Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 64
Humarverð- ið hækkar um 14% VERÐ á humri fyrir komandi vertíð var ákveðið af yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins á föstudag. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanna og fulltrúa seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Raunveruleg hækkun frá verðinu á síðustu vertíð er um 14%. Verðið á humrinum er ákveðið í samræmi við ákvæði laga um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Vegna þess er samanburður á verði erfíður, en samkvæmt upplýsingum Ama Benediktssonar, annars fulltrúa kaupenda í yfímefndinni, er raun- veruleg hækkun verðsins um 14%. Hann sagði hækkun afurðaverðs á mörkuðum að meðaltali vera um 5% frá síðustu vertíð og hækkun hráefnisverðs nú því of mikil. Heildarverð fyrsta fiokks humar- hala, 25 grömm og þyngri, verður 550 krónur fyrir hvert kíló og þar af koma 385 krónur til skipta. Verð á annars flokks humri verður 270 krónur, til skipta 189. Verð á þriðja flokks humri verður 115, til skipta 80,50. Humarvertíðin hefst næst- komandi þriðjudag og verður fyrir- komulag veiðanna óbreytt ftá fyrra árí. Vorverk Morgunblaðiö/Þorkell Tími fyrir fyrstu vorverkin í görðum sunnanlands er runninn upp. Þá eru blómabeð og garðar hreinsaðir eftir veturinn. Bændur fá 6 krónur fyrir umframmjólkina STJÓRN Framleiðnisjóðs land- búnaðarins ákvað á fundi sínum í gær að greiða 10% verðs mjólk- ur umfram fullvirðisrétt, þó þannig að mjólkin sé innan bú- marks og mjólkursamlögin verði við tilmælum um að greiða 15% verðs sömu mjólkur. Bænd- ur fá því 6,25 krónur eða 25% verðlagsgrundvallar fyrir hvern lítra umfram mjólkurkvóta, en þurfa að greiða af því flutnings- kostnað og sjóðagjöld. Þessar vikumar eru ýmsir mjólkurframleiðendur að ljúka við að framleiða upp í fullvirðisrétt sinn og nokkrir hafa þegar lokið við mjólkurkvótann. Margir bænd- ur hafa lýst því yfír að þeir muni frekar hella mjólkinni niður en að leggja hana inn í mjólkursamlögin og fá lítið eða ekkert fyrir hana þar. Gat þá stefnt í mjólkurskort í haust. Vegna þessa vanda sam- þykkti stjóm Mjólkursamsölunnar í Reykjavík að óska eftir því að að bændum yrði tryggt visst verð fyrir mjólkina svo þeir sæu sér hag í því að flytja hana til samlaganna. Var þessi beiðni rökstudd með því að vísa til þess hvað mjólkur- kvótinn var seint frágenginn og að þetta myndi aðeins gilda í ár til að hjálpa bændum að aðlagast hinu nýja framleiðslukerfí. Framkvæmdanefnd Fram- ieiðsluráðs samþykkti í framhaldi af þessu að fara þess á leit við landbúnaðarráðherra að hann beitti sér fyrir því að bændum verði tryggð 10% greiðsla fyrir mjólkina til viðbótar því sem mjólkursam- lögin hafa stefnt að því að gera. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sendi erindið til stjómar Framleiðnisjóðs og lýsti því jafn- framt yfir að hann ætlaði að reyna að útvega fjármagn tii að standa undir þessum kostnaði. Eggert Haukdal alþingismaður lagði til í stjóm Framleiðnisjóðs að sjóðurinn greiddi bændum 6 krónur á lítra fyrir umframmjólk- ina til að draga úr mesta vandan- um hjá bændum sem eru að ljúka við mjólkurkvótann. Með því móti hefðu bændur fengið greitt 35-40% af verði umframmjólkurinnar, eða tæpar 10 krónur fyrir hvem lítra. Þessi tillaga