Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.05.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR17. MÁÍ1986 Minning: Hreinn Ásgrímsson fv, skólastjóri Fæddur 30. mai 1947 Dáinn 7. maí 1986 Vinur er horfinn. Að minnast Hreins er mikið vandaverk þar sem hann var mikill persónuleiki og stóð upp úr fjöldanum að mínu mati. Sárt er til þess að hugsa að slfkur maður skuli hrifínn á brott á besta aldri en hann hefði orðið 39 ára þann 30. maí ef hann hefði lifað. Við kynntumst fyrir 10 árum en hann var þá starfandi skólastjóri hérí Vogum. Skólastarfið gekk mjög vel undir hans sijóm og varð maður fljótt var við að böm og unglingar dáðu Hrein mjög og virtu. Tel ég að hann hafí verið farsæll í starfí sínu. Hreinn starfaði líka mikið í félags- málum, var meðal annars í hrepps- nefnd og mörgum öðrum nefndum og leysti þau störf öll vel af hendi. í haust var ljóst að Hreinn var með hvítblæði og fársjúkur æfði hann með bömunum jólaleikritið en eng- inn heyrði hann kvarta. Hann sætti sig við hlutskipti sitt og fór bjart- sýnn til London í aðgerð en því miður varð maðurinn með ljáinn þessum hugprúða manni hlutskarp- ari. Ég og íjölskylda mín vottum Huldu og dætmnum Helgu Mar- gréti og Kristínu, sem sjá á bak elskulegum föður, okkar innileg- ustu samúð og Guð gefí ykkur styrk í þessari raun. Hafí vinur minn þökk fyrir allt. Einar Baxter Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Já, það er sameiginlegt með okkur öllum, að eitt sinn verða allir menn að deyja. Sjaldnast erum við þó tilbúin að taka því þegar góðir vinir kveðja þetta líf. Þegar fregnin um lát Hreins Ásgrímssonar skólastjóra barst var eins og við Vatnsleysustrandar- hreppsbúar hefðum orðið fyrir þungu höggi, slík urðu viðbrögðin hér. Hreinn gekkst undir erfíða að- gerð á sjúkrahúsi í London í febrúar síðastliðnum. Allt virtist ganga vel og hann farinn að skrifa um vænt- anlega heimkomu sína, en þá barst sú fregn að honum hefði versnað og nokkrum dögum síðar var hann látinn. Við í foreldra- og kennarafélagi Stóru-Vogaskóla viljum með nokkr- um orðum minnast hann með þökk og virðingu. Þegar við haustið 1984 stofnuðum þetta félag studdi hann okkur dyggilega. Hreinn var alltaf reiðubúinn að gefa góð ráð og veita okkur alla þá aðstoð sem í hans valdi stóð. Hreinn var skólastjóri við grunn- skólann í Vatnsleysustrandarhreppi frá haustinu 1972 og þar til hann lét af störfum vorið 1985. Hann var einstaklega vel látinn í starfí sínu sem skólastjóri, af öllum þeim sem höfðu samskipti við hann. Við ætl- um ekki að rekja æviferil Hreins hér, það munu aðrir væntanlega gera, en við þökkum honum allt og kveðjum hann með sárum söknuði. Sumar hans leið svo alltof fljótt. Huldu, dætrunum Helgu Mar- gréti og Kristínu, foreldrum hans og systkinum sendum við innilegar samúðarkveðjur, með von um að minningin um góðan dreng mildi söknuðinn. