Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 ÚTVARP/ SJÓNVARP Ruslafatan Starfsins vegna hlustar undir- ritaður á ósköpin öll af rabbi í ríkisútvarpinu á öilum rásum og ekki er því að leyna að nokkur kfló af bleki hafa hrotið á pappír við hljóðskrafið en til allrar hamingju hefir sá pappír oftast endað lff sitt í ruslafötunni. Þó blása stöku sinn- um vindar svo af heiðum að rabbið ratar alla leið í gegnum prentvél- amar og fær vonandi nýtt líf í huga lesandans. Það hefir stundum verið rætt um það að okkur jarðarbúa skorti fyrst og fremst hæfileikann til að endumýja auðiindimar og endurvinna heimsins gull og ger- semi. Ég held að ekki verði yfir því kvartað að starfsmenn Ijölmiðla á íslandi gemýti ekki þær takmörk- uðu auðlindir er þeir starfa sínum samkvæmt verða að leggjast á líkt og mýflugur á beljubijóst. Tökum dæmi: Löngu útbmnninn leikritahöf- undur hefir skyndiiega vaknað til Iffsins og spymt úr stílvopninu leik- riti. Að sjálfsögðu er hér um merkis- atburð að ræða f hinu gróskumikla íslenska menningarlífi þar sem höfundar hugverka eru gjaraan svo langt fyrir neðan launastiga Sókn- arkvenna að þeir sjást varla bemm augum. Nú ieikverkið er að sjálf- sögðu tekið til æfinga hjá virðulegu atvinnuleikhúsi borgarinnar þar sem rithöfundurinn gerði það gott á bamum, hér á ámm áður. Er líður að frumsýningu birtast viðtöl við rithöfundinn í öllum helstu dag- blöðum landsins og ekki nóg með það því að undanfömu hafa lslend- ingar eignast fjölda glæsi tfmaríta og skreytir rithöfundurinn endur- vakti þar aðra hveija forsfðu. Þegar svo generalpmfan er í sjónmáli þá birtast viðtöl í öllum Qölmiðlum við leikarana og aðstandendur sýning- arinnar er lofa hana og höfundinn uppí hástert. Þannig sagði einn leikarinn f Suðumesjadagskránni: „Hann brást okkur ekki að þessu sinni fremur en endranær. Ég lék í verki eftir hann fyrir aldarfjórð- ungi og hann hefur ekkert breyst __þessi elska. Ummæli leikarans í Suðumesjadagskránni urðu til þess að eitt lúxustímaritið birti myndröð með leikaranum og leik- ritahöfundinum uppvakta þar sem þau kysstust á bamum á Roxzý í nýjustu leðurfatatískunni frá D&D&D. Nú svo er leikritið fmm- sýnt á stóra sviðinu og eftirfarandi fréttatilkynning birtist í ríkisút- varpinu: Aheyrendur fögnuðu leik- ara og leikstjóra með djmjandi lófa- taki. Tveir af duglegustu frétta- mönnum útvarps og sjónvarps tóku frumsýningargesti tali í hlénu en á því var lítið að græða því menn vom heldur þvoglumæltir í glasa- glauminum. Svo birtist náttúmlega gngnrýni í blöðunum daginn eftir sem enginn tekur mark á því þar stendur óbein- um orðum að leikrítið sé nú einu sinni ekkert meistaraverk og glæð- umar... hafa að mestu kulnað þótt vissulega megi finna létta spretti, eins og einn gagnrýnandinn komst að orði. Upphefjast nú miklar og harðvítugar ritdeilur í blöðunum þar sem gagnrýnendur em sakaðir um... hlutdrægni og ég veit ekki hvað. Blaðamenn keppast við að ræða við rithöfundinn um hið ódauðlega meistaraverk og jafnvel birtast hólgreinar í lesendadálkum dagblaðanna rítaðar af aðstandend- um sýningarinnar og frændum og vinum út um allan bæ. Rithöfundur- inn verður vinsælli en Herbert Can’t walk away á rás 2 og nær svo langt að eiga kvöldstund með listamanni uppí sjónvarpi. Svo ritar undirritaður um fyrr- greinda kvöldstund þar sem allir em listamenn já er nema von að stundum sé rennt hým auga til mslafötunnar. Ólafur M. Jóhannesson Atríði í Silfurtúnglinu: Egill Ólafsson í hlutverki Feilans og Sigrún Hjálmtýs- dóttir í hlutverki Lóu. Silfurtúnglið ■■■■ Silfurtúnglið, OQ45 Isikrit eftir £0—~ Halldór Laxness í sjónvarpsgerð Hrafns Gunnlaugssonar, er á dag- skrá sjónvarps í kvöld. Leikrítið var fyrst sýnt í sjónvarpi á jólum 1978 en er nú endursýnt í sjrttri útgáfu. Sjónvarpsleikritið Silfurtúnglið heldur yrkis- efni sviðsverksins en það var umritað og því breytt eftir kröfum tækninnar. Helsta breytingin er sú að það gerist í sjónvarpsstöð í nútímanum, þar sem verið er að gera skemmtiþáttinn Silfurtúnglið — en sviðs- verkið gerðist aftur á móti í kabarettleikhúsi um 1950. