Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAI1986
47
Minning:
Friðbjörg Sigurðar-
dóttir Egilsstöðum
Fædd 23. október 1918
Dáin 28. apríl 1986
Það virðist svo langt um liðið
síðan þorpið hér á Egilsstöðum
losaði aðeins á fjórða tug húsa og
allt um kring voru óbyggðir móar
og mýrar. Náttúra sem var full af
klettum, hellum og jafnvel manna-
beinum. Nóg af ónumdu landi til
kofabygginga, sinubruna og ýmissa
annarra uppátækja. Nú er ekkert
ósnert lengur og blokkir standa þar
sem áður voru endamörk heimsins,
meira að segja skammdegið er
horfið.
Þannig man ég þorpið frá mínum
uppvaxtarárum þegar ég sest niður
og vil minnast Friðbjargar Sigurð-
ardóttur, gamals nágranna og móð-
ur minna bestu vina og leikfélaga.
Friðbjörg og maður hennar,
Þorsteinn Sigurðsson héraðslæknir,
voru meðal frumbyggja þessa
byggðarlags og það í dýpsta skiln-
ingi þess orðs. Frumbygginn sem
biýtur land, sáir og tekur góðri og
lélegri uppskeru með þeim ásetningi
að fara hvergi þótt ef til vill bjóðist
betri lendur. Haustið 1954 ræðst
Þorsteinn til starfa sem héraðs-
læknir hér á Egilsstöðum eftir að
hafa gegnt Djúpavogshéraði um
nokkurra ára skeið. Á þeim dögum
voru samgöngur erfiðar og oft
miklum erfíðleikum háð fyrir Iækni
að komast til að sinna sínum sjúkl-
ingum. Að sama skapi þurftu marg-
ir um langan veg að fara til að hitta
lækni og fá bót meina sinna. Þeir
eru án efa margir Héraðsmenn og
Borgfirðingar sem hafa þegið kaffí
og meðlæti hjá Friðbjörgu meðan
þeir biðu þess að komast að hjá
Þorsteini. Þá var heldur ekki hlaup-
ið að því að senda sjúklinga frá sér
og því þurfti Þorsteinn oft oft að
ráða bót á ýmsu sem eru verk sér-
fræðinga í dag. Heimilið var því oft
undirlagt og Friðbjörg þurfti að
vera allt í senn, húsmóðir, gestgjafi
og hjúkrunarkona. Þessu öllu
gegndi Friðbjörg af dugnaði og hélt
myndarlegt heimili með fímm
stráka á öllum aldri með mýmörg
áhugamál, sem útheimtu mikið
pláss, fatnað, mat og gott atlæti.
Eftir á að hyggja undrast ég hvem-
ig henni tókst að komast yfír þetta
allt saman. Sem strákur var ég
þama gestkomandi á hveijum degi
og alltaf var eitthvað um að vera.
Einn daginn tæmdum við búrið fyrir
henni og útbjuggum mikla veislu
úti í kanínukofa, líklegast hefur þá
verið fullt hús af gestum hjá Frið-
björgu og ekki auðvelt um aðföng.
Næsta dag var stór hluti af húsinu
tekinn undir leiksýningu, tombólu
eða því stærri verkefni. Stundum
fannst mér Friðbjörg ströng og hún
taka strákana rækilega í gegn ef
þeir óhlýðnuðust, en alltaf var hún
réttlát og aldrei bar skugga á vin-
skap milli heimilanna þrátt fyrir að
stundum gengi mikið á milli okkar
krakkana. Eftir að Þorsteinn lét af
störfum fluttu þau í sitt eigið hús
og þar var ég jafnan velkominn sem
fyrr. Þar bjó Friðbjörg þeim fallegt
heimili, sem stundum fylltist af
bamabömum þeim til óblandinnar
ánægju. Það var ekki oft sem Frið-
björgu og Þorsteini gafst tími til
að taka sér frí frá störfum, til þess
var embætti Þorsteins of krefjandi
og erilsamt. En ef þeim gafst hlé
frá störfum þá fóru þau inn í Út-
nyrðingsstaði þar sem þau höfðu
byggt sér sumarbústað í skógar-
jaðri nokkm ofan við bæinn. Þar
gátu þau sinnt sameiginlegu áhuga-
máli sem var skógrækt og með tíð
og tíma höfðu þau plantað þar
fjölda tijáa og gert þar undrareit.
