá verðlaun. Stefnt er að því að 10 efstu lögin verði gefin út á hljómplötu. ^ Skilaf restur er til 10. júlí 1986. Lögin sendist í lokuðu umslagi merkt: Nánari upplýsing- ar veitir Sigurður Garðarsson í síma 11440 og Jón Sig- urðsson á Hótel Borg á sunnudags- kvöldum Danslagakeppnin Hótel Borg, 101 Reykjavík. Gömlu dansarmr Verðlaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.