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson en með aðal- hlutverk fara Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafs- son, Þórhallur Sigurðsson, Steindór Hjörleifsson, Egill Ólafur Egilsson, Björg Jónsdóttir, Kjartan Ragn- arsson og Erlingur Gísla- son. Tónlistarmenn á Listahátíð 1986 ■■■■ Tónlistarmenn á -| K 00 Lástahátíð 1986 lO— nefnist þáttur sem er á dagskrá rásar eitt í dag. Kjmntir verða í fáum orðum og með tóndæmum þrír tónlistarmenn; sænski baritonsöngvarinn Thomas Lander, orgelleikarinn Col- in Andrews og píanóleikar- inn Claudio Arrau. Kynn- ing þessi er þáttur í við- leitni Ríkisútvarpsins til að vekja athygli hlustenda á gestum okkar á Listahátíð. Thomas Lander sjmgur Ijóðasöngva eftir Richard Strauss, Colin Andrews leikur Prelúdíu og fúgu í G-dúr eftir J.S. Bach og Claudio Arru leikur Wald- stein-sónötu Beethovens. Kynnir er Knútur R. Magn- ússon. Frá útlöndum: Fjallað um blaðakónginn Robert Murdoch Frá útlöndum, nOO þáttur um er- lend málefni í umsjá Páls Heiðars Jóns- sonar, er á dagskrá rásar eitt fyrir hádegi í dag. Fjallað verður um ástralska blaða- og sjónvarpskóng- inn Rubert Murdock sem mjög hefur kveðið að upp á síðkastið m.a. vegna umsvifa hans á sviði gervi- hnattasjónvarps, Murdoch rekur gervihnattasjónvarp- ið Sky Channel og útvarpar afþreyingarefni um alla Evrópu. I þessu sambandi verður rætt við Hans Kristján Ámason. Einnig verður rætt um afvopnunarviðræður risa- veldanna og mál sem þeim tengjast og verður m.a. rætt við David Emory, varaforstjóra afvopnunar- stofnunar Bandaríkjanna. Brandara- kerling ■■^■i Brandarakerl- 91 30 ing (Funny ”” lady), bandarísk bíómynd frá árinu 1975 er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Kvikmynd þessi er eiginlega framhald af ann- arri mjmd, Funny girl, sem gerð var nokkrum ámm áður. Brandarakerlingin er nokkuð sérstæð persóna — söngkona að atvinnu. Sýndur er framaferill hennar og samband við eiginmenn og fleira fólk. Kvikmyndahandbókin okk- ar gefur þessari mynd eina stjömu og telur hana sæmilega. Barbra Streisand fer með Mutverk brandarakerling- arinnar. UTVARP LAUGARDAGUR 17. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 fslenskir einsöngvarar og kórarsyngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.16 Veöurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku 8.36 Lesiö úrforustugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.06 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áöur sem örn Ólafsson flytur. 10.10 Veöurfregnir. Óskalög sjúklinga, 'fram- hald. 11.00 Frá útlöndum — þáttur um erlend málefni f umsjá Páls Heiöars Jónssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.46 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.60 Hér og nú. Fréttaþáttur ivikulokin. 16.00 Tónlistarmenn á Lista- hátíö 1986. Claudio Arrau, Thomas Lander og Colin Andrews. Knútur R. Magn- ússon kynnir. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.16 Veöurfregnir. 16.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Evrópukeppni landsliöa í körfuknattleik í Belgíu — B-keppni . Ingólfur Hannesson lýsir síöari hálfleik fslendinga og Svía. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.46 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.36 „Sama og þegiö." Umsjón: Karl Ágúst Ulfsson, Siguröur Sigurjónsson og ÖrnÁrnason. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: HögniJónsson. 