Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986 29 Fengu Evrópubúar ekki réttar upplýsing- ar um geislavirknina? Frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. í þessari borg, sem hefur um 2,5 milljónir íbúa, var sumarleyfi skólabarna flýtt og margar mæður með lítil börn flýttu sér burt frá borginni. SAMTÍMIS þvi sem geislavirkni frá Sovétríkjunum barst yfir Evrópu, lýsti Sovétstjórnin því yfir, að öðrum löndum stafaði ekki hætta af henni. Síðan brást hún reið við, þegar að þvi kom að útskýra það, að hún skyldi ekki aðvara önnur lönd við hætt- unni. Einu löndin, sem voru reið- búin til þess að gleypa við skýr- ingum Sovétstjórnarinnar, voru Austur-Þýzkaland og Tékkóslóv- akía. Þar var lítið sagt frá kjarn- orkuslysinu i Chernobyl og þvi haldið fram, að engin nauðsyn væri á varúðarráðstöfunum. Annars staðar — bæði í Austur- og Vestur-Evrópu — urðu fáir til þessa að trúa Rússum og margir Evrópumenn voru tor- tryggnir gagnvart þeim skýring- um og aðvörunum, sem stjóm- völd i löndum þeirra sjálfra létu frá sér fara. Hinar opinberu aðvaranir vora lika svo mismun- andi, að það var skiljanlegt, að þær yrðu til þess að vekja efa á meðal fjölda fólks. Pólveijum var sagt 29. aprfl, að hin tímabundna aukning á geisla- virkni hefði „enga hættu í för með sér fyrir heilsu fólks". En í sömu sjónvarpstilkynningu fengu þeir að vita það, að joð í andrúmsloftinu „gæti verið skaðlegt fyrir böm og vanfærar konur“ og ráðlagt að drekka ekki mjólk úr kúm, sem beitt væri úti. í Ungverjalandi og Rúmeníu voru gefín fyrirmæli eins og í Póilandi um að þvo grænmeti og rúmenskum foreldmm var ráðlagt að halda GENGI GJALDMIÐLA London, AP. GENGI Bandaríkj adollars styrktist aðeins i gær, en sterl- ingspundið lækkaði. Síðdegis í gær fengust 1,5235 dollarar fyrir pundið í London (1,5365), en að öðru leyti var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,2110 vestur-þýzk mörk (2,1900), 1,8402 svissneskir frank- ar (1,8215), 7,0425 franskir frank- ar (6,9875), 2,4900 hollenzk gyllini (2,4690), 1.516,75 italskar límr (1.502,25) og 1,3755 kanadískir dollarar (1,3755) og 165,25 jen (162,70). Gull hækkaði og var verð þess 343,00 dollarar únsan (341,75). bömum sínum innandyra. í Júgó- slavíu, þar sem ljölmiðlar gátu gagmýnt pukur Sovétmanna óhik- að, vom ráðleggingamar á svipaðan veg. I Austurríki var sala á grænmeti bönnuð. Þar vom ekki bara gefnar út aðvaranir handa vanfæmm konum og komabömum, heldur jafnvel ráðleggingar um, hvemig fólk ætti að fara úr skónum, áður en það gengi inn á heimili sín. Grikkir, Svisslendingar og Vestur- Þjóðveijar vom allir varaðir við mjólk og grænmeti. „Ef það var sngin hætta, hvers vegna allar þessar aðvaranir, spurðu margir Evrópumenn sjálfa sig. Þær aðvaranir, sem Vestur- Þjóðveijar fengu, vom sérstaklega mglandi. Þær, sem komu frá Bonn, vom yfirleitt ekki eins alvarlegs eðlis og þær, sem