Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 Rannsókn á þætti Útvegsbankans: Beinist að mati á tryggingum lána HALLVARÐUR Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri upplýsti á fundi með stjórn- endum Útvegsbankans í gœr að rannsókn á þætti Útvegs- bankans að Hafskipsmálinu beindist sérstaklega að mati á tryggingum vegna lána til fé- lagsins, samkvæmt þvi sem segir í frétt frá Útvegsbank- anum. Þar segir jafnframt að rannsókn málsins verði hrað- að og að þessi þáttur Haf- skipsmálsins ætti að upplýsast innan skamms. „Við stjómendur Útvegsbank- ans óskuðum eftir fundi með Hall- varði Einvarðssyni í morgun, þar sem við ræddum þessi mál við hann og hann skýrði fyrir okkur þau atriði í bréfi saksóknara sem varða ásakanir í garð starfsmanna Réttindalaus verðlaunaljósmyndari ákærður fyrir iðnlagabrot: Tók myndir í bók útgefna af Alþingi BIRT hefur verið ákæra í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Inga Einarssyni prentara fyr- ir brot á iðnlöggjöfinni. Krist- jáni er gefið að sök að hafa rekið ljósmyndaþjónustufyrir- tæki í Reykjavík undanfarin þijú ár, ýmist í eigin nafni eða nafni Sidmu sf., án þess að hafa iðnréttindi í ljósmyndun. Akæran var gef in út 5. nóvem- ber i fyrra en ekki birt fyrr en í gærmorgun í sakadómi Reykjavíkur. Þórður Bjömsson ríkissaksóknari sagði í gær að starfsemi Kristjáns Inga væri talin vera brot á 8. grein iðnlaga nr. 42 frá 1978 en upphaf málsins mætti rekja til kærubréfs Landssambands iðnaðarmanna frá 10. janúar í fyrra. Tekið er fram í ákæruskjalinu, að meðal verkefna, sem Kristján hafi tekið að sér án tilskilinna réttinda, hafí verið að taka andlitsmyndir af 59 alþingis- mönnum, sem birtust í Handbók Alþingis 1984 og gefin var út af Alþingi. Kristján Ingi Einarsson sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær að hann myndi halda uppi hörðum vömum í þessu máli, sem hann teldi fáránlegt. „Þetta varðar ansi marga, sýnist mér,“ sagði hann, „þeirra á meðal flesta blaða- ljósmyndara á landinu, ljósmyndara hjá sjónvarpinu, ljósmyndara Rann- sóknarlögreglu ríkisins og fleiri. Sjálfur hef ég ekki einasta tekið myndir af alþingismönnunum, sem settu þessi lög 1978, heldur einnig unnið sem blaðaljósmyndari og tekið myndir í bækur, sem hafa fengið verðlaun. Þetta réttindaleysi hefur því ekki háð mér neitt sér- staklega." Það er Sverrir Einarsson saka- dómari, sem dæmir í málinu í saka- dómi Reykjavíkur. Útvegsbankans. Eftir því sem næst verður komist þá er þetta spuming um rannsókn á því hvort að um brot hafí verið að ræða á þeirri grein 14. kafla hegningar- laganna sem fjallar um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðu- leysi í opinbem starfí/ sagði Láms Jónsson bankastjóri Útvegsbank- ans í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær. Láms sagði að bankastjómin hefði á fundinum lýst sig reiðubúna til að gefa þær upplýsingar um viðskipti bankans við Hafskip, sem óskað væri eftir við rannsókn þessa máls. Bankastjómin hefði áður á sama hátt upplýst aðra rannsókn- araðila, m.a. skiptaráðanda og sér- staka rannsóknamefnd. Láms sagði að stjómendur bankans væm mjög uggandi vegna þessara tíðinda. Umræðan um bankann hefði verið einstaklega neikvæð og það bætti ekki úr skák, nú þegar gmnsemdum á hendur stjómenda Hafskips og starfs- manna Útvegsbankans væri bland- að saman í fréttaflutningi og settar undirsama hatt. Feijubakkamálið: Konan kafnaði - eftir að eiginmaður hennar batt hana og keflaði EIGINMAÐUR konunnar, sem fannst látin á heimili þeirra að Ferjubakka 10 í Reykjavík að morgni hins 6. þessa mán- aðar, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. septem- ber