Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
Borgarfjörður
eystri:
Grafíksýning
í félagsheim-
ilinu
NÝLEGA hélt Sigurlaugur Elías-
son grafíksýningu í félagsheimil-
inu Fjarðarborg í Borgarfirði.
Sýndi hann þar 19 verk.
Sigurlaugur er borinn og bam-
fæddur hér í Borgarfírði, sonur
hjónanna Elíasar listmálara Hall-
dórssonar og Ásthildar Sigurðar-
dóttur.
Hann lauk stúdentsprófi árið
1978 og námi við Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1983.
Hann var einn fímm plastikmálara,
sem sýndu í Nýlistasafninu árið
1983.
Árið 1985 gaf hann út ljóðabók-
ina: grátónaregnboginn. Einkasýn-
ingar hefur Sigurlaugur haldið í
Listasafni alþýðunnar árið 1985 og
í safnhúsinu á Sauðákróki árið
1986.
Er við leiðum hugann að Sigur-
laugi Elíassyni og list hans, reikar
hugurinn aftur í tímann og staldrar
við þá staðreynd, að þrátt fyrir
mannfæð og íjarlægð við flesta
strauma lista og fagurfræði, þá
hefur BorgarQörður þó alið og átt
hluta í framgangi ýmissa lista-
manna. Má þar t.d. nefna Bjama
Þorsteinsson, sem fæddist í Höfn,
árið 1968, en fluttist til Ameríku
árið 1903 og lést þar 1942. Bjami
var skáldmæltur vel og var ljóðabók
eftir hann gefín út að honum látn-
um.
Lárus Siguijónsson, skáld og
guðfræðingur, fæddist í Húsavík
eystri 1874 og ólst upp þar og í
Borgarfirði. Hann fluttist til Amer-
Sigurlaugur Elíasson
íku 1907 og dvaldist þar til ársins
1943, er hann flutti aftur heim til
íslands. Eftir hann em a.m.k. tvær
ljóðabækur.
Jóhannes S. Kjarval, sem ekki
þarf að kynna. Hann fæddist að
vísu að Ytri-Ey í Meðallandi árið-
1885, en fluttist hingað í Borgar-
flörð 4 ára og ólst hér að miklu
leyti upp. Mög verk hans sýna að
borgfírskt umhverfí hefur haft mikil
áhrif á listgáfu hans. Mun hann
löngum hafa litið á sig sem nokk-
urskonar Borgfírðing.
Hið kunna vestur-íslenska skáld
Guttormur J. Guttormsson átti
ættir sínar að rekja hingað í Borgar-
fjörð, því að hér bjuggu afí hans
og amma á sínum tíma. Og sjálfur
orti hann manna best á íslenska
tungu.
Loks má svo nefna föður Sigur-
laugar, listmálarann Elías B. Hall-
dórsson, sem kominn er í röð okkar
bestu listmálara og son hans, Gyrðir
Elíasson, sem þrátt fyrir ungan
aldur hefur nú þegar gefið út þijár
ljóðabækur.
Sverrir
Golf Syncro í sínu rétta umhverfi: á í slandi
Morgunblaðið/Börkur
VW Golf Syncro:
Kattliðugur hlaupagarpur
Farangursgeymslan er stækkanleg og hægt er að láta hilluna liggja
kyrra þegar opnað er. Varadekkið tekur sinn toll af rýminu og þrösk-
uldurinn gæti orðið erfiður að lyfta þungum hlutum yfir. Geymslan
er alklædd vandaðri klæðningu.
hemlað er og kemur í veg fyrir að
framhjólin verði fyrir áhrifum af
því að afturhjólin læsist við hemlun,
eða snúist hægar. Að þessu saman-
lögðu heldur Golfínn kostum fjór-
hjóladrifsins og nær um leið að
vera án flestra ókostanna.
Garpur á vegum
Golf Syncro er nú kominn til
landsins og skal þá frá því segja,
hvemig hann spjaraði sig í reynslu-
akstri.
Fyrst ber að taka það fram að
þessi Golf er alls ekki og á ekki
að vera torfærutæki. Aldrifíð er
eingöngu hugsað til þess að bæta
veggrip í bleytu og hálku. Við okkar
aðstæður nýtist það þó ekki síður
á malarvegunum og ætti einnig að
koma vel út í minniháttar snjó.
Golf Syncro er að flestu leyti eins
og venjulegur Golf til að sjá. Þó sést
ef ve) er að gáð, að eitthvað er
öðruvísi. Að framan er vindskeið
undir stuðaranum og er úr mjúku
plastefni sem ekki skaðast þótt hún
rekist lítilsháttar niður. Einnig eru
aukaökuljós undir stuðaranum og
heitið, Syncro, er letrað á hliðar
bflsjns og aftan á hann.