Friðbjörg hefur skilað miklu
dagsverki. Dagsverki sem fyrir utan
að sjá um stórt heimili útheimti
mikla vinnu sem engin laun komu
fyrir önnur en þau er hennar maður
fékk. Að auki þykir mér sýnt að í
dag þurfí fleiri til að sinna ýmsu
því er hún tók að sér. En tímamir
hafa breyst og við emm ekki söm
eftir. Eg, foreldrar mínir og systur
sendum Þorsteini og flölskyldu hans
innilegustu samúðarkveðjur. Við
höfum margra góðra samveru-
stunda að minnast frá Lagarási.
Ólafur Jónsson
Hveragerði:
Framboðslisti félagshyggjufólks
Hveragerði.
í Hveragerði hefur verið lagður
fram sameiginlegur framboðs-
listi félagshyggjufólks, fyrir
sveitarstjómar- og sýslunefndar-
kosningarnar á komandi vori.
Að framboðinu standa Fram-
sóknar- Alþýðubandalags- og
Alþýðuflokksfélögin.
Listinn er þannig skipaður:
1. Gísli Garðarsson
kjötiðnaðarmaður
2. Ingibjörg Sigmundsdóttir
garðyrkjubóndi
3. Valdimar Ingi Guðmundsson
garðyrkjumaður
4. Sigríður Kristjánsdóttir
hjúkmnarkona
5. Bjöm Pálssin
skrifstofustjóri
6. Stefán Þórisson
vélfræðingur
7. RunólfurÞór Jónsson
húsasmiður ^
8. Magnús Ágúst Ágústsson
líffræðingur
9. Þórdís Jónsdóttir
húsmóðir
10. Guðríður Austmann
húsmóðir
11. Halldór Höskuldsson
skipasmiður
12. Gestur Eyjólfsson
garðyrkjubóndi
13. Sigurður Jakobsson
tæknifræðingur
14. Auður Guðbrandsdóttir
framkvæmdastjóri.
Til sýslunefndar:
1. Garðar Hannesson
símstöðvarstjóri
2. BjömPálsson
skrifstofustjóri.
Nú er ljóst að við Hvergerðingar
eigum allavega um tvo kosti að
velja, því listi sjálfstæðisfélagsins
var lagður fram fyrir nokkmm
VÍkum. Sigron
Morgunblaðið/Theodór
Bjarni Arason, formaður stjómar Kaupfélags Borgfirðinga, afhendir Herði Jóhannessyni blóma-
körfu vegna framlags hans til að stuðla að aukinni mjólkurdrykkju.
Borgarnes:
Viðurkenning’ fyrir fram-
lag til kynningar á mjólk
Borgarnesi.
Á AÐALFUNDI Kaupfélags
Borgfirðinga sem haldinn var
í Hótel Borgarnesi 6. og 7.
maí sl., var samþykkt með lófa-
taki fundarmanna tillaga þess
efnis að aðalfundurinn sendi
Herði Jóhannessyni eiganda
Bifreiðaþjónustunar í Borgar-
nesi, sérstakar þakkir fyrir
framlag hans til kynningar á
mjólkurvörum.
Eins og greint hefur verið frá
í Morgunblaðinu þá gaf Hörður
Jóhannesson mjólk í vikutíma til
bama í leikskóla og gmnnskóla
Borgamess. Einnig kom Hörður
því til leiðar að stofnanir og fyrir-
tæki í Borgamesi tóku við af
honum, þannig að skólabörnin í
Borgamesi fengu gefíns mjólk út
skólaárið. — TKÞ.
Fljótvírk
- gód-
íslensk!
Fást í matvöruverslunum
og á afgreíðsíustöðum
Olís, Shell og Esso.