Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLASIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 I i íslendingar á bandarísku óperusviði Það er ekki á hveijum degi að íslendingar gera garðinn frægan á óperusviði erlendis. í bréfí sem Morgunblaðinu barst frá Indiana í Bandaríkjunum segir frá glæsilegum árangri tveggja íslendinga, þeirra Sólrúnar Bragadóttur og Bergþórs Páls- sonar, á óperusviðinu vestra. í bréfínu stendur m.a.: „í Bloomington í Indiana er stærsti tónlistarháskóli veraldarinnar. í hinum stóra heimi óperunnar er óperudeild Indiana-háskóla sér- lega virt fyrir kennslu og frábæra aðstöðu til óperuflutnings. Síðast en ekki síst er að fínna í Bloom- ington stærsta óperusvið vestan hinnar heimskunnu Metropolit- an-óperu í New York. En stærðin er ekki allt. Bandarískir gagn- lýnendur hafa um árabil talið tón- listardeild Indiana meðal þriggja fremstu tónlistarháskóla Banda- ríkjanna. Febrúaruppfærsla Indiana- óperunnar að þessu sinni var ein ástsæiasta ópera Mozarts, Don Giovanni, frá árinu 1787. Sólrún Bragadóttir og Bergþór Pálsson fóru með tvö af veigamestu hlut- verkum sýningarinnar. Sólrún söng hlutverk Donnu Önnu og Bergþór túlkaði sveitamanninn Masetto. Það var einróma álit gagnrýnenda að íslendingunum hefði tekist með afbrigðum vel. Sólrún þótti sýna frábæra tækni og tæran tón, en Bergþór túlka hlutverk Masetto sérstaklega trú- verðuglega með skínandi rödd og hæfílegri kímni. Mega íslendingar vera hreyknir af þessu frábæra unga listafólki og hlakka til að fá þau heim til starfa. Sólrún Bragadóttir fór með Atriði í uppfærslu Indiana-operunnar á Don Giovanni eftir Mozart. Bergþór Pálsson sem fór með hlutverk sveitamannsins hlutverk Donnu Onnu í In- Masetto er fyrir miðri mynd. diana-ópe runni. Börnin hans Baby Doc Þótt Baby Doc sé ekki vinsæil og Frakkar hafí rejmt mikið til að losna við hann eftir að hann flúði frá Haiti, virðist sem bömin hans kunni vel við sig þar í landi. Það eru sex böm alls í föruneyti Baby Docs. Tvö þeirra eru böm Jean-Claude „Baby Doc“ og konu hans Michéle, tvö frá fyrra hjónabandi Michéle og einnig tvö böm sem systir Michéle á. Öflugur lögregluvörður fyigir fjölskyldunni hvert fótmál en bömin virðast ekki láta það trufla sig. 08 YvV^ Deig- lista- maður Vestur-þýski bakarinn Franz Weber er hættur að baka brauð. Hann notar þó enn brauðdeig við iðju sína en nú bakar hann portret af pólitíkus- um og gömlum faraóum. Svo kallar hann sig deiglistamann og segist þéna miklu meira á þessu heldur en þegar hann var „bara“ bakari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.