Útlit Golfsins er orðið nokkuð
Bílar
VW Golf Syncro
Helsti búnaður sem fylgir
með kaupunum:
Afturrúðuþurrka
Miðstýrðar læsingar
Fullvaxnir hljólkoppar
Hurðalistar
Vindskeið að framn
Viðbótarökuljós
Útispeglar, stillanlegir innan-
frá
Stækkanleg farangursgeymsla
Þórhallur Jósepsson
Jæja — þá er Golf kominn í 4x4 klúbbinn. Hann fer ekki sömu slóðir
og hinir félagamir í fólksbfladeildinni, þeir eru yfirleitt með fastsetta
aflfærslu á fram- og afturöxlana þannig að aflið dreifíst jafnt á þá báða.
Sú tilhögun getur komið mönnum í klípu þegar ekið er í lausamöl eða
hálku, einnig á malbiki ef mjög hratt er farið. Þá geta öll hjól misst grip
í beygju eða þegar hægt er á, og ökumaðurinn á í vandræðum með að
hafa stjóm á bflnum. þetta gerist enn frekar ef ekki er mismunadrif á
milli öxlanna, þá er mun erfíðara fyrir bflstjórann að sjá fyrir hreyfíngar
bflsins, hvort fram- eða afturendinn muni leita meira til hliðar eða jafnvel
allur bfllinn skrika jafnt til.
Þetta vita bílaframleiðendur
mætavel, enda hafa ijórhjóladrifnir
bílar yfírleitt verið þannig gerðir
að þeim er að öllu jöfnu ekið á
öðru drifínu og hitt aðeins tengt
þegar sérstaks grips er þörf. Svo-
nefnt „Quadra-trac“ drif var skref
í þá átt að leysa þennan vanda og
byggði á mismunadrifí milli öxl-
anna. Því fylgdi afturámóti sá
ókostur að bfllinn gat setið fastur
þegar annað hvor öxullinn missti
grip og þar spóluðu hjólin. Þá voru
settar læsingar á mismunadrifíð,
en þær em ónýtar og þyngja einnig
bflinn.
Það er e.t.v. gott og blessað að
hafa allskyns fasttengdan útbúnað
og handvirkan í jeppum og torfæm-
tröllum þar sem menn gera ráð
fyrir því og fjórhjóladrifíð er notað
við mjög afbrigðilegar aðstæður. í
fólksbflum vill fólk afturámóti hafa
þægindi og þeim fylgir að þurfa
ekki að tengja og aftengja í tíma
og ótíma ýmislegan galdrabúnað
sem alltof auðvelt er að rangnota.
Þeir bflar em líka síður gerðir fyrir
torfæmakstur og sumir hveijir alls
ekki, heldur er aldrifíð einungis til
þess gert að ná betra veggripi og
kemur þá aftur að fyrrgreindum
vanda: hvemig má koma því svo
fyrir að kostir þess nýtist, en ókost-
imir fylgi ekki með í kaupunum?
Samhæfing með silikon
kúplingin svigrúm til minniháttar
hraðamunar á drifunum eins og
verður í beygjum, en læsir þeim ef
annað þeirra missir grip. En Rúg-
brauðið er með fastsett átak í báða
öxla, jafnt á hvom. Með Golf Sycro
er gengið skrefi lengra. Seigjukúpl-
ingin vinnur á sama hátt, en afl-
dreifíngin á öxlina er breytileg eftir
aðstæðum eins og sýnt er á skýr-
ingamyndinni. Að auki er búnaður
sem aftengir afturdrifíð þegar
Volkswagen hefur nú um nokk-
urt skeið framleitt „Rúgbrauðið"
með fjórhjóladrifí og kallað þá gerð
Syncro, sem er þeirra heiti á e.k.
mismunadrifí á milli öxlanna. Á ís-
lensku hefur þetta verið nefiit
seigjukúpling og byggist á breyti-
legri seigju silikonvökva sem þama
gegnir áþekku hlutverki og vökvinn
í venjulegri sjálfskiptingu. Þessi
silikonvökvi er mjög seigfljótandi
og gefur vel eftir við rólegt átak,
þ.e. þegar hraðamunur drifanna er
óvemlegur. Við snöggt átak veitir
vökvinn aftur á móti mikið viðnám
og virkar þá eins og læsing á mis-
munadrifinu. Þannig veitir seigju-
Á þessari mynd sést hvemig aflið færist á milli öxlanna þegar yfirborð vegarins breytist. Á fyrstu
myndinni (að ofan til vinstri) er bíllinn á þurru malbiki og meginhluti aflsins fer á framþjólin. Þegar
hann kemur á hálan veg, eða á möl, færist aflið samstundis yfir á afturdrifið, síðan verður jafnara
hlutfall (að neðan til vinstri) á meðan ekið er á hálkunni og þá virkar seigjukúplingin stöðugt til að
flytja aflið á þann öxulinn sem hefur betra grip og að lokum þegar aftur er komið á þurrt verður
allt sem fyrr: framhjólin sjá að mestu að knýja bilinn áfram og þau aftari í viðbragsstöðu.