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Foreldra- og kennarafélag Stóru-Vogaskóla Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu tryggs og góðs vinar verður flestum tregt tungu að hræra. Hugurinn er bundinn góðum endurminningum, sem erfitt er að koma orðum að þótt af mörgu sé að taka. Þannig er mér innanbrjósts er ég reyni að rekja nokkur atriði úr lífí og starfí Hreins Ásgrímsson- ar. Hann andaðist á sjúkrahúsi í London 7. þ.m. Hreinn veiktist á síðastliðnu hausti og kom fljótt í ljós að um alvarlegan sjúkdóm var að ræða. Kunningjar og samstarfs- menn töldu sig þó geta ráðið á út- liti hans að veikindin hefðu byijað nokkru fyrr en Hreinn kunni ekki að kvarta og því síður að bera áhyggjur sínar á borð fyrir kunn- ingja og vini. Banvæn veikindi bar hann með þeirri karlmennsku og þrótti sem einkenndi líf hans allt. Haustið 1972 gerðist Hreinn skólastjóri bama- og unglingaskól- ans hér, Brunnastaðskóla, er síðar varð Stóru-Vogaskóli í Vogum. Strax á fyrsta starfsári sýndi hann slíkan dugnað og stjómsemi í starfí að athygli vakti. Lipurð í samstarfi bæði við nemendur og kennara var einstök. Hreinn tileinkaði sér þau sannindi að sú stjóm sé best er minnst fer fyrir. Fyrstu kynni mín af Hreini Ás- grímssyni vom þau að síðla sumars kom hann til mín að kvöldlagi og sagðist vera að hugsa um að sækja um skólastjórastöðu sem þá var laus hér við skólann. Hafði honum verið bent á að leita til mín um ýmsar upplýsingar, varðandi skóla- starfíð. Mér leist strax vel á þennan upplitsdjarfa, unga mann og ráð- lagði honum eindregið að sækja um starfið. Sagði ég honum að skóla- húsið væri orðið gamalt og uppfyllti ekki nútímakröfur en fólkið væri gott. Það fékk hann að reyna við nánari kynni. Ekki hafði Hreinn búið hér lengi er hann var valinn til fjölmargra félagsmálastarfa. Samviskusemi, vandvirkni og dugn: aður í skólastarfínu var rómað. í sveitarstjóm sat Hreinn tvö kjör- tímabil, ennfremur í mörgum nefndum á vegum sveitarfélagsins, þar á meðal byggingamefnd Stóru- Vogaskóla. Þáttur hans í þeirri framkvæmd var stór að öðrum ólöstuðum er lögðu þar hönd á plóg- inn. Hreinn var gæddur góðri greind sem birtist í fjölmörgum myndum í margskonar störfum. Skipulags- gáfa virtist honum í blóð borin. Málflutningur Hreins var skýrt yfir: vegaður og án orðskreytinga. í ræðum sfnum kom hann beint að efninu án formála. Þess vegna voru þær jafnan stuttar og á þær hlustað. Hreinn Ásgrímsson var fæddur á Þórshöfn á Langanesi 30. maí 1947. Foreldrar hans voru Helga M. Haraldsdóttir og Ásgrímur H. Kristjánsson, sem bæði eru á lífi og búa á Þórshöfn. Þau hjón eign- uðust 9 böm, dugnaðar- og mynd- arfólk, og varð Hreinn fyrstur að hverfaúrþeimhópi. V Árið 1967 kvæntist Hreinn Huldu Kristinsdóttur frá Höfnum á Reykjanesi. Eignuðust þau tvær dætur sem búa hjá móður sinni í Keflavík. Ég og fjölskylda mín þökkum Hreini fyrir langt og ánægjulegt samstarf svo og tryggð hans og vináttu frá fyrstu kynnum. Við óskum honum farsældar í nýjum heimkynnum. Huldu, dætmnum tveimur, Helgu og Kristínu, vinum og vanda- mönnum, sendum við innilegustu samúðarkveðj ur. Guð blessi minningu Hreins Ás- grímssonar. Jón H. Kristjánsson Við félagamir í Lionsklúbbnum Keili vorum hljóðir eftir að fundi hafði verið slitið og við yfirgáfum fundarstað miðvikudagskvöldið 7. maí sl. eftir að svæðisstjóri tjáði okkur, eftir að hafa verið boðaður í síma, að látinn væri einn af stofn- félögum Lionsklúbbsins Keilis, Hreinn Ásgrímsson, fyrrverandi skólastjóri við Stóra-Vogaskóla, en hann hafði átt við veikindi að stríða um eins árs skeið og verið undir læknishendi f tvo mánuði í London og lést hann þar 7. maí sl. Ég ætla ekki að rekja æviferil Hreins Ásgrímssonar. Það munu mér færari menn gera en það vitum við að hann var virtur og dáður af fólkinu héma í Vogunum og sér- staklega