Eggerts var felld með 4 atkvæðum gegn einu en tillaga landbúnaðarráðherra og Fram- leiðsluráðs síðan samþykkt sam- hljóða. Hríseyingar flísa- leggja gatnakerfið Malbik væri ljótt á svona fal- legum stað, segir sveitarstjórinn HRÍSEYINGAR hafa hugsað sér að fara aðrar leiðir í varan- legri gatnagerð en aðrir landsmenn. Um mánaðamótin næstu byrja heimamenn að leggja bundið slitlag á göturnar í þorpinu — ekki malbik heldur steina, á að giska 11x22 sm. í ár og á næsta ári ætla þeir að steinleggja tæpa tvo kílómetra og þá vantar ekki nema rúman hálfan kílómetra upp á að bundið slitlag sé á öllum götum, sem byggt er við í Hrísey, að sögn Guðjóns Björnssonar, sveitarstjóra. Framleiðsla steinanna er þegar hafín hjá Hellusteypunni sf. á Akureyri. Götur í þorpinu vora undirbyggðar á síðasta ári fyrir tæpar fjórar milljónir króna, eða um 15 þúsund krónur á hvem íbúa, sem nú eru um 280. Guðjón sagði að reiknað væri með að steinlögnin í götumar myndi kosta um 7,6 milljónir, eða um 27 þúsund krónur á hvem íbúa. Upphaflega var ætlunin að malbika í Hrísey enda var reiknað út að það væri mun ódýrari kostur. „Eftir að Drangur var leigður suður í Karíbahaf þarf ekki að ræða flutning á malbiki hingað, steinamir verða okkur miklu ódýrari í flutningi," sagði Guðjón Bjömsson. „Auk þess erum við sannfærðir um það núna að það væri ljótt að vera með biksvartar götur á svo fal- legum stað sem Hrísey er.“ Það auðveldar Hríseyingum líka þennan kost að götur þar eru mjóar og ekki ætlaðar fýrir mikla bflaumferð — í eynni er nú um tugur bfla. „Við þurfum því ekki að vera að breikka götur um heila akrein svo bílar geti mæst einu sinni í mánuði," sagði sveitarstjórinn. „Við sjáum einn- ig þann kost við þetta að heima- menn eiga að geta séð um alia vinnu, sem við hefðum þurft að kaupa úr landi ef við hefðum notað malbikið." Umferðin um hvíta- sunnuhelgina: Vegalög- reglan fær aðstoð þyrlu VEGALÖGREGLAN verður með mikinn viðbúnað um hvítasunnuhelgina og mun m.a. fá til aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF GRO. Að sögn Óskars Ólasonar, yfír- lögregluþjóns umferðardeildar, verður þessi ráðstöfun til að auka öryggið í umferðinni, en um borð í þyrlunni verða auk flugmanns, viðgerðarmaður, lögreglumaður og læknir. Ratsjártæki era í þyrlunni þannig að hægt verður að fylgjast með umferðinni úr lofti. Aðeins ein skipulög útisamkoma er haldin um hvítasunnuhelgina, á Geirsárbökkum í Borgarfirði. Þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við Umferðarmiðstöðina í gær- kvöldi höfðu 550 manns tekið sér far með áætlunarbflnum og þar af ætluðu 120 að Geirsárbökkum. Ferðir verða þangað í dag og á morgun frá Umferðarmiðstöðinni. Lögreglan í Borgamesi tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi að mikil umferð væri í héraðinu og talsverður hópur unglinga hefði safnast fyrir á Geirsárbökkum. í ÞRIÐJÁ sinn á skömm- um tíma eyddi Gylfi Geirsson, sprengjusér- fræðingur Landhelgis- gæslunnar, sprengju- kúlu sem hafði verið fjarlægð úr Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi. Sprengjukúlan kom upp með skeljasandi úr Faxaflóa og var 137mm fallbyssukúla frá stríðsáranum. Hún var með kveikju og því virk. Morgunblaðið/RAX Þremur sprengjum eytt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.