Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
ÚTVARP/ SJÓNVARP
Ruslafatan
Starfsins vegna hlustar undir-
ritaður á ósköpin öll af rabbi
í ríkisútvarpinu á öilum rásum og
ekki er því að leyna að nokkur kfló
af bleki hafa hrotið á pappír við
hljóðskrafið en til allrar hamingju
hefir sá pappír oftast endað lff sitt
í ruslafötunni. Þó blása stöku sinn-
um vindar svo af heiðum að rabbið
ratar alla leið í gegnum prentvél-
amar og fær vonandi nýtt líf í huga
lesandans. Það hefir stundum verið
rætt um það að okkur jarðarbúa
skorti fyrst og fremst hæfileikann
til að endumýja auðiindimar og
endurvinna heimsins gull og ger-
semi. Ég held að ekki verði yfir
því kvartað að starfsmenn Ijölmiðla
á íslandi gemýti ekki þær takmörk-
uðu auðlindir er þeir starfa sínum
samkvæmt verða að leggjast á líkt
og mýflugur á beljubijóst. Tökum
dæmi:
Löngu útbmnninn leikritahöf-
undur hefir skyndiiega vaknað til
Iffsins og spymt úr stílvopninu leik-
riti. Að sjálfsögðu er hér um merkis-
atburð að ræða f hinu gróskumikla
íslenska menningarlífi þar sem
höfundar hugverka eru gjaraan svo
langt fyrir neðan launastiga Sókn-
arkvenna að þeir sjást varla bemm
augum. Nú ieikverkið er að sjálf-
sögðu tekið til æfinga hjá virðulegu
atvinnuleikhúsi borgarinnar þar
sem rithöfundurinn gerði það gott
á bamum, hér á ámm áður. Er líður
að frumsýningu birtast viðtöl við
rithöfundinn í öllum helstu dag-
blöðum landsins og ekki nóg með
það því að undanfömu hafa lslend-
ingar eignast fjölda glæsi tfmaríta
og skreytir rithöfundurinn endur-
vakti þar aðra hveija forsfðu. Þegar
svo generalpmfan er í sjónmáli þá
birtast viðtöl í öllum Qölmiðlum við
leikarana og aðstandendur sýning-
arinnar er lofa hana og höfundinn
uppí hástert. Þannig sagði einn
leikarinn f Suðumesjadagskránni:
„Hann brást okkur ekki að þessu
sinni fremur en endranær. Ég lék
í verki eftir hann fyrir aldarfjórð-
ungi og hann hefur ekkert breyst
__þessi elska. Ummæli leikarans
í Suðumesjadagskránni urðu til
þess að eitt lúxustímaritið birti
myndröð með leikaranum og leik-
ritahöfundinum uppvakta þar sem
þau kysstust á bamum á Roxzý í
nýjustu leðurfatatískunni frá
D&D&D. Nú svo er leikritið fmm-
sýnt á stóra sviðinu og eftirfarandi
fréttatilkynning birtist í ríkisút-
varpinu: Aheyrendur fögnuðu leik-
ara og leikstjóra með djmjandi lófa-
taki. Tveir af duglegustu frétta-
mönnum útvarps og sjónvarps tóku
frumsýningargesti tali í hlénu en á
því var lítið að græða því menn
vom heldur þvoglumæltir í glasa-
glauminum.
Svo birtist náttúmlega gngnrýni
í blöðunum daginn eftir sem enginn
tekur mark á því þar stendur óbein-
um orðum að leikrítið sé nú einu
sinni ekkert meistaraverk og glæð-
umar... hafa að mestu kulnað þótt
vissulega megi finna létta spretti,
eins og einn gagnrýnandinn komst
að orði. Upphefjast nú miklar og
harðvítugar ritdeilur í blöðunum þar
sem gagnrýnendur em sakaðir
um... hlutdrægni og ég veit ekki
hvað. Blaðamenn keppast við að
ræða við rithöfundinn um hið
ódauðlega meistaraverk og jafnvel
birtast hólgreinar í lesendadálkum
dagblaðanna rítaðar af aðstandend-
um sýningarinnar og frændum og
vinum út um allan bæ. Rithöfundur-
inn verður vinsælli en Herbert Can’t
walk away á rás 2 og nær svo langt
að eiga kvöldstund með listamanni
uppí sjónvarpi.
Svo ritar undirritaður um fyrr-
greinda kvöldstund þar sem allir
em listamenn já er nema von að
stundum sé rennt hým auga til
mslafötunnar.
Ólafur M.
Jóhannesson
Atríði í Silfurtúnglinu: Egill Ólafsson í hlutverki Feilans og Sigrún Hjálmtýs-
dóttir í hlutverki Lóu.
Silfurtúnglið
■■■■ Silfurtúnglið,
OQ45 Isikrit eftir
£0—~ Halldór Laxness
í sjónvarpsgerð Hrafns
Gunnlaugssonar, er á dag-
skrá sjónvarps í kvöld.