næstkomandi að kröfu Rannsóknarlögreglu rikisins. Honum var jafnframt gert að sæta geðrannsókn. Hann kærði úrskurðinn til Hæsta- réttar. Kmfningsrannsókn hefur leitt í ljós, að konan lést af köfnun, að sögn Þóris Oddssonar, vararann- sóknarlögreglustjóra ríkisins. Eig- inmaður hennar viðurkenndi við yfirheyrslur í síðustu viku að hafa skilið konuna eftir bundna og kefl- aða í svefnherbergi íbúðar þeirra til að koma í veg fyrir að hún færi af heimilinu aðfaranótt þriðjudags- ins 6. maí, þar sem hann sat að drykkju ásamt þremur öðmm mönnum. Þegar maðurinn, Magnús F. Óskarsson, vitjaði konu sinnar síðar um nóttina var hún lífvana. Ekkert það hefur komið fram við rannsókn málsins, sem bendir til að gestimir þrír hafí vitað um þennan atburð fyrr en eiginmaðurinn kallaði til sjúkrabíl. Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: Gísli Teitsson framkvæmdastjóri heilsugæslustöðva, Maria Heiðdal hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðvar Hlíða- svæðis, Katrín Fjeldsted formaður byggingarnefndar heilsu- gæslustöðva og Haukur Magnússon yfirlæknir Heilsugæslu- stöðvar Hlíðasvæðis. Heilsugæslustöð á Hlíðasvæði LAUGARDAGINN 17. mai sl. var opnuð ný heilsugæslustöð fyrir Hliðasvæði i Drápuhlíð 14—16, þar sem áður hafði verið dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur. Kostnaður við kaup og innréttingu húsnæðis- ins er um 24,8 milljónir króna á verðlagi 1. apríl 1986 og áætl- að er að búnaður kosti um 4 milljónir króna. Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis er ætlað að þjóna því svæði, sem takmarkast af Miklatorgi og Flug- vallarvegi að vestan, Miklubraut að norðan og Kringlumýrarbraut að austan. A þessu svæði era um 4.500 manns. Yfirlæknir stöðvar- innar hefur verið ráðinn Haukur Magnússon og hjúkmnarforstjóri María Heiðdal, en alls verða starfsmenn 7 þegar fram í sækir. Starfsemi heilsugæslustöðvar- innar verður á 1. hasð hússins og I kjallara. Flatarmál 1. hæðar er 210 fm en flatarmál kjallara 194 fm. Á 1. hæð er móttaka, herbergi fyrir þijá lækna, hjúkmnarfor- stjóra og §ögur skoðunarher- beigi. í kjallaranum er rannsókn- arstofa, fundaherbergi og aðstaða fyrir ijölskylduráðgjöf og heima- hjúkmn, auk geymsluherbergja. Miklu varð að breyta í húsinu til þess að það hentaði sem heilsu- gæslustöð. Upphaflega var það teiknað af Gunnari Ólafssyni, verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, og Helga Sigurðs- syni verkfræðingi. Breytingar hönnuðu Sturla M. Jónsson innan- hússarkitekt, Rafteikning hf., Verkfræðistofan Önn hf. og Guð- laugur Friðþjófsson tæknifræð- ingur. Umsjón með hönnun, gerð útboðsgagna og byggingarstjóm hafði byggingadeild borgarverk- fræðings. Framkvæmdastjóri heilsu- gæslustöðva er Gísli Teitsson. Heildarfarmgj öld hafa ekki hækkað - segir verðlagsstjóri um könnun Verð- lagsstofnunar á farmgjöldum Eimskips VERÐLAGSSTOFNUN hefur átt viðræður við fulltrúa Eimskipafé- lags Islands og fengið hjá þeim ýmis gögn vegna umræðna um hækkanir á farmgjöldum skipafé- laganna. Aðspurður um niður- stöður könnunarinnar sagði Ge- org Ólafsson verðlagsstjóri að þær gæfu visbendingar um að Frambjóðendurí biskupshlutverkinu Vestmannaeyjum. JL> - ..... Vestmannaeyjum. EFSTU menn allra framboðs- lista sem bjóða fram í Vest- mannaeyjum við bæjarstjórnar- kosningarnar 31. maí nk. hafa nú í lokaspretti kosningabarátt- unnar fengið nýtt hlutverk. