Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 1
72SÍÐUR B STOFNAÐ1913 110. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 22. MAI1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Holland: Stjórn Lubbers hélt velli í kosnin&funum Haac. AP. Haag. AP. SAMSTEYPUSTJÓRN hægri og miðflokkanna í Hollandi undir forsæti Ruud Lubbers virtist ætla að halda velli í þingkosningunum þar i gær. Flokkur Lubbers, Kristilegi demókrataflokkurinn, var aðal sigurvegari kosninganna og var honum spáð 54 þingsætum, en hann hafði 45 áður. Aðal flokki stjórnarandstöðunnar, Verka- mannaflokknum, var spáð 52 þingsætum, en hann hafði 47 áður. Hinum stjómarflokknum, Frjáls- lynda flokknum, var spáð 27 þing- sætum og myndi hann þá hafa tapað 9, en hann hafði 36 áður. Samsteypustjóm þessara tveggja flokka myndi samt sem áður hafa öruggan meirihluta á þingi eða 80 af 150 þingsætum. Spár þessar byggðust á tölvuútreikningum, er 76,1% atkvæða höfðu verið talin. Þá höfðu forystumenn Verka- mannaflokksins þegar lýst yfir ósigri sínum, þó að flokkur þeirra hefði unnið veralega á, þar sem ljóst þótti, að flokkur Lubbers yrði stærsti flokkurinn á þjóðþinginu. Óhapp í frönsku kjarnorkuveri: Fimm manns urðu fyrir geislun Parfs.AP. FIMM starfsmenn kjarnorkuversins í La Hague í norðvesturhluta Frakklands urðu fyrir geislun þar á þriðjudag. Var geislamagnið, sem þeir urðu fyrir, tvisvar til þrisvar sinnum meira en talið er óhætt á heilu ári. Skýrði Francois Cogne, yfirmaður almannavarna á sviði kjamorku, frá þessu í gær. Cogne fullyrti, að ekki væri hætta á frekari geislun í þessu kjamorku- veri. Atburður þessi hefur hins vegar beint athygli Frakka að öðra óskyldu óhappi, sem átti sér stað í kjamorkuverinu í Bugey 1984. Halda sumir því fram, að þá hafi legið við stórslysi og er það atvik talið það alvarlegasta sinnar teg- undar, sem átt hefur sér stað í Frakklandi. Vikuritið Le Canard Enchaine skýrði ítarlega frá þessu atviki í gær. Gerðist það með þeim hætti, að það slokknaði á einum kjamaofni með þeim afleiðingum, að allt raf- magn fór af kælidælum ofnsins og aðeins önnur af tveimur vararaf- stöðvum, sem þama vora og gengu fyrir olíu, starfaði eðlilega. Á fundi með fréttamönnum í París í gær gerðu þeir Cogne og Pierre Tanguy, eftirlitsstjóri kjam- orkuvera franska ríkisins, grein fyrir því, sem gerzt hefði í Bugey á sínum tíma. Sögðu þeir, að önnur vararafstöðin hefði „nægt til að kæla kjamaofninn, svo að aldrei var hætta á stórslysi". Bættu þeir því við, að öll kjamorkuver af sömu gerð og í Bugey hefðu síðan verið útbuin með fleiri vararafstöðvum og jafnframt hefði eftirliti frá stjómklefa verið breytt. Enda þótt þessi úrslit væra byggð á tölvuspám og því ekki endanleg, þar sem talningu var ekki lokið, þá var talið mjög ólík- legt, að á þeim yrðu nokkrar vera- legar breytingar. Endanlegri taln- ingu lýkur sennilega ekki fyrr en eftir nokkra daga. Úrslit þessi koma mjög á óvart, því að í skoðanakönnunum að undanfömu virtist allt benda til þess að stjómarflokkamir myndu tapa meirihluta sínum á þingi. Svo var að sjá sem stefna þeirra í þá átt að efla iðnaðinn í landinu en draga úr íjárlagahallanum með samdrætti í almannatryggingum ætti litlu fylgi að fagna á meðal kjósenda. Það vora hins vegar smáflokk- amir, sem fyrst og fremst töpuðu fylgi, en níu slíkir flokkar áttu sæti á síðasta þingi. Talið er, að athygli kjósenda hafi fyrst og fremst beinzt að aðalmálum kosningabaráttunnar eins og efnahagsmálum, kjam- orkuveram og stuðningi Lubbers við þá ákvörðun að koma upp stýri- flaugum í landinu á árinu 1988, en hún hefur verið mjög umdeild. AP/Símamynd Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, greiðir