af bömunum sem verið höfðu í skóla hjá honum. Er ég sagði konu minni og dóttur frá láti Hreins sagði dóttir mín að það gæti ekki verið, því honum hefði verið farið að batna, en það var það sem við öll vonuðum. Eins og áður sagði var Hreinn einn af stofnfélögum Lionsklúbbs- ins Keilis og var hann fyrsti ritari klúbbsins og mjög virkur klúbb- félagi. Þó hann væri ekki í klúbbn- um tvö síðustu árin, en hann taldi sig ekki geta sinnt því sem skyldi sökum anna, þá var alltaf hægt að leita til hans þegar við þurftum á því að halda. Eiginkonu Hreins, Huldu Krist- insdóttur, dætranum tveimur Helgu og Kristínu, foreldram, systkinum og öðram aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an Guð að styrkja þau og styðja í þeirra miklu sorg. Guð blessi minn- ingu Hreins Ásgrímssonar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og alit. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (ValdimarBriem) Með innilegustu samúð, f.h. Lionsklúbbsins Keilis, Kristófer Guðmundsson. Hreinn Ásgrímsson fv. skóla- stjóri Stóra-Vogaskóla á Vatns- leysuströnd er látinn langt um aldur fram. Hann fæddist á Þórshöfn á Langanesi 30. maí 1947, sonur Ásgríms Kristjánssonar og konu hans Helgu Margrétar Haralds- dóttur. Hreinn ólst upp á Þórshöfn í stórum systkinahópi, voru þau fímm bræður og fjórar systur. Að loknu barnaskólanámi fór hann til náms í Eiðaskóla, en síðan fór hann í Kennaraskóla Islands og lauk þar námi. Hann kvæntist Huldu Kristins- dóttur úr Höfnum í Gullbringusýsiu. Eignuðust þau tvær dætur, Helgu Margréti og Kristínu. Árið 1972 flyst Hreinn hingað í Vantsleysustrandarhrepp er hann tekur við skólastjórastarfí grann- skólans og gegnir því starfí til síð- astliðins hausts að hann lætur af því að eigin ósk. Er mér ekki gran- laust um að þar hafí ráðið nokkra um, að hann hafí verið farinn að kenna þess sjúkdóms er síðan dró hann til dauða 7. þ.m. f London eftir þriggja mánaða dvöl þar á sjúkrahúsi._ Hreinn Ásgrímsson var kvaddur til margra trúnaðarstarfa hér í hrepp, var hann kosinn í hrepps- nefhd Vatnsleysustrandarhrepps 1974 og sat þar til 1982. Sem hreppsnefndarmanni kynntist ég Hreini náið, og áttum við mjög gott samstarf. Hann var fullur áhuga um velferð síns sveitarfélags og beitti sér fyrir mörgu er mátti bæta og að gagni koma. Mest bar á áhuga hans á málefnum unga fólksins þó hann léti ekki önnur mál sitja á hakanum. Hann var í forystu um byggingu Stóra-Voga- skóla. Beitti hann sér þar af dugn- aði og framsýni eins og best mátti verða, enda tók bygging skólans óvenju skamman tíma. Setti hann sannarlega svip á allt skólastarf hér í sveit meðan hans naut við og munu nemendur hans þakka honum nú fyrir góða leiðsögn og fræðslu frá þessum áram. Hreinn sat í nefnd um byggingu sundlaugar hér í hreppi og var hann búinn að láta ganga frá teikningu að sundlaug og öðram íþróttamannvirkjum hér, er áttu að tengjast skólanum. Hreinn var í stjórn Fjölbrautaskóla Suðumesja og gegndi hann þar ritarastörfum um margra ára skeið. Bera fundargerðir frá þessum tíma órækan vott um hæfileika og áhuga hans á menntunarþörf og málefnum ungs fólks hér á svæðinu. Þá var Hreinn kosinn í stjóm Hitaveitu Suðumesja. Sem fulltrúi Vatnsleysustrandar gerði hann fulla grein fyrir mikilvægi þess að hitaveita kæmi hingað. Var sæti hans þar vel skipað eins og hvar sem hann tók að sér