komu frá einstök- um fylkisstjómum og það enda þótt Sambandsstjómin fyrirskipaði, að mjólk, kjöt og grænmeti frá löndum Austur-Evrópu yrði rannsakað með tilliti til geislavirkni. Mótsagnamir í ráðleggingunum vom enn augljós- ari 6. maí. Þá hætti Sambands- stjómin að vara við neyzlu nýrrar mjólkur, en samtímis var hætt að dreifa mjólk í skólum í Nordrhein- Westfalen. Franska stjómin tók öllu með ró og sagði, að aðeins lítill hluti lands- ins hefði orðið fyrir geislavirkni. En fólk ( Elsass, sem hlustaði bæði á franskar og þýzkar útvarpsstöðv- ar, heyrði hins vegar tvenns konar skoðanir, sem stönguðust á, um ástandið á því svæði, þar sem það bjó. Á Ítalíu varð óttinn til þess að sett var bann á nýtt grænmeti og langar biðraðir mynduðust á landa- mæmnum, þar sem vömbifreiðir frá Norður- og Austur-Evrópu vom stöðvaðar fyrir nánari skoðun. Heilbrigðisráðuneytið í Lúxemborg hvatti fólk, sem lenti í rigningu 3. maí, tii þess að fara í sturtu og þvo föt sín. í flestum löndum Vestur- Evrópu bámst þá fréttir af minnk- andi greislavirkni, en regnvatn hafði þó leitt til aukinnar geisla- virkni á mörgum svæðum. I Bret- landi var það staðfest 6. maí með tilkynningu frá stjómvöldum, að neyzla á mjólk og drykkjarvatni væri hættulaus, en varað við því að drekka rigningarvatn. Þann 7. maí samþykktu aðildar- ríkin 12 í Evrópubandalaginu að hætta að sinni innfíutningi á mat- vælum frá Austur-Evrópu, sem framleidd væm innan 1.000 km radíusar frá Chemobyl — ekki vegna neinnar beinnar hættu, sem vitað var um, heldur vegna skorts á upplýsingum um magn geisla- virkninnar innan svæðisins. AP/Símamynd Átta fjallgöngumenn farast Portland, Oregon. AP. TVEIR ungUngar era nú á batavegi eftir að þeim var bjargað úr fönn og þeir fluttir með flugvél til byggða. Á myndinni sést hvar annar þeirra er fluttur á börum úr flugvélinni. Átta fjall- göngumenn létust eftir að hafa legið grafnir í fönn á Hood- fjalli í Oregon í Bandaríkjunum i þrjá daga. Upphaflega taldi hópurinn þrettán manns, kennara og nem- endur frá fjallgönguskóla. Hópurinn var að klífa tind fjallsins, er skyndilega skaU á hríðarbylur, en áður höfðu tveir snúið til baka og komist við illan leik til byggða. VÍSNAVINIR Hæfileikakeppni Vísnavinir hafa nú ákveðið að efna til hæfileika- keppni í tengslum við afmæli félagsins á þessu ári. Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst sá að draga fram í dagsljósið nýja og vonandi sem frum- legasta krafta á sviði vísnatónlistar. Keppnin verður haldin á sérstöku vísnakvöldi á Hótel Borg, mánudaginn 26. maí. Félagið hefur í hyggju að gefa út hljómplötu á hausti komanda í tilefni afmælisins, og mun sigurvegara keppn- innar gefast kostur á að vera með á þeirri plötu. REGLUR HÆFILEIKAKEPPNINNAR VERÐA ÞESSAR: 1. Rétt til þátttöku hafa elnstaklingar og smærri söng- hópar sem ekki hafa enn haslað sér völl í íslensku tónlistarlífi með útgáfu eigin verka á hljómplötum eða tónsnældum. 