Leikrítið var fyrst sýnt í
sjónvarpi á jólum 1978 en
er nú endursýnt í sjrttri
útgáfu. Sjónvarpsleikritið
Silfurtúnglið heldur yrkis-
efni sviðsverksins en það
var umritað og því breytt
eftir kröfum tækninnar.
Helsta breytingin er sú að
það gerist í sjónvarpsstöð
í nútímanum, þar sem verið
er að gera skemmtiþáttinn
Silfurtúnglið — en sviðs-
verkið gerðist aftur á móti
í kabarettleikhúsi um
1950. Leikstjóri er Hrafn
Gunnlaugsson en með aðal-
hlutverk fara Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafs-
son, Þórhallur Sigurðsson,
Steindór Hjörleifsson, Egill
Ólafur Egilsson, Björg
Jónsdóttir, Kjartan Ragn-
arsson og Erlingur Gísla-
son.
Tónlistarmenn
á Listahátíð 1986
■■■■ Tónlistarmenn á
-| K 00 Lástahátíð 1986
lO— nefnist þáttur
sem er á dagskrá rásar eitt
í dag. Kjmntir verða í fáum
orðum og með tóndæmum
þrír tónlistarmenn; sænski
baritonsöngvarinn Thomas
Lander, orgelleikarinn Col-
in Andrews og píanóleikar-
inn Claudio Arrau. Kynn-
ing þessi er þáttur í við-
leitni Ríkisútvarpsins til að
vekja athygli hlustenda á
gestum okkar á Listahátíð.
Thomas Lander sjmgur
Ijóðasöngva eftir Richard
Strauss, Colin Andrews
leikur Prelúdíu og fúgu í
G-dúr eftir J.S. Bach og
Claudio Arru leikur Wald-
stein-sónötu Beethovens.
Kynnir er Knútur R. Magn-
ússon.
Frá útlöndum:
Fjallað um
blaðakónginn
Robert Murdoch
Frá útlöndum,
nOO þáttur um er-
lend málefni í
umsjá Páls Heiðars Jóns-
sonar, er á dagskrá rásar
eitt fyrir hádegi í dag.
Fjallað verður um ástralska
blaða- og sjónvarpskóng-
inn Rubert Murdock sem
mjög hefur kveðið að upp
á síðkastið m.a. vegna
umsvifa hans á sviði gervi-
hnattasjónvarps, Murdoch
rekur gervihnattasjónvarp-
ið Sky Channel og útvarpar
afþreyingarefni um alla
Evrópu. I þessu sambandi
verður rætt við Hans
Kristján Ámason.
Einnig verður rætt um
afvopnunarviðræður risa-
veldanna og mál sem þeim
tengjast og verður m.a.
rætt við David Emory,
varaforstjóra afvopnunar-
stofnunar Bandaríkjanna.
Brandara-
kerling
■■^■i Brandarakerl-
91 30 ing (Funny
”” lady), bandarísk
bíómynd frá árinu 1975 er
á dagskrá sjónvarps í
kvöld. Kvikmynd þessi er
eiginlega framhald af ann-
arri mjmd, Funny girl, sem
gerð var nokkrum ámm
áður. Brandarakerlingin er
nokkuð sérstæð persóna —
söngkona að atvinnu.
Sýndur er framaferill
hennar og samband við
eiginmenn og fleira fólk.
Kvikmyndahandbókin okk-
ar gefur þessari mynd eina
stjömu og telur hana
sæmilega.
Barbra Streisand fer með
Mutverk brandarakerling-
arinnar.
UTVARP
LAUGARDAGUR
17. maí
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.16 Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
7.20 Morgunteygjur.
7.30 fslenskir einsöngvarar
og kórarsyngja.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
8.16 Veöurfregnir. Tónleikar.
8.30 Fréttir á ensku
8.36 Lesiö úrforustugreinum
dagblaöanna. Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir.
10.00 Fréttir.
10.06 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áöur
sem örn Ólafsson flytur.
10.10 Veöurfregnir.
Óskalög sjúklinga, 'fram-
hald.
11.00 Frá útlöndum — þáttur
um erlend málefni f umsjá
Páls Heiöars Jónssonar.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.60 Hér og nú. Fréttaþáttur
ivikulokin.
16.00 Tónlistarmenn á Lista-
hátíö 1986. Claudio Arrau,
Thomas Lander og Colin
Andrews. Knútur R. Magn-
ússon kynnir.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veöurfregnir.
16.20 Listagrip. Þáttur um list-
ir og menningarmál. Um-
sjón: Sigrún Björnsdóttir.
17.00 Evrópukeppni landsliöa
í körfuknattleik í Belgíu —
B-keppni .
Ingólfur Hannesson lýsir
síöari hálfleik fslendinga og
Svía.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.46 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.36 „Sama og þegiö."