störf. Einnig var hann virkur félagi í Lions- klúbbnum Keili. Mætti svo lengi telja. Hreinn var hvergi með hálfkák, þar sem hann kom nálægt var unnið af fullum áhuga og dugnaði enda var hann vel á sig kominn, stundaði útivera og göngur um fjöll og óbyggðir. Á sumrin vann hann við ýmis störf; sjómennsku, vörabfla- akstur og annað er til féll á hveijum tíma. Það er stórt ófyllt skarð hér í hreppi við fráfall Hreins Ásgríms- sonar. Ég votta Hildu, Helgu, Kristínu, foreldram, systkinum og öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Ég sakna hans sem góðs vinar og mun minnast hans með þökk og virðingu. Magnús Ágústsson Þegar myrkrið hellist yfir á björtu vorkvöldi. Þegar tíminn allt í einu stendur kyrr. Þegar veraleik- inn er of sár til að veita honum viðtöku verður tregt um mál. Sagt er að enginn sé ómissandi og má til sanns vegar færa. En Hreins skarð er vandfylltara en flestra. Hver var hann sem megnar að skilja eftir slíkt tómarúm í lífí svo margra? Ef til vill fær enginn svarað því til fulls. Hreinn bar ekki sínar leyndustu hugsanir á torg. En hann flutti með sér birtuna. Hann flutti með sér ylinn. Kjarkur- inn og baráttuviljinn vora hans föranautar. Og hann var veitandi. Allt til hinstu stundar var hann veitandi. Þökk fyrir bjarta brosið. Þökk fyrir hlýja hláturinn og trausta handtakið. Þökk fyrir allar góðu stundimar. Þökk fyrir allar góðu minningamar. Þær munu geymast um ókomna tíð. Þökk fyrir árin öll. Hann sem átti svo margt ógert. Svo margt ósagt. Hann sem var flestum færari um að bæta heiminn. Flestum færari um að vinna í þágu hinna bestu gilda mannlegs lífs. Hvemig má sætta sig við að lífi hans sé lokið svo fljótt. Svo alltof fljótt. En merki Hreins verður haldið á lofti. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá sem drekkur af vatni þagnar- innar mun þekkja hinn volduga söng.“ (Úr Spámanninum) Samstarfsfólk í Stóru-Vogaskóla Sumar fregnir era þannig að maður neitar að trúa þeim. Þannig fór fyrir mér er ég frétti lát Hreins. Vonin um bata hafði vaxið og eftir að hafa dvalið hjá honum og átt með honum ómetanlegar stundir núna í apríl, horft á lífið kvikna allt í kringum okkur, þá efaði ég ekki að heim kæmi hann hress í sumarbyijun. En ekki fór allt eins og ég ætlaði. Mikil barátta er á enda. Hetja hennar er tvímælalaust hann sem æðralaus tókst á við veikindi sín og horfði alltaf bjart- sýnn fram á betri daga. Það var, er og verður mér ómetanlegt að hafa átt vinskap hans. Þeir era ekki margir sem fórna sér eins mikið fyrir aðra og Hreinn gerði, enda var hann sérlega vel liðinn í starfí bæði sem kennari og skóla- stjóri. Hann hafði tekið þann kost að hverfa frá því starfi sl. vor og bragðust íbúar Voga skjótt við og sameinuðust um að skora á hann að starfa áfram við skólann. Hugur hans var í mörgu tengdur Vogum og þessi viðurkenning var honum mjög mikils virði. Ég veit að þið Helga Margrét og Kristín munuð alltaf geyma minn- inguna um góðan föður og þið Helga og Hólmi minninguna um Ijúfan og góðan son. Huggun okkar sem eftir lifum er sú að hafa fengið að eiga svo góðan dreng og fullvissa um að honum sé ætlað stærra hlut- verk annars staðar. Deyrfé deyjafrændr deyrsjálfritsama en orðstírr deyraldregi hveim er sér góðan getr. (ÚrHávamálum) Blessuð sé minning hans. Sævar Árnason Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.