Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986
Veður
Lœgst Hasst
Akureyri 6 hálfskýjað
Amsterdam .6 16 heiðskirt
Aþena 14 26 heiðskírt
Barcelona 21 þokum.
Berlín 6 16 heiðskírt
BrOssel 10 18 heiðskfrt
Chlcago 10 22 rigning
Dublin 8 16 heiðskfrt
Feneyjar 24 hálfskýjað
Frankfurt 3 17 skýjað
Genf 10 19 skýjað
Helsinki 8 10 rigning
Hong Kong 24 29 heiðskfrt
Jerúsalem 10 18 heiðskfrt
Kaupmannah. 8 12 skýjað
Las Palmas vantar
Ussabon 13 19 skýjað
London 6 17 skýjað
Los Angeles 16 22 heiðskfrt
Lúxemborg 16 hálfskýjað
Malaga 22 háifskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Miami 21 26 heiðskfrt
Montreal vantar
Moskva 12 22 heiðskfrt
NewYork 12 17 heiðskfrt
Osló S 13 skýjað
Parfs 8 16 skýjað
Peking 13 25 heiðskfrt
Reykjavfk 6 skúrir
Rfóde Janeiro 1S 28 heiðskfrt
Rómaborg 10 27 heiðskfrt
Stokkhólmur 7 18 heiðskfrt
Sydney 13 18 skýjað
Tókýó 13 23 heiðskfrt
Vínarborg 10 22 skýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Rannsóknin á morði Olofs Palme:
Vonleysi grípur
um sig meðal
lögreglunnar
Lundi. Frá Pétri Péturssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
MARGT bendir til þess að lítill árangur hafi orðið í hinni viðtæku
leit að morðingja Olofs Palme fyrrum forsætisráðherra sem nú
hefur staðið yfir í tvo og hálfan mánuð. Fyrstu vikumar var
nálega allt lögreglulið landsins virkjað á einn eða annan hátt i
leitinni að morðingjanum. Til skamms tíma hafa 300 sérstaklega
valdir rannsóknarlögreglumenn unnið að rannsókn málsina en
nú nýlega hefur þeim verið fækkað niður í 200. Að öllu óbreyttu
verður þeim enn fækkað niður í 75 í næsta mánuði.
Lögreglan hefur fengið inn 25
þúsund ábendingar af ýmsu tagi
þannig að ekki er hægt að kvarta
undan því að almenningur hafi
legið á liði sínu í þessum eltingar-
leik. Mikill tími og starfsorka
hefur farið í að vinna úr öllum
þessum upplýsingum og meta
gildi þeirra. Þó hafa aðeins um
1.000 þessara ábendinga eitthvert
gildi fyrir rannsóknina en engin
hefur leitt lögregluna ennþá á
spor morðingjans svo óyggjandi
sé. Heimildir úr innsta hring
þeirra sem vinna að rannsókn
málsins herma að lögreglan sé
engu nær um að leysa gátuna en
að morgni dags hins 1. mars, eða
daginn eftir að morðið var framið.
Þá eru menn efablandnir varðandi
bjartsýni lögreglustjórans, Hans
Holmers, og efast um að hann
trúi því sjálfur þegar hann segir
að lögreglan muni ábyggilega
komast til botns í málinu áður en
langt um líður. Vonleysi virðist
sem sagt hafa gripið um sig meðal
þeirra sem vinna að málinu, en
lögreglustjórinn rejmir að halda
uppi vinnugleði þeirra með bjart-
sýni sinni.
Ríghaldið í
veikan hlekk
Um 2.000 manns hafa verið
yfirheyrðir í sambandi við rann-
sóknina. Af þessum eru aðeins
um 90 á einhvem hátt athyglis-
verðir þó ekki sé hægt að tengja
þá sjálfu morðinu. Sænskur mað-
ur var í haldi í nokkrar vikur
grunaður um aðild. Honum var
síðan sleppt þegar það kom í ljós
að það atriði sem lögreglan byggði
grunsemdir sínar á átti ekki við
rök að styðjast. Fyrir um það bil
einni viku var svo þessi maður
aftur tekinn til yfírheyrslu og
Holmer lét hafa það eftir sér að
það yrði að upplýsa nákvæmlega
hvað þessi maður aðhafðist kvöld-
ið sem morðið var framið. Lög-
reglustjórinn og saksóknarinn í
málinu hafa verið á öndverðum
meiði varðandi hugsanlega aðild
þessa manns að morðinu. Sak-
sóknarinn telur að réttaröryggið
leyfí ekki að það fari fram fleiri
vitnaleiðslur en um 20.
