Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hver ákveður krufningu? tilfínningamál, en ekki varahluti í 4. Ef aðstandendur neita, hvaðan vélar. kemur þá og hver hefur vald til Mig langar til þess að biðrja Vel- þess að ákveða þetta engu að vakanda um að afla svar við eftir- síður? farandi spumingum. 5. Eru þeir sem látast á einu 1. Hver tekur ákvörðun um krufn- sjúkrahúsi frekar krufðir, heldur inguogíkraftihvaðalaga? enáöðru? 2. Hvaða almennar reglur gilda um 6. Má taka veflasýni án leyfís og þetta — er þeim beitt jafnt alls geyma um ótiltekna framtíð, án staðar á landinu? þess að spyija kóng eða prest? 3. Er leyfís aðstandenda aflað — Kærarþakkir, erþaðskylda? SJS- Látíð vita um ókunna ketti Fyrir nokkru birtist í dálkum Velvakanda pistill frá konu, sem hafði orðið fýrir þeirri reynslu, að tvisvar á skömmum tíma höfðu nákomnir ættingjar hennar sem lét- ust hér í Reykjavík verið krufnir, þrátt fyrir andmæli aðstandenda. Konan hafði nokkrar spumingar í þessu sambandi, sem henni lágu á hjarta og hún beindi þeim til viðkomandi aðila. Enginn hefur svarað þessu á sama vettvangi og spurt var, en þegar opinberir aðilar eru spurðir um tilfínningamál eins og þetta, þá hlýtur að verða að svara, því opin- berir aðilar eiga ekki einungis að drottna, heldur eiga þeir einnig að upplýsa þegnana, þegar þeir biðja um svör. Nú vill svo til, að ég hef orðið fyrir sömu reynslu og konan, en ég hvorki var þá né er enn, sáttur við að „einhver aðili" geti tekið svona ákvörðun, án þess að tala við nán- ustu aðstandendur eins og í mínu tilfelli, þar sem krufíð var og líf- færasýni tekin og geymd, án þess að við nokkum væri talað, eða þá þegar þessi ákvörðun er tekin þrátt fyrir áköf mótmæli aðstandenda, eins og í tilfellinu sem konan lýsti. Það hljóta að vera til ákveðnar reglur sem gilda alls staðar og um alla, enda er um að ræaða viðkvæm Hvaðan er orðatiltækið? Það er úr Matteusarguðspjalli 20, 1-16, þar sem segir frá dæmisögu Jesú um húsbóndann, sem réð verkamenn í víngarð sinn og galt hinum síðkomnu jafnt og þeim, er höfðu byrjað árla morguns. Þegar þeir, sem lengst höfðu unnið, sáu að allir fengu sömu laun, mögluðu þeir. En húsbóndinn sagði: „Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til. Hafðir þú eigi samið við mig um einn denar? Tak þú þitt og haf þig á braut. En ég vil gefa þessum síðasta eins og þér. Leyfíst mér eigi að fara með eigur mínar eins og ég vil? Eða ertu öfundsjúkur, af því að ég er góðsamur? Þannig munu hinir síðustu verða fyrstir og hinir fyrstu síðastir." Til Velvakanda Nokkuð hefur verið um það undanfarið, að kettir hafa horfíð sporlaust. Fólk er vinsamlega beðið að láta Kattavinafélagið vita, ef það verður vart við ókunna ketti í ná- grenni sínu, og gá einnig í bílskúra og aðra þá staði, sem þeir kynnu að hafa lokast inni í. Þá eruð þið, sem verðið svo óheppnir að aka á ketti, beðnir að láta vita af því. Kettir eru fjölskyldumeðlimir hjá eigendum sínum og ef þeir hverfa, er þeirra sárt saknað og mikið að þeim leitað. Kattavínafélagid Þessir hringdu .. Gleraugn töpuðust Soffía Jónsdóttir hringdi: „Sunnudaginn 11. maí sl. töp- uðust gleraugu í eða við Félags- heimili Kópavogs. Ef einhver hefur fundið gleraugun, langar mig til að biðja hann að vera svo elskulegur að hringja í síma 35082 eða 41382.“ Hurðir málaskála“ Kona hringdi: „Mig langar til að koma á fram- fæfí athugasemd við vísu eftir Natan Ketilsson, sem birtist í Velvakandi 7. maí sl. Þar er vísan svona: Það er feil á þinni mey þundur ála-bála að hún heila hefur ei hurð fyrir málaskála. Afkomendur og ættingjar Nat- ans í Húnaþingi kunna vísuna hins vegar þannig, að tvær seinni hendingamar eru: að hún heilar hefur ei hurðir málaskála. Þannig telja þeir, að Natan hafí ort, enda gefur það liðugri hrynjandi." Enn um blikkandi umferðarljós Kópavogsbúi hringdi: „Ég var að lesa í Velvakanda bréf „íslendings" um gul blikk- andi umferðarljós að næturlagi. Ég er honum alveg ósammála. Eg er búinn að aka meira og minna um borgina bæði nótt og dag í yfír 30 ár, og mér fínnst þetta uppátæki, að láta ljósin blikka, alveg stórhættulegt. Ég hef hvað eftir annað orðið vitni að því, að legið hefur við stórslysum þeirra vegna og stundum komist sjálfur í hann krappann, þó ég hafí nú alltaf sloppið. Það er fráleitt að láta sér detta í hug, að svo mikið þurfi að flýta sér um nætur, að ekki sé tími til að bíða eftir ljósun- um.“ Terelynebuxur nýkomnar Mittismál 80— 120 sm kr. 1.196,00 Permapress buxur, Ijósár kr. 880,00 Flauelsbuxur kr. 746,00 Gallabuxur kr. 826,00 Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt ANDRÉS Skólavörðustíg 22, sími 18250.' Utankjörstaða- skrifstofa SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar 688322, 688953 og 688954. Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Utankjörstaðakosning fer fram í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnu- dagakl. 14-18. Sjálfstæðisfólk. Vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi 31. maí nk. Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Sama timatafla og mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftir komu rútu. Viökoma f inneyjum. Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Þriðjudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Btjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Bijánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á tlmabllinu 1. júli tll 21. ágúst Miðvikudaga: FráStykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum. Bilaflutninga er nauðsynlegt að panta með tyrirvara. Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk: Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssynl Stykkishólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. Hvítasunnukvöld 18.05. Kvöldverður: Lifrarterrin á salati með hnetum og kampavíns- soðin hörpuskel með kavíar og Rósa ís musl og ofnsteikturærvöðvi með grænum pipar og Grand Marnierog/eða blandaðir ostar og/eða nougatís með berjasósu og kaffi og smákökur Kr. 1490,- Við bjóðum aðeins þennan matseðii í heild sinni til prufu þetta kvöid. Opnað kl. 6 hvítasunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.