Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ 1986 25 WV Golf Syncro TæknOegar upplýsingar Helstu lengd mm 3985 mál breidd mm 1680 hæð mm 1415 tómaþyngd kg 1070 þyngd hlaðinn kg 1540 mcsta þyngd afLív.m/hemlum kg 1500 sætafiöldi 5 Hæfni hám. hraði km/klst 178 viðbragð 0-100 km/klst ll,3sek. beygjuradíus m 5,2 Stýri tannstöng, hjálparafl Vél gerð 4 str. vatnskæld slagrúmmál cm 8 1781 mesta afl hö/sn/min 90/5200 mesti togkr.Nm/sn/min 145/3300 Eldsn. tankur 1 ltr 55 kerfi eyðsla 90 km/klst 6,2 1/100 km eyðsla 120km/klst 8,2 1/100 km bæjarakstur 9,9 1/100 km Kassi gfrkassi 5 gíra drif drif sítengt Ijórhj.dr. með seigjukúplingu Fjöðrun framan og aftan gorm. m/innbyggðum höggdeyfum og púðum sjálfstæð á hveiju hjóli Hemlar framan diskar aftan diskar Dekk framan og aftan 175/70 HR13 VW Golf Syncro Einkunnagjöf: 4 frábœrt, 3 gott, 2 viðunandi. 1 lélcgt, 0 óhœft. Vél vélarafl/sn. 3 skipting skiptir 3 dríf hlutf. milli gíra 4 •ággír 3 Undirvagn flöðrun 4 hemlar 3 stýri 4 Oryggisat. ljósabúnaður 3 belti 4 útsýni 3 speglar 2 læsingar 4 rúðuþ/sprautur 4 handbremsa 4 Stjómtæki stýrishjól 3 rofar 3 fótstig 4 mælaálestur 4 Þægindi sæti 4 miðstöð/bl. 3 hljóðeinangrun 3 rými ökum. 3 rými farþ. 3 innstig/útstig 4 Annað klæðn/innr. 3 farangursrými 3 smámunageymslur 4 Meðaltal 3.41 gamalt, var að vísu snyrt til fyrir tveimur árum, en það voru engar stórbreytingar. Þótt hann sé ekki eftir glænýrri teikningu er hann þó engan veginn gamaldags, á sínum tíma, þegar hann kom fram fyrst, var hann það sem enskir kalla „trendsetter", eða stefnumótandi fyrir bílahönnun og þótti bylting, sjást sporgenglar hans víða í dag. Margt mætti þó laga betur að kröfum tímans, sérstaklega fram- endann. Vélin er þverstæð og staðsett að framan, 90 hestöfl, og er laus við þau leiðindi sem gjarnan fylgja þannig fyrirkomulagi, að velta og hnykkja sér til þegar tekið er af stað. Hestöflin eru dijúg og skila bílnum vel áfram, einna helst skort- ir á að hann sé nægilega snarpur fyrstu metrana úr kyrrstöðu og má þar kenna um heldur háum fyrsta gír. Hlutföllin milli gíranna eru góð og í fimmta nýtur hann sín mjög vel á vegunum, aðeins í bröttum brekkum og mjög kröppum beygj- um gerist þörf á að skipta niður. Vilji maður svo leika sér, þá er þriðji gírinn sá rétti: ræður við allt frá 20 upp í 120 km hraða! Syncro er nær 200 kg þyngri en Golf almennt er og það fínnst vel á fjöðruninni, hann er mýkri í akstri, en þó fullharður í innan- bæjarakstri. Þegar komið er út á vegi er annað uppi, þá er engu lík- ara en fjaðrimar mýkist allar og blíðkist eftir því sem hraðinn eykst. Það stafar af því að fjaðrirnar veita vaxandi viðnám þegar meira reynir á þær og með auknum hraða, þegar bíllinn lendir með vaxandi afli á ójöfnum, svara þær einkar vel og maður fær einhverskonar stór- vagnatilfinningu. Engar holur urðu á vegi okkar Golfs nógu leiðinlegar til að honum skrikuðu hjól, en rétt er að taka mönnum vara við lausa- mölinni: enginn bíll er svo vel úr garði gerður, að hann geti tekið beygjur, hemlað eða haldið öllum aksturskostum þegar ekið er á lausu gijóti á miklum hraða. Þá kemur aldrif að litlu haldi, viðnám dekkjanna við veginn er það sem máli skiptir og í lausamöl er það einfaldlega hættulega lítið. Það eykur ánægjuna af ökuferð- inni í Golf Syncro, að sætin eru sérlega góð og stýrið hæfilega létt og svarar vel. í svona bíl þyrfti þó að vera veitistýri. Mælamir era vel sýnilegir og rofar aðgengilegir, þó þarf að sleppa hendi af stýri til að ná ljósrofum. Miðstöðin er feikiöfl- ug og um leið hávær á efri stilling- unum. Hljóðeinangran er þokkaleg, nokkur veghvinur og steinkast glymur í aftari hjólaskálum. Vind- hljóð er lítið og vélin fer að láta heyra í sér notalegt humm þegar snúningshraðinn fer upp á fimmta þúsundið. Útsýni er e.t.v. veikasta hlið Golfsins, mikiir póstar á milli aft- urrúðu og hliðarglugga skyggja á og útispeglar era staðsettir of aftar- lega, þannig að líta þarf of mikið frá veginum til að horfa í þá. Gott pláss er í aftursæti og í