Lögreglustjórinn vildi hins
vegar fá manninn leiddan fyrir
vitni um 70 sinnum, sem gætu
staðfest hvar hann hefði haldið
sig umræddan tíma. Lögreglu-
stjórinn fékk dómsmálaráðuneytið
á sitt band, en talið er að þessar
vitnaleiðslur hafí gefið lítið sem
ekkert bitastætt fyrir lausn gát-
unnar og að manninum verði
sleppt innan nokkurra daga. Hann
Anatoly Shcharansky:
Gorbachev hefur
engann áhuga á að
breyta kerfinu
Washington. AP.
ANATOLY B. Shcharansky, sov-
éski gyðingurinn og andófsmað-
urinn, sem leyft var að yfirgefa
Sovétríkin í febrúarmánuði sl.
fyrir atbeina Mikhails S. Gorbac-
hev, sagði á fimmtudag, að Sov-
étleiðtoginn hefði engan áhuga
á því að breyta þjóðfélagskerfinu
heima fyrir.
En Shcharansky sagði, að Gor-
bachev skildi betur en nokkur af
forverum hans hin alvarlegu efna-
hagsvandamál, sem Sovétríkin
stæðu frammi fyrir, og „knýjandi
þörf“ þeirra fyrir vestræna tækni.
Þar af leiðandi geta Bandaríkin
notað tæknina til að knýja á um
aukin mannréttindi í Sovétríkunum,
sagði hann.
Shcharansky, sem býr nú í ísrael
og hefur tekið sér hebreska fomafn-
ið Natan, lét þessi ummæli falla í
ræðu á fundi hjá bandaríska blaða-
mannafélaginu.
hefur stöðugt haldið fram sakleysi
sínu og mun nú vera, með aðstoð
lögfræðinga, að undirbúa skaða-
bótamál á hendur því opinbera og
þeim blöðum sem birt hafa myndir
af honum vegna morðsins.
Sérstök rannsóknar-
nefnd
Dómsmálaráðherrann hefur nú
ákveðið að skipa sérstaka rann-
sóknamefnd óháða lögreglunni til
að rannsaka öll atriði varðandi
meðferð þessa máls.
Þetta þýðir þó ekki endilega
að hér sé um að ræða vantrausts-
yfirlýsingu á starf lögreglunnar,
heldur að ástæða þyki til að gera
úttekt á viðbúnaði lögreglunnar
og öryggisyfirvalda með það í
huga að endurskoða og lagfæra
það sem betur gæti farið. Það
má segja að það sé eins konar
hefð hér í Svíþjóð að gera heildar-
úttekt af þessu tagi þegar um
stórmál hefiir verðið að ræða sem
hafa reynt mjög á kerfið í heild.
Svo hefur verið um stærri njósna-
mál sem upp hafa komið eftir
seinna stríð og kafbátamálið svo-
nefnda svo eitthvað sé nefnt.
Ef það dregst að morðgátan
verði ráðin þá munu tilgátur og
orðrómur af ýmsu tagi fá byr
undir báða vængi. Margir munu
þá standa ráðvilltir um það hveiju
eigi að trúa varðandi mál þetta.
Þess vegna gæti hlutlaus rann-
sóknamefnd gert þarft verk með
því að draga fram staðreyndir í
málinu og hvemig að því hefði
verið staðið. Lögreglustjórinn,
Hans Holmer, tekur þessari nefnd
þó ekki fagnandi og segist viss
um að hún muni tefja lögregluna
f starfi sínu að lausn gátunnar.
Yelena Bonner í Bandaríkjunum:
Ætlar ekki að
þiggja aðstoð
sovéskra lækna
Staðurinn sem Palme forsætisráðherra var myrtur á i Stokkhólmi.
Dökki bletturinn er storknað blóð.
