Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 64
Humarverð- ið hækkar um 14% VERÐ á humri fyrir komandi vertíð var ákveðið af yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins á föstudag. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanna og fulltrúa seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Raunveruleg hækkun frá verðinu á síðustu vertíð er um 14%. Verðið á humrinum er ákveðið í samræmi við ákvæði laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Vegna þess er samanburður á verði erfíður, en samkvæmt upplýsingum Ama Benediktssonar, annars fulltrúa kaupenda í yfímefndinni, er raun- veruleg hækkun verðsins um 14%. Hann sagði hækkun afurðaverðs á mörkuðum að meðaltali vera um 5% frá síðustu vertíð og hækkun hráefnisverðs nú því of mikil. Heildarverð fyrsta fiokks humar- hala, 25 grömm og þyngri, verður 550 krónur fyrir hvert kíló og þar af koma 385 krónur til skipta. Verð á annars flokks humri verður 270 krónur, til skipta 189. Verð á þriðja flokks humri verður 115, til skipta 80,50. Humarvertíðin hefst næst- komandi þriðjudag og verður fyrir- komulag veiðanna óbreytt ftá fyrra árí. Vorverk Morgunblaðiö/Þorkell Tími fyrir fyrstu vorverkin í görðum sunnanlands er runninn upp. Þá eru blómabeð og garðar hreinsaðir eftir veturinn. Bændur fá 6 krónur fyrir umframmjólkina STJÓRN Framleiðnisjóðs land- búnaðarins ákvað á fundi sínum í gær að greiða 10% verðs mjólk- ur umfram fullvirðisrétt, þó þannig að mjólkin sé innan bú- marks og mjólkursamlögin verði við tilmælum um að greiða 15% verðs sömu mjólkur. Bænd- ur fá því 6,25 krónur eða 25% verðlagsgrundvallar fyrir hvern lítra umfram mjólkurkvóta, en þurfa að greiða af því flutnings- kostnað og sjóðagjöld. Þessar vikumar eru ýmsir mjólkurframleiðendur að ljúka við að framleiða upp í fullvirðisrétt sinn og nokkrir hafa þegar lokið við mjólkurkvótann. Margir bænd- ur hafa lýst því yfír að þeir muni frekar hella mjólkinni niður en að leggja hana inn í mjólkursamlögin og fá lítið eða ekkert fyrir hana þar. Gat þá stefnt í mjólkurskort í haust. Vegna þessa vanda sam- þykkti stjóm Mjólkursamsölunnar í Reykjavík að óska eftir því að að bændum yrði tryggt visst verð fyrir mjólkina svo þeir sæu sér hag í því að flytja hana til samlaganna. Var þessi beiðni rökstudd með því að vísa til þess hvað mjólkur- kvótinn var seint frágenginn og að þetta myndi aðeins gilda í ár til að hjálpa bændum að aðlagast hinu nýja framleiðslukerfí. Framkvæmdanefnd Fram- ieiðsluráðs samþykkti í framhaldi af þessu að fara þess á leit við landbúnaðarráðherra að hann beitti sér fyrir því að bændum verði tryggð 10% greiðsla fyrir mjólkina til viðbótar því sem mjólkursam- lögin hafa stefnt að því að gera. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sendi erindið til stjómar Framleiðnisjóðs og lýsti því jafn- framt yfir að hann ætlaði að reyna að útvega fjármagn tii að standa undir þessum kostnaði. Eggert Haukdal alþingismaður lagði til í stjóm Framleiðnisjóðs að sjóðurinn greiddi bændum 6 krónur á lítra fyrir umframmjólk- ina til að draga úr mesta vandan- um hjá bændum sem eru að ljúka við mjólkurkvótann. Með því móti hefðu bændur fengið greitt 35-40% af verði umframmjólkurinnar, eða tæpar 10 krónur fyrir hvem lítra. Þessi tillaga