framsæti er rúmt til hliðanna og lofts, en fótarými er í þrengra lagi. Farangursgeymsla líður fyrir full- vaxið varadekk, en nýtir rými vel að öðra leyti. Hægt er að fella aftursæti til að stækka geymsluna. Smámunageymslur era ekki færri en sjö talsins í hurðum, mælaborði og miðjustokki og nýtast einkar vel. Niðurstöður Golf Syncro er duglegur og þægilegur ferðabíll fyrir fjóra, getur tekið fimm, og hentar vel íslenzkum aðstæðum. Býsna mikið þarf til að ofbjóða honum á vegum og innan- bæjar er hann lipur og snar. Veg- grip er mjög gott og jafnvægið milli átaks fram- og afturhjóla óað- finnanlegt, t.d. gildir einu þótt annar endinn sé á malbiki og hinn á möl og gefið hraustlega í úr kyrrstöðu, hann fer bara áfram án þess að spóla og sama má segja þegar tekið er af stað með öll hjól á mölinni. Frágangur er vandaður og ýtir undir þá tilfinningu að hér fari traustur bfll. Helstu gallar Verðið er í hærra lagi, útsýni er takmarkað, ónógt fótarými fram í, útlit er að þreytast. Vantar: hreinsibúnað á ökuljós. Helstu kostir Gott veggrip, góð Qöðran, góð sæti, lipurð í akstri, vandaður frá- gangur, miðstýrðar læsingar, mikið aflsvið vélar. Reynsluakstur: Volkswagen Golf Syncro Umboð: Hekla hf Verðkr. 637.000 (14.5.1986) Vélsleðamenn þinga í Kerlingarfjöllum: Sunnanmenn stj órnartaumum Mikill floti vélsleða var í Kerlingarfjöllum. taka við AÐALFUNDUR Landssambands íslenskra vélsleðamanna (LÍV) var haldinn f Kerlingarfjöllum þann 12. aprfl sl. Um 200 vélsleðamenn voru þar mættir hvaðanæva af landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem fundur þessi er haldinn í Kerlingaifyöllum og er mjög mikil ánægja með þann stað. Húsin eru hin vistlegustu, aðstaða öll mjög góð og móttökur „Kerlingar- Qallamanna" alveg frábær. Stjóm LÍV vill hér með nota tækifærið og færa þeim bestu þakkir fyrir. Það er einlæg ósk LÍV að við fáum oftar að njóta aðstöðu þeirra í Kerlingar- flöllum. Þessa fundarhelgi var hið besta veður og skartaði „vetur konungur" sínu fegursta. Stjómarskipti urðu á fundinum og lét athafnasöm stjóm norðanmanna, undir forystu Vil- helms Ágústssonar af störfum eftir 2 ára farsælt starf. Ný stjóm var kosin og skipa hana Sunnanmenn sem sitja þá við stjómartauma næstu tvö árin. Nýju stjómina skipa: Sigur- jón Pétursson, formaður, Gylfi Þ. Siguijónsson gjaldkeri, Kristinn Pálsson, ritari, Siguijón Þór Hannes- son og Eggert Sveinbjömsson með- stjómendur. í Kerlingarfjöllum vora einnig sýndar ýmsar nýjungar á sviði öryggis- og tæknimála sem henta vélsleðamönnum mjög vel. Flestir fóra í ferðir um fjöllin og nágrenni, skoðuðu Hveradalina og frábært útsýni af Snækolli og Hofs- jökli. Að morgni sunnudagsins 13. apríl fóru menn að halda heim á leið er um mjög mislangan veg var að fara. Stjóm LÍV vill nota tækifærið og þakka öllum sem aðstoðuðu við flar- skiptamál þessa helgi og þá sérstak- lega hjónunum á Hveravöllum og starfsmönum Gufunesradíós. (Fréttatilkynning.) Á SÝNINSUm MATA £ IST8 AUKUM m Kjúklingar eru okkar fag. Viö leggjum metnaö okkar í fjölbreytni og bragðgæöi. Kjúklingar eru nefnilega meira en nýbrotin egg. Við brjótum stööugt upp á nýjungum. Hinar margrómuðu KJÚLLETTUR eru nú endurbættar og njóta slíkra vinsælda á sýning- unni, aö viö höfum vart undan. Orðstýr HELGARKJÚKLINGANNA okkar hefur borist víöa svo varla þarf að geta þeirra. Við framleiðum einnig sérkryddaða BAR- BECUE BITA, gómsæta, tilbúna í ofninn. Fyrir þá sem vilja elda utan dyra framleiðum við GRILL PARTÝKJÚKLINGA.kryddaða eins og krásum hæfir, í bökkum sem má skella beint á grillið. Að sjálfsögðu bjóðum við einnig heila kjúk- linga sem hver og einn getur matreitt að eigin vild. Og við látum fylgja 10 frumlegar uppskriftir sem við fengum úr uppskriftasamkeppni, beint úr venjulegum eldhúsum. Og rúsínan í „vængendanum" er LÉTT-, REYKTUR KJÚKLINGUR, hnossgæti sem við bjóðum fyrstir á íslenskum matvælamarkaði. ísfugl Reykjavegi 36 Varmá Mosfellssveit Sími: 666103 G0TT-H0LLT 0G ÓDÝRT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.