Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.05.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1986 27 Sögulegur atburður í Hæstarétti: Tvær konur í hlutverki sækjanda o g veijanda SÁ SÖGULEGI atburður gerð- ist í Hæstarétti á fimmtudag að tvær konur fluttu mál fyrir réttinum, en það er í fyrsta sinn í sögu Hæstaréttar, sem konur eru í hlutverki bæði sækjanda og verjanda. Þær heita Guðný Margrét Árnadóttir og voru báðar í fyrsta prófmáli sínu fyrir réttinum. Guðný er full- trúi hjá Ammundi Bachmann hæstaréttarlögmanni og Guð- rún Margrét er fulltrúi hjá Gunnlaugi Claessen ríkislög- manni, en málið fjallar um líf- eyrisréttindi opinbers starfs- manns. Meðfylgjandi mynd var tekin í dómssal Hæstaréttar á fimmtudag, skömmu áður en þær Guðný og Guðrún Margrét hófu málflutning sinn. Höskuldsdóttir og Guðrún Dagvistir og leikskólar: Stytztir biðlist- ar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Lengstir í Kópavogi og Mosfellssveit Biðlistar eftir dagvistun og leikskólum barna, tveggja til sex ára, á höfuðborgarsvæð- inu, eru stytztir í Garðabæ og Seltjamarnesi en lengstir í Kópavogi og Mosfellssveit, sem hlutfall af íbúatölu við- komandi sveitarfélaga. f Garðabæ eru engir biðlistar um dagvistir bama en um 90 böm á biðlista eftir leikskólum. Þetta er 1,49% sem hlutfall af íbúatölu sveitarfélagsins 1. desember sl. Á Seltjamarnesi em 23 böm á biðlista dagvistar en 34 á biðlista leikskóla, samtals 57. Þetta er 1,52% sem hlutfall af íbúatölu. í ágúst næstkomandi verður við- bygging tekin í notkun, sem talin er eyða þessum listum. í Reykjavík vóm í vikunni 584 böm á biðlista dagvistar og 1.151 á biðlista leikskóla, samtals 1.735 böm, sem em 1,9% sem hlutfall af íbúatölu. I Hafnarfirði vóm 38 böm á biðlista dagvistar og 246 böm á biðlista leikskóla. Samtals 284 böm sem er 2,14% af íbúatölu. í Kópavogi vóm 280 böm á biðlista eftir dagvist og 130 á bið- lista eftir dagvist og 130 á biðlista eftir leikskóla, samtals 410 böm, eða 2,8% sem hlutfall af íbúatölu. Biðlistar þessir styttast væntanlega með nýjum rýmum síðar á árinu. í Mosfellssveit vóm 44 böm á biðlista dagvistar og 96 á biðlista leikskóla, samtals 140, eða 3,8% af íbúatölu. Leiðrétting í VIÐTALI við Þór Guðjónsson, fráfarandi veiðimálastjóra, í Morg- unblaðinu á sunnudaginn síðastlið- inn, var getið Pálma Hannessonar rektors og haft eftir Þór, að hann hafi verið fiskifræðingur að mennt og þannig komið til álita sem veiði- málastjóri fyrir 40 ámm. Þetta mun rangt vera, Pálmi var menntaður í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, eðlis- og efnafræði, en ekki í fiski- fræði. Er þetta leiðrétt hér með. Viðamikið málþing um réttarheimspeki Á MORGUN, sunnudag, hefst á Hótel Loftleiðum í Reykjavík viðamik- ið málþing um réttarheimspeki, sem heimspekingar viða að úr heim- inum sitja. Að málþinginu stendur Vettvangur, nýstofnað félag um heimspeki réttar og menningar, sem er deild í Internationale Verein- igung fiír Rechts und Soziale Philosphie, er starfar í 35 löndum. Að sögn Mikaels M. Karlssonar, formanns Vettvangs, munu u.þ.b. 35 erlendir heimspekingar sækja málþingið, en í hópi fyrirlesara eru einnig nokkrir íslendingar. Mál- þingið hefst kl. 15 á sunnudag og verða þá fluttir tveir fyrirlestrar. A mánudag hefst þingið kl. 9 árdegis og stendur fram undir kvöld. Meðal fyrirlesara þann dag er dr. Páll Árdal, prófessor í heimspeki við Queen’s University í Ontario í Kanada. Á þriðjudag fara þátttak- endur til Þingvalla, en síðdegis flytur Páll Skúlason, prófessor, fýrirlestur. Málþinginu lýkur síð- degis á miðvikudag, en meðal fyrir- lesara þann dag eru Þorsteinn Gylfason, dósent, Mikael M. Karls- son, dósent, Garðar Gíslason, borg- ardómari, og Hjördís Hákonardótt- ir, borgardómari. Málþingið er öllum opið, en þátt- takendur greiða þátttökugjald, sem er 250 kr. á dag eða 500 kr. fyrir þingið í heild. Allir fyrirlestrar verða fluttir á ensku. Málverkasýningn Kára Eiríks- sonar að ljúka Málverkasýningu Kára Eiríks- sonar í vestursal Kjarvalsstaða lýkur mánudaginn 19. maí. Á sýningunni eru 72 olíumálverk sem flest voru unnin á síðustu sex árum. Kári hélt síðast sýningu fyrir 7 árum, þá einnig á Kjarvalsstöðum. Aðsókn hefur verið mjög góð og hafa rúmlega 3.000 manns séð sýn- inguna sem er opin alla daga frá kl. 14-22 til 19. maí. Orð misritaðist ÞAU LEIÐU mistök urðu á bls. 23 í Morgunblaðinu í gær að eitt orð í frétt frá ísafirði misritaðist þar sem sagt var frá þvi að átján manns hefðu útskrifast með 30 tonna skipstjórnarréttindi. í síðustu málsgrein á textinn að vera á þessa leið: Meðaleinkunn nemenda á námskeiðinu var 8,6 og þökkuðu nemendur meistara sínum, Símoni Helgasyni, sem líklega hef- ur uppfrætt fleiri skipstjóraefni á ísafirði en nokkur annar, með því að bjóða honum til kvöldverðar á Hótel ísafirði. Morgunblaðið biður velvirðingar á þessum mistökum. & ST0PP st** YIÐ & 0p 00 UEKKUM Niðurmeð verðbólguna m r-i-1aiíK'TJf' Jíiic > ý y i »r'> C\\ Teppaland Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83430 - 91-83577.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.