2. Heimilt er að flytja jafnt eigið efni sem annarra, íslensk þjóðlög og hvaðeina annað sem flokkast getur undir visna- og þjóðlagatónlist. Textar skuliu þó allir vera á islensku. 3. Sérhver þátttakandl (elnstakllngur eða hópur) skal flytja tvö lög í keppninni. Þátttaka tilkynnist Vísnavinum, Tryggvagötu 10, 101 Reykjavik, i sima 24025 milli kl. 18.00 og 20.00 alla virka daga fyrir 24. mai, eða skriflega fyrir sama tíma. Með kveðju, Stjórn Vísnavina. TILKYNNING UM FRAMBOÐ VIÐ BÆJARSTJÓRNAR- KOSNINGAR f VESTMANNAEYJUM 31. MAÍ1986 Við bæjarst jórnarkosningarnar í Vestmannaeyjum 31. maí 1986 eru bornir f ram eftirf arandi listar: A-LISTI B-LISTI D-LISTI G-LISTI V-LISTI JflfnflftflrmflTinfl 1. Guðmundur Þ.B. Ólafsson 2. Þorbjörn Pálsson 3. Sólveig Adólfsdóttir 4. Ágúst Bergsson 5. Kristjana Þorfinnsdóttir 6. Bcrgvin Oddsson 7. Birgir Guðjónsson 8. Stefán Jónsson 9. Eygló Ingólfsdóttir ÍO. Ágústína Jónsdóttir 1 1. Heimir Hallgrímsson 12. Vilhjálmur Vilhjálmsson 13. Ebenezer Guðmundsson 14. Guðný Ragnarsdóttir 15. Ævar Þórisson 16. Jóhann Ólafsson 17. Tryggvi Jónasson 18. Magnús H. Magnússon Framsóknarflokksins 1. Andrés Sigmundsson 2. Guðmundur Búason 3. Skæringur Georgsson 4. Svanhildur Guðlaugsdóttir 5. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir 6. Ingveldur Gísladóttir 7. Jónas Guðmundsson 8. Ingi Steinn Ólafsson 9. Birna Þórhallsdóttir ÍO. Páll Arnar Georgsson 1 1. Hafdís Eggertsdóttir 12. Hilmar Rósmundsson 13. Auðberg Óli Valtýsson 14. Logi Snædal Jónsson 15. Einar Steingrímsson 16. Hilmar Jónasson 17. Jóhann Björnsson 18. Sigurgeir Kristjánsson Sjálfstæðiaflokksius 1. Sigurður Einarsson 2. Sigurður Jónsson 3. Bragi I. Ólafsson 4. Helga Jónsdóttir 5. Arnar Sigurmundsson 6. Ólafur Lárusson 7. Ómar Garðarsson 8. Unnur Tómasdóttir 9. Stefán Runólfsson ÍO. Grímur Gíslason 1 1. Friðþór Guðlaugsson 12. Þórunn Gísladóttir 13. Gísli Ásmundsson 14. Októvía Andersen 15. Hafliði Albertsson 16. Guðmundur R. Lúðvíksson 17. Sigurhjörg Axelsdóttir 1 8. Sigurgeir ólafsson Alþýðubandalagsins 1. Ragnar Óskarsson 2. Guðmunda Stcingrímsdóttir 3. Elías Björnsson 4. Jóhanna Friðriksdóttir 5. Jón Kjartansson 6. Svava Hafstcinsdóttir 7. Þorsteinn Gunnarsson 8. Matthildur Sigurðardóttir 9. Ástþór Jónsson ÍO. Aðalheiður Sveinsdóttir 1 1. Sævar Halldórsson 12. EddaTegeder 13. Ármann Bjarnfreðsson 14. Gunnlaug Einarsdóttir 1 5. Hörður Þórðarson 16. Ólöf M. Magnúsdóttir 1 7. Dagmey Einarsdóttir 18. Hermann Jónsson Óháðs framboðs 1. Bjarni Jónasson 2. Svanur Gísli Þorkelsson 3. Helga Sigurðardóttir 4. Guðmundur Emil Sæmundsson 5. Gunnar Már Sveinbjörnsson 6. Hanncs Ingvarsson 7. Kristín Guðmundsdóttir 8. Jónas Bjarnason 9. Gísli M. Sigmarsson Yf irkjörstjórn í V estmannaeyjum JónRagnarÞorsteinsson Atli Aðalsteinsson Þorvarður Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.