Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 17.05.1986, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR17. MAÍ1986 Morgunblaðið/Ólafur Verðandi stúdentar á Egilsstöðum „dimmiteruðu“ að fornum sið menntskælinga nú fyrir skemmstu. Hér lesa þeir skólameistara sínum pistilinn. Egilsstaðir: Menntaskólanum slitið á hvítasunnu Egilsstöðum. MENNTASKÓLANUM á Egils- stöðum verður slitið í Egils- staðakirkju á hvítasunnudag. Þá mun skólameistari, Vil- hjálmur Einarsson, væntanlega útskrifa 22 nýstúdenta og hafa þá liðlega 200 stúdentar út- skrifast frá skólanum frá upp- hafi. Menntaskólinn á Egilsstöðum tók til starfa haustið 1979 og útskrifuðust fyrstu stúdentamir þegar vorið 1981 þar sem sérstak- ar menntadeildir höfðu verið rekn- ar við Egilsstaðaskóla frá haust- inu 1977. í vetur hafa 240 nemendur stundað nám við ME, 208 í dag- skóla og 32 í öldungadeild skól- ans. Dagskólanemendur skiptust á 8 námsbrautir — en 42 nemend- ur á fyrsta ári stunduð óbrauta- skipt nám. Stúdentamir sem útskrifast frá ME á hvítasunnudag em allir frá Austurlandi utan einn Dalvíking- ur. — Ólafur Olíuverðlækkunin: Ekki tilefni til lækkunar gjaldskrár EKKERT tilefni er til lækkunar gjaldskrár leigubíla í kjölfar ol- íuverðslækkunarinnar, sem tók gildi sl. mánudag, að sögn Guð- mundar Sigurðssonar hjá Verð- lagsstofnun. Ræðst það af því að leigubílstjórar „áttu inni“ hækk- un, frá því í janúarmánuði, þegar taxti þeirra hækkaði aðeins um 6%, en þeir töldu sig þurfa 20% hækkun til að halda í við kostnað- arhækkanir. Gasolía á bíla lækkaði úr 11,70 krónum lítrinn í 9,50 krónur, eða um 2,20 krónur lítrinn. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Valdi- marssonar fráfarandi formanns Bifreiðastjórafélagsins Frama, er miðað við að leigubílstjórar noti að meðaltali sex þúsund lítra af gas- olíu á ári. Það þýðir 70.400 krónur á ári miðað við fyrra verð, en 57.000 krónur samkvæmt nýja verðinu. Spamaður á ársgrundvelli nemur því 13.400 krónum hjá hverjum bílstjóra. Gjaldskrá leigubílstjóra er nú 120 krónur í startgjald og siðan 15,10 krónur fyrir hvem ekinn kflómetra í dagvinnu en 22,65 í næturvinnu. Til dagvinnu telst tímabilið frá 8 á morgnana til 5 á daginn, frá mánu- degi til föstudags. Nýkjörinn formaður Bifreiða- stjórafélagsins Frama er Ingólfur Ingólfsson leigubflstjóri hjá BSR. Hann tekur til starfa í næstu viku. Hótelí Þelamerk- urskóla Draumur Okkar Allra FíÓRHTÓIADRIFINN ALFA ROMEO NY SENDING KOMIN TIL AFGREIÐSLU STRAX Alfa Romeo 33 4 x 4 er hlaöinn öllum hugsanlegum aukabúnaöi. Veröiö er hreint ótrúlegt: Kr. 504.400.- JÖFUR HF NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 í sumar Akureyri. Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. mun í sumar reka hótel í Þela- merkurskóla frá 20. júní til 25. ágúst. Hótelið er staðsett 11 km norðan Akureyrar og em þar 22 tveggja manna herbergi og tvö eins manns herbergi. Handlaug er á öllum herbergjum en hreinlætisaðstaða önnur frammi á göngum. Sundlaug er við hóteldymar og hafa hótel- gestir ókeypis afnot af henni. Svefnpokaaðstaða er fyrir hópa og einstaklinga og boðið verður upp á ódýra gistingu fyrir fjölskyldur. Morgunverður og kvöldverður er á boðstólum. Þá er sundlaugin opin almenningi og boðið verður upp á kaffíhlaðborð um helgar. Hótelið er staðsett við þjóðveginn við mynni Hörgárdals og því stutt að fara til Akureyrar, Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Tekið er við bókunum hjá Ferða- skrifstofu Akureyrar og eftir 20. júní á hótelinu sjálfu. Hótelstjóri verður Maríanna Traustadóttir. Verðskrá hótelsins í sumar verð- ur þessi: 2ja manna herbergi kostar kr. 1.500 nóttin, 1 manns herbergi kr. 1.150, svefnpokaaðstaða kr. 250 og morgunverður kr. 250. meginþorra þjóöarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.