Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986
27
Sögulegur atburður í Hæstarétti:
Tvær konur í hlutverki
sækjanda o g veijanda
SÁ SÖGULEGI atburður gerð-
ist í Hæstarétti á fimmtudag
að tvær konur fluttu mál fyrir
réttinum, en það er í fyrsta sinn
í sögu Hæstaréttar, sem konur
eru í hlutverki bæði sækjanda
og verjanda. Þær heita Guðný
Margrét Árnadóttir og voru
báðar í fyrsta prófmáli sínu
fyrir réttinum. Guðný er full-
trúi hjá Ammundi Bachmann
hæstaréttarlögmanni og Guð-
rún Margrét er fulltrúi hjá
Gunnlaugi Claessen ríkislög-
manni, en málið fjallar um líf-
eyrisréttindi opinbers starfs-
manns. Meðfylgjandi mynd var
tekin í dómssal Hæstaréttar á
fimmtudag, skömmu áður en
þær Guðný og Guðrún Margrét
hófu málflutning sinn.
Höskuldsdóttir og Guðrún
Dagvistir og leikskólar:
Stytztir biðlist-
ar í Garðabæ og
á Seltjarnarnesi
Lengstir í Kópavogi og Mosfellssveit
Biðlistar eftir dagvistun og
leikskólum barna, tveggja til
sex ára, á höfuðborgarsvæð-
inu, eru stytztir í Garðabæ
og Seltjamarnesi en lengstir
í Kópavogi og Mosfellssveit,
sem hlutfall af íbúatölu við-
komandi sveitarfélaga.
f Garðabæ eru engir biðlistar
um dagvistir bama en um 90 böm
á biðlista eftir leikskólum. Þetta
er 1,49% sem hlutfall af íbúatölu
sveitarfélagsins 1. desember sl.
Á Seltjamarnesi em 23 böm
á biðlista dagvistar en 34 á biðlista
leikskóla, samtals 57. Þetta er
1,52% sem hlutfall af íbúatölu. í
ágúst næstkomandi verður við-
bygging tekin í notkun, sem talin
er eyða þessum listum.
í Reykjavík vóm í vikunni
584 böm á biðlista dagvistar og
1.151 á biðlista leikskóla, samtals
1.735 böm, sem em 1,9% sem
hlutfall af íbúatölu.
I Hafnarfirði vóm 38 böm
á biðlista dagvistar og 246 böm
á biðlista leikskóla. Samtals 284
böm sem er 2,14% af íbúatölu.
í Kópavogi vóm 280 böm á
biðlista eftir dagvist og 130 á bið-
lista eftir dagvist og 130 á biðlista
eftir leikskóla, samtals 410 böm,
eða 2,8% sem hlutfall af íbúatölu.
Biðlistar þessir styttast væntanlega
með nýjum rýmum síðar á árinu.
í Mosfellssveit vóm 44 böm á
biðlista dagvistar og 96 á biðlista
leikskóla, samtals 140, eða 3,8%
af íbúatölu.
Leiðrétting
í VIÐTALI við Þór Guðjónsson,
fráfarandi veiðimálastjóra, í Morg-
unblaðinu á sunnudaginn síðastlið-
inn, var getið Pálma Hannessonar
rektors og haft eftir Þór, að hann
hafi verið fiskifræðingur að mennt
og þannig komið til álita sem veiði-
málastjóri fyrir 40 ámm. Þetta mun
rangt vera, Pálmi var menntaður í
dýrafræði, grasafræði, jarðfræði,
eðlis- og efnafræði, en ekki í fiski-
fræði. Er þetta leiðrétt hér með.
Viðamikið málþing
um réttarheimspeki
Á MORGUN, sunnudag, hefst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík viðamik-
ið málþing um réttarheimspeki, sem heimspekingar viða að úr heim-
inum sitja. Að málþinginu stendur Vettvangur, nýstofnað félag um
heimspeki réttar og menningar, sem er deild í Internationale Verein-
igung fiír Rechts und Soziale Philosphie, er starfar í 35 löndum.
Að sögn Mikaels M. Karlssonar,
formanns Vettvangs, munu u.þ.b.
35 erlendir heimspekingar sækja
málþingið, en í hópi fyrirlesara eru
einnig nokkrir íslendingar. Mál-
þingið hefst kl. 15 á sunnudag og
verða þá fluttir tveir fyrirlestrar. A
mánudag hefst þingið kl. 9 árdegis
og stendur fram undir kvöld. Meðal
fyrirlesara þann dag er dr. Páll
Árdal, prófessor í heimspeki við
Queen’s University í Ontario í
Kanada. Á þriðjudag fara þátttak-
endur til Þingvalla, en síðdegis
flytur Páll Skúlason, prófessor,
fýrirlestur. Málþinginu lýkur síð-
degis á miðvikudag, en meðal fyrir-
lesara þann dag eru Þorsteinn
Gylfason, dósent, Mikael M. Karls-
son, dósent, Garðar Gíslason, borg-
ardómari, og Hjördís Hákonardótt-
ir, borgardómari.
Málþingið er öllum opið, en þátt-
takendur greiða þátttökugjald, sem
er 250 kr. á dag eða 500 kr. fyrir
þingið í heild. Allir fyrirlestrar verða
fluttir á ensku.
Málverkasýningn
Kára Eiríks-
sonar að ljúka
Málverkasýningu Kára Eiríks-
sonar í vestursal Kjarvalsstaða
lýkur mánudaginn 19. maí.
Á sýningunni eru 72 olíumálverk
sem flest voru unnin á síðustu sex
árum. Kári hélt síðast sýningu fyrir
7 árum, þá einnig á Kjarvalsstöðum.
Aðsókn hefur verið mjög góð og
hafa rúmlega 3.000 manns séð sýn-
inguna sem er opin alla daga frá
kl. 14-22 til 19. maí.
Orð misritaðist
ÞAU LEIÐU mistök urðu á bls.
23 í Morgunblaðinu í gær að eitt
orð í frétt frá ísafirði misritaðist
þar sem sagt var frá þvi að átján
manns hefðu útskrifast með 30
tonna skipstjórnarréttindi.
í síðustu málsgrein á textinn að
vera á þessa leið: Meðaleinkunn
nemenda á námskeiðinu var 8,6 og
þökkuðu nemendur meistara sínum,
Símoni Helgasyni, sem líklega hef-
ur uppfrætt fleiri skipstjóraefni á
ísafirði en nokkur annar, með því
að bjóða honum til kvöldverðar á
Hótel ísafirði.
Morgunblaðið biður velvirðingar
á þessum mistökum.
&
ST0PP
st**
YIÐ
&
0p
00
UEKKUM
Niðurmeð verðbólguna
m r-i-1aiíK'TJf' Jíiic
> ý y i »r'> C\\
Teppaland Dúkaland
Grensásvegi 13 sími 91-83430 - 91-83577.