Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 15 Samfelldur skóladagnr [-er óvenjulega klár og vinalegur ' bær, húsin skjannahvít með bláum | gluggahlerum og bláum hurðum. i Þar er allmikið um ferðamenn og raunar hefur ferðamannastraumur • vaxið jafnt og þétt til Túnis síðustu í ár. Enda er Túnis ákaflega þægilegt land í ferðamannslegu tilliti. Verð- lag er lágt á okkar mælikvarða, fegurðin í landslaginu og fjölbreytn- in mikil og ágætis hótel. I Hamma- meta einu eru um íjörutíu hótel og þó virðist bærinn ekki mengaður af ferðamönnum. Það er líka gaman að smakka túniska rétti, þar á meðal eru til dæmis brikkið sem er forréttur, minnir ívið á laufabrauð, fyllt með hráu eggi, osti og kjöti og síðan er brauðinu lokað eins og omelettu og steikt í olíu. Fingur Fatimu er ekki ósvipaður brikkinu, er minna og með kjötfyllingu. Einn rétt enn má nefha sem er kúskus og mér skilst að sé matreitt i tveggja hæða potti. Á neðri hæðinni malla lamba- kjöt og grænmeti og gufan frá neðri hæðinni sér um að sjóða hrísgijónin. Svo er þessu öllu blandað saman og kryddað áður en það er borið j fram. Borðvínin eru ljúffeng og mér líkaði einna bezt við rósavínin. Þeir framleiða líka ágætan bjór og Tip- arin-appelsínulíkjör með kaffinu er hreinasta sælgæti. ] Túnisbúar taka af miklum mynd- S arskap á móti ferðamönnum. Enda í er það svo að þeir hafa nú orðið j mestar tekjur af ferðamönnum. En í ég hafði einatt á tilfinningunni að i það væri meira þeirra eðlislæga vinsemd sem birtist í litlum viðvik- ’ um en að þeir væru að gera það eitt að hafa ferðamanninn góðan. Þegar maður var á göngu og settist niður á testofu var ekki við það komandi að maður fengi að borga teið. Stundum komu litlir krakkar ' og gáfu manni blóm, svona lítil i atvik sem kannski kostuðu hvorki mig né þau nein ósköp en hlýjuðu um hjartarætur. Eitt kvöldið fór ég að horfa á túniska þjóðdansa á Appelsínu- hótelinu. Þar var leikið undir á strengjahljóðfæri og ásláttarhljóð- færi sem er kallað sjerbúrka. Þijár stúlkur, allar nokkuð þiýstnar utan um sig, skóku sig af mikilli kúnst í takt við músíkina sem mér fannst í fljótu bragði bera flest einkenni hefðbundinnar þjóðlagatónlistar arabalanda sem ég þekki til. Þær voru léttklæddar en skrautlegt það sem það var. Það dró svo ekki úr ■ kætinni að stundum fengu píumar gesti út á gólfið til að láta þá taka þátt í dansinum við hinn mesta fögnuð áhorfendanna. Mér þótti Appelsínu-hótelið hið viðkunnan- legasta og til fróðleiks má kannski taka það fram að þetta kvöld var boðið upp á fjórréttaða máltíð sem kostaði fjóra dínara. Það lætur nærri að vera um 240 krónur. Sjálf hreiðraði ég um mig á Hotel Residence. Það var fyrir ljúfa milli- göngu forsvarsmanna Tunis Air í Kaupmannahöfn. Á Residence réði herra Khechine ríkjum. Hann gerði eiginlega allt fyrir mig sem hægt er að gera fyrir útlending í einu landi. Hann sá til þess að ég fengi gott herbergi, útvegaði mér skoðun- arferðir út og suður og keyrði mig hvert á land sem var, ef ég leitaði upplýsinga um hvemig ætti að bera sig eftir að komast hingað eða þangað. Hann leiðbeindi mér um [ hvemig ég ætti að fá sem ódýrastan \ ílugmiða til Marokkó og hvað eftir ■ annað bauð hann mér í hádegisverð i með ýmsu ferðaskrifstofufólki sem í var þama á ferð að gera samninga fyrir haustið og næsta vetur. Herra j Khechine var þó ekkert einsdæmi. Mér fannst manni hvergi vera tekið eins og hvimleiðum túrista heldur kærkomnum gesti. Á þessu er reginmunur. Og svo lá leiðin til eyjarinnar Djerba í leit að lótusætum. Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir eftir Guðrúnu Zoega. Eitt af þeim málum, sem Sjálfstæðis- flokkurinn mun leggja áherslu á í borg- arstjóm á næsta kjörtímabili er að koma á samfelldum skóladegi fyrir nemendur grunnskólans. Þetta er mjög brýnt hagsmunamál fyrir nemendur sem og fyrir heimili þeirra og fjölskyldur. Tæpur helmingur nemenda í grunnskólum, hefur nú samfelldan skóladag, þ.e. þarf ekki að fara nema eina ferð á dag milli heimilis og skóla. Einnig stefnir flokkur- inn að þvi að daglegur skólatlmi (eða viðverutími, eins og það er kallað á' skólamáli) 7-9 ára bama verði lengdur, þannig að þau geti verið í skólanum undir eftirliti fyrir og eftir venjulegan kennslutíma. Þetta var reynt í Folda- skóla sl. vetur og gaf góða raun. Það er ómetanlegt fyrir útivinnandi foreldra að vita af bömum sínum á ömggum stað. Ragnhildur Helgadóttir sýndi sam- „Eitt af þeim málum, sem Sjálfstæðisfiokk- urinn mun leggja áherslu á í borgarstjórn á næsta kjörtímabili er að koma á samfeildum skóladegi fyrir nem- endur grunnskólans. Þetta er mjög brýnt hagsmunamál fyrir nemendur sem og fyrir heimili þeirra og fjöl- skyldur.“ starfi heimila og skóla mikinn áhuga, þegar hún var menntamálaráðherra, og Guðrún Zoöga skipaði þá nefnd, sem Salome Þorkels- dóttir, alþingismaður, er formaður fyrir. Hlutverk nefndarinnar var að kanna tengsl heimila og skóla og finna leiðir til að efla þau tengsl. Nefndin skilaði skýrslu, sem fjallaði m.a. um samfelldan skóladag og gerði tillögur um leiðir til að koma honum á. Þæreruþannig; „Stefnt skal að samfelldri viðveru nemenda í grunnskólum með því að; — bæta skipulag og stundaskrárgerð — taka tillit til samfelldni við hönnun skólahúsnæðis og ( framkvæmdum og skólabyggingar — efla skólasöfn og vinnuaðstöðu nemenda utan fastra kennslustunda — gefa kost á nestispökkum og mál- tíðum á skólatíma — skipuleggja skólastarf á sveigjan- legan hátt." Ég álít að nálgast megi þetta markmið mikið með bættu skipulagi og bættri stundaskrárgerð, þannig að það þurfi ekki að kosta mikið fé að koma þessu á fyrir allan þorra nemenda. Það kann að reynast nauðsynlegt, að skólaskríf- stofa, eða aðilar á hennar vegum, komi stjómendum skólanna til aðstoðar við stundatöflugerð. Einnig verður að skapa kennurum góða vinnuaðstöðu í skólun- um til þess að millitímar eða „göt“ I þeirra stundaskrá nýtist þeim til undir- búningsvinnu. Nú þegar eiga nemendur kost á nestispökkum í skólanum, en af einhveijum ástæðum eru fáir, sem nýta sér það. Þess vegna verður að fínna nýtt fyrirkomulag á þeim málum, sem hentar bæði nemendum og starfsfólki skólanna. Ég trúi þvl, að með góðum vilja og samstarfi þeirra, sem þetta mál varðar, muni þetta reynast auðveldara en marg- ur hyggur, og eftir fáein ár munum við furða okkur á því, að það skuli einhvem tímann hafa tíðkast í Reykjavík, að nemendur þyrftu að fara tvisvar eða jafnvel þrisvar á dag I skólann. Höfundur skipar 17. sætið á lista Sjilfstæðisflokksins fyrir borgar- stjómarkosning&mar i vor. FRA MAZDA! Þessir bílar eru tilvalin lausn á flutn- ingaþörf flestra fyrirtækja og ein- staklinga. MAZDA „E" sendibílarnir hafa nú þegar sannað ágæti sitt við alls kyns aðstæður hérlendis. Þeir eru sérlega rúmgóð- ir, þýðir og léttir í akstri með1200—1700 kg.burðarþoliog fást Í5 mismunandi útgáfum: Lokaðir sendibílar, sendibílar með gluggum og sætum fyrir 6 manns, fólksflutningabílar með sætum fyrir 9—12 manns, pallbílar með sætum fyrir 3 og pallbílar með tvöföldu húsi og sætum fyrir 6 manns. Vélargerðir eru 2: 2.2 L dieselvél eða 2.0 L bensínvél. Við eigum nú til afgreiðslu strax örfáa af þessum frábæru bflum á mjög hagstæðu verði: Lokaður bfll með bensínvél..................Kr. 556.000 Bfll með gluggum, 6 sætum, dieselvél og vökvastýri .................................. " 667.000 Pallbfll með 3 sætum og bensínvél...... " 532.000 Rallbfll með tvöföldu húsi, 6 sætum og dieselvél ................................... " 666.000 gengisskr. 21.4.86 Sýningarbfll á staðnum. Opið laugardaga frá kl. 1—5. ■BBMBWK.'' BÍLABORG HF SMIÐSHÖFÐA 23 SÍMI 6812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.