Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986 51 Hið sérkennilega grýlukerti sem myndaðist fyrir utan eldhúsglugga frú C. Alspaugh nóttina áður en systir hennar átti að fara í handaaðgerð á sjúkrahúsi. Frú C. Alspaugh er á myndinni hér til hliðar. Einkenni- '* • '7 r-\ legar til- viljanir V etrarmorgun nokkurn árið 1979 brá Carol Alspaugli, sem býr í Michigan í Bandaríkjunum, illa í brún þegar hún kom auga á einkennilega lagað grýlukerti fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér. Það var, eins og sést á myndinni, í laginu eins og sködd- uð mannshönd. Einmitt þennan sama dag átti systir frú Alspaugh að fara f handar- aðgerð og virtist þeim að þetta einkenni- lega grýlukerti hlyti að vera einhvers konar fyrirboði. Svo reyndist vera, ekkert varð út hinni fyrirhuguðu aðgerð vegna þess að systirin skaddaðist illa á hendi þegar grýlukerti féll á hana á leið til sjúkrahúsins. Svo virðist stundum sem tilviljunarlögmálið sé ekki alveg laust við kýmni, segir Stephan Pile í bók sinni, „Book of heroic failures". Þar segir Ld. frá því er Hið konunglega enska slysavamafélag hélt sýningu á björgunar- og öryggistækjum í Harrogate 1968. Við uppsetningu hennar voru sýningarpallamir ofhlaðnir þannig að öll sýningin hrundi og lá við stórslysi. Þar er einnig sagan um búðarþjófinn sem lagði tii atlögu í búð í Bamsley í Yorkshire eftir vandlega yfírvegum. Varla var hann bytjaður á iðju sinni fyrr í hann gripu átta sterkar hendur. I búðinni stóð einmitt yfír æfíng verslunarleynilögreglumanna þegar þjófínn bar að. Og svo er það gálgahúmorinn. New York Herald greinir hinn 26. nóvember 1911 frá morði sem þá var upplýst. Ráðist hafði verið á Sir Edmundbuiy Godfrey og hann myrtur á stað sem nefndur var Greenberry Hill. Morðingjamir reyndust vera þrír og vom allir hengdir. Þeir hétu Green, Berry og Hill. Hver þarf svo sem á stökkbretti að halda? Hún Tina Saler í hinu fræga sædýrasafni „Sea World" í Flórída í Bandaríkjunum hefur ekkert með stökkbretti að gera. Ef hana langar til að stinga sér getur hún látið einn af háhymingunum sínum lyfta sér hátt á loft. Tina er einn af aðalþjálfurum hvalfiskanna og þar að auki besti vinur þeirra — og þeir láta sig ekki muna um að hjálpa henni þegar hún þarf á því að halda. COSPER Þetta er bráðfyndið, ég hef gleymt lyklinum að kofanum. HOSTfl Störf við ferðamannaþjónustu Hótel- og ferðaþjónustuskóli, stofnaður árið 1959 í Leysin, frönskumælandi Sviss. Prófskírteini í lok námskeiðs. Kennsla fer fram á ensku. 1. 2ja ára fullnaðarnám í hótelstjórn (möguleiki á að innrita sig annaðhvort á 1. árið á stjórnsýslunámskeið eða á 2. árið í framhaldsnám í hótelstjóm). 2. 9 mánaða alþjóðlegt ferðamálanámskeið, kjarnanám, viður- kennt af Alþjóða flugmálastofnuninni og UFTAA, sem lýkur með prófi. Fullkomin íþróttaaðstaða einkum til skíða- og tennisiðkunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1986. Skrifið til að fá upplýsingar til: HOSTA; CH-1854, Leysin Tel: 9041/25-34-18-14 Telex: 456-152 crto ch. n \ 1 / •• Garðh usgogn Bergiðjan auglýsir furuhúsgögn Borð kr. 2.445,- Stóll kr. 1.633,- Bekkur kr. 2.684,- Blómakassar kr. 1.910,- og kr. 2.213,- Opið alla virka daga frá kl. 9.00-18.00 og laugardaga frákl. 9.00-17.00. Bergiðjan, Kleppsspítala, sixni 38160. Seglagerðin ÆGIR KYNNIR ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLU Nýkomið mikið úrval af sólstólum og sólbekkjum Opiðum helgina Seglagerðin. Örfirisey, símar 13320 og 14093.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.