Eggerts var felld með 4 atkvæðum gegn einu en tillaga landbúnaðarráðherra og Fram- leiðsluráðs síðan samþykkt sam- hljóða. Hríseyingar flísa- leggja gatnakerfið Malbik væri ljótt á svona fal- legum stað, segir sveitarstjórinn HRÍSEYINGAR hafa hugsað sér að fara aðrar leiðir í varan- legri gatnagerð en aðrir landsmenn. Um mánaðamótin næstu byrja heimamenn að leggja bundið slitlag á göturnar í þorpinu — ekki malbik heldur steina, á að giska 11x22 sm. í ár og á næsta ári ætla þeir að steinleggja tæpa tvo kílómetra og þá vantar ekki nema rúman hálfan kílómetra upp á að bundið slitlag sé á öllum götum, sem byggt er við í Hrísey, að sögn Guðjóns Björnssonar, sveitarstjóra. Framleiðsla steinanna er þegar hafín hjá Hellusteypunni sf. á Akureyri. Götur í þorpinu vora undirbyggðar á síðasta ári fyrir tæpar fjórar milljónir króna, eða um 15 þúsund krónur á hvem íbúa, sem nú eru um 280. Guðjón sagði að reiknað væri með að steinlögnin í götumar myndi kosta um 7,6 milljónir, eða um 27 þúsund krónur á hvem íbúa. Upphaflega var ætlunin að malbika í Hrísey enda var reiknað út að það væri mun ódýrari kostur. „Eftir að Drangur var leigður suður í Karíbahaf þarf ekki að ræða flutning á malbiki hingað, steinamir verða okkur miklu ódýrari í flutningi," sagði Guðjón Bjömsson. „Auk þess erum við sannfærðir um það núna að það væri ljótt að vera með biksvartar götur á svo fal- legum stað sem Hrísey er.“ Það auðveldar Hríseyingum líka þennan kost að götur þar eru mjóar og ekki ætlaðar fýrir mikla bflaumferð — í eynni er nú um tugur bfla. „Við þurfum því ekki að vera að breikka götur um heila akrein svo bílar geti mæst einu sinni í mánuði," sagði sveitarstjórinn. „Við sjáum einn- ig þann kost við þetta að heima- menn eiga að geta séð um alia vinnu, sem við hefðum þurft að kaupa úr landi ef við hefðum notað malbikið." Umferðin um hvíta- sunnuhelgina: Vegalög- reglan fær aðstoð þyrlu VEGALÖGREGLAN verður með mikinn viðbúnað um hvítasunnuhelgina og mun m.a. fá til aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF GRO. Að sögn Óskars Ólasonar, yfír- lögregluþjóns umferðardeildar, verður þessi ráðstöfun til að auka öryggið í umferðinni, en um borð í þyrlunni verða auk flugmanns, viðgerðarmaður, lögreglumaður og læknir. Ratsjártæki era í þyrlunni þannig að hægt verður að fylgjast með umferðinni úr lofti. Aðeins ein skipulög útisamkoma er haldin um hvítasunnuhelgina, á Geirsárbökkum í Borgarfirði. Þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við Umferðarmiðstöðina í gær- kvöldi höfðu 550 manns tekið sér far með áætlunarbflnum og þar af ætluðu 120 að Geirsárbökkum. Ferðir verða þangað í dag og á morgun frá Umferðarmiðstöðinni. Lögreglan í Borgamesi tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að mikil umferð væri í héraðinu og talsverður hópur unglinga hefði safnast fyrir á Geirsárbökkum. í ÞRIÐJÁ sinn á skömm- um tíma eyddi Gylfi Geirsson, sprengjusér- fræðingur Landhelgis- gæslunnar, sprengju- kúlu sem hafði verið fjarlægð úr Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi. Sprengjukúlan kom upp með skeljasandi úr Faxaflóa og var 137mm fallbyssukúla frá stríðsáranum. Hún var með kveikju og því virk. Morgunblaðið/RAX Þremur sprengjum eytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.