Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1986 S VR sleppir Laugaveginum í þungri umferð Morgunbladið/Þorkell Myndin er frá afhendmgu gjafarinnar. Frá vinstri: Haraldur Sveinsson, Ingvar Ásmundsson, Sigurð- ur Örn Kristjánsson, Örn Jóhannsson og Óli Vestmann Einarsson. Iðnskólinn fær tölvur og tölvuskjái að gjöf MORGUNBLAÐIÐ hefur gefið skólanum 2 PTP 11/60 tölvur frá Digital ásamt 14 tölvuskjám VT-72, segir i frétt frá Iðnskólanum í Reykjavík. Gjöfínni fylgir hugbúnaður fyrir setningu á ís- lensku máli. Þetta er fyrsti hugbúnaður sem hannað- ur hefur verið fyrir setningu og textameðferð á ís- lensku. Tæki þessi og hugbúnaður hafa verið notuð á undanfömum árum við setningu Morgunblaðsins. Umboð Digital á íslandi, Kristján Ó. Skagfjörð hf. hefur annast uppsetningu tækjanna skólanum að kostnaðarlausu og mun ásamt tæknimönnum Morgunblaðsins aðstoða skólann við að taka tækin í notkun. Skólanum er mikill fengur að þessari gjöf og telur að þessi tæki ásamt hugbúnaðinum geri skólanum kleift að fylgjast með tækniframförum á þessu sviði á næstu árum. Fuglavemdarfélag íslands: Þórshaninn í útrýming- arhættu hér landi ÞRJÁTÍU og átta hafaraarpör eru nú á landinu og hefur fjöldi þeirra heldur verið á uppleið undanfarin ár. Þrátt fyrir það er arnarstofninn langt frá því að vera úr allri hættu og er rik ástæða til þess að fylgjast grannt með þróun mála næstu árin. Þetta kom fram í skýrslu formanns Fugla- vemdarfélags Islands, en aðalfundur félagsins var haldinn fyrir skömmu á Hótel Borg. „Jú, því er ekki að neita að við vísum einstaka strætisvagni niður á Skúlagötu ef umferð um Laugaveginn er það mikil að ljóst er að vagnarnir standast ekki áætlun samkvæmt tímatöflu," sagði Karl Gunnarsson eftirlits- maður hjá Strætisvögnum Reykjavíkur í samtali við blaða- mann, en Morgunblaðið hefur haft spurnir af þvi að þetta sé gert við og við. Karl sagði að þetta væri aðeins gert í neyðartilvikum á allra verstu umferðardögum. „Ég veit að þeir farþegar sem bíða eftir þeim vögn- um, sem beint er niður á Skúlagötu, eru ekki ýkja hrifnir af þessu fyrir- komulagi, en við keyrum fyrst og fremst eftir tímatöflu og hún verður að standast. Undanfarið hafa sunnudagamir verið verstir hvað þetta snertir — fólk er á rúntinum með bömin í góða veðrinu, skoðar í búðargluggana í leiðinni og er síst að flýta sér. Síðan er tíminn milli 13 og 18 á virkum dögum annasam- ur svo við höfum þurft að grípa til Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla I Armúlaskóla: 750 manns hafa þegar kosiö ÞEIR sem ekkl verða heima hjá sér þegar kosið verður i bæjar- og sveitarstjóraarkosningunum og staddir eru i Reykjavík geta kosið utan kjörstaðar i Armúla- skólanum þessa dagana. Skrifstofan í Armúlaskólanum er opin alla virka daga klukkan 10-12, 14-18 og 20-22 og á sunnu- dögum klukkan 14-18. Þegar hafa 586 manns kosið utan kjörstaðar í Ármúlaskóla, en skrifstofan verður opin fram á Iq'ördag. þessa neyðarúrræðis í einstaka til- vikum." Karl sagði að á annatímum væri ævinlega fyrst gripið til þess úrræð- is að bæta við vögnum, en ef þeir kæmust ekki úr sporunum vegna umferðar um Laugaveginn, væri ekki önnur málamiðlun til enn sem komið væri. „Það er alltaf verið að athuga þessi mál og ýmislegt hefur komið til greina t.d. hefur verið bannað að beygja inn á Laugaveg- inn frá sumum hliðargötum, en að mínum dómi þýðir lítið annað en að minnka umferðina um Lauga- veginn svo hægt sé að gera öllum farþegum strætisvagnanna til hæf- is.