Umsjón: Karl Ágúst Ulfsson,
Siguröur Sigurjónsson og
ÖrnÁrnason.
20.00 Harmoníkuþáttur. Um-
sjón: HögniJónsson.
20.30 Tímabrot
Þáttur i umsjá Sigrúnar
Þorvarðardóttur og Krist-
jáns Kristjánssonar.
20.60 „Rauöka", smásaga
eftirT. G. Nestor
Ragnar Þorsteinsson þýddi.
Jóhann Siguröarson les.
21.20 Vísnakvöld
Gísli Helgason sér um þátt-
inn.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orö kvöldsins.
22.16 Veöurfregnir.
22.20 í hnotskurn — Sagan
af Danny Kay. Umsjón: Val-
garöur Stefánson. Lesari
meö honum: Signý Páls-
dóttir. (Frá Akureyri.)
23.00 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.06 Miönæturtónleikar.
Umsjón: Jón örn Marinós-
son.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarp á rás 2 til kl.
03.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp
fyrir Reykjavik og nágrenni
— FM 90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5 MHz.
SJÓNVARP
17.00 Enska knattspyrnan og
íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
19.25 Búrabyggö
(Fraggle Rock). Átjándi þáttur
Brúöumyndaflokkur eftir Jim
Henson.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
19.60 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttirogveöur
20.26 Auglýsingar og dagskrá
20.36 Áfjölunum
Þáttur spunninn kringum
nokkur sönglög úr íslenskum
leikritum á tímabilinu
1862—1941. Jóhann Sigurö-
arson, Guömundur Ólafsson
og Júlíus Hjörfeifsson kynna
og flytja sönglög og stutt atriöi
úr Skugga-Sveini, Dansinum
i Hruna, Pilti og stúlku og
Gullna hliöinu. Bjami Jónat-
ansson leikur á slaghörpu.
Handrit og leikstjórn: Jóhann
Siguröarson og Guömundur
Ólafsson.
Stjóm upptöku: Björn Emils-
LAUGARDAGUR
17. maí 1986
son.
21.05 Fyrirmyndarfaöir
(The Cosby Show)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur
Bandarískur gamanmynda-
flokkur í 24 þáttum.
Aðalhlutverk: Bill Cosby og
Phylicia Ayers-Allen.
Þaö er enginn leikur aö ala
upp fjögur börn á ýmsum
aldri, þegar bæöi hjónin vinna
úti. Heimilisfaöirinn þarf jafn-
an að greiðaúr ýmsum vanda-
málum þegar heim kemur og
ferst þaö oftast vel.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
21.30 Brandarakerling
Bandarísk bíómynd frá 1975
Aðalhlutverk: Barbra Streí-
sand, James Caan og Omar
Sharif.
Myndin er um litrika söng-
konu, framaferil hennar og
samband viö eiginmenn sína
og annaö fólk.
Þýöandi Óskar Ingimarsson.
23.46 Silfurtúngliö
Endursýning i styttri útgáfu.
Leikrit eftir Halldór Laxness í
sjónvarpsgerö Hrafns Gunn-
laugssonar.
Tónlist: Egill Ólafsson og Jón
Nordal.
Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugs-
son.
Leikendur: Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Egill Ólafsson, Þórhall-
ur Sigurðsson, Steindór Hjör-
leifsson, Egill Ólafur Egilsson,
Björg Jónsdóttir, Kjartan
Ragnarsson, Erlingur Gisla-
son o.fl.
Sjónvarpsleikritiö Silfurtúngliö
byggir á yrkisefni sviösverks-
ins, en leikritiö var umritaö og
þvi breytt eftir kröfum tækn-
innar. Sviðsverk gerist i fjöl-
leikahúsi um 1950 en sjón-
varpsleikritiö i sjónvarpsstöð
í tímalausum nútima þar sem
skemmtiþátturinn Silfurtúng-
liö er í vinnslu og undirbún-
ingi.
Stjóm upptöku: Egill Eövarðs-
son.
Áöursýntájólunum 1978.
01.25 Dagskrárlok
Wkl
LAUGARDAGUR
17. maí
10.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Siguröur Blön-
dal.
12.00 Hlé
14.00 Laugardagurtil lukku.
Stjómandi: Svavar Gests.
16.00 Listapopþ
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00 Hringboröiö
Erna Arnardóttir stjórnar
umræðuþætti um tónlist.
18.00 Hlé
20.00 Linur
Stjómandi: Heiðbjört Jó-
hannsdóttir.
21.00 Millistríða
Jón Gröndal kynnir dægur-
lög frá árunum
1920-1940.
22.00 Bárujárn
Þáttur um þungarokk i
umsjá Siguröar Sverrisson-
ar.
23.00 Svifflugur.
Næturútvarp undir stjóm
Hákonar Sigurjónssonar til
kl. 03.00. (Engin næturv.)
03.00 Dagskrárlok.