20.30 Tímabrot Þáttur i umsjá Sigrúnar Þorvarðardóttur og Krist- jáns Kristjánssonar. 20.60 „Rauöka", smásaga eftirT. G. Nestor Ragnar Þorsteinsson þýddi. Jóhann Siguröarson les. 21.20 Vísnakvöld Gísli Helgason sér um þátt- inn. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orö kvöldsins. 22.16 Veöurfregnir. 22.20 í hnotskurn — Sagan af Danny Kay. Umsjón: Val- garöur Stefánson. Lesari meö honum: Signý Páls- dóttir. (Frá Akureyri.) 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.06 Miönæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæöisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP 17.00 Enska knattspyrnan og íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.25 Búrabyggö (Fraggle Rock). Átjándi þáttur Brúöumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 19.60 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttirogveöur 20.26 Auglýsingar og dagskrá 20.36 Áfjölunum Þáttur spunninn kringum nokkur sönglög úr íslenskum leikritum á tímabilinu 1862—1941. Jóhann Sigurö- arson, Guömundur Ólafsson og Júlíus Hjörfeifsson kynna og flytja sönglög og stutt atriöi úr Skugga-Sveini, Dansinum i Hruna, Pilti og stúlku og Gullna hliöinu. Bjami Jónat- ansson leikur á slaghörpu. Handrit og leikstjórn: Jóhann Siguröarson og Guömundur Ólafsson. Stjóm upptöku: Björn Emils- LAUGARDAGUR 17. maí 1986 son. 21.05 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show) Nýr flokkur — Fyrsti þáttur Bandarískur gamanmynda- flokkur í 24 þáttum. Aðalhlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers-Allen. Þaö er enginn leikur aö ala upp fjögur börn á ýmsum aldri, þegar bæöi hjónin vinna úti. Heimilisfaöirinn þarf jafn- an að greiðaúr ýmsum vanda- málum þegar heim kemur og ferst þaö oftast vel. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 21.30 Brandarakerling Bandarísk bíómynd frá 1975 Aðalhlutverk: Barbra Streí- sand, James Caan og Omar Sharif. Myndin er um litrika söng- konu, framaferil hennar og samband viö eiginmenn sína og annaö fólk. Þýöandi Óskar Ingimarsson. 23.46 Silfurtúngliö Endursýning i styttri útgáfu. Leikrit eftir Halldór Laxness í sjónvarpsgerö Hrafns Gunn- laugssonar. Tónlist: Egill Ólafsson og Jón Nordal. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugs- son. Leikendur: Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Egill Ólafsson, Þórhall- ur Sigurðsson, Steindór Hjör- leifsson, Egill Ólafur Egilsson, Björg Jónsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Erlingur Gisla- son o.fl. Sjónvarpsleikritiö Silfurtúngliö byggir á yrkisefni sviösverks- ins, en leikritiö var umritaö og þvi breytt eftir kröfum tækn- innar. Sviðsverk gerist i fjöl- leikahúsi um 1950 en sjón- varpsleikritiö i sjónvarpsstöð í tímalausum nútima þar sem skemmtiþátturinn Silfurtúng- liö er í vinnslu og undirbún- ingi. Stjóm upptöku: Egill Eövarðs- son. Áöursýntájólunum 1978. 01.25 Dagskrárlok Wkl LAUGARDAGUR 17. maí 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Siguröur Blön- dal. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagurtil lukku. Stjómandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopþ Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringboröiö Erna Arnardóttir stjórnar umræðuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Linur Stjómandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 21.00 Millistríða Jón Gröndal kynnir dægur- lög frá árunum 1920-1940. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk i umsjá Siguröar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur. Næturútvarp undir stjóm Hákonar Sigurjónssonar til kl. 03.00. (Engin næturv.) 03.00 Dagskrárlok.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.