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýndi á laugardaginn gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson og fékk LV oddvita flokkanna til þess að fara með lítið hlutverk biskupsins í leikritinu. Á frumsýningunni var efsti maður A-lista, Guðmundur Þ.B. Ólafsson sem brá sér í hlutverkið og kláraði það klakklaust enda ekki með flókinn texta að fara. Á mánudaginn var það svo Andrés Sigmundsson, efsti maður B-lista, sem steig á fjalimar hempuklædd- ur. Síðan munu Sigurður Einars- son, D-lista, Ragnar Óskarsson, G-lista, og Bjami Jónasson, V-lista, spreyta sig á hlutverkinu. Ekki hafa hingað til farið miklar sögur af leikafrekum þessara mætu manna á leiksviðum alvöm- Ieikhúsa en margur gámnginn vill jú halda því fram að bæjar- stjómsrfundir í Vestmannaeyjum séu á stundum í iíkingu við leik- hús. Um leiksýningu LV á Blessuðu bamaláni er það annars að segja að hún féll í góðan jarðveg hjá leikhússgestum. Fengu leikendur og aðrir aðstandendur sýningar- innar mjög góðar undirtektir í leikslok. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og leikmynd er eftir Jóhann Jónsson. Tólf leikarar fara með hlutverk í sýningunni auk hinna pólitísku gestaleikara. Þetta er annað leikhúsverk Kjart- ans Ragnarssonar sem LV tekur til sýningar, í fyrra sýndi LV Saumastofuna, einnig við góðar undirtektir leikhúsgesta. — hjk farmgjöidin hafi ekki hækkað í heildina tekið. Hins vegar segði hún ekkert um það hvort farm- gjöldin væru óeðlilega há eða ekki og fengist ekki úr þvi skorið nema með umfangsmeiri könnun hér heima og erlendis. Könnun Verðlagsstofnunar var úrtakskönnun. Borin vom saman tímabilin júlí-desember 1985 og janúar-mars -1986 og vom helstu niðurstöður þessar: Dæmi em um bæði hækkanir og lækkanir á farmgjöldum en heildar- farmgjöld stykkjavöm reiknuð í þý- skum mörkum hafa lækkað um 7,4%. Ef þau em reiknuð í sérstökum dráttarréttindum (SDR) hafa heild- arfarmgjöldin staðið í stað á milli umræddra tímabila. Heildarfarmgjöldin hafa hækkað um 7% í íslenskum krónum á milli áðumefndra tímabila. Meðalvísitölur framfærslu- og byggingarkostnaðar hækkuðu heldur meira, eða um það bil 10% á sama tíma. Georg tók það fram að könnunin byggðist á gögnum frá Eimskip og að hún hefði ekki verið víðtæk. Hann sagði að ekki hefði verið gerður samanburður á farmgjöldum Eim- skips og annarra skipafélaga enda benti ýmislegt til að þau væm svipuð vegna samkeppni þeirra. Hann sagði einnig að æskilegt væri að gera samanburð á farmgjöldum innlendra skipafélaga og skipafélaga sem ein- göngu sigla á milli hafna erlendis til að fá úr því skorið hvort farm- gjöld íslensku skipafélaganna væm óeðlilega há eða ekki. Verðlagsstofn- un hefði í hyggju að gera slíka könnun sem fyrst. Umræðan um um farmgjöld skipafélaganna hófst þegar Georg skýrði frá því í viðtali í Morgun- blaðinu að Verðlagsstofnun hefði fengið kvartanir vegna hækkunar á farmgjöldum. Síðan hafa Qölmargir viðskiptavinir skipafélaganna haft samband við stofnunina út af ýmsum málum og sagði Georg að þessi umræða hlyti að hafa verið til góðs- 60 krónur fyrir kíló af netafiski FJÖGUR fiskiskip seldu afla sinn f Hull og Grímsby á þriðjudag og miðvikudag. Fengu þau gott verð fyrir aflann, sem að mestu leyti var þorskur, um 60 krónur á hvert kíló. Súian EA seldi 113,7 lestir, mest þorsk í Grimsby á þriðjudag. Heild- arverð var 6.700.000 krónur, meðal- verð 59,10. Sama dag seldi Skímir AK 85 lestir, mest þorsk veiddan í net, í Hull. Heildarverð var 5.178.800 krónur, meðalverð 60,94. Á miðvikudag seldi Sigurborg AK 58,9 lestir, mest þorsk veiddan í net, í Grimsby. Heildarverð var 3.400.000 krónur, meðalverð 57,85. Sama dag seldi Gjafar VE 56,9 lestir af þorski í Hull. Heildarverð var 3.300.000 krónur, meðalverð 58,86.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.