“ Akureyri: Tónleikar í kvöld Víðkunnur danskur kórstjóri, organisti og píanisti, Steen Lind- holm, heldur tónleika í Akur- eyrarkirkju f kvöld ásamt Kamm- ersveit Kanpmnnnahnfnnr Auk Steen Lándholm skipa hljóm- sveitina Hans Gammeltoft Hansen flautuleikari, Gert Herzberg óbó- leikari, Wladyslaw Marchwinsky fíðluleikari og Birthe Holst Christ- ensen sellóleikari. Mörgu kórfólki er minnisstætt kór- námskeið haustið 1985 á Akureyri á vegum Landssambands Bland- aðra kóra, en þar hreif einmitt Steen Lindholm þátttakendur með leiðsögn sinni og lifandi framkomu. Á efnisskránni i Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30 verður tónlist eftir Telemann, Bach, Quantz ogHumik. Aðgöngumiðasala fer fram við inn- ganginn. (Úr fréttalilkynningu.) Félagið ætlar nú í auknum mæli að beina athygli sinni að ýmsum fuglategundum sem eru í útrýming- arhættu hér á landi, svo sem þórs- hana, keldusvíni, haftyrðli og snæ- uglu. Var eftirfarandi tillaga sam- þykkt samhljóða: „Vegna yfírvofandi útiýmingar- hættu þórshana á íslandi, en hér- lendis eru einu varpstöðvar hans í Evrópu utan Svalbarða, ætlar Fuglavemdarfélagið að gangast fyrir því að á komandi sumri verði gerð könnun á útbreiðslu og stofn- stærð þórshana á íslandi. Umsjón verkefnisins verður I höndum aðila er stjóm félagsins velur og verður það framkvæmt í samráði við Nátt- úrufræðistofnun íslands og aðra hlutaðeigandi aðila.“ í því sambandi óskar félagið eftir upplýsingum um staði þar sem þórs- hanar hafa sést á undanfömum ámm. Þeir sem kunna að hafa slíkar Útfærslu íslenzku landhelginnar minnzt í Grimsby: Togaraeigendur hefðu frekar náð samningum en sljórnvöld — útgerðarmenn heföu sætt sig við 70.000 tonna ársafla en Harold Wilson heimtaði ekki minna en 110.000 tonn, segir Don Lister, einn brezku samninganefndar mannanna. Grimiby. Fri ÞArieifi Ólafsgyni. „BREZKIR togaraeigendur gátu sætt sig við 70.000 togaraeigend- ur gátu sætt sig við 70.000 tonna ársafla en Harold Wilson, forsæt- isráðherra, krafðist ekki minna en 110.000 lesta afla árlega við ísland," segir Don Lister, fyrrverandi framkvæmdastjóri Consol- ated Fisheries í Grimsby, en hann var í samninganefnd Breta, sem send var til íslands í upphafi útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr 50 milum í 200 í byrjun júni 1976. Þess er nú minnst hér í Grimsby með miklum hryilingi, að 10 ár eru liðin frá þessum atburði. Við útfærslu iandhelginnar var stórum flota togara í Grimsby lagt og sömu sögu er að segja um Hull. Á vissan hátt hafa f iskihafnirnar hér ekki borið sitt barr siðan. „Við útfærslu íslenzku físk- veiðilögsögunnar í 200 mflur 2. júní 1976 gátu brezkir togaraeig- endur sætt sig við 70.000 tonna ársafla af blönduðum físki, en Harold Wilson, þáverandi forsæt- isráðherra, krafðist 110.000 tonna afla,“ segir Don Lister og bætir við, „Wilson krafðist þess af viðræðunefndinni, sem send var til íslands, að koma ekki til baka með samning um minna en 110.000 tonn.