Boston, Bandaríkjunum. AP.
YELENA Bonner, eiginkona
sovéska andófsmannsins Andreis
Sakharov, sagði í Boston á
fimmtudag, að hún mundi ekki
þiggja aðstoð sovéskra lækna,
þegar hún sneri aftur i útlegðina
í Gorki.
„Eg mun ekki fara fram á neina
aðstoð læknanna þar eftir að hafa
séð myndimar, sem teknar vom
með falinni kvikmyndatökuvél á
stofu þeirra, bæði af manninum
mínum og móður minni, án vitundar
þeirra eða samþykkis," sagði hún.
Frú Bonner sagði þetta á frétta-
mannafundi, sem læknar við sjúkra-
húsið, þar sem hún var til með-
ferðar, efiidu til. Hún gekkst þar
undir hjartaskurðaðgerð og aðgerð
vegna fótarmeins. Sagðist hún fara
til Evrópu 24. maí og þaðan til
Moskvu 2. júní.
„Bandarísku læknamir sögðu, að
ég þyrfti að koma í hjarta- og
augnskoðun að ári, en ég kvaðst
ekki geta lofað því,“ sagði Bonner
og kimdi við.
Hún kvaðst hafa lofað sovéskum
yfirvöldum því, er hún fékk ferða-
leyfið, að halda ekki blaðamanna-
fundi. „Þessi fundur er ekki brot á
loforði mínu, því læknamir hér
boðuðu til hans,“ sagði hún við
fréttamennina.
Argentína:
Forsprakkar her-
foringja stjórn-
arinnar dæmdir
Buenos Aires. AP.
ÞRÍR fyrrverandi forsprakkar herstjórnarinnar í Argentínu voru í
dag dæmdir til langrar fangelsisvistar fyrir að hefja Falklandseyja-
striðið við Bretland 1982 og fyrir grófa vanrækslu í starfi vegna
ósigursins, sem Argentínumenn biðu í stríðinu. Það var æðsta her-
ráð landsins, sem kvað upp dómana.
Leopold Galtieri, fyirum forseti er lokið herréttarhöldum, sem hóf-
Argentínu og yfírmaður landhers-
ins, var dæmdur í 12 ára fangelsi,
Jorge Anaya, fyrrum yfírmaður
flotans, í 14 ára fangelsi og Basilio
Lami Dozo, fyrrverandi yfirmaður
flughers Argentínu, í 8 ára fangelsi.
Með uppkvaðningu þessara dóma
Kennari stefnir
vegna fangavistar
Baltimore. AP.
Menntaskólakennari, sem
stungið var i fangelsi á ferðalagi
á Grikklandi fyrir að fara yfir
eyðslumörk á kredit-korti sínu,
hefur ákveðið að stefna krítar-
kortafyrírtækinu.
Bonstingl ætlar að krefjast 42
milljóna Bandaríkjadala ( skaða-
bætur af krítarkortafyrirtækinu
Visa. Bonstingl sat í fangelsi 11.
til 15. júlí í fyrra vegna þess að
hann notaði Visa-kortið til að kaupa
skartgripi á grísku eyjunni Santor-
ini. „Eg var skelfingu lostinn yfir
því að sitja einn í fangelsi í hafnar-
borg og geta ekki talað við nokkum
mann," sagði kennarinn eftir fanga-
vistina.
ust yfir þessum mönnum í nóvem-
ber 1983. Fóm réttarhöldin fram
fyrir luktum dymm og var það gert
með „tilliti til þjóðaröryggis".
Falklandseyjastríðið hófst með
Leopoldo Galtierí
innrás Argentínu á eyjunum 2.
apríl 1982. Herlið Argentínumanna
á eyjunum gafst upp 14. júní 1982,
eftir að stríðið hafi staðið í 74 daga.
Misstu Argentínumenn þar 712
manns fallna en Bretar 255.
Þessi mynd er tekin á mánudag er þau Yelena Bonner og Anatoly
Shcharansky hittust á skrífstofu Random House-útgáfufyrirtækisins
í New York. Þau hittust svo aftur ásamt fleira fólki til að minnast
tíu ára afmælis Helsinki-samtakanna í Moskvu.