atkvæði f þing- kosningunum i gær. Með honum er dóttir hans, Heleen. Fokkur Lubbers, Kristílegi demókrataflokkurinn, var ótvíræður sigurvegari kosninganna og var þvi spáð, að hann ynni 9 þingsæti og fengi 54 í stað 45 áður. Breytingar á bresku stjórninni: Kenneth Baker verður menntamálaráðherra London. AP. MARGARET Thatcher, forsæt- isráðherra Bretlands, gerði breytingar á stjórn sinni f gær. Skipaði hún Kenneth Baker, sem verið hefur umhverfismála- ráðherra, í embætti mennta- Andrei Sakharovs minnst víða um heim á 65 ára afmælisdegi hans: Dagurinn verði árlegur mannrétt- indadagur, sem beri nafn hans London, Bonn og París. AP. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin og hópur brezkra þingmanna skoruðu í gær á sovézk stjórn- völd að gefa andófsmanninum og visindamanninum Andrei Sakharov frelsi. Þá sendu mannréttindasamtökin Amn- esty International einnig frá sér sams konar áskorun. Tilefni þessa var, að dagurinn í gær var afmælisdagur Sakharovs og varð hann þá 65 ára gamaU. Sextíu og fimm þingmenn úr báðum deildum brezka þingsins undirrituðu áskoranina í gær og vora þeir úr öllum aðalflokkum þingsins. Það var svonefndur mannréttindahópur þingsins, sem stóð fyrir áskoraninni og var þess jaftiframt krafízt þar, að allar ferðahömlur gagnvart Yelenu Bonner, konu Sakharovs, yrðu Andrei Sakharov felldar niður. í Bonn skýrði Friedhelm Ost, talsmaður Sambandsstjómarinn- ar, frá þvf, að Sovétstjóminni hefði verið send áskoran um að leyfa „Sakharov að búa við mann- sæmandi aðstæður á þeim stað, Yelena Bonner sem hann kysi sér sjálfur." Sagði Ost, að Sakharov hefði áður verið boðið að koma til Vestur-Þýzka- lands og svo yrði ávallt í framtíð- inni. í Frakklandi lögðu helztu mannréttindasamtök landsins til, að afmælisdagur Sakharovs yrði gerður að sérstökum árlegum mannréttindadegi, sem bæri nafn hans. Yelena Bonner flutti ræðu í New York á þriðjudagskvöld í tilefni af afmæli Sakharovs. Þar sagði hún m.a.: „Sérhver tími á sínar hetjur, sérhver tfmi á sína andlegu leiðtoga. Sakharov er orðinn að andlegum leiðtoga okkar tfrna." Lýsti hún honum sem hæglátum manni, er aðstæð- umar hefðu knúið til þess að taka að sér þetta hlutverk. Gert var ráð fyrir, að Yelena yrði viðstödd athöfn á Bandaríkja- þingi í gær, þar sem samþykkt yrði yfírlýsing um að gera daginn að sérstökum „Sakharov-degi" um öll Bandarfkin til heiðurs sovézka andófsmanninum. málaráðherra í stað Sir Keiths Joseph, sem sagt hafði af sér. Nicholas Ridley samgöngumála- ráðherra verður nú umhverfís- málaráðherra, en John Moore, ráðuneytisstjóri í ^ármálaráðu- neytinu, sem skipulagt hefur sölu ríkisfyrirtækja til einkaaðila, tekur við af honum sem samgöngumála- ráðherra. Er þetta í fyrsta sinn, sem hann tekur sæti í brezku stjóminni. Mikill styrr hefur staðið um Sir Keith Joseph, sem er 68 ára að aldri og einn af nánustu samstarfs- mönnum Thatcher. Því valda eink- um deilur og verkföll í brezkum skólum að undanfömu út af launa- kjöram kennara. Sir Keith tilkynnti 31. janúar sl. að hann hygðist ekki verða í framboði í næstu þingkosningum, sem fram eiga að fara í júní 1988 og komst þá strax á kreik orðrómur um, að hann myndi senn fara úr stjóminni. í bréfi til Sir Keith komst Thatc- her svo að orði, að hann hefði „meira en nokkur annar" átt þátt í mótun þeirrar stefnu, sem „leiddi til sigurs íhaldsflokkksins í tvenn- um þingkosningum". Kenneth Baker, sem nú tekur við embætti menntamálaráðherra, hefur orð á sér fyrir að vera snjall skipuleggjandi. Hann varð fyrst ráðherra í stjóminni fyrir 8 mánuð- um, en var áður aðstoðariðnaðar- ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.