“ í upphafi þorska- stríðsins var Don Lister skipaður af hálfu brezkra útrgerðarmanna í samninganefnd þá, sem fór til íslands. Hann segir nú í viðtali við Grimsby Evening Telegraph, að hann hafi ásamt fleirum bent brezkum stjómvöldum á, áður en haldið var af stað til íslands, að brezki togaraflotinn hefði enga möguleika á að veiða 110.000 tonn á ári við ísland. Skipin væru orðin of gömul, engin endumýjun hefði átt sér stað í mörg ár og ætti flotinn að ná 110.000 tonna afla, þyrfti að minnsta kosti að byggja 20 ný skip. Lister segir ennfremur að á fundi í Reykjavík hafi engin bein tilboð um veiði komið frá íslend- ingum sjálfum, en þeir hafí verið reiðubúnir til að ræða um tölur, sem voru nær því sem breskir útgerðarmenn höfðu hugsað sér en mjög fjarri því, sem Wilson krafðist. „Við tjáðum ríkisstjóminni að við kæmumst af með 75.000 tonn, en formaður brezku samninga- nefndarinnar, Roy Hattersley, núverandi varaformaður brezka. verkamannaflokksins, mátti ekki semja um minna en 110.000 tonn. í Reykjavík sagði ég Hattersley, og var ég þá reiður, að hann gæti alveg lækkað sig úr 75.000 tonnum í 70.000 og jafnvel niður í 65.000, það skipti engum sköp- um. Hattersley svaraði að hann mætti ekki hreyfa sig frá 110.000 tonnunum.“ Lister segir segir ennfremur, að NATO-8töðin á íslandi hafí hjálpað íslendingum mjög mikið í að ná skjótum árangri f útfærslu landhelginnar, en að sínu mati hefði farið betur fyrir togaraút- gerð í Bretlandi, hefði togaraeig- endur sjálfir samið beint við ís- lenzk stjómvöld. Lister segir ennfremur að Henry Kissinger, þá verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi kannski verið traustasti bandamaður íslands á vesturlöndum við útfærslu land- helginnar. Kissinger hafí til dæmis sagt við Anthony Croos- land, þáverandi útanríkisráðherra Breta, að hann skildi ekki hvemig nokkrir togarar gætu jafnvel komið í veg fyrir starfrækslu einhverrar mikilvægustu her- stöðvar NATO f Evrópu. upplýsingar undir höndum em vin- samlegast beðnir um að hafa sam- band við Náttúmfræðistofnun ís- lands. Nú er varptíminn hafínn hjá hafemi hérlendis. Því vill fugla- vemdarfélagið benda á að talsverð hætta er á að varpið misfarist ef fuglamir verða fyrir truflun við hreiðrið. Beinir félagið þeim tilmæl- um til manna að þeir forðist alla umferð við amarhreiður. Á þetta m.a. við um minkaveiðimenn, en komið hefur fyrir að þeir væm að leita að mink í hólmum þar sem amarhreiður er. Mælist félagið vinsamlegast til þess að þeir undan- skilji þá hólma og aðra staði í næsta nágrenni við amarhreiður, enda er ólíklegt að minkur þrífíst í nábýli við öminn. Fuglavemdarfélagið vill einnig taka fram að reynslan sýnir að æðarvarp getur þrifist ágætlega í næsta nágrenni við amarhreiður. Hins vegar geta ungir emir sem ekki em staðbundnir valdið ein- hveijum usla í varpi. Skaðlaust er að stugga við þessum fuglum og flæma þá úr æðarvarpinu. Vonast félagið eftir árangursríku samstarfí við æðarbændur og aðra er hlut eiga að máli á þessu sumri. Ekki fór fram stjómarkjör í fé- laginu þetta árið, en núverandi stjóm skipa: Magnús Magnússon formaður, Bjöm Guðbrandsson varaformaður, Kjartan Magnússon ritari, Reynir Armannsson gjaldkeri og meðstjómandi Sverrir Þórðar- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.